Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 L JÓSRITU NARVÉLAR OPTíMA ÁRMÚLA 8 - SIMI 67 90 00 Motaðar Ijósritunarvélar. Höfum til sölu nokkrar góðar, notaðar ljósritunar- vélar. Hafðu samband eða líttu inn. TELEFAX ÁRMÚLA 8 - SÍMI 67 90 00 Faxtæki I úrvali, fyrir heimilið og vinnustaðinn, verð frá 32 þús. án vsk. Hafðu samb. eða líttu inn í Ármúla 8. Nýkomið úrval af kveninniskóm úr ieðri. Verð kr. 1.145 og 1.280. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 91-14181, Ecco, Laugavegi 41, s. 91-13570, Skóverslun Þórðar, Borgar- nesi, s. 93-71904. Póstsendum. Verðandi mæður. Erum með mikið úrval af tískufatnaði fyrir verðandi mæður frá stærðinni 34. Tískuversl- unin Stórar stelpúr, Hverfisgötu 105, Rvík, sími 91-16688. Ævintýralegt úrval af sloppum og hand- klæðum fyrir alla fjölskylduna. 10% jólabónus. ARRI, bað- og saunavörur, Faxafeni 12, Rvík, sími 673830. BÍLASPRAUTUN IÉTTINGAR Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 Dráttarbeisli, kerrur. Dráttarbeisli með ábyrgð (original), ISO staðall, ásetn- ing á staðnum, ljósatenging á dráttar- beisli og kerrur, allar gerðir af kerrum og vögnum, allir hlutir í kerrur, kerru- hásingar með eða án bremsa. Áratuga reynsla. Póstsendum. Opið alla laug- ardaga. Víkurvagnar, Dalbrekku, s. 43911 og 45270. Hjónafólk, pör og einstakl. Öll stundum við kynlíf að einhverju marki, en með misjöfnum árangri. Við gætum stuðl- að að þú náir settu marki. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú átt erindi við okkur: • I lættulaust. kynlíf • Einmanaleiki •Tilbreytingarleysi • Getuleysi *Vantar örvun Vertu vel- komin(n) í hóp þúsunda ánægðra við- skiptavina okkar. Við tökum vel á móti öllum. Ath. allar póstkröfur dul- nefndar. Opið 10-18 virka d. og 10 14 lau. Erum á Grundarstíg 2, s. 14448. Fjarstýrðar flugvélar, næstum því til- búnar til flugs, mótorar, fjarstýringar og allt til módelsmíða. Mikið úrval. Póstsendum. Tómstundahúsið, sími 91-21901. ■ Húsgögn Veggsamstæöur úr mahónii og beyki. Verð kr. 49.500 samstæðan og kr. 39.500 hvít. 3K húsgögn og innrétting- ar við Hallarmúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. Nýkomnar skápasamstæður frá Þýska- landi í svörtu og furu. Verð frá 78.990 stgr. Visa og Euro raðgreiðslur. Nýborg hf., Skútuvogi 4, sími 812470. Möppuhillur — Bókahillur fyrir skrifstofur og heimili. Eik, teak, beyki, mahogni, og hvítar með beykiköntum. 3K húsgögn og innréttingar við Hallarmúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. Endurski * í ■ Bátar Hausttilboð. V-7 dýptarmælir, 8 litir, 6" skjár, hagstætt verð. Visa og Euro. Friðrik A. Jónsson hfi, Fiskislóð 90, sími 91-14135. ■ Bílar til sölu Citroén GSA special '86 til sölu, mjög góður bíll, með mikið endurnýjað í vél, vetrar- og sumardekk, útvarp og segulband, skoðaður ’92, mjög góður staðgreiðsluafsláttur. Góður í snjóinn í vetur. Upplýsingar í síma 91-626042 . eftir kl. 17.30. Intern. Cargostar 1850, árg. 1979, til sölu, ekinn 27 þús. mílur, verð 800.000 + vsk. Ath., minnaprófsbíll. Einnig til sölu traktorsgrafa, Case 580 F, árg. 1981, verð kr. 1100 þús. + vsk. Uppl. í símum 985-32550,91-44999 og 657796. Daihatsu Rocky