Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
5
Fréttir
Samkeppnishættir Mjólkursamsölunnar 1 gegnum tíöina:
Heldur verði niðri til að
ganga frá keppinautunum
andi til að fara í saumana á þeim
þætti rekstrarins. Það reyndist hins
vegar svo viðamikið verk að ekki var
talið nægt tilefni til að ráðast í það.
Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar
tjáðu endurskoðandanum hins vegar
að fjármagn væri fært milli deilda
og reiknaðir á það tilteknir vextir.
Mjólkursamsalan er sökuð um að nota gróða af niðurgreiddum vörum til að berja á fyrirtækjum sem hún er að
keppa við á frjáisum markaði. DV-mynd BG
Mjólkursamsalan hefur, í gegnum
tíðina, átt í eilífum útistöðum við þau
fyrirtæki sem verið hafa á sama
markaði og hún. í mörgum tilvika
hafa umrædd fyrirtæki ekki staðist
svo öflugu einokunarfyrirtæki snún-
ing og hreinlega lagt upp laupana.
Önnur hafa barist af þrautseigju og
lifað samkeppnina af. En aðferðirnar
eru alltaf á svipuðum nótum, að
halda verðinu niðri þar til keppi-
nauturinn bugast.
Boltinn var þegar gefmn upp íljót-
lega eftir að samsölulögin voru sett
1935. Sama dag og þau voru sett tók
Mjólkursamsalan við allri sölu á
mjólk í Reykjavík. Skömmu síðar var
mjólkurstöð í eigu Kjalnesinga tekin
leigunámi og færð undir Samsöluna.
A þessum tímum rak Thor Jensen
langstærsta og fullkomnasta kúabú
á landinu. Hann pakkaði mjólk sinni
sjálfur og seldi beint til neytenda.
Honum var nú bannað að selja í
smásölu. Öll hans mjólk skyldi fara
í gegnum Mjólkursamsöluna. Verðið
til hans lækkáði um 45 prósent en
hélst óbreytt til neytenda. Þetta þoldi
búið ekki og Thor hætti því rekstri
þess fljótlega.
Þegar fram í sótti þurfti Mjólkur-
samsalan að beijast á æ fleiri víg-
Fréttaljós
Jóhanna Sigþórsdóttir
stöðvum. Lengi vel seldi hún mjólk-
ina í sérstökum mjólkurbúðum.
Kaupmenn vildu ekki una því og
reistu því eða létu innrétta verslanir
sínar þannig að þær fullnægðu öllum
skilyrðum til aö selja mjólk. En káhð
var þó ekki sopið, því þá neitaði
Mjólkursamsalan að selja þeim
mjólk. Þess í stað keypti hún af þeim
einhverjar þeirra verslana, sem þeir
höfðu reist, og verslaði þar sjálf með
mjólk. Það var ekki fyrr en Kaup-
mannasamtökin gengu af einurð í
málið að einokuninni var létt og
neytendur gátu keypt mjólk og mat-
vöru í sömu versluninni.
Hart barist í ísnum
ísmál Samsölunnar eru sérstakur
kapítuli. Nær 1960 ráku þeir Stein-
grímur Hermannsson og Pálmi Jóns-
son ísfyrirtæki sem hét,ísborg. Það
var staðsett á Miklatorgi. Þetta fyrir-
tæki lofaði góðu þegar í upphafi. En
skömmu eftir að það var sett á lagg-
irnar skellti Mjólkursamsalan upp
ísgerð og seldi ódýrari ís en áður
hafði verið á markaðnum. Upp úr því
keypti hún ísgerðina af Pálma og
Steingrími. Sá fyrrnefndi opnaði síð-
an fyrstu Hagkaups-verslunina í ís-
húsnæðinu fyrrverandi á Miklatorgi.
Mjólkursamsalan var nú ráðandi á
ísmarkaðinum í ein tíu ár. Þá tók
Hafsteinn Kristinsson í Kjörís sig til
og opnaði ísgerð. Hann hóf að fram-
leiða rjómaís en haföi ekki lengi ver-
ið að þegar honum barst bréf frá
framleiðsluráði. Þar var honum til-
kynnt að ekki væru leyfðar niður-
greiðslur á mjólk sem notuð væri til
ísgeröar. Þá skipti hann yfir í jurtaís.
Kjörís barðist lengi vel í bökkum,
því Mjólkursamsalan hélt verðinu á
sinni framleiðslu svo lágu að fyrr-
nefnda fyrirtækið var að kikna. Haf-
steinn setti ýmsar nýjungar á mark-
aðinn en MS fylgdi fast á eftir og fór
að framleiða svipaðar vörur. Nú síð-
ast hefur hún tekið upp framleiðslu
á jurtais. Þá hefur hún keypt upp
ísbúðir og komið Kjörís þannig út,
eins og kunnugt er.
Þetta eru raunar ekki einu kynnin
sem Hafsteinn í Kjörís hefur haft af
mjólkurrisanum. Áður hafði hann
stofnað ostagerð í Hveragerði. Þar
setti hann á markaðinn nýjungar,
svo sem camenbert og Dalabrie. En
skömmu síðar hóf mjólkurbú Flóa-
manna framleiðslu á sams konar
ostum og seldi þá á lágu verði. Þá fór
Hafsteinn yfir í ísinn eins og áður
sagði.
