Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992.
Fréttir
Haukur Halldórsson, formaöur Stéttarsambandsins:
Bæði undrandi og
sár út í Jón Baldvin
- krefst afsökunar ráðherrans
„Eg er mjög undrandi og sár yfir
viðbrögðum Jóns Baldvins. Mér
finnast þessi vinnubrögð ekki sæm-
andi utanríkisráðherranum okkar.
Það er einhvem veginn eins og hann
sé að reyna að klóra sig út úr vand-
ræðum og grípa í eitthvert hálmstrá.
Síðan hvenær hefur grein sem búið
er að birta í blaði með nafni og mynd
verið nafnlaust leynibréf?" sagði
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda, í samtali
viö DV.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra hefur sakað Stéttarsam-
band bænda um að hafa dreift
óhróðri um hann í dreifibréfi á opn-
um fundi um GATT-viðræðurnar á
Hvolsvelli í síðustu viku og fullyrðir
að bændur hafi mætt á fundinn með
heimastíla frá sambandinu sem lagt
hafi þeim orð í munn.
„Hann hefur verið með aðdróttanir
og talar um mafiu og stalínsk vinnu-
brögð en málið er að við höfum ekki
sent nein gögn frá okkur," sagði
Haukur.
„HaUdór Gunnarsson, bóndi á
Holti, lét Jóni í té grein sem birtist í
dagblaði þennan umrædda dag og
hagfræðingur Stéttarsambandsins
skrifaði. Með því vildi Halldór færa
rök fyrir máh sínu á fundinum og tók
skýrt fram að greinin væri eftir hag-
fræðinginn.
Jón segir hins vegar að bóndi á
Suðurlandi hafi látið sig fá greinina
því að honum hafi ofboðið hvemig
Stéttarsambandið hefði túlkað máUð.
Hann sagðist ekki hafa vitað hver
skrifaði hana og neitar að gefa upp
nafn bóndans eöa sýna blaðið. Þess
vegna krefjumst við þess að hánn
biðjist afsökunar ef hann getur ekki
lagt fram einhveija haldbæra sönn-
un fyrir þessum áróðri," sagði Hauk-
ur.
-ingo
Vanfær
kona í
hörðum
árekstri
Árekstur varð á mótum Sæ-
brautar og Langholtsvegar um
klukkan ellefu á laugardags-
kvöld. Tvær bifreiðar lentu sam-
an og hafhaði önnur þeirra á
Ijósastaur.
Ökumaður annars bUsins var
vanfær kona. Var hún flutt með
sjúkrabfi til skoðunar á kvenna-
deild Landsspítalans. Síöar kom
í ljós að hana hafði ekki sakað.
Báðir bílamir vom óökufærir
eftir áreksturinn og þurfti að
flyija þá á brott með kranabíL
Menn írá Rafmagnsveitu ríkisins
vora kallaðir tU vegna ljósa-
staursins.
-ÓTT
Jón Baldvin Hannibalsson:
Biðst ekki afsökunar
- bændur samræmdu máLQutning á fundinum
„Það er fjarri því að ég ætli að biðj-
ast afsökunar. Spumingin sem Stétt-
arsamband bænda þarf aö spyrja
sjálft sig er: Hvers vegna er dreift
nafnlausum ómerktum gögnum á
þeirra vegum sem síðar kemur á
daginn að er grein eftir hagfræðing
þeirra?
í bréfinu eru mér eignuð orð sem
ég hef ekki viðhaft og rangt farið með
ýmsar staðreyndir um GATT-málið
sem shkt og í niðurlagi þess er dylgj-
að um það að upplýsingar mínar séu
ótrúðverðugar þar sem ég hafi reynst
fara rangt með upplýsingar í EES-
samningnum," sagði Jón Baldvin
Hannihalsson utanríkisráðherra.
„Á fundinum á Hvolsvelh kom
hver ræðumaðurinn á fætur öðram
og sagði að það væri alveg sama hvað
ég segði, þeir tryðu mér ekki og
treystu ekki á upplýsingar frá mér.
Þeir notuðu nákvæmlega sömu
dylgjurnar og fram komu í niðurlagi
greinar hagfræðingsins. Þetta var
samræmdur málflutningur."
Jón sagði að sér hefði verið afhent
bréfið, ómerkt og nafnlaust, með
þeim ummælum að því hefði verið
dreift af fundarboðendum sem þá
væntanlega væri Stéttarsambandið.
„Halldór Gunnarsson sagði mér að
greininni hefði veriö dreift á fundin-
um og ég vissi ekki þá hver skrifaði
hana,“ sagði Jón.
Hann sagöi aö bændasamtökin
hefðu verið með hræðsluáróður gegn
GATT-samningunum. í upphafi
hefðu þau sett af stað herferð þar sem
þau héldu því fram að af GATT-
samkomulaginu leiddi ógnvekjandi
röskum í byggð landsins, jafnvel eyö-
ingu heilla byggðarlaga.
