Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Side 4
20 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7. sími 673577 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, grafík og myndir. Opið virka daga kl. 12-18. Aörir tímar eftir samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74, sími 13644 Safn Ásgríms Jónssonar er opið á laugar- dögum og sunnudögum kl. 13.30-16.00. Hópar og einstaklingar, sem vilja koma á öðrum tímum, geta haft samband við safn- vörð. i vetur er sýnina á ævintýra- og þjóðsagna- myndum eftir Asgrím Jónsson í safni hans að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Ólafsson í síma 13644/621000. Ásmundarsafn Sigtúni, sími 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar I list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin í notkun ný við- bygging við Asmundarsafn. Safnið er opið frá kl. 10—16 alla daga. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Jón Benediktsson myndhöggvari sýnir eirskúlptúra 1 FÍM-salnum. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og stendur hún til 13. april. Gallerí 11 Skólavörðustig 4a Myndlistamaðurinn Guðmundur Lúðvíksson (G.R. Lúðvíksson) sýnir í Gallerí 11. í fremri sal eru 6 Elekt III verk en í innri sal, sem er nýr salur, sýnir hann Sjónbaug/Sjón- deildarhring. Sýningin stendur til 9. april og er hún opin kl. 14-18 alla dagana. Gallerí Borg Pósthússtræti 9, sími 24211 Málverkauppboð í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Bene- diktssonar á sunnudagskvöld kl. 20.30 á Hótel Sögu. Uppboðsverkin verða sýnd í dag, á laugardag og sunnudag kl. 14-18. Gallerí 15 Skólavörðustig 15, sími 11505 Ragnheiður Jónsdóttir sýnir grafík. Sýning- in er opin daglega kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Sýningin stendur til 5. apríl. Gallerí List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Port Kolaportinu Opið laugard. kl. 11-17 og sunnud. kl. 10-16. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9. sími 13470 Sigurbjörg Stefánsdóttir sýnir teikningar. Hún hefur tekiö þátt íýmsum samsýningum og haldið eina einkasýningu í Danmörku. Síöasta einkasýning hennar var í Ásmundar- sal 1989. Sýningin stendur til 15. apríl. Gallerí Úmbra (Torfan) Amtmannsstíg 1. sími 28889 Galleríið er opið þriðjudaga til föstud. kl. 12-18 og laugard. kl. 12-15. Hafnarborg Strandgötu 34, sími 50080 Jón Gunnarsson listmálari opnar málverka- sýningu á morgun kl. 14. Á sýningunni verða olíumálverk og vatnslitamyndir sem flestar eru unnar á síðustu þremur árum. Myndefnið sækir hann að stórum hluta til sjávarsíöunnar. Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 20. apríl. Hótel Lind Rauðarárstíg 18 Jón K.B. Sigfússon sýnir málverk í veitinga- sal Lindarinnar. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4. sími 814677 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjud.-laugard. „Kaffi Gerði" Gerðubergi Laugardaginn 4. apríl kl. 14 opnar Ásta Erlingsdóttir myndhstarsýn- ingu í veitingabúð Gerðubergs, „Kaffi Gerði“. Ásta vinnur öU sín verk með jurtaUtum sem hún hefur sjálf þróað úr lifríki náttúrunnar. Sýningin stendur tU 29. apríl og er opin mánud.-fimmtud. kl. 10.30-21, fóstud. kl. 10.30-16 og laugard. kl. 13-16. Myndlistarsýning í Gerðubergi Myndlistarsýningu Önnu Guöjónsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi lýkur þriðjudaginn 7. apríl. Anna er búsett í Þýska- landi og er þettj) fyrsta einkasýning hennar hér heima. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22 og föstudaga og laugardaga kl. 13-16. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Listamaðurinn Rúrí mun opna 16. einkasýn- ingu sína í Austursal Kjarvalsstaóa laugar- daginn 4. apríl kl. 16, og er nafn sýningar- innar Afstæöi. Sýningin veröuropin daglega kl. 10-18 og verður húsiö opió alla hátíðar- dagana. Sýningunni lýkur annan I páskum. Helgi Gíslason opnar höggmyndasýningu I vestursal á laugardag kl. 16. Á sýningunni eru 17 höggmyndir, unnar á tveimur sl. árum. Verkin á sýningunni eru flest steypt í brons, sum þeirra hafa einnig að geyma gler og tin. Sýningin er opin til 20. apríl og er opin daglega kl. 10-18. Listamaðurinn Rúrí hefur gert viðreist að undanförnu. DV-mynd Hanna Rúrí sýnir á Kj arvalsstöðum Listamaðurinn Rúri mun opna 16. einkasýningu sína í Austursal Kjar- valsstaða á morgun, laugardag, kl. 16 og er nafn sýningarinnar Afstæði. Flest verkanna á sýningunni eru unnin í blý og timbur og hafa ekki verð sýnd opinberlega áður. Enn- fremur sýnir Rúrí þrjár grafíkmöpp- ur. Rúrí er nýkomin frá Montreal í Kanada en þar voru sýnd eftir hana 2 kvikmyndaverk í tengslum við al- þjóðlega ráðstefnu um listir og menningu. Þá er nýlokiö sýningu í norrænu menningarmiðstöðinni í Helsinki á verkum hennar og tveggja annara norrænna listamanna sem hún hefur starfað mikið með undan- farin 10 ár, Hannu Siren og William Löus Sörensen. Að sýningunni Afstæði lokinni mun Rúrí taka þátt í alþjóðlegri sýningu á Nýhöfn: Sýning Sigurbjamar Sigurbjörn Sveinsson myndlistar- maður. Sigurbjörn Jónsson sýnir um þess- ar mundi í listasalnum Nýhöfn í Hafnarstræti 18. Á sýningunni eru málverk unnin með olíu á striga á síðastliðnum tveimur árum. Sigur- björn er fæddur árið 1958 á Akur- eyri. Hann lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1982. Framhaldsnám stundaði hann við Parsons School of Design í New York 1983 til 1985 og síðan eitt ár við New York Studio School. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og frá klukkan 14 til 18 um helgar. Lokað á mánudögum. Sýn- ingunni lýkur 15. apríl. Höggmyndir Helga Helgi Gíslason opnar höggmynda- sýningu í vestursal Kjarvalsstaða á morgun, laugardag, klukkan 16.00. Á sýningunni eru 17 höggmyndir, unn- ar á síðustu tveimur árum. Verkin á sýningunni eru flest steypt í brons. í sumum þeirra er einnig gler og tin. Helgi hefur gert ýmis útiverk á síð- ustu árum. Má þar nefna verk í Foss- vogskirkju, Hallargarðinum, Stykk- ishólmi og Höfn í Homafirði. Helgi hlaut bjartsýnisverðlaun Broste 1991. Sýningunni lýkur 20. apríl og er hún opin daglega frá klukkan 10.00 til 18.00. Helgi ásamt tveimur verka sinna. DV-mynd Hanna útilistaverkum á listasetrinu Wans í Svíþjóð ásamt 10 öðrum listamönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum. í vor ætlar Rúrí einnig að sýna í Slunka- ríki á ísafirði og í haust er henni boð- iö ásamt nokkrum öðrum listamönn- um aö gera verk fyrir útilistasýningu í Montreal í Kanada í tilefni af 350 ára afmæli borgarinnar. Sýningin er opin daglega frá klukk- an 10 til 18 en henni lýkur 20. apríl. Jón Gunnarsson myndlistarmaöur. Hafnarborg: Jón Gunn- arsson opn- ar sýningu Jón Gunnarsson listmálari opnar málverkasýningu í Hafnarborg, menningar- óg listastofnun Hafnar- fjarðar á morgun klukkan 14. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum á árunum 1947 til 1949. Hann hefur einnig farið í fjölda náms- og kynningarferða til annarra landa. Jón hefur haldið margar einkasýningar, meðal ann- ars á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, Háholti og Hafnarborg. Hann hefur einnig tekið þátt í sam- sýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni í Hafnarborg verða olíumálverk og vatnslitamyndir sem flestar eru unnar á síðustu þremur árum. Myndefnið sækir hann að stórum hluta til sjávarsíðunnar en einnig notar hann mótív hvaðanæva af landinu. Sýningin verður opin frá klukkan 12 til 18 alla daga nema þriðjudaga fram til 20. apríl. Breiðablik með málverkauppboð Líkamsrækt og andans uppbygg- ing hafa sjaldnast verið taldir líklegir rekkjunautar. Þeir sem stundað hafa íþróttir hafa ekki alltaf hlotið náð fyrir augum listunnenda