Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Side 7
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992.
Kvikmyndir
HÁSKÓLABÍÓ
Sími: 22140
Glæpamynd með rjómanum af þeldökku
hæfileikafólki í Hollywood. Gamansöm
en hefur dekkri hliðar líka. Robin Givens
er stórgóð í sínum fyrsta bióleik. - G E
FX2 ★
Sagan er augljós og óspennandi og það
er af litlu að taka á öðrum sviðum. Oþarft
framhaldáágætrikvikmynd. -GE
Mál Henrys ★★'/2
Vel leikin dramatisk kvikmynd um harðan
lögfræðing sem uppgötvar sinn betri
mann eftir slys. Boðskapurinn góður en
melódramafullmikið. -HK
Impromptu ★★★
Stórskemmtileg mynd um hástéttina í
París á fyrri hluta 19. aldar. Judy Davis
er með áhugaverðari leikkonum. -IS
Addams-fjölskyldan ★★'/2
Leikarar, umhverfi og tæknileg ún/innsla
eins og best verður á kosið en söguþráð-
ursundurlaus. -ÍS
Tvöfalt líf Veróníku ★★★'/2
Tvær stúlkur, fæddar sama dag, hvor í
sinu landi, nákvæmlega eins i útliti og
án þess að vita hvor af annarri. Þetta er
viðfangsefni pólska leikstjórans Krzystofs
Piesiewicz í magnaðri kvikmynd. -HK
The Commitments ★★★★
Tónlistarmynd Alans Parker er ógleyman-
leg skemmtun. Söguþráðurinn er stór-
skemmtilegur og soul-tónlistin frábær.
Ein af betri myndum Alans Parker. -ÍS
LAUGARÁSBÍÓ
Sími: 32075
Glæpagengi ★★
Kraftlitil saga og leikstjórn en hugmyndin
er ágæt og leikarar lausir við stjörnu-
stæla. Góðir sprettir ínn á milli. -GE
Barton Fink ★★
Coen-bræður standa sig ekki i sögusköp-
uninni og gerast klisjumenn í fyrsta skipt-
ið. Frábærar persónur og leikendur bjarga
málunum. -GE
Prakkarinn 2 ★★
Litið vit en nokkuð gaman að tveimur
pottormum í vígahug. Betri en sú fyrsta.
-GE
REGNBOGINN
Sími: 19000
Bakslag ★★
Tryllir sem spillir of mikilli orku vegna fjar-
stæðukenndrar sögu. Á góða spretti og
Litgow er furðugott fól en Mulcahy held-
urafturafsérístilnum. -GE
Morðdeildin ★★
Vel skrifuð lögreglusaga en óljóst hvar
áherslurnar liggja, endar snögglega, rétt
áður en hún virðist vera að taka flugið.
-GE
Náin kynni ★
Margtuggið videofóður um símavændi
og morðingja meðsáralitlu athyglisverðu.
-GE
Fjörkálfar ★★
Gamanið er bráðfyndið en tilveru-
kreppudramatíkin einum of formúlu-
kennd. Gerilsneydd en örugg afþreying.
-GE
Fuglastríðið í
Lumbruskógi ★★
Hugljúf teiknimynd fyrir börn. Það sem
gerir hana þó eftirsóknarverða er islensk
talsetning sem hefur heppnast sérlega
vel. -HK
SAGA-BÍÓ
Pími: 78900
enmgar annarra ★★'/.
Danny De Vito fer á kostum í gaman-
mynd sem hnýtir i ofurbrask á sannfær-
andi og skemmtilegan en full rólegan
hátt. -GE
Benni og Birta
í Ástralíu ★★'/2
Góð teiknimynd frá Disney, líka fyrir full-
orðna. Frábærlega teiknuð með skemmti-
legum persónum. -GE
STJÖRNUBÍÓ
Sími: 16500
Bilun í beinni
útsendingu ★★*'/2
Heilsteypt kvikmynd frá Monthy Python,
leikstjóranum Terry Gilliam, raunsæ og
gamsöm i senn og ekki spillir frábær leik-
ur Jeffs Bridges og Robins Williams.
