Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 6
22 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. Joe Mantegna og Wiliiam H. Macy leika tvo lögregluþjóna í Morðdeildinni. Regnboginn: Morðdeildin Háskólabíó: Hasar r 1 Harlem Hasar í Harlem (Rage in Harlem) gerist 1954. Er hér um svarta kómed- íu að ræða og hefst myndin í Miss- issippi þar sem Harlem Hoos, Slim og félagar þeirra eru um það bil að fara að drepa feitan, ríkan og hvítan mann vegna peninga hans. Eftir bar- dagana, sem þessu fylgir, hverfur unnusta eins þeirra, Imabella, með allan ránsfenginn og heldur til Harl- em í New York. Þar tekur hún saman við aðstoðarmann grafara en félagar hennar frá Mississippi hafa upp á henni og þá fara hlutirnir að gerast hratt í þessu svarta hverfi. Allir aðalleikaramir eru svartir og í aðalhlutverkum eru Forest Whi- taker, Gregory Hines, Robin Givens Zakes Mokae og Danny Glover. Leik- stjóri er Bill Duke sem er leikari og leikstjóri og vinnur jöfnum höndum bæði fyrir framan og aftan mynda- vélina. Þá hefur hann einnig leik- stýrt þrjátíu leikritum í New York utan Broadway. Frægasta leikstjóm- arverk hans er sjónwarpsmyndin The Killing Floor sem fengið hefur tíu alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. -HK Gregory Hines og Robin Givens í hiutverkum sinum í Hasar í Harlem. Morðdeildin er þriðja kvikmyndin sem leikritahöfundurinn og kvik- myndahandritshöfundurinn David Mamet leikstýrir. Fjallar myndin um lögregluþjón sem er gyðingur. Hann hefur engin afskipti haft af trúmál- um og síst af öllu haft afskipti af öörum gyðingum. Starfið er honum allt og hann veit ekki betri fyllingu í líf sitt en aö handtaka glæpamann. Hann verður samt að hafa afskipti af öðrum gyðingum þegar hann fær til rannsóknar morð á gamalli gyð- ingakonu. Grunar hann að hér sé ekki um venjulegt ránsmorð að ræða heldur sé hér byrjunin á útýmingu á fjölskyldu þar sem allir eru gyðingar. David Mamet er virtur leikritahöf- undur sem fyrst vakti athygli með leikritunum Sexual Perversity in Chicago og American Buffalo. Fékk hann mörg verðlaun fyrir þessi tvö verk sín. Þekktasta leikrit hans er Glengarry Glen Rose sem einnig afl- aði honum virtra verðlauna. 1987 leikstýrði hann sinni fyrstu kvik- mynd, House of Games, sem íjallaði um kvensálfræðing sem óviljandi lendir í glæpamáli. Mamet fylgdi þessu verki sínu eftir með Things Change, gamansamri kvikmynd um misheppnaðan atvinnumorðingja hjá mafíunni. Bíóborgin: Löggan á háu hælunum Einkaspæjarinn V.I. Warshawski er sjarmeramdi stúlka sem er hörku- tól inn við beinið. Um ævintýri Wars- hawskis hefur rithöfundurinn Sara Paretsky skrifaðar nokkrar bækur og hafa þær notiö mikilla vinsælda. Tvær þeirra hafa komið út á ís- lensku. Löggan á háu hælunum (V.I. Warshawski) er ekki byggð á neinni einstakri bók heldur persónum og blöndu söguþráðar úr þeim sex bók- um sem hafa að aðalsöguhetju V.I. Warshawski. Warshawski starfar í Chicago og notfærir sér til hins ýtrasta kyn- þokkafullt útht sitt og reynslu konu sem þekkir til viða í undirheimum stórborgarinnar. Warshawski hefur einn veikleika en það eru skór. í myndinni tekur Warshawski að sér að leysa morðgátu en fyrrverandi íshokkístjarna hefur verið myrt og leitar þrettán ára dóttir hins látna á náðir Warshawskis þegar lögreglan getur ekki fundið morðingjann. Leikstjóri myndarinnar er Jeff Kanew sem er búinn að vera viðloð- andi kvikmyndgerð í rúm þrjátíu ár og hefur leikstýrt nokkrum mynd- um. Má þar nefna Eddie Macon’s Run, Revenge of the Nerds, Tough Guys og Troop Beverly Hills, auk þess sem hann hefur unnið við kUpp- ingu á myndum (Ordinary People), skrifað handrit og kennt kvikmynda- gerðviðColumbiaháskólann. -HK Kathleen Turner leikur einkaspæjar- ann V.l. Warshawski. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími: 11384 Billy Bathgate ★★ Dustin Hoffman er góður í hlutverki mafíuforingja í mynd sem segir sögu unglings sem er á mála hjá glæpa- samtökunum. Myndin veldur nokkr- um vonbrigðum. -HK í dulargervi ★★★ Breski skemmtikrafturinn Lenny Henry reynir fyrir sér í kvikmyndum með góðum árangri. Förðunarvinn- an er fyrsta flokks. -is Flugásar ★★ Fyndin svo langt sem hún nær og dugar ágætlega í skammdeginu. Einnig sýnd í Saga-bíói. -GE Aldrei án dóttur minnar ★★‘/2 Hvort sem þetta er allur sannleikur- inn eða ekki þá er þetta gott sögu- efni og Sally Field er frábær. -GE BÍÓHÖLLIN Sími: 78900 Tímasprengjan ★ 'A Mistæk blanda af Total Recall og The Terminator. Hasarinn góður, sömuleiðis Kensit, en ófrumleikinn dregur verulega úr. -GE Svikahrappurinn ★★ Sykursæt fjölskyldumynd úr verk- smiðju Johns Hughes. Hin stutta Alisan Porter er nútímaútgáfa af Shirley Temple og stendur sig nokk- uð vel. -HK Dutch ★★★ Prýðis gamanmynd sem er tilvalin til að ná upp góða skapinu fyrir jólin. -ÍS New York ♦ 1.