Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. 23 Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Sími: 22140 FX2 ★ Sagan er augljós og óspennandi og það er af litlu að taka á öðrum svið- um. Óþarft framhald á ágætri kvik- mynd. -GE Mál Henrys ★★'/2 Vel leikinn dramatísk kvikmynd um harðan lögfræðing sem uppgötvar sinn betri mann eftir slys. Boðskap- urinn góður en melódrama fullmikið. -HK Impromptu ★★★ Stórskemmtileg mynd um hástéttina í París á fyrri hluta 19. aldar. Judy Davis er með áhugaverðari leikkon- um. -ÍS Addams-fjölskyldan ★★ '/2 Leikarar, umhverfi og tæknileg úr- vinnsla eins og best verður á kosið en söguþráðursundurlaus. -ÍS Tvöfalt líf Veróníku ★★★'/2 Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor í sínu landi, nákvæmlega eins í útliti og án þess að vita hvor af annarri. Þetta er viðfangsefni pólska leik- stjórans Krzystofs Piesiewicz í magnaðri kvikmynd. -HK The Commitments ★★★★ Tónlistarmynd Alans Parker er ógleymanleg skemmtun. Söguþráð- urinn er stórskemmtilegur og soul- tónlistin frábær. Ein af betri myndum Alans Parker. -ÍS LAUGARÁSBÍÓ Sími: 32075 Glæpagengi ★★ Kraftlitil saga og leikstjórn en hug- myndin er ágæt og leikarar lausir við stjörnustæla. Góðir sprettir inn á milli. -GE Barton Fink ★★ Coen-bræður standa sig ekki í sögu- sköpuninni og gerast klisjumenn í fyrsta skiptið. Frábærar persónur og leikendur bjarga málunum. -GE Prakkarinn 2 ★★ Lítið vit en nokkuð gaman að tveim- ur pottormum I vígahug. Betri en sú fyrsta. -GE REGNBOGINN Sími: 19000 Morðdeildin ★★ Vel skrifuð lögreglusaga, en óljóst hvar áherslurnar liggja, endar snögg- lega, rétt áður en hún virðist vera aðtakaflugið. -GE Náin kynni ★ Margtuggið vídeófóður um síma- vændi og morðingja með sáralitlu athyglisverðu. -GE Fjörkálfar Gamanið er bráðfyndið en tilverukreppudramatíkin einum of formúlukennd. Gerilsneydd en öruggafþreying. -GE Fuglastríðið í Lumbruskógi ★★ Hugljúf teiknimynd fyrir börn. Það sem gerir hana þó eftirsóknarverða er Islensk talsetning sem hefur heppnastsérlega vel. -HK SAGA-BÍÓ Sími: 78900 Thelma & Louise ★★★ Davis og Sarandon eru framúrskar- andi útlagar í magnaðri „vega- mynd" sem líður aðeins fyrir of skrautlega leikstjórn Scotts. Benni og Birta í Ástralíu ★★ Góð teiknimynd frá Disney, líka fyrir fullorðna. Frábærlega teiknuð með skemmtilegum persónum. -GE STJÖRNUBÍÓ Sími: 16500 Bilun í beinni útsendingu ★★★'/2 Heilsteypt kvikmynd frá Monthy Python, leikstjóranum Terry Gilliam, raunsæ og gamsöm i senn og ekki spillir frábær leikur Jeffs Bridges og Robins Williams. -HK Tortímandinn ★★★ Áhættuatriðin eru frábær og tæknib- rellurnar ótrúlega góðar. Bara að sagan og persónurnar hefðu verið beturskrifaðar. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigð- um með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfenglegt landslag og góður leikur blandast mannlegum sögu- þræði. -HK Guðmundur Bragason og félagar í landsliðinu í körfu leika gegn Litháen á Króknum í kvöld. Lokaleikur gegn landsliði litháens - í körfuknattleik fer fram á Krókniim í kvöld kl. 20 Það verður frekar lítið um að vera í íþróttunum hér innanlands um helgina. Hápunkturinn er þó þriðja og síðasta viðureign íslands og Lithá- ens í körfuknattleik. Ekkert verður leikið í 1. deild karla í handknattleik vegna fjarveru landshðsins sem keppir um helgina á alþjóðlegu móti í Austurríki. Viðureign íslands og Litháens fer fram á Sauðárkróki í kvöld, fóstu- dagskvöld, og hefst leikur þjóðanna kl. 20.00. Búast má við hörkuviður- eign og víst er að áhorfendur verða ekki sviknir þvi lið Litháa er með sterkari landshöum í Evrópu nú. Verður fróðlegt að sjá hvort íslensku leikmennirnir ná að standa