Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. MARS 1992. 15 Nýsköpun fortíðarvanda „Alvarlegast er að framlög til menntamála eru skert... segir m.a. i greininni. Eins og fyrri ríkisstjómir hefur ríkisstjóm Davíös Oddssonar gert bæöi góða og slæma hluti. Það er jákvætt að hún hefur tekist á við margan fortíðarvandann af festu, svo sem sóun fjármagns í gegn um hina og þessa sjóðina. Ríkisstjórnin ætlar sér að hætta að reka ríkissjóð með halla og er það vel. Fjárlagafrumvarp það sem var til fyrstu umræðu á Alþingi í vetur var gott, þó vitanlega hafi mátt finna að ýmsu. En svo fór að versna í því. Fát og fum Byggingu álvers var frestað, ný þjóðhagsspá sá dagsins ljós og í framhaldi af því jókst áætlaður halli ríkissjóðs árið 1992. í stað þess að bregðast við þessum aukna vanda með köldu höfði og hlýju hjarta greip um sig fát í ríkisstjórn- inni. Ráðherramir komu bara auga á eina lausn, að skera meira niður, og var það gert af kappi en ekki forsjá. Ef þessi síðasti „flati niðurskurð- ur“ verður að veruleika er hér ver- ið að búa til fortíðarvanda fyrir framtíðar ríkisstjómir og þjóðina alla. Alvarlegast er að framlög til menntamála em skert, og koma efri deildir gmnnskóla einna verst út úr því. Hagræðing, niðurskurður og tilfærska útgjalda Þegar útgjöld em skorin niður í málaflokki getur það komið fram á KjaUarinn Snjólfur Ólafsson dósent við Háskóla íslands þijá vegu: sem hagræðing, sem nið- urskurður eða sem tilfærsla á út- gjöldum. Með hagræðingu er unnt að ná sama eða svipuðum árangri og áður en með minni tilkostnaði, en mikil hagræðing er möguleg í sjávarútvegi, landbúnaði og heil- brigðiskerfinu. Niðurskurður hefur í for með sér minni eða verri árangur. í skóla- kerfinu er ómögulegt að hagræða svo neinu nemi þó vissulega séu til einstaka undantekningar. Þess vegna leiðir lækkun framlaga til skólamála óhjákvæmilega til verra skólakerfis, og verra skólakerfi leiðir óhjákvæmilega til margs konar vanda í nútíð og framtíð sem þá mun verða kallaður „fortíðar- vandi“ og tengdur ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar og menntamálaráð- herra hans. Síðasti „flati niðm-skurðurinn" felst minnst í hagræðingu en að mestu í niðurskurði og tilfærslu á útgjöldum. Niðurskurður á einum stað mun leiða af sér aukin útgjöld annars staðar, svo ríkisútgjöldin á árinu verða örugglega meiri en íjárlög segja til um. Til dæmis munu atvinnuleysisbætur verða hærri en ráðgert er ef staðið verður fast við flata niðurskurðinn. Háskólinn sem dæmi í fjárlögum fyrir 1992 renna 1431 milljón kr. til Háskólans en til sam- anburðar eru „Beinar greiðslur til bænda“ 1475 milljónir kr. Með ýmsum hagræðingaraðgerðum í Háskólanum er tahð að spara megi 30-40 milljónir. Þá þarf að spara yfir 100 milljónir í viðbót og þaö hggur ljóst fyrir að það verður að- eins gert það með því að fella niður námskeið. - Fyrst verður reynt að fækka valnámskeiðum svo að það verður nánast ekkert val hjá þeim nemum sem stunda nám við há- skólann. Þetta dugar hins vegar skammt. Ef það á að gefa öllum háskólanem- um tækifæri til að ljúka námi sínu þá eru ekki til peningar til að halda nein námskeið fyrir fyrsta árs nema. Því ættu þeir sem stefna á háskólanám á hausti komanda að fara að kynna sér námsmöguleika erlendis (og á Akureyri). Hvar er kjarkurinn? Ráðherrar okkar hafa sýnt mik- inn kjark síðustu mánuði, t.d. við að skera niður barnabætur og hækka greiðslur fyrir lyf og hafa staðist þrýsting um að bjarga rækjuvinnslunni með fiárframlög- um. En hafa þeir kjark til að leið- rétta eigin mistök áður en þau valda stórfehdu tjóni? Það geta þeir með því að samþykkja fiáraukalög fyrir 1992 þar sem framlög til . menntamála verða aukin. Áætlaður niðurskurður hefur nú þegar valdið skaða, en alvarlegustu afleiðingamar verða fyrst staðfest- ar þegar námsskipulag næsta vetr- ar verður ákveðið, 1 gmnnskólum, framhaldskólum og skólum á há- skólastigi. Snjólfur Ólafsson „ ... verraskólakerfileiðiróhjá- kvæmilega til margs konar vanda í nútíð og framtíð sem þá mun verða kallaður „fortíðarvandi“ ogtengdur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og menntamálaráðherra hans.“ 0. Grímsson og skuldir Þjóðviljans Ólafur Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Ætlar Ólafur Ragnar að láta ríkið borga tapið af Þjóðviljanum?