Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. Útlönd_________________ Hryggbrotin brúðurlésteftir 35 ár í garðSmint Sjötug ensk kona, Joan Abery, sem bjó í garðínum hjá sér í 35 ár eftir aö unnusti hennar hrygg- braut hana á brúökaupsdaginn, fannst látin um helgina. Konan haföi neitað að fara aftur inp í húsið sitt eftir að unnustlnn forsmáði hana í kirkjunni á sín- um tíma. Þess í stað byggði hún sér skýli úr trjáviði, greinum og skærlitum regnhlífúm í garðin- um og hafði bílsæti ein húsgagna. Hún hafði skilið við húsið óbreytt frá því sem það var dag- inn sem brúökaupið átti aö fara fram. Víkingartilsýn- IsiPariSjBerlín ogKöben Evrópuráðið og Norðurlanda- ráö ætla í sameiningu aö efha til vfkingasýningar 1 þremur borg- um Evrópu á þessu ári tll að sýna fram á áhrif víkinga á álfuna á árunum 800-1200. Sýningin mun gera grein fyrir ránsferðum víkinga, svo og frið- samlegum samskiptum þeirra við fjarlægar þjóðir, eins og austur- rómverska keisaradæmið, íbúa við Volgu o.fl. Sýndir verða mun- ir sem fundist hafa 1 Eistiandi, Þýskalandi, Lettlandi, Frakk- landi, á Norðurlöndum og víðar. Margrét Danadrottning opnar sýninguna þann 31. mars í París. Þaðan fer hún til Berlínar í haust og loks til Kaupmannahafnar. Breskirkynna skófatnaðúr fiskiroði Hópur breskra skóara hefur kynnt nýjustu skótískuna fyrir hina efnameiri og umhverfis- sinnuðu, nefnilega skó úr fiski- roði. Greint er frá skófatnaði þessum J breska blaðinu Times í dag og segir að þeir séu gerðir úr skosku laxaroði sem verkað er sam- kvæmt leynilegri aðferð til að styrkja það. Að sögn skóaranna eru skór úr roði ekki ósvipaðir snáka- skinnsskóra í útliti. Þeir ihuga nú að nota roðið af fleiri fiskteg- undum og hafa nefht þorsk og túnfisk sem álitiega kandídata. Sviðsetti mann- rán envarmeð elskhugunum Gift ensk kona, sem sviðsetti eigið mannrán til að geta eytt nóttunni með tveimur elskhug- um sínum, var dæmd í þriggja mánaöa skilorðshundiö fangelsi í gær fyrir að sóa tíma lögreglunn- ar. Lögreglan gerði dauðaleit að mannræningjunum eftir að kon- an, Caroline Mansfield, 28 ára, fannst kefiuð við brunnið flatóð af bíl eiginmannsins. Hún sagðí að sér hefði verið ramt og haldið í sólarhring. Síðar viðurkenndi hún aö hafa logiö til að fela fram- hjáhaldiö. Caroline og maöur hennar ætía að skilja. Nakinnsund- maðurferímál Sundraaður nokkur í Siberíu hefúr stefnt dagblaðinu í heimabæ sínum íýrir að birta nektarmynd af honum. Hann krefst um 100 þúsund króna í skaöabætur. Á myndinni er maðurinn aö búa sig undir að stinga sér til sunds niður um vök á ístiagðri á. Reuter og Rltzau DV Hroðalegar sögur af flöldamorðum í stríði Azera og Armena: Skjóta börn í höf uðið - sjónarvottar segja að víða megi sjá lík af myrtu fólki í Nagomo-Karabakh • Azerar á flótta frá Nagorno-Kara- bakh komu i gær með lík þriggja barna og sýndu þau fjölmiðlum. Börnin höfðu öll veriö skotin í höfuð- ið og segja Azerar að þetta séu dæmi um framgöngu Armena í héraðinu. Þaðan berast nú hroðalegar sögur af fjöldamorðum á óbreyttum borg- urum og segja Azerar í héraðinu að Armenar ætii að ganga af þeim öllum dauðum. Talið er að í það minnsta þúsund manns hafi látið lífið á átök- um þjóöarbrotanna á síðustu vikum. Þeir sem hafa hætt sér inn á átaka- svæðið segja að þar megi víða sjá lík fólks sem hefur verið myrt en enginn er til að sjá til þess að fólkið verði borið til grafar. Nagomo-Karabakh er hérað byggt að meirihluta Armenum en er landlukt í Azerbajdzan. Deilur hafa staðiö um héraðið áratugum saman en síðustu fjögur ár má segja að bar- dagar hafi vart legið niðri nema skamma hríð í senn. Sovétrítón sendu her á staðinn árið 1989 en nú, þegar þau era liðin undir lok, eru deildar meiningar meðal arftakanna í