LA. disil ’85, ekinn 122 þús. km. Ath. skipti á ódýrari. Bílar, bílasala, Skeifunni 7 (norðan- megin), sími 91-673434. Toyota Hilux EFI, árgerð ’87, til sölu, frábært eintak með öllum sérúbúnaði, athuga skipti - skuldabréf. Sími 91-642190. Bílasala Kópavogs, Smiðjuvegi 1. Verið velkomin. ■ Skemmtanir Félagasamtök, veitingahús, stofnanir og einstaklingar, athugið: Félag ís- lenskra hljómlistarmanna útvegar hljóðfæraleikara og hljómsveitir við hvers konar tækifæri: rokk, djass, klassík. Hringið í s. 678255 alla virka daga frá Hl- 13-17. Faxnúmer 678215. SMÁAUGLÝSINGASiMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 -talandi dæmi um þjónustu! Menning___________________pv Nútíma riddarasaga Þetta er ein hinna sérkennilegu miðaldaskáldsagna ítalska höfund- arins Calvino, birtist fyrst 1959. Hér segir frá köppum Karlamagnúsar Frakkakeisara um 800 e. Kr. Þeir eru raunar aukapersónur í þessari sögu en mest ber á hefðbundnum bókmenntafígúrum; hetjunni ungu sem vill ávinna sér frægð og prinsessu, vini hans sem er í svipaöri stöðu, en þarf að sanna uppruna sinn, og „prinsessunni” sem vill ekki þýðast söguhetjuna enda er hún hrifm af öðrum riddara, titilper- sónunni. Og þar kemur þaö sérkennilega við Calvino, öfgar, sem virð- ast fyrst fáránlegar, en reynast svo vera dæmisagnakenndar. Einn riddara Karlamagnúsar er nefnilega brynjan tóm, bókstaflega talað. En þetta er samt sem áður persóna, sem heldur sér uppi á einum saman viljanum. Þessi riddari er gerólíkur hinum. Þeir eru hér sýnd- ir skv. ófegraðri mynd sagnfræðinnar, þ.e. sóðalegir, gráðugir rudd- ar, en hann er hreinlegur, hógvær, laus við gort, en eyðileggur gobb- sögur hinna með hlutlægum athugasemdum. Þeim þykir hann auðvit- að hinn versti gleðispillir, en augljóslega er þetta holdtekja riddara- hugsjónarinnar! „Holdtekja" er auðvitað ofmælt, en segjum persónu- gervingur. Það verður mikið grín úr því þegar konur reyna að ná ástum hans. Hér er ekki ástæða til að rekja söguþráð, sem er reyfarakenndur með afbrigðum. Nema hvað hér eru kunnuglegustu efni riddarasagna og ævintýra, söguhetjan leggur í langa leit, riddari líknar lítilmögnum og fær góð ráð frá þeim að launum, bjargar nauðstaddri konu, berst við óargadýr og heiðingja, einkum múslíma. Persónur eru einhliða og ótrúlegar, alveg eins og í gömlu riddarasögunum sem skráðar voru Bókmenntir Örn Ólafsson á íslensku á 13. öld og síðar. En hér bregður svo við aö persónur tala eðlilegt samtímamál og eru ófegraðar venjulegar mannverur. Þar kemur erindi sögunnar við samtímann. Því gegn þessu eðlilega fólki koma ómennskar hugsjónir. Þar verður sérstaklega að nefna Grals- riddarana, sem „hreinsa sig af sérhverri ástríðu og verða smátt og smátt alteknir af ástinni á Gralnum.” Því verða aðrir að sjá um líkam- legar þarfir þeirra en þeir gera ekkert af persónulegum ástríðum, aðeins fyrir hugsjónina. Hámark þess er þegar þeir eru annars hugar að murka niður þorpsbúa sem geta ekki lengur alið önn fyrir þeim. Sjálfhverfa Þessi skírskotun til samtíma höfundar með galopalegri riddarasögu er nokkurs konar „metabókmenntir”, þ. e. bókmenntaverkið snýst að vissu leyti um sjálft sig. Af sama tagi er það að