“ spyr Ámundi í grein sinni. Flestir stjómmálamenn temja sér vissar siðareglur. Sumir em þó ekki vandir á meðuhn, svo fremi þeir geti slæmt höggi á póhtíska andstæðinga. Svo er Guði fyrir aö þakka að hér á landi eru þeir fáir. En þeir eru þó th. Skítlegt eðli Ólafur Ragnar hefur síðustu árin reynt að leika hinn ábyrga og mál- efnalega stjómmálamann. Um skeið tókst honum það nokkuð bærhega. Upp á síðkastið hefur það hins vegar gerst æ oftar að hann hefur misst niður ruhuna, gervið hrynur og eftir stendur póhtíkus sem notar sóðalegt orðbragð og aðferðir sem eru vægast sagt ekki við hæfi bama. Mörgum er í fersku minni sjón- varpsþáttur frá hðnu ári sem fiah- aði um utanríkismál. Ólafur Ragn- ar lét sig ekki muna um að veitast að fiarstöddum fyrrverandi flokks- bróður sínum, Þresti Ólafssyni, og- ásaka hann um að hafa sett KRON á hausinn. Þröstur gat eðhlega ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þarna braut formaður Alþýðubandalags- ins gróflega þá óslú-áðu reglu í ís- lenskum stjómmálum að veitast ekki að fiarstöddum manni. Smekkur formanns Alþýöu- bandalagsins í orðavah um aðra þingmenn er líka á ahra vitorði eftir síðustu sýningar hans í þeim efnum. Það er afar sjaldgæft að for- seti Alþingis þurfi að víta þing- menn fyrir ósæmhegt orðbragð. Á yfirstandandi þingi hefur Salóme Þorkelsdóttir þingforseti tvívegis KjaUarinn Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins þurft að víta þingmann fyrir sóða- hátt í orðum. í bæði skiptin var um sama þing- mann að ræöa. Það var hinn ábyrgi og málefnalegi stjómmálaforingi, Ó. Grímsson. Öh þjóðin var vitni að því þegar Ólafur Ragnar lýsti forsætisráð- herra með þeim orðum að hann hefði „skítlegt eðh“. Oröbragð af þessu tagi hefur ekki heyrst áður í sölum Alþingis og er þó í hópi þingmanna að finna margan orð- hákinn. í fullri vinsemd og virð- ingu þá varö Ólafur Ragnar flokki sínum th skammar með þessari framkomu. Skuldbindingar flokksins Andlát Þjóðvhjans fyrr á þessu ári kom minna á óvart en dauði Stalíns á sínum tíma. Bæði voru orðin að sögulegri skekkju. Öhu fréttnæmara þótti að blaðið skhdi eftir sig skuldir sem munu vera talsvert yfir eitt hundrað milljónir króna. Nú fyrir skömmu gerðist það svo að formaður Alþýðubandalagsins lét faha orð er gefa thefni th að skoða þann þátt í ferh hins ábyrga stjómmálamanns sem lýtur að skuldum Þjóðvhjans. Á sínum tíma var mikh björgun- aræfing sett í gang th að tryggja útkomu Þjóðvfijans þar sem Lands- bankinn útvegaði bjarghringinn. Alþýðubandalagið gekkst í ábyrgð gagnvart bankanum fyrir öhum skuldum blaðsins. Þegar Þjóðvhjinn svo geispaði golunni kom fáum th hugar að fyrr- verandi fiármálaráðherra teldi það koma th greina að láta skattborgar- ann taka á sig tapið á Þjóðvhjanum. Slíkt væri bókstaflega í andstöðu við aht það sem formaður Alþýðu- bandalagsins hefur prédikað, ekki síst langar ræður hans um hreiri- leika í stjómmálum og ráðdeild í ríkisrekstri. Sjálfur hefði Ólafur Ragnar með- an hann var upp á sitt besta kahað það póhtí ska spillingu af versta tagi ef einn stjómmálaflokkur hefði notaö ítök sín í bankaráði th að fá rekstrarlán fyrir málgagn flokks- ins og síðan látið lánið faha á bank- ann og þar með skattborgarana. Hann hefði bent á að slíkum flokki væri aldrei að treysta. En hvað er nú að gerast? Ótrúleg staðhæfing Sunnudaginn 2. febrúar er for- maður Alþýðubandalagsins spurð- ur í Morgunblaðinu hvemig verði með greiðslur thtekins láns Þjóð- vhjans. Og formaöurinn svarar: „Ég skal ekkert segja á þessu stigi hvað verður um það en það átti ekki að koma th greiðslna á þeim fyrr en eftir tvö ár.“ Þetta er ótrúleg staðhæfing. Sam- kvæmt henni er formaður Alþýðu- bandalagsins einfaldlega ekki bú- inn að gera það upp við sig hvort hann ætlar fyrir hönd flokksins að standa við skuldbindingar sínar við bankann. Hann er ekki viss! Er þá undirskrift Alþýðubanda- lagsins einskis virði? Ætlar Ólafur Ragnar að láta ríkið borga tapið af Þjóðvhjanum? Því verður ekki trúað fyrr en í fuha hnefana. Svarið hlýtur að vera neikvætt því formaður stjóm- málaflokks, sem ætlaði með þess- um hætti að láta skattborgara greiða óráðsíu flokksins, ætti sér aldrei viðreisnar von í stjómmál- um. Aldrei nokkum tímann! Ámundi Ámundason „Sjálfur heföi Ólafur Ragnar meðan hann var upp á sitt besta kallað það pólitíska spillingu af versta tagi ef einn stjómmálaflokkur hefði notað ítök sín í bankaráði til að fá rekstrarlán fyrir málgagn flokksins...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.