Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1992, Síða 28
56
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 1992.
Merming
Elin, Helga, Guöríður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu:
Þrjár dæmdar konur sem eiga
margt óuppgert við samfélagið
Elín, Helga, Guöríður, eftir Þór-
unni Siguröardóttur, veröur frum-
sýnt á Stóra sviöi Þjóðleikhússins
annað kvöld. Um er að ræöa nýtt
^ikrit og er Þórunn einnig leikstjóri
verksins. Leikritiö fjallar eins og
nafnið bendir til um þrjá konur sem
hefur verið útskúfað.
Á myrkri óveðursnótt eru konurn-
ar á leið að Fljótinu. Þær eru „lausar
konur og óráðvandar" enda vill eng-
inn flyfja þær yfir. Við fljótið birtist
Gestur ferjumaður sem rær einn.
Þær biðja hann liðsinnis, en hann
krefst í staðinn’að þær segi sögur
sínar:
„Mín saga er ekki í frásögur fær-
andi,“ segir Elín, með yfirstéttar-
hendumar, en hún var eitt sinn
vinnukona hjá yfirdómaranum í
Gufunesi.
„Ég kann ekki að tala svona," segir
afglapinn Guðríður, sem presturinn
gatekki fermt.
„Ég segi engum sögu mína,“ segir
Helga úr Svartárdal.
Það eru þessar þrjár konur sem
leikhúsáhorfandinn kynnist, konur
Olafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum í Elin,
Helga, Guöríður. DV-mynd S
sem harðir hælar dómsvalds og
grimmdar hafa elt í gegnum lífið.
Smám saman lifna sögurnar ein af
annarri, fléttast saman, kveikja
minningar og persónur. Áhorfand-
inn ferðast með þeim í gegnum tíma
og rúm, um tún og engi, þar til kom-
ið er upp í þröngan dal, þar sem áin
svarta, er geymir leyndarmál Helgu,
rennur á milli brattra fjalla.
Sögurnar frá Svartá um þær Elínu,
Helgu og Guðríði eru sögur af sam-
visku. Þær eru byggðar á raunveru-
legum frásögnum af formæðrum
okkar, færðar í óvenjulegan leikræn-
an búning sem tilheyrir hvorki
ákveðnum stað né tíma.
Með titilhlutverkin fara Kristbjörg
Kjeld og Halldóra Bjömsdóttir (en
þær leika Elínu á mismunandi aldri),
Edda Heiðrún Backman og Ólafia
Hrönn Jónsdóttir. Aðrir leikarar eru
Egill ÓLafsson, Ingvar E. Sigurðs-
son, Helgi Björnsson, Pálmi Gests-
son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og
fleiri. Leikmynd gerir Norðmaður-
inn Rolf Alme og Jón Nordal semur
tónlist.
Þór Tulinjus, Edda Björgvinsdóttir og Baltasar Kormákur taka þátt í dag-
skránni í Áhorfandinn í aðalhlutverki. DV-mynd BG
Áhorfandmn í aðaMutverki:
Faranddagskrá fyrir
v vinnustaði og skóla
i gær var frumsýnd í kaffistofu
fyrirtækisins Granda faranddag-
skráin Áhorfandinn í aðcdhlutverki
sem er eftir þau Eddu Björgvinsdótt-
ur og Gísla Rúnar Jónsson. Dagskrá
þessi er samvinnuverkefni Þjóðleik-
hússins, Eddu og Gísla Rúnars. Leik-
listarráð rikisins styrkir verkefnið.
Markmið dagskrárinnar er að
kynna starf leikhússins en umfram
allt að gera grein fyrir þvf mikilvæga
hlutverki sem áhorfandinn gegnir í
leikhúsinu. Dagskráin er um það bil
þrjátíu mínútna löng og hentar vel
til flutnings í skólum og í matar- og
kaffihléum á vinnustööum. Flytjend-
ur em Baltasar Kormákur, Edda
Björgvinsdóttir og Þór Tulinius. leik-
stjóri er Gísh Rúnar Jónsson.
-HK
Hafdís Ólafsdóttir sýnir 1 Norræna húsinu:
Ein stærsta graf ík-
sýning íslensks lista-
manns hér á landi
„Öll verkin á sýningunni era ný-
leg, flest unnin á sfðasta ári. í mörg-
um tilfellum er um að ræða seríur
mynda. Þetta era form fjalla, jökla
og eyja. Myndimar eru upplifun á
landslagi án þess að ég sé að gera
landslagsmyndir, heldur nýti ég mér
þekkjanleg form úr landslaginu sem
ég vinn síðan á óhlutlægan hátt í tré-
ristur, saga út formin í spónaplötur
og sker með tréskurðaráhöldum og
þrykki það síðan í stórri grafík-
pressu."
Þetta hefur Hafdís Ólafsdóttir með-
al annars að segja um verk sín á graf-
íksýningu í Norræna húsinu sem
hófst um síðustu helgi. Sýnir Hafdís
þar sextíu verk sem unnin eru í tré
og er um að ræða einhverja stærstu
grafíksýningu íslensks myndlistar-
manns hér á landi.
Hafdís stundaði nám við Mynd-
hsta- og handíðaskóla fslands og lauk
prófi úr kennaradeild 1979 og grafik-
deild 1980. Sýning Hafdisar er önnur
einkasýning hennar. Sú fyrri var
haldin í Gaherí Gangskör 1988. Haf-
dís hefur tekið þátt i fjölda samsýn-
inga bæöi hér heima og erlendis, auk
þess sem hún hefur kennt við Mynd-
hsta- og handíðaskólann frá 1985, en
er um einhverja breytingu að ræða
á myndlist Hafdísar frá síðustu
einkasýningu.