Þegar MS hafði enn einokun á smá-
sölu mjólkur fékk fyrirtækið leyfi hjá
bökurum til aö að selja einnig brauð
og vinarbrauð í mjólkurbúðunum.
Síðan setti það eigin brauðgerð á lag-
gimar. Fljótlega fór það að þrýsta á
kaupmenn með að haída MS-brauð-
unum frammi. Gerðu þeir það ekki
fengju þeir ekki eins góða afgreiðslu
á mjólkurvörum og ella. Þessi þrýst-
ingur bar lengi vel árangur en nú
orðið skella kaupmenn skollaeyrum
við umleitunum af þessu tagi. Nú er
enda sagt vera tap á brauðgerð MS,
í fyrsta skipti í langan tíma.
Fjármagn færst á milli
Mikill urgur hefur verið í öðrum
brauðframieiðendum út í MS í gegn-
um tíðina. Þeir telja að Mjólkursam-
salan noti gróða af niðurgreiðsluvör-
unum til að fjármagna fasteignir og
tæki til brauðgerðar, svo og til aug-
lýsinga.
Slíkt mál kom raunar upp fyrir
nokkru og var þá fenginn endurskoð-
Slegist um safa og smjörlíki
Davíð Scheving Thorsteinsson hóf
að framleiða ávaxtasafa fyrir nokkr-
um árum. Hann átti eftir að lenda í
harðri baráttu á markaðnum, því
skömmu síðar hóf Mjólkursamsalan
einnig að framleiða safa. í fyrstu
hélt hún verðinu á sinni framleiðslu
afar lágu og gerði þar með keppi-
nautinum erfitt fyrir. En hann rétti
við og keppir nú við MS um sölu á
safa og smjörlíki.
Þegar Baula, mjólkurbú Hafnar-
íjaröar, kom til sögunnar æstist slag-
urinn enn. Fyrirtækið framleiddi að
hluta sömu vörur og Mjólkursamsal-
an, það er jógúrt og sýrða mjólk. í
upphafi keypti Baula mjólkina af MS
og mátti þá borga tæplega 15 krónum
meira fyrir lítrann heldur en aðrar
vinnslustöðvar. Svo fór að verk-
smiðjan var flutt norður til Húsavík-
ur til að losna við þessa aukasköttun.
Þar hóf hún samstarf við Mjólkur-
samlagið á Húsavík. MS svaraði
þessum búferlaflutningum með því
að svipta ofangreint mjólkursamlag
umboði til að selja MS-vörur.
Baulumenn hafa lengi kvartað
undan því að Mjólkursamsalan haldi
niðri verðinu á jógúrt. Hafi hún
hækkað blandað skyr verulega og
noti gróðann af því til að halda verð-
inu á jógúrt niðri. Þetta er sagt hafa
gert Baulu afar erfitt fyrir í sam-
keppninni.
Nýjasta sprengjan var svo þegar
MS hóf að ryðja Bauluvörum út úr
verslunum með því að bjóða tiltekinn
afslátt, hættu kaupmenn að versla
með þær, eða létu þeim aðeins eftir
20 prósent hillurýmis.
Vitaskuld er hart barist á mark-
aðnum þegar fyrirtækin eiga allt sitt
undir því að vörur þeirra seljist. Það
er ekkert einsdæmi að þau kaupi sér
hillupláss og geri alls konar við-
skiptasamninga sem miða að því að
fá kaupmenn til að halda vöru þeirra
frammi. En Mjólkursamsalan heyr
bardagann í skjóli einokunar meö
aðstoð skattpeninga almennings.
Hún er sökuð um að nota gróða af
niðurgreiddum vörum til að berja á
fyrirtækjum sem hún er að keppa
við á fijálsum markaði. Þar skilur á
milli feigs og ófeigs.
-JSS
Harrow House í Swanage Suður-Englandi, Dorset.
Enskuskólar reknir allt árið fyrir fólk á öllum aldri, unglingaskólar fyrir 9-16 ára.
Fyrir eldri nemendur frá 16 ára aldri og upp. Skólinn er með aðstöðu fyrir alls kyns
íþróttir og leiki, kennt 30 tíma á viku, mánudaga - föstudaga i almennri ensku.
Auk samtvinnaðra námskeiða, enska + íþróttir. Hægt að taka próf í ensku til undir-
búnings æðri menntun.
Flogið með FLugleiðum alla sunnudaga til London.
Nemendur sóttir á Heathrow-flugvöll og ekið á heimili/heimavist eftir þvi sem við
á. Verð: 106.500 i 3 vikur, innifalin kennsla, gisting, hálft fæði virka daga, fullt fæði
um helgar, akstur.
Verð miðað við gengi i dag. Hægt að dveljast
Allar nánari upplýsingar.
Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar,
Gnoðarvogi 44, simi 686255.
Sendum bæklinga, lánum videospólur.