Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
13
Sviðsljós
Árshátíð Bústaða
Félagsmiöstöðvamar eru óþreyt-
andi viö að finna ný og ný viðfangs-
efni fyrir unglingana að kljást við og
virðist aUtaf vera nóg á döfinni.
í þessari viku hefur félagsmiðstöð-
in Bústaðir t.d. rekið útvarpsstöð,
fengið spákonur í heimsókn, þar hef-
ur verið málað, bakað og haldið kaffi-
boð fyrir gesti og gangandi.
Hápunkturinn var þó árshátíð
krakkanna sem haldin var í safnað-
arheimili Bústaðakirkju síðastliðið
þriðjudagskvöld en þangað mættu
rúmlega 200 manns í mat.
Unglingarnir voru prúðbúnir og
hátíðarstemning ríkti er fordrykkur
var fram borinn-á undan matnum.
Að honum loknum færðu krakkarnir
sig um set og héldu upp í Réttarholts-
skóla þar sem slegið var upp balli
með hljómsveitinni Nýdanskri.
Á ballinu var boðið upp á fjöl-
breytta skemmtidagskrá, s.s. leikrit,
tískusýningu, leiki og leynigest, svo
að kvöldið var í alla staði mjög vel
heppnað.
Þær vildu allar vera með á myndinni!
DV-myndir BG
111 111"1" "1
Stúlkurnar tóku sig glæsilega út um kvöldið. Hér fá þær sér kræsingar af hlaðborðinu
FLUGMÁLASTJÓRN
ATVINNUFLUGMAÐUR 1. FLOKKS (ATP)
BÓKLEGT NÁMSKEIÐ
Skóli Flugmálastjórnar mun standa fyrir bóklegu
námskeiði fyrir verðandi atvinnuflugmenn 1. flokks
(ATP) í lok apríl nk. ef næg þátttaka verður.
Kennt verður í kennsluhúsnæði skóia Flugmála-
stjórnar á Reykjavíkurflugvelli.
Þeir atvinnuflugmenn, sem vilja taka þátt í ofan-
greindu námskeiði, eru beðnir um að fylla út þar til
gerð umsóknareyðublöð fyrir 1. apríl nk. Eyðublöðin
fást í skólanum.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu skólans
í síma 91 -694208.
Flugmálastjórn
Það rikti góð stemning undir borðum. F.v.: Júlíus Hafsteinn, Brjánn Július-
son, Hjörtur Örn Árnason, Gunnar Stefánsson og Hrönn Þráinsdóttir.
Morfís:
VÍ vann ræðukeppnina
Lið Verslunarskóla íslands sigraði
í mælsku- og rökræðukeppni fram-
haldsskóla á íslandi, Morfís, þegar
það keppti til úrslita við Fjölbrauta-
skólann í Garðabæ í Háskólabíói fvr-
ir skömmu. Umræðuefnið var „Er
siðferði íslendinga gott?“ og mæltu
Verslingar á móti því.
Einungis sex stig skildu liðin að og
er óhætt að segja að stemningin hafi
verið magnþrungin undir lokin.
Hvort lið um sig hafði öfluga stuðn-
ingsmenn sér til aðtoðar og ætlaði
allt um koll að keyra þegar úrslit
voru kunn.
Gísli Marteinn Baldursson úr
Versló var valinn ræðumaður
kvöldsins en með honum í sigurlið-
inu voru þeir Rúnar Freyr Gíslason,
Ólafur Teitur Guðnason og Sigurður
Kári Kristjánsson sem var liðsstjóri.
Lið FG var skipað Almari Guð-
mundssyni, Mjöll Jónsdóttur, Ólafi
Einari Rúnarssyni og Hjalta Má
Bjömssyni liðsstjóra.
Sigurliðið úr Versló var skipað þeim Rúnari Frey Gíslasyni, Gísla Marteini
Baldurssyni, Sigurði Kára Kristjánssyni og Ólafi Teiti Guðnasyni.
DV-myndir GVA
JN-
E 048
Fjöldi bílasala, bíla-
umboöa og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval
bíla af öllum geröum og
í öllum veröflokkum meö
góöum árangri í DV-BÍLAR
á laugardögum.
Athugiö aö auglýsingar í
DV-BÍLAR þurfa aö berast
í síðasta lagi fyrir kl. 17.00
á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er
hins vegar opin alla daga
frá kl. 09.00 til 22.00 nema
laugardaga frá kl. 09.00 til
18.00 og sunnudaga frá
kl. 18.00 til 22.00.
Sniáauglýsing í
HELGARBLAÐ veröur aö
berast fyrirkl. 17.00
á föstudögum.
Auglýsingadeild
632700