Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1992, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1992.
Menning
Góður hljóðfæraleikur
Tónlistarfélagið í Reykjavk hélt tónleika í íslensku
óperunni sl. laugardag. Bryndís Halla Gylfadóttir
sellóleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari
fluttu þar verk eftir Franz Schubert, Caspar Cassadó.
Sergei Rachmaninoff og Nicolo Paganini.
Verkefnin á tónleikunum voru valin að því er virtist
bæöi eftir listrænu ágæti en einnig með það fyrir aug-
um að sýna tæknilega færni hljómlistarmannanna.
„Arpeggione“, Sónata Schuberts, sameinar hvoru-
tveggja. Þetta er töfrandi fallegt og skemmtilegt verk,
uppfullt með leikandi laghnum sem alla grípa. Þaö er
einhig tæknilega krefjandi, einkum fyrir sellóleikar-
ann sem þarf að leika mikið í erfiðum háum stelhng-
um.
Einleikssvíta Cassadós fyrir selló hefur yfir sér anda
spænskrar þjóðlagatónlistar og flamengo gitarleiks.
Það er ágætlega samið verk og veitir einleikaranum
næg tækifæri til að sýna færni sína án þess þó að geta
talist sérlega djúpfagurt. Eftir hlé var flutt Sónata í g
moh eftir Rachmaninoff fyrir selló og píanó. Þetta
verk var ekki eins yflrborðskennt eins og sum önnur
verk Rachmaninoffs sem fjaliað hefur verið um í pistl-
um þessum í gegnum tíðina. Þvert á móti var það
heldur látlaust og þekkilegt þótt htið væri þar til að
grípa athygli manna í alvöru. Var ekki laust við að
sumir væru orönir heldur syíjulegir í kring um nefið
undir lokin, enda verkiö ákaflega langt. í lokin var
flutt Variazione di Bravura efdr Paganini sem var eins.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
og flest önnur verk þess fræga manns þunnt sem und-
anrenna en lifir á íburði og skrauti tæknibrellnanna
sem strengjaleikarar jafnt sem áheyrendur virðast
seint fá leið á.
Það athyglisverðasta við þessa tónleika var frábær-
lega góður flutningur Bryndísar Höllu og Snorra Sig-
fúsar. Þau eru um sumt óhkir flytjendur en fallegan
tón, blæbrigðaríka túlkun og nákvæmni í útfærslu
eiga þau sameiginlega. Bryndís Haha fékk fleiri tæki-
færi th að glíma við tækniþrautir og sýndi á köflum
mikla fæmi. Best var þó á að hlýða þegar hið hstræna
var aðalatriðið og þar náðu þau mestum áhrifum.
Quintessence
Sænski blásarakvintettinn „Quintessence" hélt tón-
leika í Norræna húsinu síðdegis í gær. Kvintettinn er
frá Vaxjö í Sviþjóð og er skipaður þeim Mats Viberg,
flauta, Sven Uggeldahl, óbó, Bruno Nilsson, klarínett,
Bo Strand, fagott, og Tomas Danielsson, hom. Á efnis-
skránni vom verk eftir Bengt Hahberg, Franz Danzi,
Georg Riedel, Áskel Másson og Bo Nhsson.
Franz Danzi er þýskt tónskáld frá Beethoventíman-
um sem ekki heyrist oft í. Hann mun lifa einkum í
verkum sínum fyrir blásara og það sýnishorn sem
þarna gafst færi á að heyra ber vitni um góða fagþekk-
ingu, enda þótt ekkert annað sérstakt væri að finna í
verkinu sem hrifið gæti fólk nú th dags. Verkin eftir
hina þijá sænsku höfunda, Hallberg, Riedel og Nhs-
son, áttu ýmislegt sameiginlegt. Þau virtust öll með
einum eða öðrum hætti byggja á jasstónlist sem bætt
var við efni úr ýmsum öðmm áttum. Minnti þetta
ipjög á vinnubrögð höfunda kvikmyndatónlistar í
Hohywood sem lagt hafa stund á slíkar eklektískar
aðferðir um langt skeið. Meira að segja verk Nhssons,
sem samkvæmt efnisskrá átti að lýsa austurlenskum
áhrifum, virtist hafa fengið austrið í gegn um vestrið
í Hollywood. Engu að síður voru þetta áheyrileg og
vel unnin verk, einkum fyrrgreint verk Nhssons.
