Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 2. MARS 1992. Afrnæli Steingrímur Skagfjörð Felixson Steingrímur Skagfjörö Felixson, starfsmaður Búnaðarbanka íslands, Espigerði 4, Reykjavík, er sextugur ídag. Starfsferill Steingrímur fæddist að Halldórs- stöðum í Seyluhreppi í Skagafirði en ólst upp í Húsey í Vallhólma. Hann stundaði nám við Bændaskól- ann á Hólum og lauk þaðan prófi 1949 og lauk vélskólaprófi í Vest- mannaeyjum 1949. Steingrímur var vélstjóri á vertíð- arbátum frá Eyjum og víðar til 1951. Hann flutti þá til Akureyrar þar sem hann var á togaranum Harðbak 1951-52 og stundaði síðan viðgerðir á þungavinnuvélum hjá Magnúsi Árnasyni 1952-55. Þá flutti Steingrímur að Sunnu- hlíð við Varmahlíð í Skagafirði þar sem hann gerði út þungavinnuvélar til vega- og hafnargerðar, starfrækti garðyrkjustöð og stundaði hótel- rekstur. Steingrímur flutti til Reykjavíkur 1968. Hann var þar verktaki og síðar verkstjóri hjá verktökum auk þess sem hann var vélstjóri hjá Eimskip um árabil. Síðustu árin hefur Stein- grímur unnið hjá Búnaðarbanka Islands í Austurstræti. Fjölskylda Steingrímur kvæntist24.8.1952 Dönu Amar Sigurvinsdóttur, f. 26.5. 1933, húsmóður. Hún dóttir Kjart- ans Pálmasonar frá Breiðabóli í Skálavík í ísafjarðarsýslu sem drukknaði 1933, og Ambjargar Magnúsdóttur frá Siglufirði sem nú er búsett 1 Vestmannaeyjum. Dana ólst upp hjá fósturforeldr- um, þeim Friðbimi Jónassyni, smið að Þrastastöðum í Hofshreppi á Höfðaströnd, og Sigriöi Halldórs- dótturljósmóður. Börn Steingríms og Dönu em drengur, f. 31.5.1951, d. 1.6.1951; Friðbjöm Öm, f. 27.4.1952, kennari, kvæntur Kristínu Björk Guð- mundsdóttur kennara og eiga þau þijá syni, Ragnar, Amar Stein og Sigurvin; Sigurður Skagfjörð, f. 20.8. 1954, lögreglumaður, kvæntur Björgu Jóhannesdóttur lögreglu- konu og eiga þau tvær dætur, Sól- veigu Hlín og Maríu Lind auk þess sem Sigurður á son frá fyrrv. sam- búð, Helga Snæ; Gréta Sigríður, f. 29.6.1959, sjúkraliði, gift Kristjáni Guðmundssym smið og eiga þau tvö börn, Guðmund Daða og Yrju Dögg; Ingibjörg Jóna, f. 15.10.1963, d. 1.6. 1968; Inga Sólveig, f. 14.2.1971, nemi og er sambýlismaður hennar Guð- mundur H. Bragason rafeindavirki. Systkini Steingríms era Gísh Indr- iði, f. 12.6.1930, kennari og rekstrar- stjóri hjá Vegagerð ríkisins á Sauð- árkróki, kvæntur Erlu Einarsdóttur kennara og eiga þau þijú böm; Jósa- fat Vilhjálmur, f. 23.5.1934, b. í Hús- ey, kvæntur Indu Indriðadóttur, símstöðvarsfjóra í Varmahlíð og eiga þau tvo syni; Guðbjörg Guðrún, f. 1.1.1937, húsfreyja að Daufá í Skagafirði, var gift Valgeir Guðjóns- syni sem lést 1981 og eru böm þeirra fjögur; Sólveig, f. 7.3.1938, gift Guð- mundi Gunnarssyni, fyrrv. b. á Höskuldsstöðum í Skagafirði, nú búsett í Kópavogi og eiga þau átta börn. Foreldrar Steingríms vom Fehx Jósafatsson, f. 14.1.1904, d. 21.2.1974, b. kennari og skólastjóri í Húsey í Skagafirði, og Efemía Gísladóttir, f. 4.3.1902, d. 27.1.1980, húsfreyja. Ætt