Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1991, Side 32
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991.
Ók í burtu
með dæluna
Ökumaður Ladabíls reif bensín-
dæluna með sér þegar hann ók í flýti
frá bensínstöð Olís við Langatanga í
Mosfellsbæ snemma í morgun.
Afgreiðslumenn voru nýbyrjaðir
að dæla bensíni á bílinn þegar hann
brunaði skyndilega af stað og reif
stútinn á slöngunni með sér. Mikiö
uppistand varð á bensínstöðinni þar
sem bensínið flæddi um allt og við-
vörunarkerflö vældi. Fljótlega tókst
þó að stöðva lekann.
Ladabíllinn sást aka í átt til Reykja-
vikur og hafði lögregla uppi viðbún-
að til aö stöðva hann. Klukkan níu
hafði hann ekki fundist.
Starfsfólk bensínstöðvarinnar
sagði afar lítið bensín hafa verið
komið á bíhnn. Hélt starfsfólk að
ökumaðurinn hafi ekki vitað af dæl-
únni í bílnum, hann verið yfxr sig
stressaður eða legið svona óskaplega
á. -hlh
Loðnan dreifð
Gylfi Kiistjánsson, DV, ÍJcureyii:
Loðnuskipin á miðunum austur af
Kolbeinsey urðu vör við talsverða
loðnu í nótt en hún hélt sig á miklu
dýpi og var auk þess dreifð.
Eitthvað rofaði þó til undir morgun
og köstuðu þá öh skipin sem munu
vera 7 að tölu. Súlan, sem var búin
að „hífa“ sitt kast fyrst skipanna,
fékk um 100 tonn. Bjarni Bjarnason,
skipstjóri á Súlunni, sagði í morgun
að enn gengju veiðarnar allt of rólega
fyrir sig.
29 bflsljórar
neituðu að
greiða i sjoðinn
Hæstiréttur hefur dæmt leigubíl- Qármálaráðuneytið úrskurða um hendur umræddúm bílstjóra átti
stjóra í Reykjavík til að greiða Líf- vafaatriði að fenginni tilsögn ASÍ við fyrir tímabihð frá 1. janúar 1983
eyrissjóði leipbifreiðastjóra ið- ogVSÍ.Íumræddumáhúrskurðaði til 1. júh 1986 að andvirði samtals
gjöld til sjóðsins sem hann hefur ráðuneytið Ufeyrissjóðnum í hag. um 60 þúsund krónur. Maöurinn
neitað aö greiðafrá árinu 1982. Með 1 Nokkrir leigubílstjórar vildu ekki var dæmdur til að greiða alla upp-
þessum dónú er ljóst að Hæstirétt- una því og neituðu að greiöa í sjóð- hæðina ásamt vöxtum. Hann var
ur íslands hefur skorið úr með inn. Lífeyrissjóður leigubifreiða- einnig dæmdur til að greiða allan
óyggjandi hætti að launþegar eru stjóra stefndi þá umræddum leigu- málskostnað. Hæstiréttur féllst
skyldugir tfl að greiða í lífeyrissjóð hflstjóra fyrir Bæjarþingi Reykja- hins vegar ekki á kröfu lífeyris-
stéttarféiags síns. vxkur. Þar var dómur kveðinn upp sjóðsins um að vextir yrðu greiddir
Lífeyrissjóðurinnáinniaöldhjá í apríl 1990. Bæjarþing komst að af málskostnaði.
29 leigubílstjórum sem tóku sig þeirri niðurstöðu að bflstjóranum Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
saman um að greiða ekki iðgjöld bæri að greiða iðgjöld í lifeyrissjóð- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir,
og bíða niðurstöðu dómstóla í inn.Málinu varþááfrýjaðoghefur Bjarrú K. Bjamason, Gunnar M.
þessumáli. Þeir tölduaðþeimhæri Hæstiréttur nú staðfest dóm imdir- Guðmundsson og Haraldur Henr-
ekki skylda tfl aö greiða í Lífeyris- réttar. ysson og Guðmundur Ingvi Sig-
sjóö leigubifreiðastjóra. í málinu var fullyrt af hálfu líf- urðsson hæstaréttarlögmaður. Jón
í lögum um starfskjör launþega eyrissjóðsins aö verulegir hags- Gunnar Zoéga hrl. flutti máhð af
segir að allir launþegar skuli vera munir væm í húfi um að allir þeir hálfu lífeyrissjóðsins en Hilmar
í lífeyrissjóði síns stéttarfélags. Þar leigubílstjórar, sem hafa neitað að Ingimundarson hrl. fyrir bflstjór-
segir einnig að rísi ágreiningur um greiða í sjóðinn, standi skfl á ið- ann.
skylduaðild að lífeyrissjóði skuli gjöldum sínum. Krafa sjóðsins á -ÓTT
Bæturnar eru
sanngjarnar
„Þetta eru taldar eftir atvikum
sanngjarnar bætur tfl þrotabúsins
fyrir það sem menn telja að það eigi,“
sagði Stefán Garðarsson, stjórnar-
fonnaður Snæfellings hf. í Ólafsvík.
