Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. Fréttir Fulltrúi dreifbýlinga í hreppsnefnd Ölfushrepps: Sársaukaf ull og illa þol- andi kúgun meirihlutans Góa25ára: Starfsmönn- um boðið til Flórída Starfsmönnum sælgætisgerðar- innar Góu hefur verið boðið til Flórída í Bandaríkjunum í tilefni 25 ára afmælis fyrirtækisins. „Fyrst manni tókst að ná þessum aldri fannst mér þetta fyrirtakshug- mynd,“ segir eigandi og stofnandi Góu, Helgi Vilhjálmsson. Fastráðnir starfsmenn sælgætis- gerðarinnar eru tólf talsins og hyggj- ast nær allir þeirra þiggja boðið. Far- iö verður vestur um haf 18. mars og komið heim aftur 31. mars. „Ég vona aö fólkið njóti sólarinnar og alls sem sem í boði er. Við fljúgum til Orlando og ætli maöur veröi ekki á strönd þar skammt frá,“ segir Helgi. Hann býður upp á flugfar og hótel- gistingu en staifsmenn fá tækifæri til að vinna fríið af sér. Nokkrir taka maka með sér í ferðina. Góa framleiðir nú um 25 tonn af sælgætiámánuði. -IBS „Oddvitinn leitaði ekki eftir sam- þykki mínu og ég er afar undrandi yfir vinnubrögðum hans. Ég hef aldr- ei séð neina skynsemi í að byggja þetta hæli þarna, eitt út af fyrir sig. Að Þorlákshafnarbúar og meirihluti hreppsnefndar skuh geta kúgað okk- ur í dreifbýlinu er sársaukafullt og Ula þolandi," segir Sjöfn Halldórs- dóttir, fulltrúi dreifbýlisbúa í hrepps- nefhd Ölfushrepps. Eins og DV greindi frá í gær hefur meirihluti Ölfushrepps skuldbundið sig til að samþykkja að meðferðar- heimili fyrir ósakhæfa fanga verði starfrækt að Sogni í Ölfusi. Formlega verður málið afgreitt á næsta fundi nefndarinnar síðar í vikunni. Um síðustu helgi aflaði Einar Sigurðsson oddviti tillögu þessa efnis fylgis hjá meirihluta hreppsnefndar. Meirihluti hreppsnefndar er skip- aður fuUtrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en í minnihluta eru einn fulltrúi dreiíbýUsbúa í hreppnum og einn fulltrúi A-flokk- anna. Þess má geta að þrír fjórðu hlutar íbúa hreppsins eru búsettir í Þorlákshöfn en einungis fjórðungur í Ölfusi. „Það var samþykkt á fundi í hreppsnefndinni á fimmtudag með öUum greiddum atkvæðum aö gefa hálfsmánaðar frest tíl að skoða kauptUboð sem væntanleg væru í jörðina. Fyrir okkur í dreifbýUnu var þetta afar áhugavert því þama eru á ferðinni aðUar sem hyggja á ferða- þjónustu, hestaleigu og jafnvel hótel. MáUð er ekki afgreitt, alla vega ekki af minni hálfu.“ Aðspurð útUokar Sjöfn ekki að tU klofnings geti komið í hreppnum, þannig að dreifbýUsbúamir segi skU- ið við Þorlákshafnarbúa í kjölfarið. Hún segir þó engar ákvarðanir hafa verið teknar í þá átt. „Næstu skref hjá okkur hafa ekki verið ákveðin. Ölfushreppur hefur hins vegar afar mikla sérstöðu því mikUl meirihluti íbúanna býr í Þor- lákshöfn. Þangað sækjum við úr dreifbýlinu hins vegar enga þjónustu og ekkert barn fer þangað í skóla. Við sækjum allt til Hveragerðis og Selfoss." Sjöfn segir þau rök léttvæg hjá meirihluta hreppsnefndar að hæU að Sogni sé atvinnuskapandi. Eigi að - útilokar ekki aö hreppurinn klofni í kjölfar deilna um Sogn reka það sem heUbrigðisstofnun þá menntað starfsfólk sem ekki sé að starfsemi, svo sem hestaleiga, ferða- rekstur, sé ekki síður atvinnuskap- hljóti að verða ráðið þangað sér- finna í sveitinni. Önnur atvinnu- mannaþjónusta og jafnvel hótel- andi. -kaa Merkjasöludagur Rauða krossins Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími: 91-26722 Rauði kross íslands ÖSKUDAGUR er hefðbundinn merkjasöludagur Rauða krossins. Á hverju ári síðan 1925 hafa börn og unglingar um land allt aðstoðað Rauða kross deildirnar við landssöfnun þennan dag. Fénu, sem safnast, er varið til margvíslegs hjálpar- starfs, svo sem til byggingar heilsugæslustöðvar í Lesótó, kaupa á sjúkrabílum og fleiri brýnna verkefna. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum þegar þau bjóða merki dagsins og styrkja þannig hjálparstarf Rauða krossins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.