og öfugt. Nú hefur Ungmennafélagið Breiða- blik í Kópavogi ákveðið að sýna fram á að þetta séu ekki eins ólikir heimar og margir hafa af látið með því að standa fyrir málverkauppboði. Það fer fram í Félagsheimili Kópavogs í kvöld og hefst klukkan 20 en húsið verður opnað klukkan 18. Þar munu margir af fremstu tón- listarmönnum bæjarins troða upp og síðan verður haldið uppboð á verk- um þekktra listamanna úr Kópavog- inum. Sýningar Nýhöfn Hafnarstræti 18 Sigurbjörn Jónsson sýnir í Nýhöfn. Á sýn- ingunni eru málverk, unnin með olíu á striga á sl. tveimur árum. Sýningin, sem er sölusýn- ing, er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 15. apríl. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Fjöllistamaöurinn Bjarni H. Þórarinssonsýn- ir „Sjónþing" í Nýlistasafninu. Þingið er hið fjórða „Sjónþing" sinnar tegundar. Yfirskrift þingsins er „Vísiakademía" og stendur yfir til 12. apríl og er opiö alla daga kl. 14-18. IMorræna húsið Hafdís Ólafsdóttir sýnir grafík. Á sýningunni eru u.þ.b. 60 tréristur og er viðfangsefnið form og litir jökla, fjalla og eyja. Sýningin KÍ8Íé*la 0,393 14-1 9 09 ’Ýkur 5- aPríl- Laugavegi 20b, sími 18610 (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-16. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, sími 679025 Uppsetningar eftir þekkta, íslenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7, sími 621000 Þar stendur yfir sýning á úrvali verka úr lista- verkagjöf Finns Jónssonar listmálara og Guðnýjar Elísdóttur konu hans til safnsins. Á sýningunni eru 90 verk. Sýningunni lýkur 28. apríl. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Laugarnesi, sími 32906 Farandsýningin Sigurjón Ólafsson - Dan- mörk - ísland 1991 - stendur yfir í listasafn- inu. Hér er um að ræða yfirlitssýningu. Sýn- ingin er opin um helgar kl. 14-17. Listhúsið Snegla Grettisgötu 7. sími 620426 Þar eru listmunir til sýnis og sölu, unnir af 15 listakonum sem vinna 1 textíl, keramik og skúlptúr. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26 Guðbergur Auðunsson sýnir málverk. Þetta er 14. einkasýning hans og sýnir hann m.a. myndir sem hann vann í Bellingham í Was- hingtonfylki er hann dvaldi þar um skeið árið 1990. Sýningin stendur til 5. apríl og er opin um helgar kl. 14-17 og alla virka daga kl. 11.30-17.45. Mílanó Faxafeni 11, sími 678860 Hans Christiansen sýnir vatnslitamyndir. Þetta er 21. einkasýning listamannsins og sýnir hann nú um 20 myndir. Flestar mynd- anna eru nýjar og eru allar til sölu. Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-18 og sunnudaga kl. 13-18. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59. sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmynd- ir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á laugardög- um kl. 10-16. Þjóðminjasafnið, simi 28888 Á þriðju hæð stendur yfir sýning á tónlistar- iðkun á íslandi í fyrri tíð, Sönglíf í heimahús- um, og á vaxmyndasafninu. I Bogasal er sýning á óþekktum Ijósmyndum frá fyrstu tugum aldarinnar. Safnið er opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiðsögn er um safnið alla laugard. kl. 14. Myndlistarsýning í Spron, Álfabakka Sýning á verkum eftir Mattheu Jónsdóttur myndlistarkonu. Sýningin mun standa yfir til 30. apríl nk. og verður opin frá kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiöslutíma útibúsins. Grétar sýnir í Eden Dagana 28. mars til 12. apríl sýnir Grétar Þ. Hjaltason vatnslita- og pastelmyndir, 45 að tölu. Myndefnið er íslenskt landslag. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið daglega kl. 11-17. Þar stendur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Einars- sonar Ijósmyndara. Möppur með Ijósmynd- um liggja frammi og einnig eru til sýnis munir og áhöld af Ijósmyndastofu Hallgríms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.