Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1992, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 2. MARS 1992. QUELLE - tískuheimur. 1300 blaðsíður með vöruúrval fyrír alla fjölskylduna. Alltþað nýjasta og ferskasta í fatnaði. Gæði og gott verð, þú færð mikið fyrir peningana. MADELEINE, 167 bls. tískutisti. Glæsilegur hátiskufatnaður fyrir konur sem velja aðeins það besta. Einstök gæði, einstakur fatnaður. Þú færð allar upplýsingar hjá umboðsaðila okkar. Kynnir nýja lista fyrir vor- og sumartímabilid 1992. í b/ómabúð Pottablóm 20-50% afsláttur Gjafavörur 20-50% afsláttur Fræ, 30-70% afsláttur Pottahlífar 20-50% afsláttur Kerti, 40% afsláttur Sjálfvökvandi ker 30-50% afsláttur Þurrkuð blóm og bast- vörur, 30-50% afsláttur - ... . Opíð kl. 10-19 mánudaga til laugardaga, UtSO/Unm sunnudaga kl 13-19 lýkur GARÐSHORN / rlnrt við Fossvogskirkjugarð 1 Udy Simi 40500 Pallar bf. Dalvegi 16 - 200 Kópavogur - Súnar 42322 - 641020 UTSALA 2.-8. mars 25% afsláttur Til sölu hitablásarar fyrir steinolíu, rafmagn og gas á góðu verði. Margar stærðir. Hagnýt lögfræði Viö uppsögn á starissamningi, hvort sem hann er skriflegur eöa ekki, koma oft upp ýmis vandamál eöa misskiiningur. Réttarstaða vinnuveit- enda við ólögmæta uppsögn starfsmanna Á miHi vinnuveitenda og starfsmanna gilda almenn- ir kj arasamningar sem ákvarðaðir og samþykktir eru af vinnuveitendum og launþegum. Við uppsögn á starfssamningi, hvort sem hann er skriflegur eða ekki, koma oft upp ýmis vandamál eða misskilningur. Skulum við nú skoða dæmi um slik vandamál. Þegar Jón Pálsson ræður sig í vinnu hjá Kjöthúsinu hf. gildir mn haxm og eigandann ákveðinn kjarasamn- ingur, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þessi kjara- samningur kveður á mn rétt Jóns um ýmis atriði og þar á meðal uppsagnarírest hans, ef hann vill hætta störfum. Þessi uppsagnarfrestur gildir lika gagn- kvæmt um eiganda Kjöthússins. Segjum svo að í þessum ákveðna kjarasamningi sé kveðið á mn að eftir að starfsmaður sé fastráðinn gildi þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Aðilar geta samið um annan uppsagnarfrest en hann má aldrei vera lak- ari en ákvæði kjarasamningsins segir tii um, td. 2 mánuðir í þessu tilfelli, en hann getur verið betri, þ.e. laimþega í vil. í þessu tilviki semja þeir ekki um neinn frekari upp- sagnarfrest og Jón byijar störf hinn l.mars 1990. Eftír 3ja mánaða starf er hann fastráöinn. Hinn 2. júní býöst Jóni betra starf og hærri laun en sá hængur er á að hann verður að byija strax til að fá starfið. Jón fer því strax til eiganda Kjöthússins sem við skulum kalla Guðmund og segist vilja hætta störfum strax. Guömundur, sem er með kjötvinnslu í öðru húsi og vinnur þar sjálfur, má alls ekki við því að missa Jón því hann er eini starfsmaöurinn í verslun hans. Jón verður full út í Guðmund og krefst þá sömu launa og honum voru boðin útí í bæ. Guðmundur neitar og segir þá vera nýbúna að semja um laun hans þegar hann var fastráöinn og hann geti ekki borgað honum meira. Hann muni hins vegar hækka í launum skv. almennum kjarasamningum og svo geti verið að hann fái frekari launahækkanir síðar. Jón vill ekki una þessu og telur sig eiga fullan rétt á því að hætta strax. Hinn S.júní fer svo Jón aö vinna hjá hinu nýja fyrirtæki. Þegar Jón hættir er Guðmundur ekki búinn að greiða honum laun fyrir maímánuð, sem eru 60 þúsund krón- ur, og ákveður Guðmundur að halda þeim eftír vegna þessara samningsrofa Jóns. Guðmundur lendir síðan í vandræðum með kjötvinnsluna þvi að hann verður nú að vinna bæði í búöinni á daginn og svo í kjöt- vinnslunni á kvöldin og um helgar þar til hann fær annan maxm í stað Jóns. Jón viU alls ekki una þvi að fá ekki launin sín og ákveður aö fara í mál