Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1992, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 28. MARS 1992. 29 dv Bflar Fá mótorhjól hafa skapað sér þá ímynd að vera talandi dæmi um sígilda hönnun. Þetta á þó við um Electra Glide frá Harley Davidson. Á myndinni gefur að líta eina af fjórum gerðum þessa sígilda hjóls, Electra Glide Sport, en hinar gerðirnar eru betur búnar og i toppgerðinni, Ultra Classic Tour Glide, má finna alla helstu mæla eins og hraðamæli, snúningshraðamæli, digitalklukku, oliuþrýstimæli, htjómflutningskerfi sem stýrt er frá stýrishandfanginu, CB-tal- stöð, skriðstilli og sígarettukveikjara. Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum sem japönsku framleiðendurn- ir sneru blaðinu við og fóru að fram- leiða „þjóðvegahjól“ á borð við Honda Pacific Coast sem er stórt hjól, hlaðið búnaði, þar á meðal með far- angursrými að aftan líkt og bíll. Hafa fekki undan að framleiða í upphafi fór framleiðslan hægt af stað. Arið 1907 höfðu verið framleidd 150 hjól en fyrr en varði jókst fram- leiðslan samfara aukinni eftirspurn og um 1920 voru framleidd yfir 28 þúsund hjól sem seldust víða um heim. í dag fá færri en vilja hjól frá Har- ley Davidson. Verksmiðjumar ná að framleiða um 70 þúsund hjól á ári og þar af fara um 40% til útflutn- ings. Þetta hefur leitt til þess að á heimamarkaði bítast menn um það að fá að kaupa hjól frá Harley David- spn eða, eins og Michael Lombardi, sem hefur söluumboðið í New York, segir: „Ég hef sex kaupendur um hvert hjól sem ég fæ úthlutað." Meginástæðu velgengninnar telja margir vera stórar, þunglamalegar vélar sem höfða til kaupendanna, hönnun sem hefur staðið nær óbreytt ámm saman, og síðast en ekki síst hjálpaði staða dóllarans gagnvart öðmm löndum. „Electra Glide" Frægasta hjól Harley Davidson er án efa „Electra GUde“ sem framleitt hefur verið Utið breytt í fjölda ára. Hjóhð er knúið tveggja strokka fjór- gengisvél sem nú er 1.340 cc. Snún- ingsvægið er 95 Nm v/4.000 sn. á min. Þeir hjá Harley framleiða fjölda annarra gerða en ávallt er það þó Electra GUde sem heldur uppi nafn- inu og er í dag framleidd í þremur eða fjórum megingerðum, mismun- andi eftir búnaði. Stpri munurinn á Electra Glide og flestmn japönsku hjólunum er bygg- ingarlagið. Á Electra GUde sitja menn eins og í góðum hnakki á hest- baki, góð stig em fyrir fætur og stýr- ið er hátt og gefur gott grip. Þessi hjól em ekki gerð fyrir raunveruleg- an hraðakstur eins og þau japönsku og í raun má segja aö besti hraðinn fyrir þessa „vélfáka" sé á biiinu 80 til 90 kílómetrar á klukkustund þótt vissulega megi koma þeim á meiri hraða. Sem dæmi um velgengni Harley Davidson á nýjan leik á Bandaríkja- markaði má nefna að í fyrra áttu þau hjól 31% af markaði „götuhjóla" í Bandaríkjunum en í öðra sæti kom Honda með 26%. Til samanburðar má nefna að í lok „mögra áranna“ undir stjórn AMF, eða árið 1985, var Honda með 47% en Harley Davidson aðeins 9,4% svo umskiptin era mikil. Sameiningartákn í dag líta margir Bandaríkjamenn á Harley Davidson eins og samein- ingartákn. Það er jafn „amerískt" og kók og eplapæ að þeirra mati. Mótor- hjól tengjast að mati margra Banda- ríkjamanna tilfinningunni um vald og frelsi, frelsi til að þjóta þangað