Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1992, Blaðsíða 1
íslandsbikarinn
endaði í Keflavík
- loksins jafn leikur þegar Keflavik vann lokaslaginn - sjá bls. 28-29
Tækninef nd sam-
þykkir breytingar
- á Laugardalshöll fyrir HM1995
Tækhinefnd Alþjóöa handknatt-
leikssambandsins hefur mælt með
því að heimsmeistarakeppnin í hand-
knattleik fari fram hér á landi árið
1995. Nefndin hefur gefið HSÍ þau
svör að hún hafi samþykkt breyting-
ar sem fyrirhugaðar eru að verði
gerðar á Laugardalshöllinni vegna
keppninnar.
Um helgina fundaði stjóm Alþjóða
handknattleikssambandsins og þar
hefur væntanlega verið rædd
ákvörðun tækninefndarinnar og á
þingi sambandsins, sem haldið verð-
ur í Barcelona 21.-24. júlí, verður
endanlega tekin ákvörðun um hvar
heimsmeistarakeppnin fer fram.
„Þaö má segja að þetta sé í góðum
farvegi og eins og staöan er í dag þá
bendir allt til þess að keppnin fari
fram hér á landi. Tækninefndin á
samt ekki síðasta orðið heldur stjóm
IHF og ég á von að hún setji punktinn
yfir i-ið á þinginu í júlí,“ sagði Gunn-
ar Gunnarsson, framkvæmdastjóri
HSÍ, við DV í gær. -GH
Keflavik er sannkallaður körfuboltabær:
Átta titlar af 15
fóru til Kef lavíkur
Keflvíkingar hrepptu 8 af þeim 15
meistaratitlum sem keppt var um á
íslandsmótinu í körfuknattleik í vet-
ur. Það var ekki aðeins meistara-
flokkur karla sem varð íslandsmeist-
ari um helgina, Keflvíkingar tryggðu
sér sigur í 6 yngri flokkum og höfðu
áður hreppt titilinn í meistaraflokki
kvenna.
Grindvíkingar unnu 4 flokka en
KR, Breiðablik og Tindastóll nældu
í einn íslandsmeistaratitil hvert.
Nánar er fjallað um yngri flokkana
í körfuboltanum á unglingasíðu á
morgun. -Hson/VS
Vésteinn náði
markinu aftur
- fer í lyfjaprófið í San Jose í dag
Vésteinn Hafsteinsson hafhaði
í 2. sæti í kringlukasti á móti í
Salinas í Kalifomíu í gær. Vé-
steinn kastaði 63,02 metra en ís-
lenska lágmarkiö fyrir ólympíu-
leikana er 63 metrar.
Vésteinn náði einnig lágmark-
inu um fyrri helgi en eins og fram
hefur komið tók ólympíunefnd
íslands þann árangur ekki gildan
þar sem hann fór ekki í lyfjapróf
innan 24 tíma.
Magnús Jakobsson, formaður
fijálsíþróttasambands Islands,
sagði í samtali við DV að Vésteinn
færi í lyfjapróf í San Jose í dag
en fijálsíþróttasambandið óskaði
eftir því við bandaríska sam-
bandið að það greiddi götu Vé-
steins svo að hann kæmist í lyfja-
prófið.
Öll köst Vésteins á mótinu í gær
vom yfir 60 metrar en Banda-
ríkjamaðurinn Mark Rafael kast-
aði lengst allra eða 64,12 metra.
-GH
tenmu:
zm k ^ 4
xít
m.
mt
17
-V?
Keflvikingar fagna með íslandsbikarinn eftir sigurinn á Val á laugardaginn.
DV-mynd GS
Fjórir Júgóslavar komu til landsins á föstudaginn og Goran Micic, þjálf-
ari Þróttar í Neskaupstað, sem er á miðrí mynd, tók á móti þeim. Til
vinstrí er Zoran Cikic, sem einnig ieikur með Þrótti, þó landsliðskonurn-
ar Sladjana Míloskovic og Stojanka Stankovic, sem ieika með Þrótti á
Neskaupstað i 1. deild kvenna, og til haegri er Fylkismaðurinn Zoran
Micovic. DV-mynd Ægir Már
Fylkismenn fá
tvo Júgóslava
Pylkismenn hafa fengið til sín tvo Micovic er vamar- eða miöjumað-
júgóslavneska knattspymumenn ur og hefur einnig leikið með Nap-
sem væntanlega ieika með þeiin í redek og Pelister í heimalandi sínu
2. deildinni í sumar. Það eru Zoran og Nikolic er sóknannaöur.
Micovic og Miroslav Nikolic sem Micovickomtillandsinsáfostudag
báðir koma frá Radnicki Nis. en Nikolic er væntanlegur á morg-
Báðir eru 25 ára gamlir Serbar, un. -VS
Frakkland:
Arnórog
félagar
í 1. deild
Arnór Guðjohnsen og félagar í
Bordeaux tryggðu sér sæti í 1. deild
frönsku knattspyrnunnar á laugar-
daginn þegar þeir sigruðu St. Seurin,
3-0. Á meðantapaði keppinauturinn,
Strasbourg, 4-2 fyrir Istres og Borde-
aux er því með þriggja stiga forskot
fyrir lokaumferðina. Þjóðveijinn Ra-
iner Ernst gerði öll mörk Bordeaux,
öll úr vítaspymum, og krækti Arnór
í eina þeirra.
„Það er mikill léttir fyrir okkur að
vera búnir að ná þessu marki. Ef
Bordeaux hefði ekki komist strax
upp er hætt við að framtíð félagsins
hefði orðið erfið. En það er ljóst að
það verður að kaupa 3-4 leikmenn
til að styrkja hðið fyrir næsta vet-
ur,“ sagöi Ámór við DV í gær.
Hann á eftir eitt ár af samningi sín-
um við Bordeaux. „Ég á ekki von á
öðm en að ég klári samninginn og
verði með Bordeaux í 1. deildinni
næsta vetur,“ sagði Amór Guðjohn-
sen.
-VS