Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1992, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 23. JÁNÚÁR 190(2. Merming____________ Loksins f rjáls Félag eldri borgara starfar sem kunnugt er af miklum krafti og þess vegna var kannski bara tímaspursmál hvenær hópur úr þeirra röðum tæki sig saman og setti upp leiksýningu. Og nú hefur það gerst. Nokkrir áhugasamir einstakl- ingar hafa af miklum krafti drifið upp sýningu á nýju íslensku leikriti eftir þær Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Þetta framtak er sérstaklega skemmtilegt og yfir sýningunni allri er einlægur og aðlaðandi blær þó að leikendumir séu ekki sviðsvanir fyrir. Fugl í búri er óneitanlega eins og klæðskerasaumað verkefni fyrir hópinn og auðheyrt var af viðbrögðum áhorfenda á sýningunni, sem ég sá, að margt af því sem þar var sagt hitti beint í mark enda flestir af kyn- slóð þeirra sem fjallað var um í verkinu. En sýningin er ekkert einskorðuð við einhvern sér- stakan aldur, heldur geta allir haft af henni gaman um leið og hún opnar kannski augu einhverra fyrir algengum khsjum og misskilningi á milli þeirra sem yngri eru og hinna eldri. Það er auðséð að Sigríður Eyþórsdóttir hefur lagt mikla alúð við leikstjómina og varast að ofgera sínu fólki. í verkinu er glettinn tónn, sem skilar sér vel, og leikendur skemmta sér líka ágætlega sjálfir. Fugl í búri er lítil fjölskyldumynd sem hefst á því að ekkjan Geirþrúður á afmæli og böm hennar og tengdabörn ætla að gleðja hana á sinn hátt með veg- legri afmælisveislu. Allt er þetta rígfullorðið fólk og hefur fastmótaðar hugmyndir um sitt eigið hlutverk og annarra í fjölskyldunni. En afmæhsveislan fer svohtið úr böndum og menn gerast óþarflega hreinskilnir, af því að inni í ísskáp leyndist brennivínslögg í flösku. Sigurbjörg Sverrisdóttir og Guðvarður Sigurðsson i hlutverkum sínum í Fugl í búri. „Börnin“ hennar Geirþrúðar sjá aðeins það sem þau vilja sjá og í huga þeirra flestra var faðir þeirra hátt yfir alla gagnrýni hafinn enda mikilsmetinn borgari. Eftir að hann dó vilja þau ráðskast með móðurina, rétt eins og eiginmaður hennar hafði ahtaf gert. En hún hefur, án þess að þau hafi tekið eftir því, fundið frelsi og lífsfylhngu innan um nýja kunningja á Sólsetri, og leiðist frekar afskiptasemin, þó að hún vilji ekki svekkja þau með því að segja það upphátt. Hún hefur líka áratuga reynslu í því að hlýða öðrum. Litli fughnn, sem Geirþrúður sleppir úr búrinu og gefur þannig frelsi, verður tákn um hana sjálfa og líf hennar. Henni finnst það skipta meginmáli að hann fékk að upplifa frelsið þó að það væri kannski aðeins stutta stund. „Ég hefði aldrei haft minn fugl í búri,“ segir hún og vísar um leið til sinnar eigin ævi. Verkið er einfalt og ágætlega upp byggt, persónumar skýrar og mikilvægum skhaboðum komið á framfæri án þess að prédika. Það sem einkenndi leik hópsins öðru fremur var eins og fyrr sagði einlægni sem gerði þaö að verkum að auðvelt var að loka augunum fyrir því að hér var ekki sviðsvant fólk á ferðinni. Þessi kynslóð íslendinga á ekki í neinum erfiðleikum með að tala skýrt og skil- Leildist Auður Eydal merkhega og þó að hljómburöur sé ekki sem bestur í Risinu komst textinn ágætlega til skha. Því miður fékk ég ekki í hendur neina leikskrá, eöa blað með nöfnum leikenda, og verð því að láta nægja að segja að öhum tókst að bæta nokkrum penshdrátt- um og persónueinkennum við þá mynd sem textinn lagði th. Hópurinn hennar Geirþrúðar var þarna ljós- lifandi kominn. Systkinin, ólík innbyrðis eins og geng- ur, og tengdabörnin á sínum afmarkaða bás, rétt eins og í þúsundum annarra fjölskyldna. Miðað við aðstæður í Risinu