Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Blaðsíða 4
38
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
$ SUZUKI •
.----'
Notaðir
úrvalsbílar
Tegund Árg. Ekinn Stgr. verð
Suzuki Swift GL1.0, S d.. '89 41 þ. 530 þ.
sjálfsk., Suzuki Swift GL1.0,3 d„ '88 58 þ. 440 þ.
Suzuki Fox410 '88 58 þ. 590 þ.
Suzuki Vitara JLX, 3 d.. '90 44þ.1180þ.
Daih. Charade turbo 3 U.. '87 73 þ. 450 þ.
Subaru st. 1.8,4WD, 5 d. '87 75 þ. 680 þ.
Ford Escort GL1.3.5 d.. '87 65 þ. 440 þ.
Daihatsu Charade CS, S d„ '88 63 þ. 430 þ.
Ford Escort LX1.3.5 d.. '84 84 þ. 270 þ.
VW Jetta 4 d.. '82128 þ. 145 þ.
Lada sport '87 30 þ. 370 þ.
Suzuki Aitosendib. '84 120 þ.
Mazda 626 3 d.. '85 490 þ.
Opel Corsa4d„ '84 75 þ. 170 þ.
Bílasalan er opin
virka daga frá 9-18
laugardaga frá 13-16
$ SUZUKI
■ - ......
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100
á næsta silustað > Askriftarsimi 62-60-10
BRar
Hér má sjá hluta af stærsta „dekkjakirkjugarði" í heimi við bæinn Modesto i Kaliforníu en talið er að þar séu um 40 milljónir dekkja. Nú er þeim breytt í
raforku við bruna í stórum brennsluofni sem sést ofan við færibandið hægra megin á myndinni.
ILADA UMB0ÐIÐ
VETRARSK0ÐUN
1. Athuga ástand ökutækis.
2. Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á rafgeymi,
kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu.
3. Mæla frostlög og bæta á efþarf.
4. Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa
geymasambönd.
5. Hreinsa síur í bensíndælu og blöndungi.
6. AthuQ' og skipta um, efþarf, þétti, platínur,
kveikjih ^mar, kveikjulok, kertaþræði,
kerti, loti 'íu og viftureim.
7. Athuga ve itlalokspakkningu.
8. Strekkja tímakeðju og tímareim efþarf.
9. Stilla kveikju og blöndung.
10. Athuga sviss, startara, mæla, kveikjana,
þurrkur og miðstöð.
11. Athuga öll Ijós.
12. Stilla Ijós.
13. Athuga hurðir og smyrja læsingar.
14. Stilla kúplingu og herða á handbremsu.
15. Stilla slag í stýrisgangi og hjólalegu efþarf.
16. Hemlaprófa.
Varahlutir sem notaðireru við almenna vetrarskoðun eru
seldirmeð 10% afslætti.
Verð á vetrarskoðun
Lada Samara 8.183 kr.
Aðrir Lada bflar 9.443 kr.
ofangreint verð miðast við vetrarskoðun án efniskostnaðar.
Einnig tökum við Lada bíla í reglulegar 10.000 km. skoðanir
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Suðurlandsbraut 14108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36
Beinn sími á verkstæði 3 97 60
Bandaríkjamenn slá tvær flugur í einu höggi:
Notuðum dekkjum
breytt í rafmagn
- af nógu að taka því árlega henda þeir 270 milljónum dekkja
Einn stærsti umhverfisvandi í
Bandaríkjunum í dag er hvað gera á
við miRjónir og aftur miUjónir af
notuðum hjólbörðum. Talið er aö nú
séu um þrír milljarðar notaðra
dekkja í „dekkjafjöllum" víðs vegar
í Bandaríkjunum og árlega bætast
um 270 milljónir notaðra dekkja við.
Enginn virtist vita hvað ætti að
gera við öll þessi dekk. Ekki vildu
menn fá þau á venjulega sorphauga
vegna eldhættunnar. Ef þau brenna
menga þau andrúmsloftið og það
tæki náttúruna aldir að eyða þeim á
eðlilegan hátt.
Fyrir nokkrum árum voru uppi
áætlanir um að breyta þessum dekkj-
um í malbik en það reyndist ekki
svara kostnaöi.
Sem dæmi um hvaða augum
Bandaríkjamenn lita þennan vanda
má nefna að ef keypt eru ný dekk í
Flórída verður að greiða sérstakt
eyðingargjald sem á að standa undir
þeim kostnaði sem hlýst af því að
eyða þeim þegar þau hafa runnið sitt
skeið á enda.
Stærsti dekkjakirkju-
garður í heimi
Stærsti „dekkjakirkjugarður“ í
heimi er í miðju Kalifomíuríki, ná-
lægt Modesto. Þar er talið að séu um
40 milljónir dekkja.
Nú hafa menn ákveðið að slá tvær
flugur í einu höggi og bæöi losna við
dekkin og nýta þau á umhverfisvæn-
an hátt.
Til þess hefur Oxford Energy
Company komið fyrir risastórum
brennsluofni við dekkjahauginn til
brennslu á dekkjunum. Hitinn, sem
myndast við brennsluna, er notaður
til framleiðslu á raforku og orkan,
sem myndast, er svo mikil aö 15.000
heimili í nágrenninu fá raforku frá
þessu sérstæða orkuveri.
Að sögn Roberts Graulich, eins
framkvæmdastjóra Oxford Energy,
hefur tekist að brenna dekkjunum á
þann hátt að andrúmsloftið mengast
ekki við brunann.
Brennslan á dekkjunum er ekki
aöeins góð „umhverfislausn“ heldur
skapar hún líka verðmæti.
„Bíldekk gefa frá sér mjög mikla
orku er þau hrenna," segir Graulich,
„meiri orku en kol, og þar sem notuð
dekk eru úrkast sem brennslustöðv-
ar okkar fá í raun borgað fyrir að
brenna þurfum við ekki að kosta
neinu til hvað varðar eldsneyti. Þetta
gerir vinnslu okkar sérlega arð-
bæra.“
Þýsk tækni
Notuö er nýjasta hátækni við
brennslu dekkjanna, þróuö í Þýska-
landi, en þar hefur bíldekkjum verið
eytt með svipuðum hætti í 15 ár.
Bíldekk brenna við sérstaklega
hátt hitastig sem eyðir hluta af
hættulegum aukaefnum sem ella
myndu falla til við brunann og því
sem eftir er af hættulegum loftteg-
undum er eytt með sérhönnuðum og
háþróuðum síubúnaði.
Við brunann verða til nokkur „af-
gangsefni" sem endurvinna má til
frekari nota. „Það eru eitt eða tvö
afgangsefni sem ekki er hægt að nota
að brennslu lokinni," segir Graulich.
Oxford Energy opnaði nýlega aöra
brennslustöð á austurströnd Banda-
ríkjanna, í Sterling í Connecticut-
ríki. Þar er ætlunin að framleiða á
sama hátt raforku fyrir 30.000 heim-
ili.
Á hverjum degi er hent 740.000 ónýtum bíldekkjum í Bandaríkjunum. Áður
voru þau grafin í jörðu en nú er þeim breytt i raforku.