Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
17
Fréttir
Nauðsyn að styrkja verknám
segir Kári Amórsson skólastjóri rnn endurskoðun laga um grunn- og framhaldsskóla
„í fyrsta lagi held ég að það sé varla
gerlegt að stytta grunn- og fram-
haldsskólann um tvö ár. Þá þyrfti að
lengja skóladaginn og skólaárið líka
og raunar sé ég ekki tilganginn með
þessu,“ segir Kári Arnórsson, skóla-
stjóri Fossvogsskóla, um hugmyndir
menntamálaráðherra um endur-
skoðun laga um grunnskóla og fram-
haldsskóla.
Kári telur raunhæfara að skoða
styttingu skólans um eitt ár en tæp-
lega séu meiri atvinnumöguleikar
fyrir ungt fólk, útskrifist það fyrr en
nú er. Helsta ástæða fyrir því að
sumar aðrar þjóðir hafi flýtt skóla-
göngu væri sú að þær vildu fá unga
fólkið fyrr inn í herþjónustu. Þaö
væri því oftast á svipuðum aldri og
hér þegar það lyki háskólanámi.
Kári er jákvæður gagnvart hug-
myndum um styttri námsbrautir í
verk- og tækninámi því fjölbrauta-
skólamir, sem hafi átt að sinna
þessu, hafi ekki getað það vegna
fjárskorts. „Það þarf að stytta þær
verknámsbrautir sem þegar eru í
boði en einnig að bjóða fólki sem lýk-
ur framhaldsskóla styttri náms-
brautir á háskólastigi í verk- og
tækninámi. Það er forsenda fyrir þvi
að hægt sé að takmarka fjölda stúd-
enta að Háskólanum,“ segir hann.
Kári segist hins vegar efast um
kosti þess að gera fræðsluskrifstof-
urnar einráðar um fjárveitingar til
skóla í hverju umdæmi, slíkt gæti
boðið upp á „smákóngaveldi". Nær
væri að tengja valddreifmgu við
fækkun sveitarfélaga í 25 og hvert
þeirra myndi þá stofna eigin fræðslu-
skrifstofu. Kári er gagnrýninn á
fjölgun samræmdra prófa og segir
menn hafa fengið nóg af gamla fulln-
aðarprófinu eftir 7. bekk. Hann telur
þó nauðsynlegt að gerö verði stöðluð
próf sem gætu gefið skólum jafnt sem
nemendum upplýsingar um hver
þeirra staða er í samanburöi við
aðra. -VD
Formaður HÍK:
Sé ekki tilganginn
í að stytta skólann
„Það er alveg út í hött að tala um
styttingu skólagöngunnar án þess að
skýra út tilganginn á bak við slíkt.
Telja menn að menntunin sem skól-
arnir veita sé of mikil?“ segir Eggert
Lárusson, formaður Hins íslenska
kennarafélags, um þær hugmyndir
menntamálaráðherra að stytta
skólagönguna um tvö ár,
Ráðherra hefur skipað nefnd sem
á að kanna kosti þessa meðal annars
og einnig hvort rétt sé að fjölga sam-
ræmdum prófum verulega. Eggert
bendir á að miðað við tölur um ríkis-
framlög til skólakerfis í löndum
Efnahagsbandalagsins og á Norður-
löndum sé ísland mjög neðarlega.
Miðað við þjóðarframleiðslu eru
ódýrari skólakerfi aðeins rekin á ít-
alíu, Spáni og í Grikklandi.
Eggert gagnrýnir einnig tillögur
um íjölgun samræmdra prófa þar
sem reynslan sýni að slík próf hafi
mjög stýrandi áhrif á starfið. „Menn
eru alltaf að kenna nemendiTm fyrir
próf og það kemur niður á menntun-
arstarfseminni almennt," segir hann
en tekur fremur jákvætt í flestar
aðrar hugmyndir menntamálaráð-
herra, sérstaklega þær sem lúta að
auknu sjálfstæði skóla og frekari
áherslu á verknám á framhalds-
skólastigi.
„Hvað varðar sérstakar prófstofn-
anir þá held ég að flestum lítist illa
á að fá yfir sig eitthvert sovéskt eftir-
litskerfi, jafnvel þótt slíkt tíðkist í
Bandaríkjunum," sagði formaður
HÍK.
-VD
Hólmavík: Vaxandi útgerð
Guöfirmur Finnbogason, DV, Hólmavik: Eftir góða haustvertíð gengu línuveiðar illa frá Hólmavík í jan- úar og febrúar. Bæði var afli frekar tregur en aðallega var um að kenna mikilli ótíð til sjávarins. Sem dæmi um ógæftirnar má nefna að 78 rúmlesta bátur, Sæ- björg, fór aðeins 7 línuróðra í fe- brúar á móti 17 í sama mánuði í fyrra. Voru þó dagarnir í febrúar einum fleiri í ár. Sá bátur er nú meo porsKanet i r axanoa og atti um 160 tonna kvóta þegar hann fór en var búinn að fá í netin rúm 40 tonn eftir fyrstu vikuna. Smærri bátar máttu hefja róðra í febrúarbyrjun og hafa nokkrir þeirra verið á línu að undanfórnu og oft verið sæmilegur afli þá sjald- an gefið hefur. Bjartsýni gætir vegna mikils áhuga hjá nokkrum ungum mönnum sem keypt hafa sér trillur á síðustu mánuðum og hafið útgerð frá Hólmavík.
i/ . a . .... , mMMkmílMmá
Vélsmiðja Hornafjarðar. DV-mynd Ragnar Imsland
Höfn í Homafírði:
Starfsmenn keyptu
vélsmiðjuna
Júlia Imsland, DV, Höfir
Þrír starfsmenn í Vélsmiðju
Hornaíjarðar hafa keypt rúmlega
helming hlutabréfa í fyrirtækinu en
seljendur bréfanna voru Kaupfélag
Austur-Skaftafellssýslu, Útgerðarfé-
lagið Borgey, Fiskimjölsverksmiðja
Hornafjarðar og bæjarfélagið á Höfn.
