Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1992, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1992.
33
íþróttir
Hér sjást stúlkurnar þrjár sem fyrstar komu í mark í 15 km göngu kvenna í gær en það var fyrsta keppnisgreinin á vetrarleikunum í Albertville. I miðjunni
er sigurvegarinn, Lyubova Egerova frá Samveldinu, til hægri er landa hennar Elena Vialbe sem vann silfurverðlaunin og til vinstri er finnska stúlkan
Marjut Lukkarinen sem vann bronsverðlaunin. Símamynd Reuter
15 km ganga kvenna:
„Vissi ekki hvað
égvaraðgera
- sagði Lyubova Egerova frá Samveldinu sem vann fyrsta gullið 1 AlbertviUe
„Síðustu fimm kílómetramir voru
virkilega erfiðir. Ég vissi ekki hvað
ég var að gera á lokasprettinum, svo
þreytt var ég orðin,“ sagði Lyubov
Egerova frá samveldi fyrrum Sovét-
lýðvelda eftir sigurinn í fyrstu
keppnisgreininni á vetrarólympíu-
leikunum í Albertviile í Frakklandi
í gær. Þar með var Egerova fyrsti
keppandinn til að vinna gullverðlaun
á leikunum.
Sigur Egerova var mjög öruggur
því hún kom tæpri mínútu í mark á
undan hjúkrunarkonunni Maijut
Lukkarinen frá Finnlandi. Elena
Vialbe frá Samveldinu kom þriðja í
mark en hún er heimsmeistari í
greininni.
Egerova, sem er 25 ára gömul frá
Pétursborg, hafði mikla yfirburði í
göngunni en hún var í fyrsta sæti frá
upphafi til enda. Margar af frægustu
kvennagöngukonum heimsins tóku
þátt í göngunni en þær eru nokkuð
komnar til ára sinna en stóðu sig
engu að síður mjög vel. Má þar nefna
Mariu Kirvesniemi frá Finnlandi
sem lenti í sjötta sæti og Raisu Smet-
aninu ffá Samveldinu en fjórða sætið
féll í hennar hlut.
-JKS
var beðið með nuknh etfirvæntmgu 1 gær og hann brast ekki vonum
aðdáenda sinna. Komst alla leiðina í mark en það var meira en margt
Aö vísu varö Gueye í 45. sæti af 45 keppendum sem kláruðu brautina
verið þeirra vinna í fleiri ár,“ sagði Lamine Gueye.
Jafntefli í sól og hita
gegn Blau Weiss Berlín
„Eg var bara nokkuð ánægður
með leikinn gegn þýska hðinu Blau
Weiss Berlín. Ég er að þreifa mig
áfram með Uðið en í þessum leik
stillti ég upp einum leikmanni
frammi, fhnm á miðjunni og fiórum
aftur og þaö gekk ágætlega," sagði
Ásgeir EUasson, landsUðsþjálfari í
knattspymu, í samtaU við DV en á
laugardaginn var lék íslenska
landsUðið gegn þýska 2. deildar Uð-
inu Blau Weiss Berlín og gerði jafn-
tefli, 1-1.
Mark íslendinga var sjálfsmark
en Þjóðverjar jöfnuðu þegar
skammt var til leiksloka úr skyndi-
upphlaupi. íslenska Uðið var mun
meira með knöttinn en tókst ekki
að skapa sér mörg tækifæri.
Ásgeir sagðist vera ánægður með
ferðina og hún myndi skila sér þeg-
ar fram í sækti. Það væri komin
þreyta í mannskapinn enda hefðu
æfingar verið stífar. Veður hefur
leikið við Uðið, 15-20 stiga hiti og
bjartviðri.
í dag leikur íslenska landsUðið
við Möltubúa en Uðið er væntan-
legt heim til íslands annað kvöld.
-JKS
ALBERTVILLE 92
999
Verðlaunaafhendingin
var einstök
Þjóðverjar unmi; tvöfaldan sigur
í 3000 metra skautahlaupi kvenna
í AlbertvUle í gær. Gunda Nie-
mann vann guU og Heike
Warnicke silfur. Þær stöUur
sögðu eftir verðlaunaafhending-
una að hún hefði verið einstök.
„Að standa á pallinum, horfa á
þýska fánann og hlýða á þjóð-
sönginn var sérstök tilfinning.
Það ýtir undir tilfinningu okkar
aUar þær breytingar sem orðið
hafa í Þýskalandi. Þær eru af
hinu góða,“ sögðu þær stöllur við
fréttamenn.
Eiga ekki krónu
með gati
Þátttakendur frá Samveldinu á
ólympíuleikunum eiga í orðsins
fyUstu merkingu ekki krónu með
gati. Þeir verða að láta sér nægja
að horfa inn um búðarglugga,
ekki geta þeir keypt vaming sem
í boði er svo sem minjagripi því
engir peningar eru til. Nokkrir
þeirra sögðu við fréttamenn að
ástandið heima fyrir væri svo
bágt að fáir heföu getað veitt sér
þann munað að hafa vasapening
með sér að heiman. Fólk almennt
var farið að taka eftir þessu í gær
og gaf íþróttafólkinu pening.
Fimm verðlaun á
fyrsta keppnisdegi
Austurríkismenn byrjuðu meö
miklum látum á fyrsta keppnis-
degi vetrarólympíuleikana í gær.
Austurríkismenn unnu fimm
verðlaunapeninga og varð að
vonum kátína í herbúðum þeirra.
Austurrískir ferðamenn voru á
ferðinni langt fram eftir nóttu og
fógnuðu þessari óskabyrjun með
viðeigandi hætti.
Kostnaður við leikana
kominn í 110 milljarða
Kostnaður við vetrarólympíu-
leikana í AlbertviUe er kominn í
110 miUjarða íslenskra króna.
Frakkar hafa ekkert sparað til
gera þessa leika að þeim eftir-
minnÚegustu í sögunni. Raddir
heyrast að of miklu hafi verið
spreðað og segja jafnvel að kostn-
aður kunni að hækka enn.
„Tók alltof
mikla áhættu“
Það voru margir sem spáðu Paul
Accola frá Sviss sigri í brun-
keppninni í gær en annað átti
eftir aö koma daginn. „Ég tók aUt
of mikla áhættu í brunkeppninni
með þeim afleiðingum að ég
keyrði út úr brautinni. Á ólymp-
íuleikum gUda aUt önnur lög-
mál,“ sagði Accola eftir keppnina
í gær en hann hefur forystuna í
heimsbikarkeppninni.
öll pressan var
á Heinzer qg Accola
„ÖU pressan var á Heizner og
Áccola og það varð þeim að falU.
Svissneska þjóðin og fjölmiðlar
kröfðust þess að annar þeirra
myndi sigra en þeir voru tílbúnir
standa undir þessum kröfum,“
sagði Patrick OrtUeb sem sigraði
í bruninu í gær. Þess má geta að
OrtUeb hefur aldrei unniö grein
í heimsbUcarkeppni.
mmmá