Það sem flestum var mest forvitni á að heyra var
fmmflutningur á verki Áskels Mássonar, „Kvintett
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
fyrir tréblásara". Þetta er langt verk og töluvert efnis-
ríkt. í því skiptast á homofónískir og polyfónískir kafl-
ar og kennir þar ýmissa grasa. Er þar margt fallegt
og áheyrhegt og sýnhegt að höfundur hefur lagt sig
fram.
Flutningur kvintettsins var yfirleitt ágætur. Helst
var það í verki Danzi sem ónákvæmni gætti. Hin verk-
in hljómuðu vel og virtust tónleikamir prýðhega und-
irbúnir. Það er mikhl fengur að fá gesti af þessu tagi
og vonandi að framhald verði á slíkum heimsóknum.
Andlát
Ása Huld Jónsdóttir, Ránargötu 31,
Reykjavík, er látin. Jarðarforin hef-
ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
Játnu.
Jarðarfarir
Leifur Einarsson, Hólmgarði 1,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Bústaöakirkju mánudaginn 27. jan-
úar. Leifur fæddist 2. maí 1925 í Vík
í Mýrdal. Árið 1941 flyst hann ásamt
móður sinni th Reykjavíkur og hefur
þá störf sem bílstjóri hjá Sambandi
Á FULLRI FERÐ!
/ ERTÞÚ
2 ÖRUGGLEGA
y ÁSKRIFANDI
. . . OG SIMINN ER 63 27 00
íslenskra samvinnufélaga. Starfaöi
hann þar th 1974 er hann keypti sér
vörubh og gerðist félagi í Vörubíla-
stöðinni Þrótti og vann þar th ævi-
loka. Árið 1945 kvæntist hann eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Rögnu Ara-
dóttur, og eignuðust þau þrjá syni.
Gunnar Friðrik Þorsteinsson, Álfta-
mýri 38, Reykjavík, veröur jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn
28. janúar kl. 13.30.
Svava Halldóra Pétursdóttir, Póst-
hússtræti 13, sem lést í Borgarspítal-
anum 15. janúar sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 28. janúar nk. kl. 13.30.
Óskar S. Kristjánsson, elh- og hjúkr-
unarheimhinu Grund, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni 28. janúar
kl. 15.
Kjartan Ingibjörn Guðmundsson,
Álfaskeiði 35, Hafnarfirði, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.
Tilkyimingar
1 SMÍÐI l
^
um ln«n • Ui • luni tum
Kennslubók í smíði
Hjá Námsgagnastofhun er komin út ný
kennslubók, Smíði, og er einkum ætluð
til notkunar hjá nemendum í 4.-7. bekk
grunnskóla. Höfundar bókarinnar eru
Ami Ámason, Búi Kristjánsson og Ólaf-
ur Ólafsson. Smíöi er ekki tæniandi
kennslubók í smíðum heldur byggir hún
á völdum verkefiium sem ætla má að
böm á aldrinum 9-12 ára gætu haft áhuga
á. Verkefni bókarinnar eiga að henta
bæði th einstaklings- og hópvinnu og er
nánar getið um þá möguleika í inngangi
hvers kafla.
Frá Bridgefélagi Selfoss og
nágrennis
Suðurlandsmót í sveitakeppni
Mótið var spilað dagana 17. og 18. janúar
sl. í Menntaskólanum að Laugarvatni.