-HK
Tortímandinn ★★★
Áhættuatriðin eru frábær og tæknibrell-
urnar ótrúlega góðar. Bara að sagan og
persónurnar hefðu verið betur skrifaðar.
-GE
Börn náttúrunnar ★★★
Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum
með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur
gert góða kvikmynd þar sem mikiifeng-
legt landslag og góður leikur blandast
mannlegumsöguþræði. -HK
íþróttir helgarinnar:
Meistaramótið
í badminton
Það sem ber einna hæst í íþróttum
helgarinnar er meistaramót íslands
í badminton. Keppt verður í Laugar-
dalshöll og hefst keppni á laugardag
og sunnudag klukkan 10 fyrir há-
degi. Úrslitakeppnin í meistaraflokk-
um karla og kvenna hefjast eftir há-
degi á sunnudag.
í karlaflokki er Broddi Kristjáns-
son tahnn sigurstranglegur í einliða-
leik en íslandsmeistarinn frá því í
fyrra, Árni Þór Hallgrímsson, hefur
örugglega í hyggju að halda þeim
tith. Broddi hefur staðið sig geyshega
vel á mótum erlendis í vetur og verð-
ur fróðlegt að sjá hvort honum tekst
að endurheimta titihnn í einliðaleik
sem hann hefur oft unnið áður.
Hjá konunum er búist við hörku-
keppni og mun jafnari en hjá körlun-
um. Elsa Nielsen, sem varð íslands-
meistari í einhðaleik í fyrra, aðeins
16 ára gömul, verður eflaust í barátt-
unni um titihnn svo og Þórdís Edw-
ald sem er margfaldur íslandsmeist-
ari en hún var ekki með í fyrra vegna
þungunar.
Badminton er íþrótt sem á vaxandi
vinsældum að fagna og því er gott
tækifæri fyrir fólk að koma í Höllina
um helgina og sjá badminton eins og
þaðgeristbesthérálandi. -GH
Árni Þór Hallgrímsson og Elsa Nielsen urðu íslandsmeistarar í einliðaleik
karla og kvenna á meistaramótinu í fyrra. Það verður fróðlegt að sjá hvort
þeim tekst að verja titla sína í Laugardalshöll um helgina. DV-mynd GS
Ferðafélag íslands:
Vætta- og
þorrablótsferð
Ferðafélag islands efnir annað árið
í röð th vætta- og þorrablótsferðar
að Eyjafjöllum og í Mýrdal. Kveikjan
að ferðinni er Vættatal Áma Bjöms-
sonar sem kom út í fyrra en Árni
verður einmitt með í ferðinni sem
farin verður nú um helgina.
Brottfór er á laugardagsmorgun kl.
8 og verður gist í góðu yfirlæti í fé-
lagsheimihnu Skógum. Þórður Tóm-
asson, safnvörður í Skógum, verður
einnig með í fór hkt og í fyrra. Á ferð
um Eyjafjallasveit og Mýrdal er
margt sem hehlar, landslag er þar
stórbrotið og sveitimar ríkar af sög-
um og munnmælum um vættir sem
áttu að eiga sér dvalarstað í ghjum,
helhsskútum, dröngum, hólum og
jafnvel vötnum.
Margt er minnisstætt úr ferðinni í
fyrra og verður það riíjað upp en
einnig farið á nýjar slóðir. Má þar
nefna fingrafór draugsins Flóða-
labba, bústaði trölla og hið stórfeng-
lega Kaldaklifsgil.
Á laugardagskvöldinu verður
þorrablót og kvöldvaka Ferðafélags-
ins í félagsheimihnu Skógum. Þátt-
takendur hafa með sér þorramat sem
þeir leggja með sér á borð. Mikih
áhugi er á ferðinni og er nauðsynlegt
aö panta og taka farmiða sem allra
fyrst í dag.
Þeir sem ekki komast með í vætta-
og þorrablótsferðina eiga kost á að
taka þátt í fyrstu ferð af tíu þar sem
Ferðafélagið kynnir gamlar þjóðleið-
ir á Suðvesturlandi.
