Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1992, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 1992. Iþróttir Svava Jónsdóttir, Fram, lék vel um siðustu helgi og tryggði lið hennar sér sæti í A-úrslitum í vor. 1. deild 4. flokks kvenna 1 handknattleik unglinga: Stjarnan varð deildarmeistari - eftir hörkuviðureign við ÍR1 úrslitaviðureign Stjarnan varð í efsta sæti 1. deildar 4. flokks kvenna en leikið yar í Hafnar- firði um síðustu helgi. Úrslitaleikur deildarinnar að þessu sinni var viður- eign ÍR og Stjömunnar og endaði hann með jafntefli, 11-11, ognægðijafnteflið Stjömunni til að hljóta deildarmeist- aratitilinn þar sem markatala Stjöm- unnar var mun betri. ÍR varð því í 2. sæti en Grótta og FH urðu jöfn að stigum í 3.-4. sæti. ÍBV rak síðan lestina að þessu sinni vann aðeins leikinn gegn Gróttu, 8-7. ÍA mætti ekki vegna veikinda Skagastúlkur mættu ekki til leiks í A-riðli 2. deildar og boðaði ÍA for- föll vegna veikinda leikmanna og léku því aðeins fimm lið í þessum riðli. KR vann alla leiki sína og tryggði sér sæti í A-úrslitum ásamt Fram, sem aðeins tapaði leiknum gegn KR, 9-12. Fylkir varð í 3. sæti og leikur því að öllum iíkindum gegn liði í 3. sæti B-riðils en þó getur verið að móta- nefnd láti þrjú efstu liðin í B-riðh fara beint í úrslit þar sem sex lið léku í þeim riðli og þá lék KA, sigurvegari í Norðurlandsriðli, einnig í þeim riðli. í B-riðli stigu Víkingar ekki feilspor og unnu Víkingsstúlkur alia leiki sina að þessu sinni og tryggöi sér sæti í úrslitunum ásamt Val sem aðeins tapaði leiknum gegn Víkingi, 6-12. Haukar urðu í 3. sæti riðilsins og leika því að öllum líkindum í A- úrslitunum en gætu í versta falli þurfta að leika gegn Fylki seinna í þessum mánuði um síðasta lausa saetið. ÍA, Selfoss, UMFA, KA, Fjölnir og UBK komust því ekki í úrslit að þessu sinni og leika í B-úrslitum í vor. 1. deild 2. flokks karla: Valsmenn héldu uppteknum hætti - hafa enn ekki tapað leik í 2. flokki Valsmenn héldu uppteknum hætti í 2. flokld karla og eru eftir fjórðu umferð íslandsmótsins enn taplausir í 1. deild en annars einkenndust leik- ir í 1. deild af því að um hreina æf- ingaleiki var um aö ræða þar sem öll þessi lið eru örugg í úrslit í vor og skipti röð liða engu máli. ÍBV varð í öðru sæti, tapaði aðeins leiknum gegn Val en vann aðra and- stæðinga sína. Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, urðu síðan um miðja deild en KR rak lestina með ekkert stig. Fram og UBK unnu sína riðla í 2. deild Meiri spenna var í leikjum í 2. deild þar sem tólf lið börðust um fimm laus sæti í úrslitum í vor. Leikið var sem fyrr í tveimur sex liða riðlum og gáfu tvö efstu sæti hvors riðils öruggt sæti í úrslitunum en lið í þriðja sæti hvors riðils leika inn- byrðis um síðasta lausa sætið. í A-riðli unnu Framarar alla leiki sína örugglega og koma án efa sterk- ir til leiks í vor. Baráttan um annað sætið stóð hins vegar á milli Selfoss, Víkings, HK og Stjömunnar en Ár- mann hætti keppni eftir að hafa tap- að fyrir Stjömunni í sínum fyrsta leik. Eftir harða keppni kom í ljós að aðeins tvö stig skildu lið í 2. og 5. sæti þar sem HK og Stjarnan urðu jöfn að stigum í 2.