Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Side 1
Púlsinn:
Jólablús og jólarokk
Það verður jólablús og jólarokk og bara allsherjar jólatónlistarveisla á Púlsinum I kvöld, laugardagskvöld,
sunnudagskvöld, mánudagskvöld og miðvikudagskvöld.
Það verður mikil jólagleði haldin
á Púlsinum í kvöld en þá verður
gestum boðið ókeypis upp á tón-
leika hljómsveitarinnar Galeíleó og
gesta, sem flytja efni af nýju met-
söluhljómplötu Rafns Jónssonar,
Andvaka. Meðal flytjenda á plöt-
unni, ásamt meðlimum Galíleó, eru
margir af þekktustu tónlistar-
mönnum þjóðarinnar. Auk efnis
af hljómplötu Rafns, flytur sveitin
mikið af úrvals rokki, svo sem af
efni Comittment, eins og Mustang
Sally, Take me to the river og fleiri.
Framhald verður svo á jólagleð-
inni á laugardagskvöld en þá verða
Galíieó og gestir aftur á Púlsinum.
Egill Ólafsson verður með sína
aðra útgáfutónleika á Púlsinum á
sunnudagskvöld ásamt Drauma-
sveitinni. Það er efnið af nýjustu
plötu Egils, Tifa Tifa, sem situr í
fyrirrúmi. Tónleikamir heíjast
klukkan 22.
Á Þorláksmessu verður það jóla-
blús sem ræður ríkjum á Púlsin-
um. Fjöldi blústónhstarmanna
mun þá koma fram í ýmsum sveit-
um. Vinir Dóra koma fram, Sveit
Þorsteins Magnússons & Co. og
hljómsveit Guðmundar Pétursson-
ar, Reynsla Gumma Pé. Á dagskrá
þeirrar sveitar er meðal annars
valið Hendrix-efni. Þá verður hinn
frábæri saxófónleikari Sigurður
Flosason sérstakur gestur kvölds-
ins og blæs hann blúsinn eins og
honum er einum lagið. Þetta kvöld
er jólagjöf Púlsins í ár til tryggra
blúsunnenda staðarins með jóla-
glöggi og tilheyrandi.
Annan í jólum, miðvikudaginn
Ásatrúarmenn halda jólablót til
dýrðar hækkandi sól og batnandi hag
fýrir land og lýð á morgun, laugar-
daginn 21. desember.
Safnast verður saman við Þjóð-
minjasafnið klukkan 14 en þaðan
veröa ókeypis sætaferðir upp á Kjal-
ames.
Athöfnin fer fram í hlöðnum hring
við suðvestanverðar Esjurætur í
25. desember, verður svo Trega-
sveitin með blúskvöld á Púlsinum.
Þar verða þeir feðgar Pétur Tyrf-
ingsson og Guðmundur Pétursson
í framlínunni ásamt Sigurði Sig-
þann mund er sól sest á bak við
Keili, eða klukkan 15.30. En þótt sólin
kunni að fela sig á bak við ský verða
bálkestir og blys henni til heiðurs,
höfuðskepnumar birtast í helgileik
og magna frjómátt jarðar, bumbur
verða baröar og lúðrar þeyttir.
Um kvöldið verður svo blótveisla
að gömlum og góðum sið. Allir em
velkomnir á þetta jólablót.
urðssyni sem er einn helsti munn-
hörpuleikari og blússöngvari blús-
geirans. Eftir ofát jólanna er þetta
örugglega kærkomið kvöld til að
hrista upp í mannskapnum en
Miðbæjarfélagið stendur fyrir
ýmsum uppákomum í miðbænum á
morgun, laugardaginn 21. desember.
Jólasveinar munu skemmta ung-
um sem öldnum á milli klukkan 13
og 14 og aftur frá 15 til 16. í kaffihús-
um miöbæjarins mun Jóna Einars-
dóttir spila jólasöngva á harmóníku
frá klukkan 14 til 16.
í Hlaövarpanum verður Grýla að
hrella gesti og gangandi klukkan 15
og hún verður síðan á kreiki í mið-
bænum til klukkan 16. Hljómsveitin
Hver þekkir þær? spilar í Hlaðvarp-
blúskvöld Tregasveitarinnar eru
með hressari stemningskvöldum
sem hægt er að bjóða upp á.
anum og nemendur í Söngskólanum
syngja jólasöngva.
Landsbankinn í Austurstræti verð-
ur opinn fyrir gesti og gangandi milli
klukkan 13 og 17 og er öllum velkom-
ið aö líta inn og gæða sér á heitu
kakói og piparkökum. Landsbanka-
kórinn ætlar að taka lagið og Grýla
og jólasveinamir koma í heimsókn.
Einnig mun sönghópur taka lagiö við
undirspil harmóníku í tilefni af ári
söngsins á Lækjartorgi klukkan 14
og í Landsbankanum klukkan 14.30.
íslenska óperan:
Opið hús og
fjöldasöngur
Það verður opið hús hjá íslensku
óperunni á morgim, laugardag, á
milli klukkan 15 og 17. Allir þeir
sem leið eiga hjá geta staldrað við
og sungið nokkur jólalög, sjálfum
sér og öðrum til ánægju.
Það er Tónlistarbandalag íslands
og framkvæmdanefnd um ár
söngsins sem standa að fiölda-
söngnum og vilja með því minna á
að söngur er mikilvægur þáttur í
jólahátíðinni, en söngur hefur farið
ört dvínandi undanfarin ár. Einnig
er ætlunin með þessari uppákomu
að minna á söngbókina „Hvað er
svo glatt“ sem Tónlistarbandalagið
hefur nýverið gefið út til eflingar
söngs á meðal landsmanna í tilefni
af ári söngsins.
í íslensku óperunni munu ýmsir
hljóðfæraleikarar styðja viö söng-
inn og sönghópar koma í heimsókn.
Heitt kaffl verður á könnunni. Það
er tilvalið fyrir fólk að gera örstutt
hlé á jólainnkaupunum og lita inn
í íslensku óperuna og taka lagið.
Jólastemning
í miðbænum
Asatrúarmenn halda jólablót vló Esjurætur á morgun, laugardag, til dýröar
hækkandi sól.
Ásatrúarfélagið:
Jólablót við Esjurætur