Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 3
MÁNUDAGUR 18. MAl 1992.
23
Stúfar
fráNBA
Bjöm Leósson, DV, Bandarikjunum:
Leikur Phoenix og Portlands í
úrslitakeppni NBA-deildarinnar
á dögunum var merkilegur fyrir
margra hluta sakir. í leiknum
voru sett fjögur met í sögu úr-
slitakeppninnar. Aldrei hafa ver-
iö skoruð fleiri stig í leik sem lauk
með sigri Portland, 153-151, eftir
tvær framlengingar, þrír leik-
menn skoruðu yfir 30 stig, 8 leik-
menn skoruðu 20 stig eða meira
og 4 leikmenn fóru út af með 6
villur.
Dunlevi til Milwaukee
Mike Dunlevi, þjálfari LA Lakers,
er á leið til Milwaukee þar sem
hann verður þjálfari og fram-
kvæmdastjóri. Dunlevi lék með
Milwaukee í 4 ár á árum áður.
Fyrsti útisigur Utah
Sanngjam sigur Utah Jazz á úti-
velh gegn Seattle Supersonics á
dögunum var fyrsti útisigur Utah
á útivelli í allri úrslitakeppninni
í ár. Þeir gætu þó orðið fleiri áður
en yfir lýkur. Utah leikur nú í
fyrsta skipti í úrslitum vestur-
deildarinnar.
Tekur Johnson við Lakers?
Magic Johnson er einn af þeim
sem orðaðir em sem næsti þjálf-
ari Los Angegel Lakers. Chuck
Daly, fyrrum þjálfari Detroit Pist-
ons, hefur einnig verið nefndur
til sögunnar. Þá má geta þess að
Bill Fitch hefur látið af störfum
sem þjálfari New Jersey Nets.
Clyde Drexler er ánægður
Clyde Drexier, einn af bestu leik-
mönnum Portland Trail Blazers
hefur lýst yfir mikilli ánægju
sinni með að komast í landslið
Bandaríkjanna sem keppir á
ólympíuleikunum í Barcelona
síðar í sumar. „Það eina sem
gæti slegið þetta út er að vinna
meistaratitilinn með Portland og
að því vinn ég einmitt núna,“
sagði Drexler.
Bach fékk hjartaáfall
Það var mikil spenna í leikjum
Chicago og New York. Svo mikil
að John Bach, einn af aðstoðar-
þjálfurum Chicago, fékk hjartaá-
fall fyrir fimmta leik liðanna.
Hann er 66 ára gamall. Hann var
fluttur á sjúkrahús þar sem hann
eyddi helginni.
Malone og Stockton slakir
Fyrir leikinn gegn Portland á
laugardag hafði Karl Malone í
Utah Jazz skorað að meðaltali 30
stig í leik í úrslitakeppninni og
John Stockton var meö 15 stoð-
sendingar að meðaltah. Báðir
voru þeir slakir á laugardag er
Portland burstaði Utah Jazz.
West áfram hjá Lakers
Jerry West, fyrrum leikmaður
með Los Angeles Lakers, hefur
framlengt samning sinn við liðið
en hann er þar framkvæmda-
stjóri. Samningurinn er til langs
tíma og West segist ekki hafa í
hyggju að fara annað. Hann ætli
að enda starfsferilinn hjá Lakers
þar sem hann byrjaði sem leik--
maöur fyrir 30 árum.
Starks og Jackson sektaðir
John Starks, leikmaður New
York Knicks, hefur verið sektað-
ur um 300 þúsund krónur fyrir
að brjóta mjög gróflega á Scottie
Pippen í Chicago í sjötta leik lið-
anna. Phil Jackson, þjálfari
Chicago, var einnig sektaður en
hann gagnrýndi leikmenn Knicks
harkalega fyrir grófan leik. Fyrir
vikið þarf hann að punga út um
•150 þúsund krónum.
Iþróttir
Patrick Ewing i liði New York lék meiddur gegn Chicago í nótt. Hann skoraði engu að siöur 22 stig og lék best i iiði New York sem varð að láta f minni
pokann fyrir Chicago.
- eftir sigur 110-81 gegn New York í úrslitakeppni NBA í nótt
Bjöm Leósson, DV, Bandarikjunuitu
Meistarar Chicago mæta Cleveland
Cavaliers í úrshtum Austurdeildar
NBA-körfuboltans. Chicago, með
Michael Jordan í fararbroddi, unnu
New Ork Knicks, 110-81, í 7. og síö-
asta leik hðanna í nótt og samanlagt,
4-3. Jordan skoraði 42 stig í leiknum
þar af 18 í fyrsta fjórðungi. Chicago
hafði yfirhöndina ahan leikinn og
sigur þeirra var aldrei í hættu.
Scottie Pippen lék náði sér nú á strik,
skoraði 17 stig, hirti 11 fráköst og gaf
10 stoðsendingar og þá lék Horace
Grant vel og skoraði 15 stig.
Patrick Ewing, besti maður New
York, lék meiddur en var engu að
síður stigahæstur með 22 stig.
Cleveland
sló Boston út
Cleveland Cavaliers slógu út Boston
Celtics úr úrshtakeppninni með yfir-
burðarsigri, 122-104, í 7. og síðasta
leik þessara hða og Cleveland er
komið í úrsht austurdeildarinnar í
fyrsta sinn í sögu félagsins.
Strax í fyrsta leikhluta tóku leik-
menn Cleveland völdin á vellinum
og í leikhlé var munurinn orðinn 18
stig, 65-47, og eftir þriöja leikhluta
var stðan orðin, 95-71.
Brad Daugherty var stigahæstur
Clevelandmanna með 27 stig og John
Wihiams gerði 20 stig. Kevin McHale
skoraði 15 stig fyrir Boston en Larry
Bird, sem ekki náði sér á strik, skor-
aði 12 stig. Þá skoraði Robert Parish
aðeins 2 stig og munar um minna.
Boston vann sjötta leikinn gegn Cle-
veland á fóstudaginn, 122-91. Larry
Bird skoraði 16 stig fyrir Boston og
var mjög góöur en stigahæstur var
Reggie Lewis meö 26 stig. John Whl-
iams skoraði 18 stig fyrir Cleveland
og Mark Price 14, Craig Ehlo 13 og
Brad Dougherty 12.
Portland burstaði
lið UtahJazz 113-88
Portland Trah Blazers hreinlega
rúhaði yfir Utah Jazz í fyrsta leik hð-
anna í úrslitum vesturdehdarinnar á
laugardag. Lokatölur urðu 113-88 eft-
ir-65-37 í leikhléi.
Portland geröi út um leikinn í
fyrsta leikhluta með því að skora 37
stig gegn aðeins 19. I síðari hálfleik
fengu varamenn Portland að spreyta
sig. Terry Porter skoraði 21 stig fyrir
Portland og Kevin Duckworth 18.
Benoit skoraði 15 stig, og Karl Mal-
one 11. Annar leikur liðanna fer fram
á morgun.