Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Síða 20
48
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
Fréttir
Landgræöslan:
Útibúsett
uppá
Húsavík?
Gyffi löœtjánaaon, DV, AknreyrL-
„Þau verkefni, sem ég hef hér
nefnt og Þingeyingar kunna skil
á, kalla á samræmdar aögerðir
•^og þekkingu. Af þeim sökum tel
ég timabært að Mngað til Húsa-
víkur veröi ráðinn sérlræðingur
í gróðurverndar- og landgræðslu-
málum sem skipuleggi land-
græðslustarflð í samvinnu við
bændur og aðra þá sem aö þess-
um málum vilja vinna," sagöi
Halldór Blöndal landbúnaöarráð-
herra er hann ávarpaði ráðstefnu
Húsgulls um helgina.
„Reynslan af Landgræðslu rík-
isins í Gunnarsholti sýnir okkur
aö slík starfsemi á að vera nærri
vettvangi og undir stjóm manna
sem hafa sérþekkingu og reynslu
af viðfangsefninu. Nú þegar
kraftarnír beinast í vaxandi mæli
J»aö noröurhluta gjóskusvæðisins
eigum við aö draga lærdóm af
reynslunni frá Gunnarsholti og
fara eins að,“ sagði landbúnaðar-
ráðherra,
Akranes:
300 áhorfend-
urágóðum
tónleikum
Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi;
Skólahljómsveit Akraness, sem
er afrakstur samstarfs allra skóla
á Akranesi, hélt sína fyrstu
styrktartónleika sunnudaginn 2.
mars í nýjum sal Fjölbrautaskóla
Vesturlands. Tæplega 300 áheyr-
endur voru á tónleikunum og
voru allir sem undirritaður talaði
við sammála um að tónleikarnir
hefðu verið mjög góðir og hljóm-
sveitin flutt efhisskrána af stakri
prýði.
Andrés Helgason hljómsveitar-
stjóri og Hjörleifur Helgason, for-
maður foreldrafélags hljómsveit-
^arinnar, sögöu i viötali við DV
að hljómsveitarmeðlímir væru að
undirbúa ferð á evrópska tónlist-
arhátíö, sem haldin væri í Hol-
landi um hvítasunnuna, ásamt
um tvö þúsund ungum tónlistar-
mönnum víðs vegar frá Evrópu,
Um fimmtíu manns, hfjómsveit-
armeðlimir og fararstjórar,
munu fara héðan frá Akranesi.
Öryggisþjón-
usta Vestfjarða
Hlynur Þór Magnuascm, ÐV, fsafirö:
PáU Sígurðsson, lögreglumaður
i TÖI margra ára bæði í Reykjavík
og á ísafirii, hætti í lögreglunni
um síðustu áramót og setti á stofn
öryggisþjónustu Vestfjarða sem
tekur aö sér öryggisgæslu og eft-
irlit með eignum.
Gulir miöar fyrirtækisins á
gluggum og dyrum um ailan bæ
eru ekki síst til þess ætlaðir að
halda þjófum og spellvirkjum í
hæölegri Jjarlægð. Brunavarnir
og annað eftirlit er elnnig í verka-
hring Páls og starfsmanna hans.
Þessi þjónusta er í gangi allan
sólarhringinn, alla daga ársins,
en þaö liggur í hlutarins eöli að
ekki verður farið hér nánar út í
tilhögun hennar.
Á fsaflrði er nokkur hátt hlut-
fall innbrota og skeramdarverka
miðað við höfðatölu, enda mikil
traffik af aðkomufólki. Öryggis-
þjónusta Vestfjarða ætti að verða
stuöningur fyrir lögreglu og al-
menning í því að halda slíku
niöri.
Forsætisráðherra vill hjálpa útvöldum byggðarlögum:
Byggðastofnun leiti
uppi vaxtarsvæði
- gífurlega viðkvæmt mál, segir deildarstjóri í stofnuninni
„Það leikur enginn vafi á því hvar
byggðaþróunin hefur verið hvað
óhagstæðust á undanfórnum árum.