„Þeir fóru offari. Síöar fóra þeir að
draga í land en skaðinn var skeður,
þeir vora með hræösluáróöur og
búnir að vekja upp mikinn ótta og
ugg meðal bænda sem ekki var á
rökum reistur," sagði utanríkisráð-
herra. -ingo
Halldór Gunnarsson í Holti:
Ég lét Jón Baldvin
haf a greinina
„Jón Baldvin baö um rök fyrir því
sem ég hafði sagt á fundinum, að
hann færi aftur og aftur með rangt
mál, svo ég lét hann hafa greinina
máh mínu til stuðnings og sagöi hon-
um jafnframt að hún væri eftir hag-
fræðing Stéttarsambandsins," sagöi
Halldór Gunnarsson, formaður
markaðsnefndar félags hrossa-
bænda, í samtah við DV.
Hann kallar greinina leyniskjöl í
dag og segir bændur hafa verið aö
útbýta henni. Það er alveg út í hött.
Þar sem ég <?r formaður markaös-
nefndar félags hrossabænda þarftég
að fylgjast með þessum málum og
hafði þessi gögn hagfræðingsins því
undir höndum. Ég vissi ekki til að
aðrir hefðu þau.“
Ég mun skrifa einhveija grein um
þetta mál því mér finnst þessi fram-
vinda með ólíkindum og málatilbún-
ingur hans vera rangur.
Eg mun ekki biðja Jón að biöjast
afsökunar en hann verður að standa
og dæmast af sínum orðum og sinni
framkomu við okkur bændur," sagði
Halldór. -ingo
Smábátahöfn 1 Keflavlk:
Hagvirki - Klettur
með lægsta tilboðið
Ægir Már Kárasan, DV, Saðumesjum:
Stjórn Hafnarinnar Keflavík -
Njarðvík hefur samþykkt að taka
lægsta tilboði frá Hagvirki - Kletti
við framkvæmdir við smábátahöfn-
ina í Grófinni í Keflavík.
Ahs bárast 11 tilboö í verkið og var
Hagvirki - Klettur með lægsta tilboð-
ið og hljóðaði þaö upp á 39,7 mihjón-
ir með virðisaukaskatti og flutningur
af kjama kr. 400 per rúmmetra úr
Helguvík, án virðisaukaskatts.
Kostnaöaráætlun hljóðaði upp á
68.299 milljónir með virðisauka og
flutningur á kjarna kr. 300 per rúm-
metra.
Sprengingin var það öflug að járnklæðningar flettust upp. Á innfelldu myndinni er Sodastream-hylkið sem notað
var við skemmdarverkin. ' DV-myndir S
Sprengdu upp og eyði-
lögðu strætisvagnaskýli
Mikh sprenging varð um miðnætt-
ið á laugardagskvöld þegar strætis-
vagnaskýh var skemmt mikið við
Suðurströnd á Seltjamamesi. Sodas-
tream-kútur er talinn hafa verið
fylltur af sprengiefni og era ummerki
þannig að fhsar gerðu mörg göt og
flettu upp jámklæðningum á skýl-
inu.
Fjöldi fólks á Seltjamamesinu
heyrði sprenginguna um miðnættiö
en enginn virðist hafa gert sér grein
fyrir hvað gerst hafði. Lögreglunni
var ekki tilkynnt um skemmdimar
á skýlinu fyrr en um klukkan ellefu
í gærmorgun. Óljóst er hveijir þama
voru að verki.
-ÓTT
Þórarinn Tyrfingsson:
Ekki ástæða til að banna halcion
„Ég sé ekki ástæðu th að halcion
verði bannað á þeim forsendum
sem hggja fyrir. Ef nýjar upplýs-
ingar koma þá meta menn þetta
auðvitað að nýju,“ segir Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, þar
sem meirihluti skjólstæðinganna
hefur einhvem tíma neytt fóandi
lyfia.
Þórarinn segir aftur á móti að í
umræðunni um róandi lyf þurfi að
gera skýran greinarmun á því að
th séu tvenns konar hópar. „Það
er annars vegar fólk sem aldrei
hefur ánetjast vímuefnum og ekki
þá heldur áfengi og hins vegar fólk
sem hefur ánetjast vímuefnum,
jafnvel róandi ávanalyfjum, eða
áfengi. Það ghda tvær gjörsamlega
ólíkar reglur um þessa hópa. Mað-
ur getur notaö aht aðrar starfsregl-
ur gagnvart þeim sem ekki hafa
ánetjast neinu th að ávísa þessum
lyfjum. Þaö sem við höfum verið
að gagnrýna er fyrst og fremst að
stundum gera menn sér ekki grein
fyrir því að ef maðurinn hefur mis-
notaö áfengi eða notar áfengi reglu-
lega getur verið varasamt að vísa
þessum lyfjum á hann því mikh
hætta getur verið í því fólgin.
Læknum er hins vegar í sjálfu sér
vorkunn því yfirleitt leyna skjól-
stæðingamir því hvaö þeir drekka
mikiö.“
Aðspurður játar Þórari/in því að
menn geti enn gengið á milli lækna
th að fá róandi lyf en segir að und-
anfarin ár hafi verið unnið að því
að koma í veg fyrir það.
-IBS