Samveldisríkjunum um hvort hættandi sé á að dragast inn í átötón á svæðinu. Her Samveldisins er enn á þessum slóðum en verið er að flytja hann á brott. Azerar saka herinn um að standa með Armenum. Armenar hafa gagnrýnt brottflutn- ing hersins og segja að án hans eigi Azerar alls kostar við Armena og að í kjölfar brottflutningsins fylgi fjöldamorö á Armenum. Armenar eru kristnir en Azerar islamar og náskyldir Tyrkjum. Azerar reyna allt til að vekja at- hygli umheimsins á ástandinu í byggðum þeirra. Þeir hafa safnað lík- um saman í moskum til að sanna sögur sínar um framferði Armena. Á einum stað mátti sjá 30 lík og voru þar á meðal mörg böm og ungmenni. Reuter Mörg börn eru meðal þeirra sem látið hafa lifið í átökum síðustu daga í Nagorno-Karabakh. Azerar segja að Armenar skjóti börnin i höfuðið og hafa sýnt illa útleikin lík því til sönnunar. Þessi lík voru fiutt í gær (rá Kholali til Agdam. Simamynd Reuter Aðstoð við Eystrasaltslönd Forsætisráðherrar Norðurlanda samþykktu á fundi, við upphaf 40. þings Norðurlandaráðs, í Helsintó í gær að veita rúmlega sjö milljarða króna aðstoð til Eystrasaltsríkjanna á næstu þremur árum. Ektó náðist aftur á móti eining um að stofna eig- inlegan fiárfestingarbanka fyrir Eystrasaltslöndin. í yfirlýsingu eftir fundinn lögðu forsætisráðherramir áherslu á að peningamir yrðu fyrst og fremst notaðir til að aðstoða lítil og meðal- stór fyrirtætó í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þá leggja ráöherramir áherslu á að veitt verði tækniaðstoð við að byggja upp fiármagnsstofnan- ir í löndunum þremur. Fjármálaráðherrar Norðurland- anna koma saman í Helsintó síðar í vikunni til að ákvarða nánar um fiár- festinguna. Forsætisráöherrarnir lögðu í gær fram bráðabirgðaskýrslu um hvern- ig samstarfi Norðurlanda skyldi háttað í framtíðinni, þar sem Svíar og Finnar hyggja á inngöngu í Evr- ópubandalagið. Þar segir að efla beri hlutverk forsætisráðherranna innan norræna samstarfsins og að þeir beri ábyrgð á pólitískri samvinnu land- anna. Þá er talað um að öryggis- og utanríkismál verði mitólvægur hluti samvinnunnar. Á fundi með fréttamönnum sagði Gro Harlem Brandtiand, forsætis- ráðherra Noregs, að aukið hlutverk forsætisráðherranna þyrfti ektó að þýða að dregið yrði úr hlutvertó þingmannanna í Norðurlandaráði. Þá upplýsti hún að Norðmenn tækju ákvörðim um það í nóvember hvort þeir sæktu um inngöngu í Evrópu- bandalagið. Ritzau Herskáir Serbar fiarlaigðu veg- og tveir særst þegar skotiö var á artálma af aðalgötum Sarajevo, nokkur þúsund manns með lofandi höfuðborgar júgóslavneska lýö- kerti sem fóru í friðargöngu í gær- veldisins Bosníu-Hersegóvínu, og i kvöldi. gærkvöldi færðist ró yfir borgina. Grímuklæddir menn settu vegar- Mikil spenna ríkti fyrr um daginn tálmana upp á sunnudagskvöld eft- og skothvellir kváöu við. ir að kjörfúndi lauk. Nýjustu tölur Sporvagnar og strætisvagnar herma að um 65 prósent kíósenda hófu aftur áætiunarferðir eftir að hefðu greitt sjálfstæði lýðveldisins Serbar komustaösamkomulagivið atkvæði sitt en aðeins 0,2 prósent meirihlutasfióm íslamstrúar- vom á móti. Endanleg úrslit eru manna. íbúar Bosníu greiddu at- væntanleg i dag. kvæði meö sjálfstæöi lýöveldisins íbúar Bosníu er 4,3 milljónir og í atkvæðagreiðslu um helgina. em 44 prósent íslamstrúarmenn, Skothvellir kváðu þó enn við í 31 prósent Serbar og 17 prósent úthverfum borgarinnar og lögregl- Króatar, Serbar tóku ekki þátt í an sagöí að þar væru vegartálmar kosningunum 'og gera þeir tilkall enn á nokkrutn stöðum. til tveggja þríðju hluta landsvæðis Tarfiug-fféttastofan í Belgrad lýöveldisins. Þeir vilja tengsl við sagði að einn maður hefði látið lifið SerbíuogSvartfiallaland. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.