Sé litiö á heil landsvæði þá er ljóst
að norðausturhornið og svæöið við
Breiðafjörð hafa orðiö verst úti.
Siglufjörður er annaö dæmi. Spum-
ingin um framtíð þessara staöa er
hvort hægt sé með einhverjum aö-
gerðum aö snúa þessari þróun við,“
segir Siguröur Guðmundsson, deild-
arstjóri í þróunardeild Byggðastofn-
unar.
Forsætisráðherra hefur farið fram
á það við Byggðastofnun að hún geri
tillögu að stefnumótandi byggðaá-
ætlun til fjögurra ára. Samkvæmt,
nýrri reglugerð um stofnunina skal
í tillögunni meðal annars gerð grein
fyrir ástandi og horfum 1 byggðaþró-
un einstakra landshluta auk þess
sem hún taki mið af byggðastefnu
ríkisstjórnarinnar.
í bréfl forsætisráöherra til Byggða-
stofnunar kemur fram aö hann óski
eftir mati á því hvaða byggðarlög
teljist til vaxtarsvæða enda sé þaö
stefna ríkisstjómarinnar að efla þau
svæði sérstaklega. Þá óskar hann
eftir tillögum um með hvaða hætti
ríkisveldinu eða einstökum stofnun-
um þess veröi gert kleift að efla þessi
svæði. Þess er óskað að mat Byggða-
stofnunar liggi fyrir áður en sumar-
leyfl Alþingis hefst.
Að sögn Siguröar nær orðið vaxtar-
svæöi yflr þær byggðir sem tengjast
eða geta tengst meö góðum og traust-
um samgöngum og myndað sameig-
inlegt þjónustu- og atvinnusvæði.
Hann segist skilja bréf forsætisráð-
herra á þann veg að beina eigi já-
kvæðum aðgerðum að þessum svæð-
um en ekki að það eigi að grisja
byggðina eða beina neikvæðum að-
gerðum að öðrum svæðum.
„Ég lít á þetta sem beiðni til okkar
um að benda á þau svæði á lands-
byggðinni sem geti borið hagvöxt
umfram önnur. Þaö munu ekki koma
tillögur frá okkur um einhverjar nei-
kvæðar aðgerðir gegn öðrum svæð-
um. Þetta er gífurlega viðkvæmt mál
en það er alveg ljóst aö það er ekki
hægt að halda því fram með rökum
að öll svæöi landsins geti staðið bor-
ið uppi að vera sameiginleg atvinnu-
og þjónustusvæði. Á þessu stigi máls-
ins liggur hins vegar ekki fyrir hvaða
svæði verða talin vænlegust."
Sigurður segir ljóst að endanlegt
mat Byggðastofnunar á vænlegustu
vaxtarsvæðunum geti fyrst legið fyr-
ir næstkomandi haust. Nú sé unnð
að lauslegri könnun en í sumar sé
gert ráö fyrir að halda fundi með
landsbyggðarmönnum. Aö loknum
þeim fundum verði fyrst hægt að
vinna endanlega skýrslu og senda
forsætisráðherra.
-kaa
Feðgarnir Eggert Jónsson og Haraldur Eggertsson um borð í bát sinum.
Sladdinn sýnir sig
Reynir Traustasan, DV, nateyri:
Línusjómenn á Vestfjörðum eru
famir að verða varir við steinbít.
Steinbíturinn, eða sladdinn eins og
hann kallast hvunndags á Vestfjörð-
um, gegnir svipuðu hlutverki og ló-
an, hann er vorboði Vestfirðinga.
Feðgamir Eggert Jónsson og Har-
aldur Eggertsson á Magnúsi Guð-
mundssyni ÍS vom að landa rúmum
þremur tonnum eftir daginn. Eggert
sagði í viðtali við DV að veiðin væri
enn frekar dræm, 130 til 150 kíló á
bala. „Við erum að vona að hann
gefi sig til í næsta straumi. Ég er þó
ekkert sérstaklega bjartsýnn á ver-
tíðina, en þó er skárra útlit en í fyrra
þegar vertíðin brást aigjörlega."