(2) All 4 Love Color Me Badd f 2.(3) Can't Let Go Mariah Carey f 3. (4) Don't Let the Sun Go down on Me George Michael/Elton John 0 4. (1 ) Black or White Michael Jackson ♦ 5. (5) Finally Ce Ce Peniston ^ 6. (6) Diamonds & Pearls.......Prince 4 7. (7) I Love Your Smile Shanice ♦ 8. (9) Smells Like Teen Spirit Nirvana ♦ 9. (15) Mysterious Ways U2 ♦10. (31) l'm too Sexy Right Said Fred Pepsí-listi FM ♦ 1.(1) Ekkert breytir því Sálin hans Jóns míns f 2. (8) Hit Sykurmolarnir f 3.(6) Do I Have to Say the Word Bryan Adams ^ 4. (4) I Love Your Smile Shanice 0 5. (3) Don't Let the Sun Go down on Me George Michael/Elton John 0 6. (5) Vængbrotin ást Þúsund andlit 0 7. (2) Heal the World Michael Jackson f 8.(11) Sönnást Sléttuúlfarnir f 9. (24) Finally Ce Ce Peniston éio. (10) I Wonder Why Curtis Steiger Stöðugir umhleypingar Ekki fór það svo að við sæjum Sykurmolana á topp tíu í Lundún- um; þeir hækkuðu sig einungis um tvö sæti frá fyrri viku og eru því í sautjánda sæti listans. Þetta þýðir einfaldlega það að molamir ná ekki inn á topp tíu að þessu sinni heldur verða að láta sér nægja að jafna besta árangur íslenskrar hljóm- sveitar á breska listanum hingað til en Mezzoforte náði þessu sama sautjánda sæti með lagið Garden Party árið 1983. Sykurmolarnir geta hins vegar glaðst yíir því að lag þeirra Hit er í efsta sæti ís- lenska listans og í öðru sæti Pepsí- lista FM. Á CD/LP lista DV eru sveiflumar enn allsráðandi og þessa vikuna stekkur Prince á toppinn og fjórar nýgamlar plötur koma inn á listann eftir nokkra fjarveru. Þar fer fremst plata Dire Straits en Tina Tumer og Michael Bolton fylgja á eftir, auk þess sem safnplata ýmissa listamanna, sem syngja lög Eltons John, skríður inn á listann. Meiraínæstuviku. -SþS- London ♦ 1.(3) Goodnight Girl Wet Wet Wet 0 2. (1 ) Bohemian Rhapsody/The Days of Our Lifes Queen 0 3. (2) Everybody in the Place Prodigy ♦ 4. (9) God Gave Rock & Roll to You II Kiss ♦ 5.(-) GiveMeJustaLittleMoreTime Kylie Minogue Ý 6. (7) We Got a Love Thang Ce Ce Peniston ♦ 7.(10) I Can't Dance Genesis 0 8. ( 5 ) Too Blind to See It Kym Sims ♦ 9.(-) Twilight Zone 2 Unlimited 010. (4) Justyfied & Ancient KLF íslenski iistinn ♦ 1.(2) Hit Sykurmolarnir ♦ 2. ( 5 ) Diamonds & Pearls Prince 0 3. (1 ) Ekkert breytir því Sálin hans Jóns míns ♦ 4. (7) Too Blind to See It Kym Sims ♦ 5. (18) Do I Have to Say the Words Bryan Adams 0 6. (4) Sönn ást Sléttuúlfarnir ♦ 7.(10) Daniel Wilson Philips 0 8. (3) Finally Ce Ce Peniston ♦ 9.(15) Heal the World Michael Jackson 010. (6) Mysterious Ways U2 Bandaríkin (LP/CD) ísland (LP/CD) Bretiand (LP/CD) ^ 1.(1) Ropin' the Wind...................Garth Brooks * 2. (2) Dangerous.....................Michael Jackson Á3.(3) TooLegittoQuit.........................Hammer é 4. (4) Nevermind...........................Nirvana f 5. (6) Time, LoveandTenderness..........Michael Bolton ♦ 6. (7) Achtung Baby.............................U2 0 7. (5) Metallica.........................Metallica ö 8. (8) Cooleyhighharmony................Boys II Men ö 9. (9) Emotions.........................Mariah Carey #10. (12) No Fences.......................Garth Brooks f 1. (6) Diamonds 8t Pearls...................Prince t 2. (3) Stóru börnin leika sér................Ýmsir t 3. (4) Ég er............... ..........Bubbi Morthens t 4. (8) Sálin hans Jóns míns.......Sálin hans Jóns míns t 5. (16) OnEveryStreet...................DireStraits t 6. (14) SimplytheBest....................TinaTurner 0 7. (2) Achtung Baby.............................U2 0 8.(1) Ópera.............................Todmobile ♦ 9. (Al) Time, LoveandTenderness.......Michael Bolton f10. (11) Two Rooms.............................Ýmsir ^ 1.(1) Stars................................Simply Red t 2. (5) We Can't Dance........................Genesis ö 3. (3) Real Love........................Lisa Stansfield Ö 4. (2) Greatest Hits II........................Queen 0 5.(4) SimplytheBest......................TinaTurner t6.(~) MagicandLoss..........................LouReed 0 7. (6) Greatest Hits...........................Queen 8. (8) Diamonds8tPearls.......................Prince 9. (9) AchtungBaby................................U2 10.(10) Nevermind............................Nirvana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.