Útgerðarfélagið Tungufell hf. er nú
í eigu Snæfellings. Forráðamenn
þess hafa boðið þrotabúi Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur bætur upp á samtals
154 núlljónir króna vegna sölu
tveggja skipa hraðfrystihússins til
Tungufehs. Var talið að þrotabúið
heföi verið hlunnfarið með þeirri
sölu.
„Við emm að greiða 110 milljónir
í bætur tfl þrotabúsins," sagði Stefán.
„Það gerum við með eigin fé, það er
að segja hlutafé. Við þurfum að
greiða ákveðna upphæð við undir-
skrift og síðan er þetta samiúngur
sem við þurfum að uppfylla, rétt eins
og veriö sé að kaupa fasteign. Þetta
er sem sé hluti af kaupverði Tungu-
fells. Svo var þrotabúið með skulda-
bréf í skipunum sem voru ótryggð.
Við yfirtökum þau af þrotabúinu og
tryggjum þau með eðlflegum hætti.“
-JSS
Tilíviðræður
„Það hefur engin formleg ósk um
viðræður borist frá verkalýðshreyf-
ingimiú. Ég hef hins vegar heyrt af
samþykktum Alþýðusambandsins
um að taka upp viðræður við ríkis-
stjórnina um komandi kjarasamn-
inga. Ég tel alveg sjálfsagt að taka
upp viðræður við aðila vinnumark-
aðarins um aðsteðjandi vanda og
aðgerðir tfl að bregðast við honum,“
sagði Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra í morgun. -S.dór
-“ Guðrún Lilja Arnórsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson, ráðsmannshjón i Viðey, með frumburðinn sinn, um 13 marka
telpu, á Landspítalanum í gær. Litla telpan er fyrsta barnið i um fjörtíu ár sem fæðist með lögheimili í Viðey.
DV-mynd Brynjar Gauti
Fyrsta Viöeyjarbamið í flörutíu ár:
Þorðum ekki að vera
úti í eyju
„Við erum með eigin bát tfl að
komast í land en hann bflaði um
daginn. Þess vegna þorðum við ekki
vera i eyjunni yfir nóttina síðustu
vikurnar. Barnið hefði getað tekið
upp á því að vilja allt í einu í heim-
inn. Fæðingin gekk snöggt fyrir sig
þegar hún fór í gang. Við vorum
komin á spítalann hálfeitt um nótt-
ina og stelpan var komin í heiminn
rúmlega þrjú,“ sögðu þau Guðrún
Lilja Arnórsdóttir og Bjarni Sigur-
bjömsson, ráðsmannshjón í Viðey, í
samtali við DV.
Þau eignuðust sitt fyrsta barn að-
faranótt mánudags. Það var telpa
sem vó 13 1/2 mörk og mældist rúm-
ir 52 sentímetrar á lengd. Slíkur at-
burður er alvanalegur en það sem
gerir þessa fæðingu óvenjulega er að
yf ir nótt
þetta er í fyrsta skipti í um íjóra ára-
tugi sem barn með lögheimih i Viðey
fæðist. íbúum Viöeyjar fjölgaði
þarna úr tveimur í þrjá.
Þau Bjarni og Guðrún hafa búið í
Viðey í um þrjú ár. Áður var eyjan
óbyggö. Þau sögðust ætla að hvíla sig
í bænum áður en þau héldu út í eyju
með htlu telpuna, njóta frídaga sem
þau ættu inni. Síðan yrði haldið út í
eyju þar sem telpan mun vaxa og
dafna. Bjarni sagði að þegar hún
kæmist á kreik yrði kannski ekki
mikið um leikfélaga svo óvíst yrði
um framhald vistarinnar í Viðey.
Auk þess gæti málið vandast þegar
liði að skólaaldri. Leikfélagar yrðu
þó varla vandamál yfir hásumarið,
þegar stöðugur straumur fólks væri
i Viðev.______________-hlh
LOKI
Tankurinn hlýtur að vera
stútfullur!
Veðrið á morgun:
Fremur milt
veður
Á morgun verður fremur hæg,
norðlæg átt með skúrum en
slydduél til fjalla um landið norð-
anvert. Bjart veður verður framan
af degi sunnanlands en þar þykkn-
ar upp síðdegis með vaxandi sunn-
anátt. Víða fremur milt í veðri.
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
TVÖFALDUR1. vinningur