Felix var sonur Jósafats, b. í Krossanesií Seyluhreppi, Guð- mundssonar, vinnumanns á Haf- steinsstöðum, Sigurðssonar snar- fara. Móðir Guðmundar var Ólöf Gunnlaugsdóttir, b. á Fremri-Svart- árdal, Magnússonar. Móðir Jósafats var Anna Helgadóttir Guðmunds- sonar. Móðir Felix var Ingibjörg Jóhannsdóttir, vinnumanns á Keld- um í Hofshreppi, Ólafssonar. Efemía var dóttir Gísla, b. á Hah- dórsstöðum í Langholti, Benedikts- sonar, b. að Syðra-Skörðugih, Kristjánssonar. Móðir Gísla var Ingibjörg Einarsdóttir, b. á Krossa- nesi, Magnússonar, prests í Glaumbæ, Magnússonar. Móðir Einars var Sigríður Hahdórsdóttir Vídalín á Reynistað. Móðir Ingi- bjargar var Efemía, systir Konráðs Fjölnismanns. Efemía var dóttir Gísla sagnfræðings Konráðssonar. Móðir Efemíu í Húsey var Ingi- Steingrímur Skagfjörð Felixson. björg Björnsdóttir, b. í Stóru-Seylu, Finnssonar, b. í Brekkukoti, Finns- sonar, b. í Keldudal, Arasonar. Móð- ir Ingibjargar var Salome Jónas- dóttir, b. í Geldingaholti, Einarsson- ar, b. í Holtskoti, Jónssonar. Móðir Salome var Arnfríður Ámadóttir, b. á Stóru-Seylu, Ámasonar. Steingrímur verður að heiman á afmæhsdaginn. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferö með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegí 160, síml 68-77-02. Óskar M. B. Jónsson, Skálagerði 13, Reykjavík. Ahna G. Norðfjörð, Skipasundi 27, ReyKjavík. 60 ára ir. Fannafold 22, Reykjavík. Maður hennar er Jón Húnfjörð Jónasson. Helga veröur heíma á aftnælisdag- inn og hefur heitt á könnunni. 70 ára Herbert Jónsson, Hafnarbraut 54b, Neskaupstaö. Bjarni J. Einarsson, Hjallalandi 25, Reykjavík. Sól veig Jónsdóttir, Fannafold 73, Reykjavík. ælið 2. mars Páh'na Haraldsdóttir, : Miðtúni5, Seyöisfirði. Eiríkur Sigurjónsson, Miðengi 1, Selfossi. Guðlaug Br agadó ttir, Bala, Garðí. Rannveig Þórhallsdóttir, Bjarkarstíg2, Akureyri. Númi Geirmundsson, Rjúpufelh 25, Reykjavík. Gunnar Guðnason, Hæðargarði 52, Reykjavík. Sigurður Ingi Hahdórsson, Langagerði 62, Reykjavík. Kristrún Gísladóttir, Strembugötu 23, Vestmannaeyj um, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Aflagranda 41, Reykjavík. Kristín Á. Claessen, Fljótaseli 31, Reykjavlk. Sigurjón Jónasson WfllA - RED SENSATION - Gleymdu öllu sem þú hefur lært um rauða háriitun! Hér er nýtt hugtak - RED SENSATION - sem er sniðið að séreiglnleikum rauðrar háriitunar. Ný sérstök uppskrift sem gefur hárinu mýkt og gljáa, og liturinn helst lengur í hárinu Þú getur valið um 7 frábæra litatóna af nýju KOLESTON 2000 Ifnunni. RED SENSATION BYLTING I HÁRALITUN! HANDHAFI ÞESSA KORTS ER VELKOMIN(N) A STOFUNA OKKAR ÞAR SEM VIÐ BJÓÐUM 500,- KRÓNA KYNNINGARAFSLÁTT AF ÞESSU FRÁBÆRA HÁRLITUNAREFNI Sigurjón Jónasson skrifstofumað- ur, Tjamarlöndum 18, Eghsstöðum, erfimmtugurídag. Starfsferill Sigurjón er fæddur að Hagaseli í Staðarsveit á Snæfehsnesi og ólst upp aö Neðra-Hóli í sömu sveit. Siguijón lærði th landsprófs hjá sr. Þorgrími V. Sigurðssyni á