var allri ytri umgjörð sýningarinnar ágætlega fyrirkomið og ekki spihti söngur Móeiöar Júníusdóttur sem hljómaði engilfagur á mhli atriða. Snúður og Snælda - Leikfélag eldri borgara sýnir í Risinu, Hverfisgötu 105: FUGL í BÚRI Höfundar: Iðunn og Kristín Steinsdætur. Leikstjóri: Sigriður Eyþórsdóttir. Ráögjöf viö leikmynd: Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarumsjón: Eyþór Arnalds. Söngur: Móeiður Júníusdóttir. Ljós: Egill Inglbergsson. Andlát Dómhildur Skúladóttir frá ísafirði lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. jan- úar. Útfórin hefur farið fram. Jarðarfarir Ásta Guðrún Karlsdóttir, Hamrahlíð 1, verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni fostudaginn 24. janúar kl. 13.30. Steingrímur Jónsson frá Höfðakoti, Skagaströnd, verðiu- jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugar- daginn 25. janúar kl. 14. Minningarathöfn um Hjört Ár- mannsson, Norðurgötu 1, Siglufirði, fer fram í Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 25. janúar kl. 16. Tilkyrmiiigar „Uppgangan“ sýnd í bíósal MÍR Fræg sovésk verðlaunamynd frá árinu 1977 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg, 10, nk. sunnudag 26. janúar kl. 16. Þetta er myndin „Uppgangan“ sem gerð var undir stjóm Larissu Shepitko. Kvik- myndin lýsir atburðum sem gerðust í skóglendi Hvíta-Rússlands fyrir réttum 50 árum veturinn 1942. Rússneskt tal, enskur texti. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Teiknimyndin Litla hafmeyjan Sunnudaginn 26. janúar kl. 14 verður kvikmyndasýning fyrir böm og unglinga í fundarsal Norræna húsinu. A dagskrá verður teiknimyndin Litla hafmeyjan, gerð eftir hinu vinsæla ævintýri H. C. Andersens. Danskt tal er í myndinni og em þekktir danskir leikarar sem fara með hlutverkin. Myndin er gerö 1989 og er sýningartíminn 1 klst. og 20 minútur. Aðgangur er ókeypis og bömin fá ávaxta- safa í hléi. Fréttir Leiguverö á hjónagörðum Athugasemd Vegna fréttar í DV sl. þriðjudag óskar Félagsstofnun stúdenta eftir því að eftirfarandi konh fram: Það er og hefur verið markmið Félagsstofnunar stúdenta að sjá stúdentum við Háskóla íslands fyrir sem ódýrustu leiguhúsnæði. Leiguverö á Gömlu hjónagörðun- um fyrir tveggja herbergja íbúð er nú kr. 19.539,- og það efdr þessa svo- köhuðu svívirðhegu 10% leiguhækk- un. Þess má geta að leiguverði á stúd- entagörðum er einungis ætlað að standa undir kostnaði viðkomandi húsnæðis, enda ekki eðlhegt aö aðrir viðskiptavinir Félagsstofnunar nið- urgreiði leigu á hjónagörðum. Það er ólíklegt að nokkur reyni að halda því fram að þetta sé há leiga þar sem hún er langt undir markaðs- verði og er þá sama hver viðmiðunin er. Einnig skal bent á að hið nýja leigu- verð var thtekið í leigusamningum sem gerðir voru við íbúa hússins í haust. Enginn er skyldugur th að ganga að þeim kjörum sem bjóðast á stúdentagöröunum og langir biðhst- ar benda th þess að flestum finnist leiguverð ásættanlegt. Félag eldri borgara Málgagn ogg fréttablað félags Eldri borg- ara í Rvik og nágrenni er komiö út fjórða árið í röð, 2. tbl. á árinu 1991. Meðal efnis í blaðinu er: Æfmgin skapar meistarann eftir Jón Eyjólf Jónsson. Hollusta á efri árum, ábendingar um mataræði og holl- ustu aldraða eftir Laufeyju Steingrims- dóttur. Grímúlfur smali, lítil saga um dugnað og skyldurækt úr sagnabrunni Ásdísar Ólafsdóttui'. Umskipti eftir Hall- grím Dalberg. Sveigjanleg starfslok eftir Olaf Ólafsson landlækni o.m.fl. Landssamtökin ITC á íslandi Námsstefna verður haldin á vegum n. ráðs ITC á íslandi í Flensborgarskólan- um í Hafnaríirði laugardaginn 25. janúar 1992. Fundurinn hefst með skráningu kl. 9. Fundur er settm- kl. 10. Á dagskrá er ýmislegt sem tengist ræðumennsku, fundarstjóm og mannlegum samskipt- um. Allir em velkomnir. Upplýsingar gefur Margrét Sigurbjömsdóttir, sími 51001. Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudaginn 23. janúar verða tónleikar í rauðri tónleikaröð í Háskólabíói og hefj- ast þeir kl. 20. Á þessum tónleikum verð- ur í fyrsta skipti flutt tónverk eftir Finn Torfa Stefánsson. Á efnisskránni verða eförtalin verk: Hljómsveitarverk II eftir Finn Torfa Stefánsson, Till Eulenspieg- el eftir Richard Strauss og Píanókon- sert nr. 2 eftir Béla Bartók. Einleikari verður Bandaríkjamaðurinn Tzimon Barto og hljómsveitarstjóri Finninn Osmo Vánská. , Félag eldri borgara Opið hús í dag, fimmtudag í Risinu kl. 13-17. Bridge og fijáls spilamennska. Fugl í búri sýnt laugardag og sunnudag kl. 17. Fundur íþróttafélag Reykjavíkur Framhaldsaðalfundur og í framhaldi af honum aðalfundur knattspymudeildar ÍR verður haldinn í safnaðarheimili Seljasóknar fostudaginn 31. janúar nk. kl. 20.30. Stjómin. Myndgáta W Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausn gátu nr. 235: liggur yflrbókum Pastakvöld og aðalfundur ít- alíufélagsins Aðalfundur Ítalíufélagsins verður hald- inn í Café Mílanó, Faxafeni 11, fostudag- inn 24. janúar kl. 19. Sama kvöld kl. 20, gengst félagið fyrir pastakvöldi á sama stað. Boðið verður upp á nokkrar tegund- ir pastarétta o.fl. á vægu verði. Auk þess verður í fyrsta skipti veittur námsstyrk- ur í nafni félagsins. Pastakvöldið er öÚum opið, bæði meðlimum félagsins og áhuga- fólki um ítaliu og ítalska menningu. Þeir sem hyggjast taka þátt í pastakvöldinu þurfa að tilkynna þátttöku sína til Jó- hönnu G. Möller í síma 11097 eða Karis Steingrímssonar í síma 20160. Námskeið Prjónanámskeið Nýtt pijónanámskeiö byijar miðviku- daginn 29. janúar. Hvert námskeið stend- ur í sex vikur. Skráning hafin. Kennari verður Auður Bjömsdóttir. Allar nánari upplýsingar í síma 11616. Leikhús STÓRA SVIÐIÐ RÓMEÓ OGJÚLÍA eftir William Shakespeare í kvöld kl. 20.00. Uppselt. Sunnud. 26. jan. kl. 20.00. Laugard. 1. febr. kl. 20.00. Laugard. 8. febr. kl. 20.00. eftir Paul Osborn Laugard. 25. jan. kl. 20.00. Sunnud. 2. febr. kl. 20.00. Föstud. 7. febr. kl. 20.00. Föstud. 14. febr.kl. 20.00. SÝNINGUM FER FÆKKANDI M. BUTTERFLY eftir David Henry Hwang Föstud. 24. Jan. kl. 20.00. Föstud. 31. jan. kl. 20.00. Fimmtud. 6. febr. kl. 20.00. Laugard. 13. febr. kl. 20.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir LJudmilu Razumovskaju Föstud. 24. Jan. kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 25. Jan. kl. 20.30. Uppselt. Þriöjud. 28. jan. kl. 20.30. Uppselt. Flmmtud. 30. Jan. kl. 20.30. Uppselt. Föstud. 31. jan. kl. 20.30. Uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR Á KÆRU JELENU TIL 9. FEBR. MIDAR Á KÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELD- IRÖÐRUM. ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. Kæra Jelena sýnd 11., 12., 14., 15., 18., 20., 22., 25., 27. og 28. febrúar. kl. 20.30. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdisi Grímsdóttur Frumsýning föstud. 24. jan. kl. 20.30. Uppselt. 2. sýn. sunnud. 26. jan. kl. 20.30. Uppselt. 3. sýn. föstud. 31. jan. kl. 20.30. 4. sýn. laugard. 1. feb. kl. 20.30. Sýningin er ekki við hæfi barna. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýnlngar- dagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum I síma frá kl. 10 alla virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og þriréttuð máltíð öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðpantanir í mlðasölu. Leikhúskjallarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.