ýmsir kaflar hefjast á því að söguritari segir frá sjálfum sér. En svo á að heita að sagan sé skrifuð af nunnu, abbadísin lagði þetta erfiða verk á hana sem yfirbót. Henni finnst þetta vera bara eins og hvert annað skítverk, síst betra en að þræla á akrinum eða í eldhúsinu og lýsir því hvernig hún búi söguna til af sáralítilli þekkingu og úr tilfallandi hráefni svo- sem diskaglamri. „Hið sama á því viö um stríð og ást; ég verö bara að reyna að ímynda mér hvernig þetta er. Listin að skrifa sögu felst í að geta fjall- aö um lífið í heild út frá því litla sem maöur hefur skilið af því; en um leið og blaðið er fullskrifað tekur lífið við að nýju og það verður deginum ljósara að maður skildi í rauninni ekki neitt.“ (bls. 61) Frásagnarháttur er í samræmi við þessa skírskotun til samtímans. Dregið er fram þaö sem dæmigert má teljast, en einkum þó andstæð- ur við riddararómantík, hvort sem það er alþýðlegt, gætt hversdagsleg- um þokka, eða þá fráhrindandi eða skoplegt. Því verður frásögnin einkar galsafengin. Stíllinn er í samræmi við þetta, einkum ber mikið á talmáli hjá æðstu höíðingum, Karlmagnúsi og'köppum hans. En Arnúlfur, riddarahugsjónin persónugerð, talar auðvitað ritmál, ýmist stirt stofnanamál, þegar hann er að úthsta málefni hersins, eða upp- hafið mál riddarasagna, þegar hann er á eintali við hina fógru hall- arfrú. Sagan fjallar svo mikið um sjálfa sig vegna þess að meginandstæður hennar eru milh bókmennta og mannlífsins. Hún sýnir að bókmennt- afígúrur og fólk sem er eins og persónugervingar einhverrar hugsjón- ar, sé háskalega einhliða og varla lifandi. Og í samræmi við þennan meginanda ríkir hér frásaganargleði og gáski, sem tekur ekkert tilht til raunsæishefða bókmennta, en þeim mun meira til sögulegra stað- reynda. Árni Sigurjónsson þýðir þessa sögu meira af galsa en nákvæmni, og þannig er hann trúr anda hennar. Hann notar nokkuð orðalag riddarasagna, svo sem eðlilegt er, en einnig má sjá áhrif Halldórs Laxness, einkum þeirra verka sem eru um svipað efni, Gerplu, og þýðingu Halldórs á Alexanderssögu. Síst fer verr á því og útkoman veröur ekki aðeins eðlileg íslenska, heldur afskaplega fjörlegur og lif- andi texti. Til undantekninga teljast hnökrar sem sanna bara að jafn- vel þegar bókarhöfundur eða þýðandi er starfsmaður bókaútgáfunn- ar, verða aðrir að lesa yfir texta koheganna. Það er alveg ótækt að segja: „hesturinn getur riðið hehu dagleiðirnar” (bls. 86). Og er ekki fulhangt gengið að þýða nafn söguhetjunnar „Rambaldo” sem Rambó? „Jedúdamía” æpir ein persónan, og um aðra segir á ítölsku: „E s’ingozza”, þ.e.: og hann gleypir í sig. En það má ekki minna heita hjá Árna en: „Hann tekur nú hraustlega til matar eftir fýsi sinni." (bls. 87). Þetta er eftir framangreindum fyrirmyndum á íslensku. En hvað um það, eftir þessa velheppnuðu frumraun er bara að skora á kappann að þýða sem fyrst snhldarverk Calvino Ef ferðamaður um vetrarnótt. En þá held ég að þýðingin mætti ekki vera alveg eins frjáls- leg. Italo Calvino: Riddarinn sem var ekki til. (II cavaliere inesistente) Syrtla, Mál og menning 1991, 136 bls. Árni Sigurjónsson þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.