Þrettán sveitir tóku þátt í mótinu og spil-
aðar voru tólf umferðir með tólf spila
leikjum. Öll spil vom forgefm og sömu
spil spiluð á öllum borðum. Mótið hófst
M. 18 á fóstudeginum og lauk spila-
mennsku rúmlega 23 á laugardeginum.
Röð efstu sveita: 1. Sv. Sigfúsar Þórðar-
sonar 259 stig, 2. Sv. Kristjáns M. Gunn-
arssonar 254 stig, 3. Sv. Sigurðar Hjalta-
sonar 234 stig, 4. Sv. Karls 0. Garðarsson-
ar 225 stig. Mótstj. var Einar Sigurðss.
GÁB-barómeter
Þessum þriggja kvölda barómeter lauk
fimmtudaginn 16. janúar. Röð efstu para:
1. Ólafur Steinason og Guðjón Einarsson
101 stig, 2. Brynjólfur Gestsson og Sigfús
Þórðarson 82 stig, 3. Daníel Gunnarsson
og Steinberg Ríkharðsson 41 stig, 4. Helgi
G. Helgason og Sveinbjöm Guðjónsson
20 stig.
Félag eldri borgara
Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge
og ftjáls spilamennska. Félagjð heldur
félagsfund miðvikudaginn 29. janúar kl.
20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105.
ITC-deildin Eik (Seltjarnar-
nes-vesturbær)
heldur fund að Hallveigarstöðum (gengið
inn frá Öldugötu) mánudaginn 27. janúar
kl. 20.30. Fundurinn er opinn öllum.
Fundur
Hið íslenska
náttúrufræðifélag
Mánudaginn 27. janúar kl. 20.30 verður
haldinn næsti fr æðslufundur HÍN á þess-
um vetri. Fundurinn verður að venju
haldinn í stofu 101 í Odda, hugvísinda-
húsi Háskólans. Á fundinum heldur Ólaf-
ur Amalds jarðvegsfræðingur erindi sem
hann nefnir Efnaveðrun í jarðvegi og
jarðvegseyðing. Fræðslufundir félagsins
em öllum opnir og aðgangur ókeypis.
Myndgáta dv
Hjónáband
28. desember sl., vom gefin saman í
hjónaband af séra Valgeir Ástráðssyni
Heiða Gunnarsdóttir og Björn Erlings-
son. Heimih þeirra er Engjaseh 73, Rvík.
Ljósm. Jóhannes Long
4. janúar vom gefin saman í hjónaband
í Bessastaðakirkju af séra Valgeiri Ást-
ráðssyni Elisabet Valdimarsdóttir og
Ólafur Guðmundsson. Heimih þeirra er
Skaftahhð 10, Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long.
Leikhús
OJO LJÓN í SÍÐBUXUM
LEIKFÉLAG eftir Björn Th. Björnsson
REYKJAVÍKUR VHi Flmmtud. 30. jan. Laugard.l.febr. Fáar sýningar eftir.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Föstud. 7. febr. Sunnud. 9. febr.
95ÁRA
ÆVINTÝRIÐ
RUGLIÐ Aukasýning
eftir Johann Nestroy Sunnud. 2. febr. kl. 14.00. Fáelnsæti laus.
8. sýn. miðvlkud. 29. jan. Brúnkortgilda. Allrasíðastasýning
Fáein sæti laus. Sunnud. 2. febr. kl. 16.00.
Föstud. 31. jan. Sunnud. 2. febr. Miðasala opin alla daga frá kl.
Flmmtud. 6. (ebr. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miöapantanir i síma alla
virka daga frá kl. 10-t12.
ÞÉTTING Sími680680.
eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson Aukasýningar Leikhúslinan 99-1015.
vegna mikihar aðsóknar: Greiðslukorfaþjónusta.
Laugard. 1-tebr. Leikfelag Reykjavikur.
Allra síðasta sýning. Borgarleikhús.