Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Page 2
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991. Bílar Eitt helsta sérkenni Daihatsu Applause er að sameina á snilldarlegan hátt kosti venjulegs fólksbíls með skotti og hlaðbaks. Kynning á bíl desembermánaöar í áskriftargetraun DV: Daihatsu Applause Bíllinn, sem DV býður einhveijum heppnum áskrifanda núna strax í desember í hinni veglegu áskriftar- getraun, er enginn nýgræðingur á markaði hér á landi. Þetta er Dai- hatsu Applause sem raunar var frumsýndur almenningi fyrst hér á landi í september 1989 undir þessu nafni í Evrópu en fyrir meginlandið var látið duga að frumsýna bílinn á bDasýningunni í Frankfurt sem hófst nokkrum dögum síðar. Hagkvæm blanda Eitt helsta einkenni Applause er aö í útliti er hann eins og venjulegur „þriggja boxa bíll“ eða venjulegúr fólksbíll með skotti. Þegar hins vegar farangursrýmið að aftan er opnað kemur munurinn á þessum bíl og venjulegum fólksbíl í ljós því aftur- hlerinn opnast upp á þak, líkt og á hlaðbak. Með þessu fæst mjög hag- kvæm blanda fyrir þá sem vilja sam- eina kosti venjulegs fólksbíls og hlað- baks. Góður aðgangur er að farm- rýminu því hlerinn opnast á milli afturljósanna niður að stuðara. Hægt er að stækka farmrýmið með því að leggja fram bak aftursætis sem er tvískipt. Stórgóö fjöðrun og aksturseiginleikar í grein undirritaðs eftir reynslu- akstur þann 23. 11. 1991 var komist að eftirfarandi: „Ég gerði mér ekki miklar hugmyndir um íjöðrun App- lause fyrirfram. Fjöðrun minni bíl- anna frá Daihatsu hefur verið heldur slagstutt og hörð fyrir okkar aðstæð- ur en nú hefur orðið veruleg breyting til batnaðar því fjöðrun Applause, sem er sjálfstæð á hveiju hjóh, er stórgóð og fer þennan gullna meðal- veg sem við þurfum á að halda í akstri á malarvegum og bundnu sht- lagi til skiptis. Aksturseiginleikar Applause eru ágætir, bíhinn er vel rásfastur og sit- ur vel í akstri á malarvegi. Vökva- stýri er staöalbúnaður og er skemmtilega nákvæmt og svarar vel óskum ökumanns. Innréttingar I Applause eru látlausar en þægilegar. Farangursrýmið nýtist vel og hægt er að auka nýtinguna enn frekar með þvi að leggja fram aftursætisbakið sem er tvískipt. Líkt og aðrir japanskir framleið- endur kunna þeir hjá Daihatsu að hanna gírskiptingar, hér eru þær stuttar og nákvæmar. Gírhlutfahið er hins vegar þannig að það er neðri hluti gíranna sem notast innanbæj- ar, efstu gíramir koma hins vegar vel að notum á lengri leiðum. Fjögurra strokka Ijölventlavéhn gefur skemmtilegt viðbragð og 91 hestafl vélarinnar er fyllilega nægi- leg vélarorka fyrir þennan bíl sem er um 950 kíló að þyngd. Niðurstaða reynsluaksturs á Dai- hatsu Applause er sú að hér sé á ferð- inni dæmigerður fjölskyldubíh, bú- inn ýmsum kostum sem nýtast vel. Þar ber hæst góða opnun afturhler- ans og góða nýtingu farangursrýmis- ins.“ Við þessa umsögn er htlu að bæta. Síöan þetta var skrifað hefur komið fram fjórhjóladrifm útgáfa af App- lause með enn betri aksturseigin- leika en að öðru leyti alveg eins. Daihatsu Applause L, sem bíður einhvers heppins áskrifanda nú í desember, kostar kr. 979.000 stgr. Umboð er Brimborg hf. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.