Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992. Afmæli Sighvatur Björgvinsson heil- brigöisráöherra, Ljárskógum 19, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sighvatur fæddist á ísafiröi og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MA 1961 og stundaði nám við viðskipta- fræðideild HÍ. Sighvatur var fulltrúi á skrifstofu Iðnfræðsluráðs 1964-67 ogritstjóri Alþýðublaðsins 1968-74. Hann var alþingismaður Vestfjarðakjördæm- is 1974-83 og frá 1987. Sighvatur var framkvæmdastjóri Norræna félags- ins 1984-87. Hann var fjármálaráð- herra 1979-80 og hefur verið heil- brigðisráðherra frá 1991. Sighvatur var ritari SUJ1969-72, hefur setið í miðstjórn Alþýðu- flokksins frá 1967 og var formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978-83. Hann var formaður stjómar Fram- kvæmdastofnunar 1978-79 og for- maður fjárveitinganefndar 1987-91. Sighvatur hefur setið í Norður- landaráði 1978-79 og frá 1989, í Al- þjóðaþingmannasambandinu UPI frá 1988 og í þingmannasamtökum NATO1979-83. Þá hefur hann setið í stórn endurbótasjóðs menningar- bygginga frá ársbyrjun 1990 auk þess sem hann hefur átt sæti í fjölda opinberra nefnda og ráða. Fjölskylda Kona Sighvats er Björk Melax, f. 19.8.1941. Foreldrar hennar: Stanley Melax, prestur á Breiðabólstað í yesturhópi, og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir. Fósturdóttir Sighvats er Bryndís, f. 10.3.1963, gift Nicolas Marvos, veitingahúseiganda á Kýpur. Böm Sighvats og Bjarkar eru Ehn Kristjana, f. 1.10.1966, nemi í tölvu- fræði við HÍ; Björgvin Sturla, f. 6.5. 1968, nemi hagfræði við HÍ; Rúnar Stanley, f. 19.9.1972, nemi í flug- virkjun. Foreldrar Sighvats em Björgvin Sighvatsson, f. 25.4.1917, fyrrv. skólastjóri á ísafirði, f. að Vatneyri við Patreksfjörð, og kona hans, Jó- hanna Oddný Margrét Sæmunds- dóttir, f. 28.8.1919, húsmóðir. Ætt Faðir Björgvins var Sighvatur, múrari á Patreksfirði, Árnason, tré- smiðs í Reykjavík, Magnússonar. Móðir Sighvats var Elín Sighvats- dóttir frá Suðurbæ undir Eyjaijöll- um, Einarssonar, bróður Sveins, langafa Sjafnar, móður Magnúsar Jóhannessonar siglingamálastjóra. Móðir Björgvins var Kristjana, dótt- ir Einars, b. á Smyrlabjörgum í Suð- ursveit, bróður Álfheiðar, móður Gunnars Benediktssonar rithöfund- ar. Bróðir Einars var Stefán, afi Stefáns Benediktssonar, þjóðgarðs- varðar í Skaftafelli. Systir Einars var Guöný, amma Einars Braga rit- höfundar. Einar var sonur Sigurðar, b. á Lambleiksstöðum, bróður Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðar- sonar rithöfundar. Sigurður var sonur Einars, b. á Brunnum, Eiríks- sonar, b. á Brunnum, Einarssonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs. Móðir Kristjönu var Hólmfríður Bjama- dóttir, b. á Hæðargarði í Landbroti, Gíslasonar. Jóhanna er dóttir Sæmundar, b. á Egilsstöðum í Vopnafirði, Gríms- sonar, bróður Vigdísar, móður Gríms M. Helgasonar, forstöðu- manns handritadeildar Landsbóka- safnsins, fóður Vigdísar rithöfund- ar. Móðir Sæmundar var Margrét Sæmundsdóttir, b. á Miðgrund í Skagafirði, bróður Margrétar, ömmu Elínborgar Lárasdóttur rit- höfundar, móður Jóns Ingimarsson- ar, skrifstofustjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Sæmundur var sonur Áma, b. í Stokkhólma, Sigurðsson- ar, og konu hans, Margrétar Magn- úsdóttur, systur Pálma, langafa Helga Hálfdánarsonar skálds og Péturs, fóður Hannesar skálds. Móðir Jóhönnu var Jóhanna, dóttir Þorsteins, b. í Hestgerði í Suður- sveit, Þorsteinssonar, b. og hrepp- stjóra á Reynivöllum í Suðursveit, Gíslasonar. Móðir Þorsteins í Hest- Sighvatur Björgvinsson. gerði var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. og skipasmiðs á Steig í Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyj- ólfssonar. Móðir Þórunnar frá Steig var Guðný, dóttir Einars, b. og stúd- ents í Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um, Högnasonar, og