Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1992, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 1992. Menning__________ Fagursöngur Guöbjörn Guðbjörnsson tenórsöngvari hélt ein- söngstónleika í Norræna húsinu í gærkvöldi. Undir- leikari á píanó var Þórarinn Stefánsson. Á efnis- skránni voru sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Þórarin Guðmundsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Edvard Grieg, Peterson-Berger, Felix Mendelsohn Bartholdy og Joseph Haydn. Snjókoma var og mikil hálka í borginni í gærkvöldi og á leið sinni til Norræna hússins fóru tónleikagestir Tónlist Finnur Torfi Stefánsson fram hjá tveim bifreiðum sem skollið höfðu saman og skemmst töluvert. Á tónleikunum kom í ljós að stjarna kvöldsins, Guðbjöm Guðbjörnsson, hafði verið farþegi í öðrum bílnum, en sloppið ómeiddur. Það mátti samt heyra á söng hans framan af að honum var brugðið og hefur áreiöanlega margur aflýst tónleikum af minna tilefni. Guðbjörn sótti þó í sig veðrið er á leið tónleik- ana og sýndi allar sínar bestu hhðar. Áður hafa birst lofsamlega ummæli í pistlum þessum um þennan unga söngvara og er gagnrýnanda ljúft að endurtaka þau. Guðbjörn hefur óvenjulega fallega hljómandi rödd en meira kemur til. Hann hefur einnig greinilega tónhst- arhæfileika og síðast en ekki síst smekkvísi th að fara vel með gáfur sínar. Útkoman er sérlega blæbrigðarík- ur og listrænn söngur þar sem hvergi er reynt að stytta sér leið en jafnan glímt við það sem verðugast er. Guðbjörn hefur þegar náð langt í hst sinni en á áreiðanlega eftir að ná enn lengra og er óhætt að spá honum glæsilegri framtíð. Píanóléikur Þórarins var yfirleitt vel leystur ai'hendi á látlausan hátt. Sumt hljómaði mjög fahega. Þó voru smá vihur fullmargar. Tónleikarnir verða endurteknir á morgun og vonandi komast menn klakklaust til og frá tónleikastað í það skiptið. Laugarásbíó: - Chucky 3: ★ Erf itt að halda góðum gæja niðri Chucky 3 kemst mjög hátt á hsta yfir óvelkomnustu myndir hvaða árs sem er en þeir sem á annað borð geta hugsað sér að sitja undir þriðju myndinni um morðóðu dúkkuna Chucky verða ekki fyrir vonbrigð- um (þeir gátu ekki búist við neinu) því hún er ekki alslæm. Sagan er mun skárri en í tvö, leikur er í góðu meðallagi og Chucky-brellumar eru óaðfinnanlegar. Hvað skemmtanagildið varðar þá er það af skornum skammti en nóg til þess að enginn þurfi að rífa hár sitt í gremju á leiðinni út (nema af tilhugsuninni um að það gæti komið númer 4!). Morðinginn Charles Lee Ray (ennþá rödd Brad Dou- Hér er Chucky á eftir einu fórnarlamba sinna. rh) virðist ekki vera búinn að sætta sig við að hta út eins og vondi tvíburi Bart Simpson og er sífellt að reyna að koma sálu sinni úr góða gæja brúðunni í Kvikmyhdir Gísli Einarsson mannslíkama. Hann snýr aftur átta áram eftir enda- lokin í dúkkuverksmiðjunni furðulegu í númer tvö, þegar ákveðið er að heíja aftur framleiðslu á dúkkun- um. Viti menn, fyrsti gæinn af færibandinu er nýr og endurbættur Chucky sem launar forstjóranum (eini fullorðni sem lifði af Chucky 2) lífgjöfina eins og hon- um einum er lagið. Chucky hefur síðan upp á Andy, uppáhaldsfómarlambinu sínu sem er núna táningur og nýbyrjaður í herskóla fyrir vandræðagemlinga. Viti menn, Chucky á ekki í vandræðum með að koma sér þangað og hefja leikinn að nýju, aðdáendum (?) eflaust til mikihar gleði. Vona bara að þetta sé nú í síðasta sinn. Child’s Play 3 (Band - 1991) 89 mín. Handrit: Don Mancini (Child’s Play 1-2). Leikstjóri: Jack Bender (in Love with an Older Woman). Leikarar: Justin Whalen, Perrey Reeves, Jeremy Sylvers, Travis Fine. Andlát Baldur Magnússon frá Hólabaki, til heimhis í Hraunbæ 98, Reykjavík, lést í Landakotsspítala að morgni 9. mars. Pétur Einarsson, Rauðalæk 21, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 10. mars. Aðalbjörg Bjarnadóttir, Droplaugar- stöðum, er látin. Sigurður Sigurjónsson, Austurbrún 37a, andaðist í Landspítalanum 9. mars. Jarðarfarir Herdís Kolbrún Jónsdóttir, Iðufelh !4, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. mars. Jarðarförin fer fram í Hvítasunnukirkju FUadelf- íu í Hátúni 2, Reykjavík, fimmtudag- inn 12. mars kl. 13.30. Ásta Jónsdóttir, til heimUis á vist- heimihnu Scljahhð, lést aðfaranótt fimmtudagsins 27. febrúar. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Útför Eiriks Þorleifssonar rafvirkja, Gnoðarvogi 26, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. mars kl. 10.30. Jafet Egill Hjartarson, fyrrverandi ■ verksmiðjustjóri, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 12. mars kl. 15. Col. Charles Jordan Daly lést á heim- ih sínu í St. Petersburg, Flórída, 3. mars sl. Bálförin hefur farið fram. Sigríður Þorláksdóttir lést á Hom- brekku, Ólafsfirði, þann 9. mars. Út- förin fer fram frá Olafsfjarðarkirkju laugardaginn 14. mars kl. 14. Útför Þorbjargar Þorsteinsdóttur, Rauðhálsi, fer fram frá Skeiðflatar- kirkju laugardaginn 14. mars kl. 16. Sigurður Karl Gunnarsson, frá Haga v/Selfoss, Holtagerði 32, Kópavogi, ver-ður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 15. Fundir ITC-Melkorka Opinn fundur ITC-Melkorku verður haldinn í dag, 11. mars, kl. 20 í Menning- armiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundar er: Þolinmæði hefur maður mesta þörf fyrir þegar hún er að verða búin. Fjölbreytt dagskrá. Upplýsingar veitir Elin í síma 40466. Fundurinn er öllum opinn. Mætum stundvíslega. Silfurlínan sími 616202. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Aðstoðum við að versla og höfum menn til viðgerða og fl. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar Félagsfundur kvennadeildar Flugbjörg- unarsveitarinnar verður haldinn í kvöld, 11. mars, kl. 20.30 í nýja félagsheimilinu viö Flugvallaveg. Á fundinum veröur spiluð félagsvist. Verkfræðingar Fundur um leikskólamál í Verkfræðinga- húsinu að Engjateigi 9 fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Hestamenn og Heiðmörk Hestamenn og Heiðmörk er efni fræðslu- fundar sem Hestamannafélagið Fákur efnir til í félagsheimih sínu í Víðidal fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. Á fund- inum verður m.a. fjallað um annmarka og möguleika á umferð hestamanna um Heiömörk í kjölfar aukinnar friðunar hennar vegna vatnsöflunar og skógrækt- ar. Ræðumenn verða Kristján Sæmunds- son jarðfræðingur, Vilhjálmur Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur, Yngvi Loftsson, deild- arstjóri umhveríismála hjá Borgarskipu- laginu, Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavikur, Þóroddur Th. Sig- urðsson vatnsveitustjóri og Þóroddur Slsson, framkvæmdastjóri Náttúru- irráðs. Fundurinn er haldinn á Fræðslimefndar Fáks. Aðgangur ypis fyrir innanfélagsfólk en aðrir 100 krónur. Aðalfundur SPOEX (Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga) verður haldinn að hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, þriðjudaginn 24. mars kl. 20.15. Mætum vel og stundvíslega. Tónleikar Tónleikar til styrktar Finni Eydal Eins og kunnugt er hefur Finnur Eydal átt við mikið heilsuleysi að stríða undanf- arið og hefur orðið að fljúga þrisvar í viku frá Akureyri til Reykjavíkur til að fara í gervinýra. Félagar hans og vinir hafa undanfariö safnað fé til að kaupa lítið gervinýra er hægt væri að hafa á Akureyri og nú er það komið til landsins en herslumuninn vantar til að borga tæk- ið og það sem því fylgir. Því efna Zonta- systur og Jazzvakning til mikilla tónleika í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 15. mars og hefjast þeir kl. 21 stundvís- lega. Leikhús II ÍsjLENSKA ÓPERAN ettir Giuseppe Verdi Sýning laugardaginn 14. mars kl. 20. Sýning laugardaginn 21. mars kl. 20. Miðasalan er nú opin frá kl. 15.09-19.00 daglega og tll kl. 20.00 á sýnlngardögum. Siml 11475. Grelöslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT GARÐALEIKHÚSIÐ sýnir LUKTAR DYR eftir J.P. Sartre 2. sýning föstudaginn 13. mars kl. 20.30. 3. sýning föstudaginn 20. mars kl. 20.30. Þýóendur: Vigdis Finnbogadóttir Þuriður Kvaran. Leikmynd: Steinþór Sigurósson. Tónlist: Össur Geirsson. Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir. Lýsing: Alexander I. Ólafsson. Leikstjóri: Erlingur Gislason. Leikarar: Aldis Baldvinsdóttir, Margrét Ákadóttir. Valdimar Lárusson, Þórir Steingrimsson. Mamma Rósa sér um veitingar fyrir og eftir sýningar. Húsió opnaó kl. 19.00. Eftir sýningu heldur Höróur Torfason tonleika. Mióasala i Félagsheimili Kópa- vogs fimmtudaga kl. 17.00-19.00, sýningardaga frá kl. 16.00. Simi 41985. Annars simsvari. 44425. Allt i einni leikhúsferó Matur - leiksýning veitingar-tónlist. as iCOA r LEIKFELAG REYKIAVÍKUR Sími680680 • 50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í síð- buxum. ALLAR SYNINGAR HEFJAST KL. 20. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Aukasýning: Föstud. 13. mars. Allra siðasta sýning. Á STÓRA SVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggtá sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI Fimmtud. 12. mars. Hvít kort gilda. Uppselt. Laugard. 14. mars. Brún kort gllda. Uppselt. Sunnud. 15. mars. Uppselt. Fimmtud. 19. mars. Uppselt. Föstud. 20. mars. Uppselt. Laugard. 21. mars. Uppselt. Fimmtud. 26. mars. Fáeln sætl laus. Föstud. 27. mars. Uppselt. Laugard. 28. mars. Uppselt. Fimmtud. 2. april. Laugard. 4. apríl. Uppselt. Sunnud.5. april. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen. Miðvlkud. 11.mars. Föstud. 13. mars. Miðvlkud. 18. mars. Sunnud. 22. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.