sem mann langar þegar hugurinn kallar. Hjóhn era sameiningartákn margra hópa og þar eru án efa frægastir „Hell Angels“. Sérstakir Harley Davidson-klúbbar eru til um gervöll Bandaríkin og gefnir eru út þykkir vörulistar um varning sem tengist þessum frægu hjólum. Það er og haft fyrir satt að merki Harley Davidson sé nær eina vörumerkið sem notað er sem húðflúr í einhverjum mæli en margir sannir aðdáendur Harley hafa látið tattóvera sig með merkinu. Fá mótorhjól frá Harley Davidson eru nú í umferð hér á landi og ber þar mest á lögregluhjólunum sem mörg hver hafa fengið að snúast fleiri kílómetra en góðu hófi gegnir. Vegna hárrar stööu dollarans um árabil hefa japönsku hjólin átt greiðari leið inn á markaðinn en með hækkandi gengi japanska jensins eiga vélfák- amir frá Harley Davidson kannski eftir að sjást í ríkari mæli á íslensk- um vegum í framtíðinni. Talsmenn ísarns hf., sem er umboðsaðiU Harley Davfdson hér á landi, segja aö fleiri fyrirspumir hafi komið um hjóUn á síðustu vikum en áður. -JR Kegpnin, 'sem að þessu sinni kaU- ast íslandsmeistaramót SheU, er skipulögð af Polarisklúbbnum og hefst klukkan tíu í fyrramáUð, sunnudag, með „í]aUaralli“. Klukkan tólf á hádegi hefst spymukeppni en brautakeppni klukkan tvö þar sem tveir og tveir sleðar keppa saman í samsíða brautum. AUir íslands- meistararnir fimm frá því í fyrra taka þátt í keppninni að þessu sinni. Þeir era allir frá Akureyri en að margra dómi stendur vagga vélsleða- íþróttarinnar á íslandi einmitt fyrir norðan. Sérsmíðaður 200 hestafla sleði Meðal þeirra sleða sem þátt taka í keppninni að þessu sinni er nýr sér- smíðaður sleði sem HK-þjónustan hefur nýlokiö við að smíða. Sleðinn er með 200 hestafla vél sem er smfðuð af þéim HK-mönnum og hafa þeir bætt þriðja strokknum við hefð- bundna vél úr vélsleða og fengið út þriggja strokka, 200 hestafla vél. TU viðbótar er véUn búin svoköUuðum „nitro-búnaði“ sem gefur enn meira afl þegar á þarf að halda. Þessi „súp- ersleði" er sérstaklega smíðaður tU að taka þátt í spyrnukeppninni. Til samanburðar má nefna að venjuleg- ur sleði er um 100 hestöfl. Svona vél- arbreytingar hafa sést áður á vélsleð- um en ekki samfara „nitro-búnaði", að því er við best vitum. Þessi sér- smíðaði sleði er með drifbelti og drif- rás eins og hefðbundnir sleðar en sérstök keppnisfjöðran var sett í þennan sleða. Enn er eftir ein keppni sem gjldir til íslandsmeistaratitils en hún mun fara fram á Ólafsfirði í næsta mán- uði ef nægur snjór verður. Áður var búið að feUa niður keppni í Mývatns- sveit vegna snjóleysis fyrr í vetur. SYNING UM HELGINA. 0PIÐ LAUGARDAG KL. 11-16 0G SUNNUDAG KL. 13-17 Út frá þröngum götum og þungri umferð borgarinnar teygja steinsteyptir vegir anga sína um landið þvert og endilangt. Mjóir slóðar og fáfarnir. Vegir og veg- leysur. Óbyggðir íslands í allri sinni dýrð en þó ekki á færi allra að njóta. Tveir ólíkir heimar sem eiga fátt sameiginlegt og millivegur ekki í sjónmáli. Við bendum á Cherokee. Jeppi og glæsi- vagn sameinast í Cherokee sem gerir þér kleift að takast á við tvo heima samtímis. Hvort sem þú ert á ferð á Cherokee um landið eöa í hringiðu borgarinnar ertu alls staðar í sérflokki. JÖFUR -JR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.