konu hans, Ragnhildar Sigurðardóttur, prests á Heiði í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir „eldprests" Steingrímssonar. Sighvatur er að heiman á afmælis- daginn. Valgeir Guðjónsson Valgeir Guðjónsson tónhstarmað- ur, Þingholtsstræti 28, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Valgeir fæddist í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MH1972, stundaði nám í ensku og landafræði við HÍ 1973-74, nam hljóðfræði við Tónlist- arskólann í Reykjavík 1974-75 og lauk prófi í félagsráðgjöf frá Social- högskolen í Þrándheimi 1981. Hann var kennari í Lækjarskóla í Hafnarfirði, Ármúlaskóla og Réttar- holtsskólanum 1973-75 og var for- stöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Ársels í Árbæjarhverfi 1981-83. Hann lék með Stuðmönnum 1975-76 og 1980-87 og Spilverki þjóð- anna 1976-79. Valgeir samdi tónhst- ina fyrir kvikmyndirnar Punktur, punktur, komma, strik 1980, Stella í orlofi 1987 og mieð Stuðmönnum, Með aht á hreinu 1982 og Hvítir mávar 1984. Hann samdi tónhst í sjónvarpsmyndina Ást í kjörbúð 1987 og tónhst og leiktexta í Síldin kemur, sfidin fer, sýnt hjá LR1988, tónhst við kvikmyndina Pappírs- Pési 1989 og tónlist við sjónvarps- myndina Gamla brúðan 1991. Val- geir fór tónhstarferð til Kína með Strax 1986 og var gerö um þá ferð kvikmyndin Strax í Kína 1986. Hann er höfundur að samnorrænu tónhst- arverkefni vegna sighngar víkinga- skipsins Gaia tfi Bandaríkjanná en sú tónhst var gefin út á plötu sl. haust. Valgeir var höfundur og um- sjónarmaður sjónvarpsþáttanna Ungmennafélagið, sýnt í ríkissjón- varpinu 1991. Hann er formaður Samtaka um byggingu tónhstarhúss og hefur starfað að ýmsum verkefn- um fyrir samtökin að undanfómu. Valgeir hefur gefið út mikinn fjölda hljómplatna með Stuömönn- um, Spilverki þjóðanna og á eigin vegum. Hann sigraði í sönglaga- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva á íslandi með lagi sínu Hægt og hljótt, 1987, og laginu Það sem enginn sér, 1989. Fjölskylda Eiginkona Valgeirs er Ásta Krist- rúnRagnarsdóttir, f. 25.8.1952, for- stöðumaður Námsráðgjafar HÍ. For- eldrar hennar eru Ragnar Tómas Árnason, af Reykjahlíðarættinni, útvarpsþulur, og kona hans, Jónína Vigdís Schram. Synir Valgeirs og Ástu eru Árni Tómas, f. 9.5.1977, og Arnar Tómas, f. 10.5.1989. Systur Valgeirs eru Guðrún Arna, f. 13.6.1957, hjúkrunarfræðingur, gift Pétri Bjarnasyni, framkvæmda- stjóra hjá Saga-film, og Sigríður Anna, f. 2.2.1959, kennari, búsett í Danmörku, gift Ragnari Marteins- syni kerfisfræðingi. Foreldrar Valgeirs eru Guðjón Valgeirsson, hdl. í Reykjavík, og kona hans, Margrét Arnadóttir tóm- stundaleiðbeinandi. Ætt Guðjón er sonur Valgeirs, múrara i Reykjavík, Guðjónssonar, b. á Svarfhóh í Geiradal, Sigurðssonar. Móðir Guðjóns var Sigríður Sveins- dóttir, trésmiðs í Reykjavík, Gísla- sonar, b. á Þrándarstöðum í Kjós, Ögmundssonar, b. á Skálpastöðum, bróður Jóns, afa Sigmundar Guð- bjarnasonar, fyrrv. háskólarektors. Annar bróðir Ögmundar var Oddur, langafi Önnu, móður Flosa Ólafs- sonar leikara. Oddur var einnig langafi Arnlaugs, fóður Guðmund- ar, rektors og skákmeistara. Ög- mundur var sonur Bjama, ættfóður Stóra-Vatnshornsættarinnar, Her- mannssonar. Móðurbræður Valgeirs eru Tómas seðlabankastjóri og Vilhjálmur hrl. Margrét er dóttir Árna, útgerðar- manns og erindreka Fiskifélags ís- lands, á Hánefsstöðum 1 Seyðisfirði, bróður Hjálmars, fyrrv. ráðuneytis- stjóra. Annar bróðir Áma var Þór- —TJ- Valgeir Guðjónsson. hallur, afi Snorra Sigfúsar Birgis- sonar tónskálds. Þriðji bróðir Áma var Hermann, afi Lilju Þórisdóttur leikkonu. Systir Árna var Sigríður, móðir Vfihjálms Einarssonar, skólameistara á Egilsstöðum, fóður Einars spjótkastara. Ámi var sonur Vilhjálms, útvegsb. á Hánefsstöð- um, Árnasonar, b. á Hofi í Mjóa- firöi, Vilhjálmssonar. Móöir Árna var Guðrún Konráðsdóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, fóður Ingvars, ritstjóraTímans. Móðir Áma var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sig- urðar, b. á Hánefsstöðum, Stefáns- sonar, bróður Gunnars, afa Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Móðir Bjargar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. í Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar, ættfóður Kjamaættarinnar. Móðir Margrétar var Guðrún Þor- varðardóttir, útvegsb. í Keílavík, Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar, langafa Þorvarðar Helgasonar leiklistarfræðings. Móðir Þorvarðar Helgasonar var Guðrún, systir Jakobs, langafa Vig- dísarforseta. Valgeir er staddur í Cannes í Frakklandi á afmælisdaginn. Guðrún Loftsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Strandaseh 7, Reykjavík. HalldórHelgason, Hjahanesi 1, Landmannahreppi. Brynja Bjarnadóttir, Þykkvabæjarklaustri, Skaftár- hreppi. Bogdan Charyton, Starfsmhúsí 9 á Vifilsst., Garðabæ. Anna Magnúsdóttir, Skeggjastcíðum, Skagahreppi, Margrét G. Sveinsdóttir, Stafnaseh 6, Reykiavík. Eysteinn Jóhannsson, Kambsvegi 31, Reykjavík. Salóme Guðjónsdóttir, Skipholti 30, Reykjavík. Margrét Róbertsdóttir, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn. Helgi Þorsteinsson, Þingaseli 9, Reykjavik. Elín Þórðardóttir, Þrastarlundi 12, Garðahæ. Ingibjðrg Gunnarsdóttir, 40ára Guðný Þórsdóttir, Leirubakka 20, Reykjavík. Eysteinn Sölvi Torfason, Engihjaha 13, Kópavogi. Guðmundur I. Pétursson, Stigahlíð 30, Reykjavik. Þorbjörg Magnúsdóttir, Heiðarbrún 7, Bolungarvík. S veinn BrynjarSveinsson, . Álfabyggð6,Akureyri. Þorkell Guðbrandsson, . Mel, Hraunhreppi. Ásgeir Einarsson, Sigtúni 6, Patreksfirði. Oddur Jónsson, Háeyri á Bergi, Keflavik. ‘ Borghildur F. Blöndal, Löngumýri 7, Akureyri. ' BjörkBjarnadóttir, Marbakka 14, Neskaupstað. TheódórLúðvíksson, Stóragerði 29,'Reykjavík. Bjarni Halldórsson, Kvistahhð 5, Sauðárkróki. Barbara María Geirsdóttir, Akurgerði 3d, Akureyri. Ingvar Jón Óskarsson, Einholti 1, Garði. Már Egilsson Már Egilsson kaupmaður, Blika- nesi 28, Garðabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Már er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Austurbæjar- og Laugarnesskóla og lauk stúd- entsprófi frá MR1952. Már lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1964. Hann var starfsmaður Flugfélags íslands hf. og síðar Loftleiöa hf. 1953-58 og skrifstofumaður og síðar framkvæmdastjóri hjá Agh Ama- syni hf. 1958-86. Már og eiginkona hans, Guðrún Steingrímsdóttir, stofnsettu fyrirtækið Kosta Boda 1976. Fjölskylda Már kvæntist 17.1.1959 Guðrúnu Steingrímsdóttur, f. 9.4.1929, flug- freyju og síðar kaupmanni. Foreldr- ar hennar vom Steingrímur Magn- ússon togarasjómaður og Vilborg Vigfúsdóttir húsfrú en þau bjuggu í Reykjavík. Synir Más og Guðrúnar: Egih, f. 13.5.1960, MS í tölvufræði, maki Þorgerður Hanna Hannesdóttir húsmóöir, þau eiga þijú börn, Sveinbjörgu, Egil og Guðrúnu Drífu; Steingrímur, f. 20.6.1962, við nám í Englandi, hann á eina dóttur, Freyju; Már, f. 9.2.1971, nemi í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. Systkini Más: Árni, f. 22.5.1939, hljóðfæraleikari, maki Dorette Eg- ilsson, leikhstarkennari, þau em búsett í Bandaríkjunum og eiga tvo syni; Kristín, f. 20.10.1941, skrif- stofumaður í Reykjavík, hún á þijú böm. Hálfsystir Más, samfeðra, er Erla iðnverkakona, maki Baldvin Ámasonkennari. Foreldrar Más voru Egill Arna- son, f. 14.8.1900, d. 21.8.1973, stór- kaupmaður, og Ásta Norðmann, f. 26.8.1904, d. 28.11,1985, danskenn- ari, en þau bjuggu í Reykjavík. Ætt Egih var sonur Áma Einarssonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristín- ar Sigurðardóttur húsfreyju. Ásta var dóttir Jóns Norðmanns, kaupmanns á Akureyri, og Jórunn- ar Einarsdóttur Norðmanns. Már er að heiman á afmæhsdag- inn. Már Egilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.