Nýju eigendumir eru Jón Skeggi
Ragnarsson, sem verið hefur og verð-
ur áfram framkvæmdastjóri, Páll
Ólafsson og Steinþór Hafsteinsson,
sem starfað hefur hjá Vélsmiöju
Hornafjarðar frá því hún tók til
starfa 1973.
Þeir félagar áetla að haga rekstrin-
um líkt og verið hefur og sinna verk-
efnum bæði til sjós og lands. Starfs-
menn vélsmiðjunnar eru milli 20 og
30.
Sæunn sokkin við bryggju á Flateyri
DV-mynd Reynir
Sporðreistist við bryggju
Reynir Traustason, DV, Flateyru
Lítil trilla, Sæunn ÍS, sökk við
bryggju á Flateyri aðfaranótt 20.
mars. Báturinn hafði verið færður
til kvöldið áður. Talið er að hann
hafi verið bundinn þannig að hann
sporðreistist og fyllst af sjó þegar
fjaraði undan honum. Hann var hífð-
ur upp daginn eftir óskemmdur og
dælt úr honum. Sæunn ÍS er gerð út
á handfæri yfir sumarið en hefur leg-
ið bundin við bryggju í sumar.
Heimsmet í grassprettu?
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Ráðunautar hafa sagt að það sé
ekki hægt að búa hérna en hér hef
ég verið síðustu 19 árin og gras farið
að vaxa á þriðja metra," segir Axel
Gíslason, bóndi í Miðdal, sem er í
Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi.
Miðdalur stendur mjög hátt eða 325
metra yfir sjávarmáli.
Þrátt fyrir þessa hæð yfir sjávar-
máli er grasspretta hreint ótrúleg í
hlaðvarpanum hjá Axel en þar vex
háliðagras sem er meginuppistaða
grastegunda í mörgum túnum á
landinu. í ágúst á liðnu sumri gerði
Axel sér það til gamans að taka
lengstu stráin og mæla lengd þeirra,
eins og’ hann hafði reyndar gert
nokkur sumur á undan. Það lengsta
mældist 2,02 metrar. Á dögunum
kom síðan Axel þessum fregnum til
Helga Magnússonar, fulltrúa Guin-
ness-stofnunarinnar hér á landi.
„Það er vel hugsanlegt að þessi
grasvöxtur sé heimsmet og þetta er
mjög sérstakt að gras skuli spretta
svona vel í slíkri hæð yfir sjávar-
máli. Ég mun koma gögnum til
þeirra Guinness-manna nú í vik-
unni. Það er svo annað mál hyort
þeir taka þetta gott og gilt. Þeir geta
verið svolítið dyntóttir stundum,"
segir Helgi.
Þess má geta aö umrædd strá í
Miðdal vaxa þar í þurrum skurði við
bæinn, 70 sentímetra djúpum. Vaxa
stráin ætíð upp í sömu hæð og grasið
umhverfis skurðinn er. Axel heldur
því fram að þau gætu vaxið enn
hærra ef þeim væri skapað skjól.
Neytendasamtökin um samráð tryggingafélaga:
Sólrún Halldórsdóttir, liagfræð- þegar þau segist vera að ofbæta aralögboðnutryggingaeigiaömið-
ingur hjá Neytendasamtökunum, fjón, aö bæta tjón sem viðkomandi ast viðákveðnartekjur.Faritekjur
segir að það hafi verið frumhlaup liafi ekki oröið fyrir. fólks upp fyrir þaö hámark eigi það
hjá tryggingafélögunum að breyta „Skaðabótakerfið hefur ekki ver- að kaupa sértryggingar.
vinnureglum við uppgjör á tjóna- ið nægilega réttlátt. Þetta eru bæt- „Fiskvinnslumaðurinn í okkar
bólum einhliða síðastiiðið haust. ur vegna lögboðinna slysatrygg- dæmi er ekki tilbúínn til að greiða
„Þetta var frumhlaup. Þau hefðu inga þar sem allir greiða sömu ið- himinhá iðgjöld vegna hálsmeiðsla
átt að bíða. Á Alþingi er frumvarp gjöld fyrir trygginguna. Þess vegna á tekjuháum forstjóra sem fær
um ný skaðabótalög sem er mjög í fmnst mér ergilegt og ósanngjarnt miklu hærri bætur og verða til þess
sömu átt og breyttar vinnureglur að forsijóri fái miklu hærri bætur að iðgjöldin hækki í verði. Þetta er
tryggingafélaganna. Tryggingafé- en til dæmis fiskvinnslumaður.“ skyldutrygging og ekki hægt að
lögin hefðu átt aö bíða og sjá hvort Sólrún nefnir sem dæmi háls- semja um hana. Þannig að það
það frumvarp yrði ekki samþykkt hnykk sem algeng meiðsl í bílslys- mætti vel vera sérstök aukatrygg-
sem lög.“ um og-spyr hvers vegna hálsinn á ing fyrir þá sem eru tekjuháir og
Sólrún segír nauðsynlegt að gera forstjóranum eigi að vera meira vilja ógjarnan verða fyrir tekjutapi
breytingar á skaöabótalögunum og metinn en á fiskviimslumanninum lendi þeir í slysi."
telur að tryggingafélögin hafi í þó- fyrst báðir borgi sömu iðgjöld. -JGH
nokkrum tilvikum rétt fyrir sér Hún telur aö bætur vegna þess-