-3. sæti með fjögur stig en Víkingur og Selfoss sátu eftir með sárt ennið með tvö stig. Hagstæðari markatala færði Stjömunni sæti í úrslitum en HK verður að mæta liði í 3. sæti B-riðils seinna í þessum mánuði. í B-riðli tryggði UBK sér efsta sæt- ið og fylgir IR, sem varð í 2. sæti, þeim i úrslitin. KA varð í þriðja sæti og leikur því við HK um síðasta lausa sætið í úrslitunum en Þór, UMFA og Grótta, sem mætti ekki til leiks að þessu sinni, hafa lokið þátttöku í ís- landsmótinu að þessu sinni. Fjórði titill FH-inga í vetur - hafa uimið allar umferðimar í 4. flokki Atli Kristjánsson og félagar i HK tryggðu sér sœt) i A-úrslitum f vor en þeir töpuðu ekki leik f B-riðli 2. deildar. FH-ingar urðu í flórða skipti deild- armeistarar í 4. flokki karla um síð- ustu helgi er þeir unnu alla leiki sína í 1. deild og verða þeir að teljast lík- legir til afreka 1 úrslitakeppninni sem fram fer helgina 27.-29. mars. ÍR-ingar tryggðu sér 2. sætið með því að vinna tvo leiki en Grótta og Fram urðu jöfn að stigum í 3.-4. sæti með þrjú stig. Stjaman rak síöan lestina að þessu sinni en liðið vann aðeins einn leik að þessu sinni. Hörkukeppni í 2. deild KA varð sigurvegari í Norður- landsriðli 4. flokks karla að þessu sinni og léku þeir í A-riðli. Sex lið léku því í A-riðli og þijú efstu sæti A-riöils gefa sæti í úrslitum en aðeins tvö efstu 1 B-riðli. KR-ingar, sem féllu úr 1. deild eftir síðustu umferð, komu sterkir til leiks og unnu alla leiki sína en Valsmenn töpuöu aðeins leiknum gegn KR og urðu í 2. sæti. Baráttan um 3. sætið stóð á milli KA og Reynis og hafði KA betur þar sem liðiö lagði Reyni í úr- slitaleik um 3. sætið í miklum marka- leik, 26-23. Reynir sat þvi eftir með sárt ennið að þessu sinni og leikur í B-úrslitum ásamt Selfossi og UMFA sem ráku lestina í A-riöli. Kópavogsliðin HK og UBK tryggðu sér tvö efstu sætin í B-riðli en Týr, Haukar og Þór Ve. leika í B-úrslitum ásamt Fjölni, Fylki og Víkingi, sem léku í 3. deild. Sú ótrúlega staða kom upp í 2. umogaðeinstíuliðerueftiríriðla- Lið þau er leika í úrslitum i vor flokki kvenna í vetur að ekki einn keppninni. eru: Stjaman, IBV, Selfoss, Vahir, einasti leikur í fjórum fyrstu um- Eins og mótin em ieikin nú leika Fram, KR, Víkingur, FH, Grótta og ferðum tslandsmófsins hefúr skipt tíu llð í tveimur flmm llða riðlum HK en fimm fyrst töldu liöin léku neinu máii í baráttunni um Is- íúrslitunumogkomastþvíöliþátt- í l. deild í síðustu umferð. landsmeistaratitilinn þar sem tökuliðin i úrslit sem fram fera nokkur afföll hafa orðið hjá liðun- 27.-29. raars. Kampakátar FH-stúlkur aó loknum úrslitaleik A-liöa sem var gegn Gróttu en FH tryggði sér íslandsmeistaratitilinn hjá A-liðum með þvi að vinna, 9-8. Ágústa Sigmarsdóttir, ÍBV, Ragna Ragnarsdóttir, ÍBV, og Heiður M. Björns- dóttir, Fram, voru valdir bestu leikmenn A-liða og eru þær hér með viður- kenningarnar sem þær hlutu í mótslok. B-liö ÍR varö íslandsmeistari i 5. flokki kvenna en B-liðið vann úrslitaleik sinn gegn Stjörnunni, 6-4, í hörkuspennandi leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.