Sú krafa hefur verið sett af Ríkis-
matinu að steinbíturinn verði blóðg-
aður á þessari vertíð. Sjómenn hafa
gagnrýnt þessa tilskipan. Hvernig
líst Eggerti á þessa breyttu tilhögun
viö meðhöndlun á steinbítnum?
„Þetta er bara rugl í einhverjum
kerfiskörlum sem ekkert þekkja til.
Það hafa verið gerðar tilraunir með
að blóðga steinbítinn og meðhöndla
hann á sama hátt og alltaf hefur ver-
iö og matsmenn hafa ekki treyst sér
til aö þekkja í sundur þann blóðgaða
og hinn sem óblóðgaður er eftir lönd-
un,“ sagöi Eggert Jónsson.
Nýfjárhús
á Hólum
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Ný og glæsileg fjárhús voru tekin
í notkun á Hólum nýlega þegar kind-
ur voru færðar í þau í fyrsta sinn.
Nýju fjárhúsin verða vígð formlega
seinna í þessum mánuði. Þau leysa
af hólmi gömul fjárhús sem byggð
voru um 1920.
Nýju fjárhúsin eru björt og rúmgóð
enda stílað upp á að þau nýtist vel
til verkkennslu og rannsóknarstarfa.
Húsin eru rétt um 600 fermetrar að
stærð og var grunnur þeirra tekinn
haustið 1990. Áætlað er að bygging-
unni ljúki á þessu ári. Trésmiðjan
Borg á Sauðárkróki hefur annast
framkvæmdir. Arkitekt er Magn'ús
Ólafsson á Akranesi en eftirlit og
ráðgjöf hefur veriö í höndum Braga
Þórs Haraldssonar á Sauðárkróki.
Hér leiða þeir forystukindina i húsin:
Guðmundur Rögnvaldsson ráðs-
maður og Sigurður Guðmundsson
fjármaður sem gjarnan kallar sig
„ríkisféhirði". DV-mynd Þórhallur
Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra sleppti DV alveg:
Auglýsti meira í Þjóðvilja en Mogga
Þaö hefur margt skrýtið komið í
ljós undanfama daga þegar svör hafa
verið að berast við fyrirspumum ai-
þingismanna um hvar og fyrir hve
mikið ráðherrar hafa auglýst.
Það vakti ekki litla athygli þegar í
ljós kom að Jón Baldvin auglýsti
GATT og EES fundi í Alþýðublaðinu
fyrir tæpa hálfa mMjón króna. Menn
ráku einnig stór augun upplýst var
hvar og fyrir hve mikið Steingrímur
J. Sigfússon auglýsti þegar hann var
landbúnaðarráðherra.
Mest af auglýsingum Steingríms
var fundaauglýsingar ýmiss konar.
Einnig eitthvað um auglýsingar um
lausar stöður.
í ljós kemur að hann setti fjórar
auglýsingar í Þjóðviljann sáluga og
greiddi fyrir þær 83.130 krónur. Þetta
var árið 1990 og til apríloka 1991. Á
þessum sama tíma auglýsti Stein-
grímur tvisvar sinnum í Morgun-
blaöinu fyrir 48.174 krónur. Tíminn
fékk flórar auglýsingar og fyrir þær
67.355 krónur og Alþýðublað-
ið/Pressan tvær auglýsingar og
36.154 krónur fyrir. Hann setti þijár
auglýsingar í Ríkisútvarpið og
greiddi fyrir 208.789 krónur.
Aftur á móti auglýsti Steingrímur
ekkert í öðra af tveimur útbreidd-
ustu dagblöðum landsins, DV. Gár-
ungar á Aiþingi sögðu þetta vera
vegna þess að Steingrími líki best
fámennir og rólegir fundir.
Samtals auglýsti Steingrímur J.
Sigfússon sem landbúnaðarráðherra
fyrir 1,4 milljónir króna árið 1990 og
til 30. apríl 1991. -S.dór