Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐ0BLAÐÍÐ Afgreidsla bladtins er í Alþýðahúsitm við EogólfsstrKti og HverSsgötu, Sími 088. Auglýsiagum sé skilað þ&ngað •Sa I Gutenberg ( síðasta iagi kl. eo árdegis, þann dag, sem þær siga að koma í blaðið. Áskriftargfald «in kcr« á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 em. cindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kostl ársfjórðungsiega. vænst af ríkjandi stéttinni? Ekki nokkurral Hans eina von er sú, að Alþýðuflokkurinn eflist svo, áður iangt um líður, að honum megi takast að mynda einlita stjórn alþýðumanna. Þess vegna eiga allir alþýðumenn, ekki einasta hér f Reykjavik, heldur og út um alt íand, að fylkja sér undir merki Álþýðuflokksins, í honum eru allir þeir kraftar, sem jafnaðarstefnan á á að skipa hér á landi. Og forsjá jafnaðarmanna verður íslenzk al- þýða að hiíta, ef hún vill losna við þann ófögnuð, sem hún á nú við að búa, Þegar íslenzkir alþýðumenn hafa sameinað sig svo vel undir merki jafnaðarmanna, að þeir geti mynd- að hreina jafnaðarmannastjórn, þá má fyrst vænta veruiegra umbóta. Jafnaðarmenn eru á móti atvinnu- rekstri einstakra manna, en með atvinnurekstri af hendi hins opinbera (sameign fjöidans á framleiðslugögnum). Þeir eru á móti öilum konungum, konungs móttökum og öðrum slíkum hé- góraa. Þeir vilja ekki ganga í á- byrgð fyrir spekúlantana — snikju- dýrin á þjóðfélagslíkamanum. Og þeir vilja heldur ekki þola það, að fjöldi fólks verði að iifa i slik- um húsakynnum, að stórhættulegt sé velferð þess andlegri og iikaoa- legri. Þeir halda ekki að hægt sé að bæta ástandið með smávægilegri launapólitik af háifu Alþýðuflokks- ias, né lítilfjörlegri hlutdeild í nefndarstörfum alþingis eða í arga- þrasi í þingsölunum. Þeir vilja safna svo kröftum aiþýðunnar, að hún ein geti tekið stjórn landsins i sínar hendur og skipað hana hreinum jafnaðarmönnum. Þá fyrst má vænta róttækra umbóta. /, lhleaðar frétiir. Stærsta skip í heimi er eign Cunardlfnunnar. Það heitir Berengaria og er 62,000 tons 17,000 tons stærra en Titanic og ii.ooo tons stærra en Iraperator þýzki, sem var stærsta skip heimsins 1914). Berengaria hefír rúiá fyrir 3000 farþega og 1000 skipverja. Tii samanburðar má taka fyrsta skip, sem Cunardlfnan átti. Það var 1154 tons (minna en Lagar- foss) og hafði rúm fyrir 100 farþega. Fólksfjoldi í Eaupmannahðfn. Eftir nýjasta manntali í Khöfn eru íbúar þar samtals 700,610. Hjónaskilnaðir í Englanði. Árið 1919 voru 40% af öllum þeim hjónum í Englandi, sem skildu, barniaus. 24°/o höfðu lifað saman minna en 5 ár, 34% 5—10 ár og 42% meira en 10 ár. Arið 1913 voru gerðir 1267 hjónaskilnaðir í landinu, 1918 als 2689 og 1919 voru þeir 5763 — aukist mikið yflr ioo°/o á einu einasta áril Innflntningnr til Bússlands. Af innfluttum vörum til Rúss- lands í mafmánuði voru frá Eng- landi 27,8°/o, frá Bandarfkjunum 21,6%, Þýzkalandi 17,7%, Eist- landi 14 9%, Lettlandi 4,4%, Svfþjóð 4,4°/o, Danmörku 2,6% og Noregi 0,3%. Efri Schlesía. Ekki er það furða þó Þjóð- verjum sé sárt um Efri Schlesíu. Ástæðan er fremur öllu öðru sú, að þetta land er eitt auðugasta héraðið í Þýzkaiandi. Árið 1913 — rétt fyrir heimsstyrjöldina — framleiddi Efri Schlesfa 22,6% af öiium kolum sem unnin voru f Þýzkalandi, 5,1% af járni, 60,8% af zinki og 270/0 af blýi. Vísir og kaoplxkknn. í grein um atvinnuleysið, sem stendur f Vfsi f gær er bent á það, hvort ekki mundi hægt ac gera togarana út, ef lœkkad væri kaupið. Þetta er vitanlega vel hugsað af höf. greinarinnar, en það er einkennileg ástríða, sem hrjáir suma menn, að geta aldrei minst svo á ðtvinnumál, að ekki sé ráðist á verkamenoina og þess krafist að kaup þeirra lækbi. Um hitt er aftur á móti ekki talað, aö lækka mætti útgerðarkostnaðinn með öðru móti, þvf, að minka hluthafagróðann og þó frekasfc þannig, að togararnir séu gerðir út undir einni stjórn. Það er ekk- ert lftilræði sem fer f skrifstofu- hald margra skrifstofa, sem vei væri hægt að gera að einni. Og allir framkvæmdarstjórarnir eru þungir á fóðrunum. En þeim er gersamlega ofaukið, ásamt öllum stjórnum togarafélaganna. Ein stjórn og einn til tveir framkvæmd kvæmdarstjórar væri nægilegt tit þess að hafa yfirumsjón með öll- nm flotanum. Og ein skrifstofa væri nægileg. Þarna eru útgjöid, sem vel er hægt að spara og sem á að spara. En hætt er við, að þvf verði aldrei komið f kring, öðruvísi, en að togararnir verðt þjóðnýttir, gérðir að eign almenn- ings. Það má vel vera að kaup megt lækka, þegar dýrtfðin minkar. En eins og stendur, er dýrtfðin hin sama, eða því sem næst. Kaup hækkaði altaf eftirá og hefir aldrei haldist í hendur við vöruhækkun- ina. Og hvað því viðvfkur að kaup hafi Iækkað, þá er það vit- anlegt, að sú lækkun kom of snemma og var á engan hátt sann- gjörn. Og hún var aðeins meðai hinna verst launuðu daglauna- manna. Engir aðrir hafa orðið fyrir launalækkun. Lækkunin var miðuð við verðíall á ýmsum þeim vörum, sem almenningur notar til- tölulega minna á sumrin, en vör- ur sem ekki hafa fallið nema Ift- ið, og eru þó stærsti útgjaldalið- ur fjölskyldunnar. Á eg hér við koi annars vegar, en hins vegar fatnað, skófatnað og húsaleigu, sem ekki er talið, þegar lækkun- in var reiknuð út. Getur hver sem er sannfærst um það, að lækkun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.