í hinu sterka liði Litháa og veita þeim harða keppni. Á góðum degi á íslenska liðið sigurmöguleika en til þess þarf mik- inn stuðning frá áhorfendum. Útivist: Annar áfangi Kirkjugöngunnar Utivistarfólk gengur aö Lágafellskirkju á sunnudaginn og kynnir sér sögu hennar. Kl. 10.30: Lágafehskirkja - Syðri- Reykir. Kl. 13: Langitangi - Lágafells- kirkja - Syðri-Reykir. Á sunnudag, 26. janúar, verður far- inn annar áfangi Kirkjugöngu Úti- vistar. Farið verður um gömlu Gufu- nes- og Mosfehssóknirnar og komið við í Lágafehskirkju. Gengið verður frá Gufunesi og Eiði upp á gömlu þjóðleiðina og reynt að fylgja henni fram hjá Korpúlfsstööum, Blikastöð- um og Varmá. Vikið er af henni við vaðið á Varm- ánni og farið upp að Helgafelh og gengið þaðan th Lágafehskirkju. Þar (um kl. 16) munu séra Jón Þor- steinsson og Jón Guðmundsson á Reykjum kynna sögu, kirkjumuni og safnaðarstarf kirkjunnar. Að lokum veröa göngukortin stimpluð í kirkj- unni. Göngunni lýkur með því aö gengin verður gömul kirkjuleið upp að Syðri-Reykjum. { göngunni verður komið við á bæjunum og spjahað við heimamenn og notið fylgdar þeirra. Þessar leiðir hafa fáir gengið og margt mun koma á óvart. Kirkjugangan er fróðleg og skemmtheg ganga fyrir alla, jafnt unga sem aidna. Farið verður frá Umferöarmiðstöð- inni kl. 10.30 og í styttri göngu kl. 13. Stansað verður við Arbæjarsafn. Styttri gangan hentar vel þeim sem eru að byrja göngur og bamafólki. Hún kemur inn á leiðina við Langa- tanga. Þá geta Mosfellingar komiö í gönguna hvar sem er á leiðinni. Verð er 1.000 krónur en frítt fyrir 15 ára og yngri og svo þá Mosfelhnga sem slást í för. íþróttir Aðeinseinn í úrvalsdeild Vegna landsleiksins gegn Litháen fer aðeins fram einn leikur um helgina í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Leikurinn, sem hér um ræðir, er viðureign Þórs frá Akureyri og Hauka. 5 leikir í 1. deildinni Leikið verður í 1. deild karla og kvenna í körfubolta um helgina. Á föstudagskvöld mætast ÍA og ÍS á Akranesi kl. 20 og á sama tíma leika Breiðablik og Reynir í Digra- nesi. Á laugardag leika Höttur og ÍR á Egilsstöðum kl. 14.00 og á sunnudag mætast Keilu- félagið og Víkverji í Haga- skóla kl. 20. I 1. deild kvenna leika ÍS og Grindavík í Kennarahá- skólanum kl. 20 á sunnudag. Blakleikir Sex leikir fara fram í 1. deild í blaki um helgina, þrír í 1. deild karla og jafnmargir í 1. deild kvenna. í 1. deild karla mætast Umf. Skeið og KA í kvöld í Hvera- gerði kl. 20. I Digranesi leika í kvöld HK og KA í 1. deild kvenna og strax á eftir leika UBK og Sindri. Á laugardag leika Þróttur Reykjavík og ÍS í karlaflokki kl. 17 í Hagaskóla og HK og KA í karlaflokki í Digranesi kl. 16. HK og Sindri leika síð- an í kvennaflokki kl. 17.15 í Digranesi. Ferðafélagið Kl. 11 á sunnudag verður farið í 2. áfanga Kjalarnes- göngunnar. Þá liggur leiðin frá Reynisvatni, fram hjá Hafravatni og Skyggni að Suður-Reykjum. Ef veður leyfir er ekki úr vegi að skokka upp á Úlfarsfell eða Reykja- borgina en þeirsem vilja lág- lendisgöngu halda sig við rætur þessara fjalla. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin (komið við í Mörkinni 6) og ekið að Engi en í faakaleið kemur rútan að Suður-Reykjum og komið til Reykjavíkur klukkan þrjú. Úlfarsfell og Reykjaborg eru um 300 metra há fjöll. Skíða- gönguferó var fyrirhuguð en fellur niður af skiljanlegum ástæðum. Allír eru velkomnir í ferðir Ferðafélagsins, Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verður á morgun. Lagt verður af stað frá Fann- borg 4 kl. 10. Nú göngum við á þorranum. Veljum fatn- að eftir veðrinu og athugum sérstaklega fótabúnaðinn. Nýlagað molakaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.