Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1991, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991.
43
Bflar
Enn fjögur ár í nýjan Range Rover
- endurbætt útgáfa af núverandi Range Rover á næsta ári
Þrátt fyrir að almennt hefði verið
talið að nýr Range Rover, sem gengið
hefur undir heitinu „Pegasus" en
kallast 38A hjá Land Rover, myndi
koma á markað á árinu 1993 er nú
tahð að í það minnsta fjögur ár muni
líða þar tíl þessi nýi böl muni koma
á almennan markað.
Að því er erlend bílablöð hafa eftir
heimildum innan verksmiðjanna
hafa tilraunir með þennan nýja bO
tekið mun lengri tíma en reiknað var
með, einkum á nýrri loftfjöðrun sem
ætlunin var að setja í þennan nýja
bíl. Að því er þessar heimildir herma
hafa ýmis vandamál varðandi þessa
fjöðrun ekki verið leyst enn.
Gamli bíllinn endur-
bættur á næsta ári
Á næsta ári er von á endurbættri
gerð af núverandi Range Rover. Þessi
endurbót felst aðallega í nýrri inn-
réttingu en einnig var ætlunin að þá
kæmi „sá gamli“ með nýju loftfjöðr-
unina. Vegna vandamálanna, sem nú
hafa komið upp við reynsluakstur á
„Pegasus", er reiknað með því að
Range Rover verði áfram með
„gömlu góðu fjöðrunina" á næsta ári!
Ný vél í burðarliðnum
Þá hefur heyrst að ný vél í Range
Rover sé á leiðinni, ekki eins „þyrst“
og núverandi V8 er.
í nýja bílnum, 38A, lifir V8-vélin
enn góðu lífi, rúmtakið aukið úr 3,9
upp í 4,2 lítra og búið að skipta um
toppstykki til að mæta tveimur yfir-
hggjandi knastásum og 32 ventlum.
Afhð er sagt vera á mhh 200 og 235
hestöfl og mun meira togafl, einkum
á hægari snúningi. í nýja bílnum
verður einnig völ á sex strokka
túrbódísh sem keypt verður frá
BMW.
Fleiri breytingar
Önnur breyting, sem að mati
margra hefði átt að vera komin fyrir
löngu, er ný stýrisvél sem kemur í
38A. í stað stýrisvélar með ormi og
krossás (worm and roher) kemur
tannstangarstýri með hjálparafh.
Gamla stýrisvéhn áttí sinn þátt í því
að Range Rover á það tíl að „slaga“
í akstri.
Fjögurra þrepa ZF-sjálfskiptingin,
sem nú er í „þeim garnla", flyst yfir
í þann nýja, svo og millikassi og
hemlalæsivöm.
LíkurDiscovery
Á þeim myndum sem birst hafa af
38A er hann mun likari Discovery,
htla bróður Range Rover, en þeim
gamla.
Með hönnun nýja bOsins er það
ætlun Land Rover aö losa sig við aha
þá samkeppni sem við þeim hefur
blasað undanfarið. BOar eins og
Land Cruiser frá Toyota og Pajero frá
Mitsubishi hafa tekið tíl sín æ stærri
part af kökunni.
Með nýja bOnum ætla þeir að stíga
enn stærra skref í átt að lúxus og
betri búnaði en áður hefur sést í
jeppa, svo stórt að um enga keppi-
nauta verði að ræða.
TO að mæta óskum þeirra sem vOja
vel búinn jeppa en vOja ekki stíga
skrefið til fuhs með þessum nýja 38A
verður Discovery sendur á markað í
Vogue-útgáfu sem í búnaöi á htt aö
standa núverandi Range Rover
Vogue að baki.
Betri innrétting
Nýi bhhnn verður með miklu
vandaðri innréttingu en við þekkjum
í dag úr Range Rover. Betri plastefni
veröa notuð, auk leðurs, uhar og við-
ar.
Forsmekkinn af þessu getur að hta
í Range Rover á næsta ári ef marka
má fregnir í Bretiandi, en þessi
breyting á bOnum er meðal annars
gerð tíl aö mæta 32 prósenta sam-
drætti í sölu Range Rover á Bretiandi
þaðs em af er þessu ári. Minni bOl-
inn, Discovery, hefur hins vegar átt
mikihi velgengni að fagna og er sölu-
aukningin á honum 39 af hundraði
það sem af er þessu ári.
-JR
Þrátt fyrir dularklæðin má sjá að í útliti er hann ekki svo frábrugöinn Discovery, „iitla bróður" Range Rover.
BIFREIÐAEIGENDUR
HEMLAHLUTIR
I ALLAR GERÐIR
FOLKSBILA
verslun okkar,
Skeifunni 11,
fœröu hemlahluti
í allar geröir ökutcekja.
Viö seljum eingöngu hemlahluti
sem uppfylla ströngustu kröfur
um öryggi og eru samkvœmt
EES staöli.
Meö því að flytja inn beint frá
framleiöendum getum viö boðið
mun lœgri verö.
30 ára reynsla og sérhœft af-
greiðslufólk okkar veitir þér
trausta og góöa þjónustu.
Veriö velkomin - Nœg bílastœði.
SKEIFUNNI 11, SIMI 679797
. \ >