Staða- stað og tók utanskólapróf við Hér- aðsskólann í Reykholti í Borgarfirði 1961 oglauk Samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst tveimur ámm síðar. Hann var á námskeiði í Gmndtvigs Höjskole í Hhleröd í Danmörku sumarið 1966. Siguijón vann almenn störf th sjávar og sveita fyrir skólagöngu og eins á meðan á henni stóð. Haustið 1963 hóf hann störf í útibúi Búnað- arbankans á Egjlsstöðum og varð skrifstofustjóri þar ári síðar. Sigur- jón gegndi þeim starfa th 1976 en var gerður að útibússtjóra það ár og sinnti því starfi th 1990. Frá þeim tíma hefur hann verið innheimtu- stjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Sigurjón hefur tekið töluverðan þátt í félagsstörfum. Hann sat í Kjör- dæmissambandi framsóknarmanna á Austuriandi og í uppstihingar- nefndum sama flokks. Siguijón var ennfremur í stjóm Sambands ungra framsóknarmanna á Héraði og í blaðastjóm vikublaðsins Austra. Hann var varamaður í hreppsnefnd Eghsstaðahrepps og sem aðalmaður í tvö ár. Siguijón hefur verið í stjómum ýmissa annarra félaga og samtaka um lengri og skemmri tíma og auk þess endurskoðandi margra félagaogfyrirtækja. Siguijón er nú formaður sam- vinnufélagsins Búseta á Héraði og stjórnarformaður í Dyngjunni hf. á Egilsstöðum. Siguijón bjó að Hagaseli og síðar Neðra-Hóli til 1963, en báöir þessir staðir era í Staðarsveit, en að Tjarn- arlöndum 18 á Eghsstöðum frá þeim tíma. Fjölskylda Siguijón kvæntist 7.9.1967 Önnu ÓlöfuBjörgvinsdóttur, f. 6.12.1946, tölvuritara og húsmóöur. Foreldrar hennar: Björgvin Sigfinnsson og Aðalbjörg M. Kjerúlf, þau em bæði látin, þau vom bændur og bjuggu á Víðhæk, Skriðdal í Suður-Múla- sýslu. Böm Siguijóns og Önnu Ólafar: Björgvin Lindi, f. 30.4.1967, sjómað- ur, sambýliskona hans er Sólveig Pálina Stefánsdóttir húsmóðir. Þau era búsett á Eghsstöðum og eiga einn son, Sigurjón Kristin, f. 26.11. 1989; Elísa Berglind, f. 7.8.1971, skrifstofumaður og nemi, sambýhs- maður hennar er Sigurgeir Hrafn- kelsson verkamaður, þau em búsett á Eghsstöðum; Aðalbjörg Svandís, f. 15.6.1974, nemi, búsett í foreldra- húsum; Snærún Ósk, f. 7.7.1981; DroplaugHeiða.f. 19.10.1982. Systkini Siguijóns: Auður Jónas- dóttir, f. 31.12.1934, bóndi, maki Amór Kristjánsson, bóndi, þau em búsett að Eiði í Eyrarsveit á Snæ- Sigurjón Jónasson. fehsnesi og eiga fimm böm, EUsu Önnu, Óskar, Svein, Guðrúnu Lhju og Kára; Jónas Jónasson, f. 16.11. 1936 verkamaður, maki Anna Guð- jónsdóttir verkakona, þau em bú- sett að Dílahæð 9 í Borgarnesi og eiga þijú böm, Guðmund Kjartan, Guðjón og Elísabetu. Foreldar Siguijóns: Jónas Þjóð- bjömsson bóndi og Elísabet Kristó- fersdóttir húsfreyja en þau era bæöi látin, þau bjuggu að Hagaseh og síð- ar Neí)ri-Hól í Staöarsveit á Snæ- fehsnesi. Jónas var frá Neðra- Skarði í Leirá og Melasveit en Elísa- bet var frá Skjaldartröð á Hellnum áSnæfehsnesi. Siguijón tekur á móti gestum á heimih sínum á afmæUsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.