Slíkar ferðir verða famar einu
sinni í mánuði frá janúar og fram í
október. Sú fyrsta er nú á sunnudag-
inn og er farið kl. 11 frá Umferðar-
miðstöðinni, austan megin. Þá verð-
ur genginn Skipsstígur, gamla leiðin
sem lá úr Njarðvíkum th Grindavík-
ur. Ferðin er einnig farin í thefni
upphafs vetrarvertíðar samkvæmt
gömlu tímatah. Á sama tíma verður
í boði fjallganga. Heimkoma er um
kl. 15.30.
■»
Skógarfoss. Ferðafélagsfólk heldur þorrablótið i Félagsheimilinu Skógum.
DV-mynd E.J.
23
r
Körfubolti:
5 leikir
í Japis-deitd
Fímm leikír eru á dagskrá Jap-
is-deildarinnar í körfuknattleik
um helgina. í kvöld klukkan 20
er stórleikur I Njarðvfk en þá leika
beimamenn gegn Gríndavlk. Á
sunnudaginn klukkan 18 leika
Snæfell og IBK í Stykkishólmi
og klukkan 20 leika: Tindastóll-
Haukar, Valur-Skallagrímur og
KR-Þór. í 1. deíld karla eru tveir
leikir á laugardag klukkan 14,
Víkverji-ÍA og Höttur-UBK og á
sunnudag kl. 20 (R-Keilufélagið.
Handbolti:
Spennandi leikir
Þrír hörkuleikir fara fram í 1. deild
karla í handboltanum um helg-
ina. Á laugardag kl. 16.30 leika
Valur og KA að Hlíðarenda og á
sunnudagskvöld kl. 20 tekur ÍBV
á móti Víkingum og FH fær
Stjörnuna I heimsókn en Stjarn-
an er eina iiðið sem unnið hefur
FH-inga í vetur.
Borötennis:
Störmöt
í TBR húsi
Borðtennismót Coca Cola og
Víkings verður haldið í húsi TBR
á sunnudaginn. Keppni hefst
klukkan 11 fyrir hádegi og sið-
ustu leikirnir hefjast klukkan 17.
Keppt verður I punktakeppni og
I tvíliðaleik, tvenndarleik og eldri
flokki karla.
Ferðir
Ferðafélag íslands
Ferðaáætlun Ferðafélags íslands
er komin út. í henni er að finna
ahar upplýsingar um ferðir þess
og einnig Ferðafélags Akureyrar
og Ferðafélags Fljótsdalshéraös.
Ferðimar skiptast í dags- og
kvöldferðir, helgarferðir og sum-
arleyfisferðir. í miðopnu eru kort
af tveimur vinsælum gönguleið-
um milh sæluhúsa Ferðafélags-
ins. Nýjung í áætluninni er merk-
ingar við sumarleyfisferðir sem
gefa til kynna hversu erfiö eða
auðveld ferð er. í hverri ferð er
staðkunnugur fararstjóri. Kynn-
ið ykkur ferðaáætlunina, hringið
á skrifstofuna og leitið upplýs-
inga.
Útivist
Á kyndhmessu, sem er á sunnu-
dag, hófst vetrarvertíð á tímum
árabátanna. Th að minna á það
mun Útivist ganga eina af sírnnn
árlegu verleiöagöngum. í þetta
sinn verður gengið frá Kálfatjöm
í Hólmabúðir undir Stapa. Heim-
sóttar verða verstöðvar á leið-
inni. Farið er frá BSÍ kl. 13 og
stansað á Kópavogshálsi, viö Ás-
garð í Garðabæ og Sjóminjasafnið
í Hafnarfirði. Að Kálfatjöm er
komið kl. 13.45. Frítt fyrir 15 ára
og yngri í fylgd með fullorðnum.
Náttúruverndarfélag Suð-
vesturlands
Á morgun, laugardag, kynnir
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands nýja ferðaröð sem hefst 15.
febrúar. Það verður gert með þvi
að ganga frá Nomæna húsinu kl.
13.30 niður í Grófina i fylgd fróðra
manna. Að því loknu gefst kostur
á að fara í stutta náttúruskoöun-
arferð út á Kollatjörð ef veður
leyfir. í sjóferðina verður farið
frá Grófarbryggju kl. 15.30 með
farþegaskipinu Árnesi. Öhum er
heimil þátttaka. Frítt er í göngu-
ferðina en sjóferðin kostar 800 kr.