Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1992, Qupperneq 6
22 Stjömubíó: Strákamir í hverfinu Strákarnir í hverfmu (Boyz n the Hood) er um unga, svarta menn sem eru aö komast á fullorðinsárin og gerist myndin á æskustöðvmn leik- stjórans, John Singleton, í fátækra- hverfum svartra, í Los Angeles. Er myndin sögð gefa raunsæja mynd af lífinu þar. Aðalpersónurnar eru þrír vinir sem eru um það bil 17 ára gaml- ir. Singleton segir að í mynd sinni sé mikið af boðskap en aðalboðskap- urinn er að foreldrar svartra verða að taka á sig meiri ábyrð í uppeldi barna sinna. Strákarnir í hverfinu hefur fengið lofsamlega umfjöllun hvar sem hún hefur verið sýnd en hefur þó einnig vakið upp gremju hjá ýmsum hópum. John Singleton, leikstjóri Strák- anna í hverfinu, er yngsti leikstjór- inn sem tiinefndur hefur verið til óskarsverðlauna, aðeins 23 ára gam- ail. Hann byggir mynd sína á þeirri reynslu sem hann varð fyrir í upp- eldinu: „Þegar ég ólst upp voru ekki miklir peningar til hjá foreldrum mínum," segir Singleton. „Foreldrar mínir giftust aldrei og ég sá aðeins fóöur minn um helgar og var svo hjá móður minni í miðri viku. Ég slapp blessunarlega vel við hinar illræmdu unglingaklíkur, enda fór ég eins oft á bíó og ég gat. Árið 1977, þegar ég sá Star Wars í fyrsta skiptið, ákvað ég að verða kvikmyndagerðarmaður. Þegar ég var svo í gagnfræðaskóla sagði mér einhver að til að verða kvikmyndagerðarmaður þyrfti ég að geta skrifað handrit. Ég fór því i Kaliforníuháskóla og settist þar við nám í handritsgerð." Singleton gekk vel í skólanum og vann til verðlauna og fékk samning meðan hann var enn nemandi við háskólann sem þykir einstakt. Þessi samningur leiddi svo til að hann fékk sjálfur að leikstýra eftir sínu fyrsta handriti. -HK Rapptónlistarmaðurinn lce Cube leikur eitt aðalhlutverkið í Strákunum í hverfinu. Indíánar koma mikið við sögu i Kolstakki. Regnboginn: Kolstakkur Eins og aðrar kvikmyndaþjóðir halda Kanadamenn sína „óskars- verðlaunahátíð" og fyrir stuttu var þessi hátíð haldin og sigurvegarinn þar var nýjasta kvikmynd Bruce Beresford, Kolstakkur (Black Rope), og fékk myndin sex verðlaun, þar á meðal verðlaun sem besta kvik- myndin. Kolstakkur er byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Brian Moore og er skáldsaga þessi væntanleg í ís- lenskri þýðingu fljótlega. Fjallar myndin um Föður Laforgue, metnað- arfullan ungan jesúítaprest sem hef- ur þá köllun að frelsa sálir „villi- manna“ í hinum óvinveittu óbyggð- um Nýja-Frakklands. Köllun þessi verður brátt að örvæntingarfullri til- raun til að haida lííi. Kvikmyndin gerist á fyrri hluta sautjándu aldar. Auk Laforgue kem- ur mikið við sögu franskur iðnaðar- maður sem veröur ástfanginn af dóttur indíánahöfðingjans. Horium tekst að aðlagast lifnaðarháttum indíánanna á meðan presturinn ein- angrast stöðugt meira og meira og yfirgefa indíánarnir hann en höfð- ingi þeirra fær samviskubit og fer aftur á þær slóðir þar sem hann skildi prestinn eftir en þá lenda þeir í klónum á óvinveittum indána- flokki. Bruce Beresford fékk sína fyrstu óskarstilnefningu sem besti leik- stjóri 