Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Page 1
Guðmundur Torfason fær frábæra dóma fyrir leik sinn með St. Mirren:
Hættur í landsliðinu?
Guðmundur Torfason hefur
fengið stórkostlega dóma fyrir síð-
ustu leiki sína með skoska liðinu
St. Mirren í skosku knattspym-
unni.
Guðmundur hefur skorað 6 mörk
í síðustu 3 leikjum hðsins og um
helgina skoraði hann mark St.
Mirren gegn Glasgow Rangers (sjá
bls. 25). Guðmundur var marka-
hæsti leikmaður St. Mirren síð-
ustu tvö keppnistímabil og er
markahæsti leikmaður hðsins í
dag.
Guðmundur skoraði þrennu gegn
Dundee United um síðustu helgi og
eftir leikinn kusu öh skosku og
ensku dagblöðin hann leikmann
umferðarinnar og gáfu honum 9 í
einkunn af 10 mögulegum. Eitt
skosku blaðanna, Daily Record,
setti í fyrirsögn yfir þvera opnu
blaðsins: „Guni’s show at Love
Street" en Love Street er heima-
vöhur St. Mirren.
„Þetta hefur gengið mjög vel hjá
mér í síðustu leikjum og ég er í
betri æfingu en áður á mínum ferh
sem knattspymumaður. Ég hef átt
þijú mjög góð ár hjá St. Mirren en
það breytir því ekki að ég vh fara
frá félaginu," sagði Guðmundur í
samtah við DV í gær.
Forráðamenn St. Mirren viija
ekki selja Guðmund en hann er á
söluhsta. Hafa þeir setí mjög hátt
verð á hann og freista þess að halda
áhugasömum félögum 1 fjarlægð.
Þau félög, sem gert hafa thboð í
Guðmund, era Sunderland og Mot-
herweh og Hibemian hefur einnig
sýnt áhuga. Þá hafði Manchester
United mikinn áhuga á sínum tíma
og hefur Guðmundur verið að sýna
mun meira í leikjum St. Mirren að
imdanfómu en þegar United hafði
sem mestan áhuga á að krækja í
hann.
„Reikna ekki með að
leika fleiri landsleiki"
Miklar líkur era á því að ferhl Guð-
mundar með íslenska landshðinu sé
á enda runninn: „Ég reikna fastlega
með því að hafa leikið minn síðasta
landsleik. Ég ætla í framtíðinni að
einheita mér að mínu félagshði,
hvaða hð sem það nú verður," sagði
Guðmundur Torfason f gær en hann
á að baki 26 landsleiki með A-hði ís-
lands. -SK
Sund:
Tvömet
Arnþórs
Amþór Ragnarsson úr Sundfé-
lagi Hafnarfjarðar setti tvö glæsi-
leg íslandsmet í sundi á móti í
Rostock í Þýskalandi um helg-
ina.
Arnþór setti íslandsmet í 100
metra bringusundi, synti á 1:04,78
mínútum en gamla metið var
1:05,66 mín. Arnþór var ekki bú-
inn að segja sitt síðasta því hann
sló einnig metið í 200 metra
bringusundi, synti á 2:21,70 mín
en gamla metið var 2:23,61 mín.
Amþór, sem dvahð hefur í Dan-
mörku undanfarin tvö ár, við
æfingar og keppni hefur ákveðið
að koma heim og taka upp þráð-
inn að nýju hjá félagi sínu í Hafn-
arfirði. Þar mun hann æfa undir
stjóm Friðriks Ólafssonar og
reyna við ólympíulágmörkin fyr-
ir Barcelona í sumar.
Efdr íslandsmetin um helgina
er Amþór nálægt lágmörkunum
og með góðri ástundun ætti hann
að ná þeim áður.
-JKS
Handknattleikur:
Ingi Rafn
er úr leik
Enn verða Valsmenn fyrir áfalh
í handboltanum og nú er Ijóst að
einn efnhegasti leikmaður hðs-
ins, Ingi Rafn Jónsson, mun ekki
leika meira með Val á þessu
keppnistímabih. Ingi Rafn er með
shtið krossband í hné og fer í
uppskurð á föstudag.
Annar leikmaður Vals er ný-
kominn af skurðarborðinu, Júl-
íus Gunnarsson, en hann var
skorinn upp á fimmtudaginn með
shtin krossbönd í hné. Brynjar
Harðarson er einnig frá og leikur
líklega ekki meira meö Val á yfir-
standandi tímabih. Jakob Sig-
urðsson er óðum að ná sér eftir
langvarandi meiðsh. Hann lék á
dögunum með B-hði Vals og skor-
aði ll mörk. Og hnéð stóðst átök-
in. Ólíklegt er að Jakob leiki með
Val fyrir B-keppnina í Austur-
ríki.
-SK
Vetrarólympíuleikarnir voru settir með pompi og pragt á iaugardaginn í Aibertviile í Frakk-
landi og keppni hófst sama dag. Óvænt úrslit urðu í þremur greinum um heigina. Þar á meðai í
brunkeppninni þar sem Patrick Ortlieb frá Austurríki vann nauman sigur. Ortlieb sést hér á myndinni
á flugi í bruninu en keppendur þeir er fóru hraðast yfir náðu allt að 140 km hraða. Nánar er fjallað
um ólympíuleikana í Albertville á bis. 24, 28, 29, 32, og 33.
Símamynd Reuter