við Guðmund. Krefst hann að fá greiddar 60 þúsund krónur auk áunnins orlofs fýxir þessa 3 mánuði sem hann vann fyrir Guðmund, svo og launa fyrir 4 daga í júní auk oriofs. Samtals gerir þetta 85 þúsund krónur. Guðmundur er ekki sáttur við þessa atiögu að sér og geiir gagnkröfu og krefst helmings launanna fyrir uppsagnartímann því að Jón hefði átt að vinna tíl 1. október skv. samningum en hætt án þess að vinna út uppsagnarfrestinn. Málalok í þessari deilu eru þau að Guðmundur vinn- ur málið þannig að Jóni er gert að greiða honum 90 þúsund krónur sem eru eins og hálfs mánaöar laun en frá því dregst sú fjárhæð sem Jón á inni hjá honum eða 85 þúsund krónur og þurftí Jón því aö greiöa 5 þúsund krónur til viðbótar, auk vaxta af þeirri fjárhæö svo og málskostnaö. Rökin fyrir þessum málalokum eru þau aö skv. kja- rasamningum eru báðir aðilar bundnir við uppsagn- arákvæðin - til þess eru þau. Hvorugur aðiliim getur upp á sitt eindæmi ákveðið að ganga fram hjá þeim án þess að verða bótaskyldur. En hví skyldi Guðmundi hafa verið dæmdar bætur, sérstaklega þar sem hann sýndi ekki fram á fjárhags- legt tjón? Mörg brot launþega á vinnusamningi eru oft þess eðlis að erfitt er fyrir vinnuveitanda að sanna fjárhags- legt tjón sitt. Hins vegar er viðurkennt að þeir verða fýrir tjóni; þeir þurfa að ráða í skyndi nýjan starfs- mann eða láta aðra starfsmenn sína vinna yfirvinnu, Umsjón ORATOR - félag lögfræðinema þeir þurfa sjálfir að grípa inn í, missa viðskiptavini, afgreiðslutími ýmissa vara lengist og margt fleira má tína til sem erfitt er að meta í krónutölu en er tjón og óhagræði samt sem áður. Dómaframkvæmd hefur öll verið í þá áttina aö vinnuveitanda eru dæmd helmingslaun uppsagnar- tímans samkvæmt samningum. Er það hugsað sem bætur að hluta fyrir það tjón sem vinnuveitandinn verður fyrir hvort sem hann sannar það tjón eða ekki og er þetta byggt m.a. á hjúalögunum nr. 22 frá 1928. Hefur vinnuveitendum verið talið heimilt að skulda- jafiia skaðabótakröfur sínar við launakröfur starfs- manna. Nauðsynlegt er fyrir starfsmann að segja starfi sínu lausu skriflega og beina uppsögn sinni til vinnuveit- anda sjálfs. Sé þetta ekki gert getur farið svo að upp- sögnin veröi ekki tekin gild frá þeim tíma sem starís- maðurinn taldi sig segja starfinu upp. í Hæstaréttar- dómi frá 1978 á bls. 120 kom fram að starfsmaður sagði starfi sínu lausu munnlega viö verksfjóra um mánaða- mótin ágúst/september. Ekki fyrr en 19. september fékk vinnuveitandinn staðfest frá starfsmanninum sjáifum að hann væri að hætta störfum. Hætti hann svo 20. september. Var uppsögn hans ekki talin gild fyrr en frá 19. september. Vinnuveitanda var tahð heimilt að halda eftir mánaðarlaunum hans. Sé uppsagnarfrestur lengri, Ld. 3 mánuðir, þá á vinnuveitandinn rétt á aö halda eftir mánaðarlaunum (ef þau hafa ekki verið útborguö) og einnig að krefja starfsmann um sem nemur hálfsmánaðarlaunum til viöbótar. Er það byggt á 25. gr. hjúalaganna sem eru í gildi enn í dag. Það sem á undan er sagt er allt háð þeim skilyrðum aö starfsmaður hafi fariö fyrirvaralaust úr stai^ eða án þess að vinna lögbundinn uppsagnarfrest sem er mismunandi eftír samningum. Hins vegar getur van- efhd vinnuveitanda verið þess eðlis aö hún heimili starfsmanni að slíta vinnusamningi fyrirvaralaust og er það mat dómara hverju sinni hvenær slíkt er heim- ilt. Telja veröur því meginreglu íslensks réttar að laun- þegi skuh bæta tjón sem hann veldur vinnuveitanda með ólögmætu brotthlaupi úr starfi. 25. gr. hjúalaga nr. 22 frá 1928 gerir ráð fyrir meðalhófsbótum, sé fjár- hæð tjóns ekki sönnuö, og er þar miðað við helming af kaupi fyrir þann tíma sem eftír var af uppsagnar- fresti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.