1980 fyrir mynd sína Breaker Morant. Hann fékk aftur tilnefningu 1983 fyrir Tender Mercies og 1990 fyrir Driving Miss Daisy. Beresford er ástralskur og hóf kvikmyndaferil sinn þar. í dag er hann í hópi þeirra áströlsku leikstjóra sem hafa verið að gera garðinn frægan vestan hafs og eru ábyrgir fyrir þeim fersku straumum sem einkenndu ástralska kvikmyndgerð á áttunda og níunda áratugnum. Aðrar kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt eru meðal ann- ars Puberty Blues, Crimes at Heart, Her Alibi og Mr. Johnson. -HK FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992. Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Víghöfði Fítonskraftur Scorsese og súperleikhópur gera samanlagt miskunnarlausan og æsi- sþennandi sálfræðitrylli sem faltrar ein- ungisáyfirkeyrðumformúluendi. -GE Herra Johnson ★★ Skörp og skemmtileg ádeila um svert- ingja sem var á undan sinni samtíð á dálítið öðruvísi hátt en við eigum að venj- ast. Hefði mátt vera meiri kraftur í kvik- myndagerðinni. -GE BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Faðir brúðarinnar Sagan er ófrumleg og frekar væmin. Leik- ararnir hjálpa aðeins. -GE Síðasti skátinn ★★ Tvær nútímahetjur sjá til þess að það er blóðugur hasar frá upphafi til enda. Tæknideildin öll er I miklu stuði en leikar- ar fást við innihaldsrýrt handrit. Einnig sýnd I Bíóborginni. -HK Óþokkinn Mögnuð og óhugnanleg mynd sem er fyrst og fremst eftirminnileg vegna leiks Dennis Hoopers. -ÍS Kroppaskipti ★★'/2 Bráðskemmtileg gamanmynd með þarf- legri ádeilu á kynjamuninn. -GE Thelma & Louise ★★★ Davis og Sarandon eru framúrskarandi útlagar I magnaðri „vega-mynd" sem líð- ur aðeins fyrir of skrautlega leikstjórn Scotts. -GE Svikráð ★★ Spennumynd með kunnuglegri fléttu. I heild ágæt afþreying þótt leikstjórinn treystiumofátæknimennina. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Frankie ogJohnnie ★★ Raunsæ mynd um venjulegt fólk. Al Pac- ino og Michelle Pfeiffer eru bæði mjög góð og eru persónurnar sem þau leika það eftirminnilegast við myndina. -HK New York é i.(D ♦ 2.(2) ♦ 3.(5) ♦ 4.(4) 0 5.(3) ♦ 6.(8) ♦ 7.(7) 0 8.(6) é 9.(9) ♦10.(23) Save the Best for Last Vanessa Williams Remember the Time Michael Jackson Make It Happen Mariah Carey Masterpiece Atlantic Starr To Be with You Mr. Big Tears in Heaven Eric Clapton Good for Me Amy Grant I Love Your Smile Shanice Breakin' My Heart Mint Condition My Lovin Envogue Vinsældalisti íslands \ 1.(3) Save the Best for Last Vanessa Williams f 2. (8) Vegbúinn K.K. 0 3. (2) l'm Doing Fine Now Pasadenas t 4. (5) Can't Try Hard Enough Williams Brothers t 5. (7) Church of Your Heart Roxette 0 6. (1 ) Tears in Heaven Eric Clapton \ 7.(12) Mig dreymir Björgvin Halldórsson 8. (4) Justified & Ancient KLF ^ 9.(15) Everything Changes Kathy Troccoli 010.