Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1991, Qupperneq 1
Þjóðleikhúsið:
Fmmsýning
M. Butterfly
Verðlaunaleikritið M. Butterfly
var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í
gær. í leikritinu er fjallað um kon-
una sem hugarfóstur karlmanna,
afstöðu Vesturlanda til Asíulanda
og heimsveldanna til nýlendnanna.
Leikritið er byggt á frétt úr heims-
pressunni sem vakti mikla furðu
almennings fyrir örfáum árum, en
þar sagði af miðaldra frönskum
diplómat sem átti vingott við kín-
verska dansmey um tuttugu ára
skeið og eignaðist með henni barn.
Franska leyniþjónustan komst á
snoðir um að kínverska stúlkan
var njósnari en þegar farið var að
rannsaka málið kom jafnframt á
daginn að stúlkan sú var reyndar
karlmaður í dularklæðum.
Það er Arnar Jónsson sem leikur
diplómatinn en Þór Tulinius sem
leikur „kínversku dansmeyna".
Aðrir leikarar eru Bríet Héðins-
dóttir, Erla Ruth Harðardóttir,
Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Har-
aldsson og Tinna Gunnlaugsdóttir.
M. Butterfly var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu í gær en leikritið fjallar um ást
í meinum, njósnir, blekkingar og svik. DV-mynd Hanna
Kjarvalsstaöir:
Borghildur Óskars-
dóttir sýnir skúlptúra
Borghildur Óskarsdóttir opnar á
morgun, laugardaginn 23. nóvemb-
er, 5. einkasýningu sína að Kjarv-
alsstöðum.
Borghildur sýnir 25 skúlptúra úr
brenndum leir og steyptu gleri.
Borghildur hóf listnám 17 ára
gömul við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og síðar við listaskól-
ann í Edinborg. Seinna tók hún
próf úr kennaradeild Myndlista- og
handíðaskólans og kenndi börnum
og fullorðnum myndlist í 10 ár við
Myndlistaskólann í Reykjavík.
Síðustu ár hefur Borghildur unn-
ið eingöngu að frjálsri myndhst og
tekið þátt í fjölda sýninga víða um
heim.
Borghildur Óskarsdóttir sýnir 25
skúlptúra á sinni 5. einkasýningu
að Kjarvalsstöðum. Sýningin verð-
ur opnuð á morgun, laugardag.
Tónlistarskólinn í Reykjavík:
Fyrstu tónleikamir
á starfsárinu
Fyrstu tónleikar Hljómsveitar
Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu
starfsári verða haldnir í Langholts-
kirkju á morgun, laugardaginn 23.
nóvember, og hefjast þeir klukkan
17.00.
Fluttur veröur Forleikur að Brott-
náminu úr kvennabúrinu eftir W.A.
Mozart og einnig aríur og dúett úr
sömu óperu. Einsöngvarar eru Hlín
Pétursdóttir sópran, Laufey Helga
Geirsdóttir sópran og Tómas Tómas-
son bassi en þau eru öll nemendur í
skólanum. Jafnframt verður flutt
Sinfónía nr. 7 í A-dúr eftir L. van
Beethoven. Stjómandi er Örn Ósk-
arsson. Aðgöngumiðar verða seldir
við innganginn.
Vinsérfræðingarnir Sigmar B. Hauksson, Einar Thoroddsen og Helgi Sigurðsson smökkuðu framleiðslu ársins frá
Frakklandi i Perlunni. Vínið, sem á boðstólum verður, er frá Patriarche, Chaberley Noveau, og voru þeir félagar
sammála um að vínið væri hreint ágætt. Með þeim á myndinni er Bjarni Ingvarsson, veitingamaður í Perlunni. í
tilefni frönsku veislunnar, sem þar mun standa næstu daga, bjuggu matreiðslumeistarar hússins til Eiffelturninn
úr súkkulaði. DV-mynd Brynjar Gauti
^Perlan, Ódinsvé og Háskólabíó:
Frönsk veisla
Það verður frönsk veisla haldin í
Perlunni, Óðinsvéum og í Háskóla-
bíói næstu daga. Veislan hófst' í gær
og stendur til 30. nóvember en í Há-
skólabíói stendur veislan aðeins
lengur, eða til 2. desember.
