Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Side 1
Dóttir B.B.
tónleika á
King með
Púlsimim
Blússöngkonan, dansarinn og
skemmtikrafturinn Shirley King
heldur tvenna tónleika á Púlsinum
ásamt Vinum Dóra nú um helgina.
Fyrri tónleikarnir veröa í kvöld og
þeir næstu annaö kvöld.
Shirley King er fædd 26. október
1949, dóttir eins kunnasta núlifandi
blústónlistarmanns í heimi, B.B.
King, en hann er oftast nefndur
konungur blúsins. Blúsinn er
henni þar af leiðandi í blóð borinn
enda vakti hún fljótt athygli sem
blússöngkona, jafnframt því sem
hún hefur skapað sér nafn sem
dansari og skemmtikraftur.
Shirley King hefur komið fram
með ýmsum þekktum blústóniist-
armönnum víða í Bandaríkjunum
en 1990 stofnaði hún sína eigin
hljómsveit sem ber heitið Shirley
King Blues Band. Á næstunni er
væntanleg ný hljómplata með Shir-
ley King en gestir hennar þar eru
gamlar blúshetjur, svo sem Jimmy
Dawkins og Pintopp Perkins,
blúspíanisti og söngvari, en þeir
héldu hvor um sig nokkra tónleika
á Púlsinum ásamt Vinum Dóra fyr-
ir nokkru.
Dóttir blúskonungsins B.B. King,
Shirley King, heldur tónleika á
Púlsinum nú um helgina.
Norræna húsið:
Dagskrá
um Edith
Södergran
Helena Solstrand-Pipping, lekt-
or í sænsku við háskólann í Hels-
inki, heldur fyrirlestur um ævi
og störf Finnlands-sænsku skáld-
konunnar Edith Södergran.
Njörður P. Níarðvík rithöfundur
les lj óð eftir Edith í eigin þýðingu.
Brynja Guttormsdóttir píanó-
leikari leikur lög milli atriða.
Dagskránni lýkur með sýningu á
mynd sem fmnska sjónvarpið
gerði 1977 og heitir Landet som
icke ár og fjallar um ævi Edith
Södergran. Dagskráin hefst
klukkan 16.
Hesta-
íþróttamót
framhalds-
skólanna
Hestaíþróttamót íramhalds-
skóianna verður haldiö helgina
4. og 5. apríl í Reiðhöllinni í Víði-
dal. Keppendur koma frá 16 iram-
haldsskólum. Keppt verður í
þremur greinum; tölti, flórgangi
og fimmgangi. Hver skóli hefur
rétt til að senda þrjá keppendur
í hverja grein.
Kaffl-
konsert
í Selfoss-
kirkju
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
Símon H. ívarsson halda tónleika í
Selfosskirkju á sunnudag klukkan
17.
Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist
frá ólíkum tímabilum tónhstarsög-
unnar en þar gefur meðal annars að
heyra verk eftir Hándel, Beethoven,
Paganini, Sarasate, Gunnar Reyni
Sveinsson og Albeniz.
Kirkjukórinn mun annast kaffi-
veitingar og fjöldasöngur viðstaddra
verður í lok tónleikanna í tilefni af
ári söngsins. Einnig munu nemend-
ur úr Tónlistarskóla Ámessýslu
koma fram á tónleikunum.
Arnar Jónsson í hlutverki lærimeistarans en Tinna Gunnlaugsdóttir er í hlutverki Ritu.
Njarðvík og Vogar:
Ríta gengur menntaveginn
Leikritið Ríta gengur menntaveg-
inn er eftir Willy Russell. Þetta er
gamanleikrit um hárgreiðslukonuna
Rítu sem er ekki fyllilega sátt við
hlutskipti sitt í lífinu. Hún fer að
sækja bókmenntatíma í öldungadeild
háskóla. Kennarinn hennar er mið-
aldra karlmaður, drykkfelldur,
áhugalaus og misheppnað ljóðskáld.
Honum er sárlega misboðið að þurfa
að eyða tíma í þessa „menningar-
snauðu snyrtidömu“. Ríta reynist
hins vegar ekki öll þar sem hún er
séð og þegar upp er staðið má spyija
hver hafi kennt hveijum.
Ríta er leikin af Tinnu Gunnlaugs-
dóttur en Arnar Jónsson leikur
kennarann. Þýðandi er Karl Ágúst
Úlfsson. Lýsingu annast Bjöm B.
Guðmundsson og Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búninga hannaði Guð-
rún Sigríður Haraldsdóttir en leik-
stjóri er María Kristjánsdóttir.
Leikritið var frumsýnt um síðustu
helgi í Samkomuhúsinu í Sandgerði
í tengslum við M-hátíð á Suðurnesj-
um. Næstu sýningar verða í Stapa í
Njarðvík í kvöld kl. 20.30 og annað
kvöld verður sýnt í Glaðheimum,
Vogum, kl. 20.30.
Fáksferð á skeifudegi
Hlíf Sigurjónsdóttir fiöluleikari og
Símon H. ívarsson píanóleikari
munu leika fyrir Selfyssinga um
helgina.
Fáksféiagar fara í fræðsluferð tii
Hvanneyrar á skeifudegi bændaskól-
ans sunnudaginn 5. apríl til að fylgj-
ast með árlegri sýningu hrossa sem
nemendur hafa tamið.
Kaffiveitingar veröa á staðnum. í
leiðinni verður komið viö í tamn-
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þaö er svo geggjað - saga af sveita-
balli“ er nafn á sýningu Sjallans á
Akureyri sem verið hefur þar á fjöl-
unum að undanfomu. Sýningin hef-
ur fengið góða aðsókn og enn betri
undirtektir.
Nú er hver síðastur að beija þessa
sýningu augum því síðasta sýningin
verður annað kvöld. í henni leikur
hljómsveitin „Vinir og synir“ lög frá
„gullaldartíma" sveitaballanna og
ingastöð Benedikts Þorbjömssonar í
Staðarhúsum. Brottfor verður frá
Félagsheimih Fáks kl. 10.30. Þátttöku
ber að tilkynna til skrifstofu Fáks,
síma 672166, ekki síðar en í dag.
Fræðslunefnd Hestamannafélagsins
Fáks stendur fyrir þessari hópferð.
söngvaramir sem koma fram era
Karl Örvarsson, Jakob Jónsson,
Díana Hermannsdóttir og ekki má
gleyma Rúnari Júlíussyni sem farið
hefur á kostum með gömlu lögin.
Hljómsveitin „Vinir og synir" leikur
svo á dansleik að lokinni sýningunni
og Rúnar Júlíusson sér þá um söng-
inn og að skapa hina einu sönnu
Sjallastemningu.
í kvöld er það hljómsveitin „Loðin
rotta“ sem leikur í Sjallanum.
„Sveitaballssögu" að ljúka
Kvikmyndir:
Strák-
amirí
hverfinu
- sjábls. 22
Myndlist:
Rúrísýnir
á IQarvals-
stöðum
- sjá bls. 18
Veitingahús:
AmmaLú
- sjábls. 18
Tónlist:
Sigrún Eð-
valdsdótt-
ir leikur
á Akureyri
- sjábls. 20
Kvikmyndir:
Kolstakkur
- sjábls. 22
Skemmtanir:
Tyrknesk-
urdjassí
Gerðubergi
- sjábls. 19