„Breytingin er aðallega fólgin í að
á síðustu einkasýningu minni voru
myndirnar dökkar einhtar myndir,
aðahega svartar, en nú hefur liturinn
bæst við allhressilega."
- Er eitthvað visst í landslagi sem
heillar þig meira en annað?
„Ég ferðast þó nokkuð um landið
og meðal annars um hálendiö og era
áhrifin mest af vera minni í hinu
mikilfenglega landslagi hálendisins,
þar sem auðnin og kuldinn ræður
ríkjum."
- Varstu með þessa sýningu í huga
þegar þú varst að vinna verkin?
„Nei, ekki beint, ég var komin með
svo mikið af verkum að það var eig-
inlega ekki um annað að ræða hjá
mér en að að fara að sýna eitthvað
af þeim, koma þessu frá mér. Það var
svo fyrir ári sem ég ákvað að sýna í
Norræna húsinu og þá fór ég fyrst
að vinna markvisst að stærstu verk-
unum með sýninguna í huga. Á sýn-
ingunni era sextíu verk og er því um
mjög stóra sýningu að ræða.“
Hafdis kvaðst aðspurð yfirleitt ekki
þrykkja verkin í meira en sex eintök-
um og sum væru í einþrykki. Sýning
Hafdísar stendur til 5. apríl og er
opin daglega.
-HK
Hafdis Ólafsdóttir er hér við eina mynd úr seriunni Dagieið á fjöllum.
DV-mynd GVA
verkíLondon
Inga Ehn sýnir um þessar
mundir glerhstaverk í Oriel Gall-
ery í London. Þetta er þriðja
einkasýning Ingu Ehnar en hún
lauk námi í gler- og keramik-
hönnun frá Skolen for brags-
kunst í Kaupmannahöfn 1988. Á
sýningunni era einkum gler-
myndir sem Inga Elín hefur unn-
ið á undanfórnum tveimur árum
á vinnustofu sinni í gömlu Ála-
fosshúsunum í Mosfellsbæ. Við
myndgerðina hefur hún beitt
tækni sem hún hefur sjálf þróað.
Sýningin I London stendur til 30.
apríl og er haldin að tilstuðlan
Jakobs Magnússonar menning-
arfulltrúa. Við opnunina laugar-
daginn 21. mars léku EUen Kristj-
ánsdóttir og Eyþór Gunnarsson.
Hressóskáldin
ogVoraldir
Bókmenntafélagið Hringskugg-
•ar hefur sent frá sér bækumar
Voraldir og Hressóskáldin. í Vor-
öldum er að finna þýðingar Lár-
usar Más Bjömssonar á Finn-
lands-sænsku skáldunum Solveig
von Schoultz og Gösta Agren, auk
formála þýðanda þar sem fjallað
er um skáldin og verk þeirra. í
Hressóskáldunum, 1. bindi, er að
finna sýnishorn af verkum nokk-
urra þeirra skálda sem ásarat
ýmsum góðum mönnum dreypa
gjaman á kaffitári á Hressingar-
skálanum að morgni dags og leit-
ast við að ráða lífsgátuna í leiö-
inni. Þama er að finna smásögur
eftír þá Agnar Þórðarson og Bjöm
Bjarman, smásögu og ljóð eftir
Þorgeir Þorgeirsson, Ijóð eftir
Gunnar Dal og rímu eftir Svein-
bjöm Beinteinsson. Haraldur Ól-
afsson ritar formála aö bókinni
sem auk þess er prýdd teikningum
Ragnars Lár af skáldunum.
Uppseltá
Mattheusarpassíu
Þrátt fyrir að tæpur mánuður
sé til tónleika Kórs Langholts-
kirkju þar sem flutt verður Matt-
heusarpassían' eftir Bach er upp-
selt á tvær fyrirhugaðar sýningar
á skírdag og fóstudaginn langa.
Það hefur því verið ákveðiö að
hafa aukatónleika iaugardaginn
fyrir páska. Að sögn Jóns Stef-
ánssonar kórstjóra ganga æfing-
ar vel og um næstu helgi fer kór-
inn í æfingabúðir í Munaðames
þar sem kórinn mun vinna fjarri
borgarglaumnum að þessu mikla
verki. Mattheusarpassían er eitt
mesta stórvirki kirkjutónbók-
menntanna. Tónskáldið Mend-
elsohn gróf þaö úr gleymsku eftir
að Bach hafði legið í gröf sinni í
heila öld. Byggir verkið á píslar-
sögu Jesús. AUs verða flytjendur
á tónleikunum 160. Einsöngvarar
verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Björk Jónsdóttir, Michael Gold-
thorp, Kristinn Sigmundsson og
Bergþór Pálsson.
Márta Fábian
með Sinfóníunni
Á tónleikum Sinfóníuhfjóm-
sveitar íslands annað kvöld verö-
ur flutt ungversk og rúmensk
tónlist og verður einleikari ung-
verski simbalomleikarinn Márta
Fábian, en hljómsveitarstjóri er
Petri Sakari. Fábian er frá Búda-
pest og er helsti fulltrúi þeirra
hfjóðfæraleikara sem leika á
simbalom samkvæmt ungverskri
hefð. Hún hefur unnið ötullega
að kynningu þessa hljóðfæris
meðal tónskálda sem hafa skrifað
verk sérstaklega fyrir hana.
Simbalom er lítið strengjahljóð-
færi og er af ætt Dulcimer hljóð-
færa en þau eru til í mörgum
myndum og er saga þeirra rakin
til 15. aldar. Mártá Fábian hefur
haldið hljómleika víða um heim
og gefnir hafa verið út geisladisk-
ar með hljóðfæraleik hennar.