Háskólabíó mun sýna franskar
kvikmyndir og veitingahúsin Perlan
og Óðinsvé verða með franska rétti
á boðstólum. Francois Fons er
franskur matreiðslumeistari og
hann mun hafa veg og vanda af mat-
reiðslunni í Óðinsvéum ásamt mat-
reiðslumeisturum hússins .og munu
þeir bjóða upp á ýmsa nýstárlega
rétti.
í Perlunni verður einnig fjölbreytt-
ur franskur matseðill úr gamla
klassíska eldhúsinu. í tilefni frönsku
veislunnar hafa franskir tónlistar-
menn ásamt franskri söngkonu verið
fengnir til landsins og munu þau
koma fram og skemmta gestum Perl-
unnar og Óðinsvéa.
Þær frönsku myndir, sem Háskóla-
bíó mun sýna, eru Tvöfalt líf Veron-
iku en henni leikstýrir Krzysztof
Kieslowski, Hinir saklausu sem
André Téchine leikstýrir, íslandstog-
arinn en leikstjóri hennar er Pierre
Schoendoerffer, Vertu sæll, Bona-
parte, sem Youssef Chahine leikstýr-
ir og Segðu honum að ég elski hann
en leikstjóri þeirrar myndar er
Claude Miller.
Þaö var mikil hátíð i Frakklandi í
gær en þá var voru vínframleiðendur
að kynna uppskeru ársins, „Vin
Noveau". í Perlunni og Óðinsvéum
verður nýja framleiðslan á boðstól-
um og að þessu sinni varð fram-
leiðsla Patriarche, Chaberlay
Noveau, fyrir valinu. Þrír vínsér-
fræðingar, þeir Sigmar B. Hauksson,
Einar Thoroddsen og Helgi Sigurðs-
son, voru fengnir til að dæma hið
nýja vín og voru þeir allir sammála
um að gæði þess væru mikil. Margir
gullmolar hrundu af vörum þeirra
þegar þeir smökkuðu framleiðsluna:
„Það er piparbragð að því, eða bragð
eins og „lykt af sveittum hesti“ er.“
„Það er mikill ávaxtakeimur af vín-
inu, það er milt og ljóst að það er
ættað sunnan Lyon.“ „Vínið hefur
fætuma á jörðinni, það er eins og
góður ávaxtasafi og þetta vín gefur
manni innsýn í framtíðina, þ.e.a.s.
hvernig vínið kemur til með að
verða.“ „Það em meinhollir gerlar í
þessu víni, það er örugglega prýðilegt
með lýsinu á morgnana."
Púlsinn:
Galíleó og gestir
Hljómsveitin Galíleó leikur á Púlsinum i kvöld, (östudagskvöld, og ann-
að kvöld og er tilefnið útkoma hljómplötu Rafns Jónssonar trommuleik-
ara hljómsveitarinnar. Allur ágóði af útgáfu plötunnar rennur til Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra og til rannsókna á hreyfifrumusjúkdómnum
Hljómsveitin Galíleó leikur
ásamt gestum sínum á Púlsinum í
kvöld, föstudagskvöld, og annað
kvöld. Tilefnið er útkoma hljóm-
plötu Rafns Jónssonar, trommu-
leikara sveitarinnar Andartaks
sem þegar hefur náð gulli í sölu.
Allur ágóði af útgáfu plötunnar
rennur til stofnunar á sjóði til
rannsóknar á hreyfifrumusjúk-
dómnum M.N.D. og til Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra. Það er
ástæða til að samfagna Rafni eða
Rabba, eins og hann er kallaður,
með þetta merkilega og jákvæða
framtak. Auk Rafns skipa hljóm-
sveitina Galíleó þeir Sævar Sverr-
isson söngvari, Öm Hjálmarsson
gítarleikari, Baldvin Sigurðarson
bassaleikari og Jósep Siguröarson
hljómborðsleikari. En auk þeirra
er von á fjölda góðra gesta sem tóku
þátt í gerð hljómplötunnar.
Það verða síðan stórtónleikar í
þyngri kantinum á sunnudags-
kvöld. Þá heldur tónlistarskottu-
M.N.D.
læknirinn dr. Gunni útgáfutón-
leika þar sem hann mun leika lög
af nýútkominni plötu sinni, Eins
og fólk er flest. Einnig munu koma
fram hinir geðþekku ruslarokkar-
ar Rotþróin og svo Keldusvínin
sem eru algjörlega óþekkt illgresi
í íslenskri rokkflóru. Tónleikamir
hefjast klukkan 22 og verö að-
göngumiða er 500 krónur.