(6) Make It Happen Mariah Carey Brúsi er kominn Ekki fór það svo að Commitments næðu efsta sæti DV-listans úr hönd- um Nirvana og úr því sem komið er verða það einhverjir aðrir sem vinna það afrek. Og hver veit nema þessir einhverjir aðrir séu innan seilingar þar sem fer Bruce nokkur Springste- en sem klífur inn á listann með tvær nýjar plötur í farteskinu þessa vik- una. Hann er líklegur til stórræða eins og sjá má á breska listanum þar sem hann leggur undir sig tvö efstu sætin fyrstu viku á lista. Á smáskífu- listum er það helst að gerast að Va- nessa Williams á mikilli velgengni að fagna. Hún er í efsta sæti vestan- hafs eins og í síöustu viku en bætir öðru toppsæti við nú á Vinsældalista íslands auk þess að vera í mikilli sókn í Lundúnum. Innlendu lögin eru aftur farin að sjást á Vinsælda- lista íslands, þessa vikuna fer Vegbúi K.K. upp í annað sætið og Björgvin Halldórsson í það sjöunda með Mig dreymir. Meiraínæstuviku. -SþS- Bruce Springsteen - mannlegi þátturinn í lukkubæ. London é 1.(1 ) Stay Shakespeare's Sister •f 2. (6 ) Let's Get Rocked Def Leppard ^ 3. (3) To Be With You Mr. Big ^ 4. (4) Deeply Dippy Right Said Fred 0 5.(2) Finally Ce Ce Peniston f 6.(9) Why Annie Lennox O 7. (5) Tears in Heaven Eric Clapton f 8.(12) Breath of Life Erasure ♦ 9- (*) Joy Soul II Soul 010. (7) I Love Your Smile Shanice ★11. (36) Save the Best For Last Vanessa Williams ★12. (-) (I Want to Be) Elected Mr. Bean & Smear Campaign 013. (3) Weather With You Crowded House ★14. (16) Do Not Pass Me by Hammer 015.(13) MyGirl Temptations f-16. (17) Time to Make You Mine Lisa Stansfield ♦17. (-) Chainsaw Charlie W.A.S.P. 018.(8) High Cure ■f19. (31) Money Don't Matter 2 Night Prince 020.(15) Sweet Harmony Liquid Bandaríkin (LP/CD) ♦ 1. (3) Wayne's World.......................Úr kvikmynd 0 2. (1) Ropin' the Wind....................Garth Brooks {> 3. (2) Nevermind..............................Nirvana t 4. (5) No Fences..........................Garth Brooks ♦ 5. (9) Metallica..............................Metallica ♦ 6. (13) As Ugly as They Want to Be.........Ugly Kid Joe ♦ 7. (10) Achtung Baby...............................U2 8. (4) Unforgettable........................Natalie Cole D 9. (6) Dangerous.......................Michael Jackson 010. (8) Time, LoveandTenderness..........Michael Bolton ísland (LP/CD) 1. (1) Nevermind......................Nirvana 2. (2) The Commitments II........Commitments ❖ 3. (3) ♦ 4.(11) 0 5.(4) Blood After Hours Red Hot Chilly Peppers StickaroundforJoy Sykurmolarnir ♦ 6.(7) LuckyOne K.K. ♦ 7. (-) LuckyTown ♦ 8.(16) SálinhansJónsmíns SálinhansJóns mins 0 9.(6) Greatest Hits II Queen ♦10.(-) HumanTouch BruceSpringsteen ________________Bretland (LP/CD)_______________________ f1.(-) HumanTouch...................Bruce Springsteen i 2. (-) LuckyTown.....................BruceSpringsteen l 3. (3) Up...............................Right Said Fred j) 4. (4) Stars..............................Simply Red Ó 5. (1) Divine Madness.........................Madness 0 6. (2) Tears Roll Down (Greatest Hits)...Tearsfor Fears i 7. (8) Real Love........................Lisa Stansfield 0 8. (7) High on the Happy Side............Wet Wet Wet $ 9. (9) Very Best of Frankie Vally/Four Seasons .....................Frankie Vally 81 Four Seasons 010. (12) SimplytheBest.......................TinaTurner

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.