Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Side 7
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. 27 Bikarmeistarar ÍBV i 3. flokki kvenna 1992. DV-mynd Ómar Bikarkeppni 3. flokks kvenna: ÍBV meistari eftir æsispennandi leik - sigraði Val í tvíframlengdum leik, 19-14 Til úrslita í bikarkeppni 3. flokks kvenna léku lið Vals og ÍBV og fór leikurinn fram í íþróttahúsi Vals. Fyrirfram voru Valsstúlkumar taldar sigurstranglegri, en þær höfðu leikið til úrslita í íslandsmótinu þar sem þær töpuðu fyrir KR í æsispenn- andi leik en ÍBV hafði hins vegar ekki komist í fjögurra liða úrslit ís- landsmótsins. Stúlkurnar í ÍBV vora hins vegar á öðru máli og voru greinilega ákveðnar í að bera sigurorð af Vals- stúlkunum og fara með bikarinn til Eyja. Vestmannaeyjasigur eftir tvíframlengdan leik Leikur Vals og ÍBV einkenndist strax af mikilli baráttu og var greini- legt að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt. Jafnt var nær á öllum tölum í leiknum en staðan í hálfleik var, 5-5 og í leikslok var enn jafnt, 11-11. Grípa þurfti því til framlengingar þar sem sama jafnræði hélst með lið- unum og endaði fyrri framlengingin því einnig með jafntefli, 14-14. í seinni framlengingunni virtust Valsstúlkurnar ekki eiga neitt svar við leik ÍBV og keyrðu Vestmanna- eyjastúlkumar hreinlega yfir and- stæðinginn og unnu stóran sigur, 19-14. Mörk ÍBV: Ragna Friðriksdóttir 5, Sara Guðjónsdóttir 5, Ehsabet Stef- ánsdóttir 4, Elsa Sigurðardóttir 2, Ása Ingibergsdóttir 2 og Berglind Sigmarsdóttir 1. Mörk Vals: Gerður Jóhannsdóttir 5, Kristjana Ýr Jónsdóttir 3, Lilja Valdimarsdóttir 2, Margrét Jóhann- esdóttir 2, Sonja Jónsdóttir 1 og Pála Jóhannesdóttir 1. -HR/LHL íslandsmótið í körfii, stúlknaílokkur: Tindastóll tvöfaldur meistari JBgir Máx Kárason, DV, Suðumesjum: Stúlknaflokkur Tindastóls í körfuknattleik náði frábærum ár- angri á nýliðnu keppnistímabili, þvi stúlkuraar unnu bæði fslands- mótið og bikarkeppni KKÍ. Þær unnu alla sína leiki í vetur, 12 í íslandsmótinu og 3 í bikarkeppn- ittni, og sigruðu Keflavik í bikarúr- slitunum, 45-21. Þetta verður að teljast stórglæsilegur árangur hjá stelpunum fl-á Sauöárkróki. -Hson islands- og btkarmeistarar Tindastóls i körfubolta stúlknaflokks 1992. Liðið er þannig skipað: Blma Valgarðs- dóttir fyrirliði, Kristín Magnúsdóttir, María Blöndal, Vaigerður Eriingsdóttir, Bryndís Jónasdóttir, Rúna Birna Finnsdóttir, Asta Benediktsdóttir, ingibjörg Stefánsdóttir, inga Dóra Magnúsdóttir, Efemína Sigurðardóttir, Ágústa Skúladóttir. Einar Einarsson, hinn snjalli þjálfari stúiknaliðsins, helur gert mjög góða hiuti fyrir norðan. DV-mynd Ægir Mór íþróttir unglinga Valsmenn bestir í 2. flokki karla: Unnu tvöfalt Fjögurra liða úrslit í öðrum flokki karla voru leikin fyrir skömmu og var leikið í Seljaskóla. Valsmenn léku við UBK og unnu þá sannfærandi og KR lék við ÍBV og sigraði KR í þeirri viöureign. Það voru hð ÍBV og UBK sem léku um þriðja sætið og sigruðu ÍBV í þeim leik. Úrslitaleikurinn Úrshtaleikurinn var því milh KR annars vega en það eru leikmenn sem leika allir í annarrar deildar hði KR og eru flestir á yngra ári í flokkn- um og hið stjömum prýdda lið Vals sem hafa leikmenn úr fyrstu deildar Uö félagsins, m.a. þá Dag Sigurösson og Ólaf Stefánsson svo aöeins þeir tveir séu nefndir. Þessir Valsstrákar hafa tekið hvernig íslandsmeistara- titilinn af öörum, hafa alltaf unnið hann á eldra ári, en látið hann frá sér þegar þeir hafa verið á yngra árinu, þá alltaf til Fram. Leikurinn byrjaði rólega og var eins og Valsmenn legðu sig ekki í leikinn að fullu. KR-ingarnir voru alltaf einu til tveimur mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn, en Valsmenn svona fylgdu í humátt á eftir og virt- ust áhugalitlir. Staðan í hálfleik var 7-7 og var góð fyrir KR-iriga sem virt- ust sprækari enda byrjuðu þeir seinni hálfleik að miklum krafti og komust tvö mörk yfir, 10-8. Þá var eins og Valsmenn vöknuðu af sínum væra blundi, settu í gír og gengu yfir KR-ingana og urðu lokatölur þær að Valsmenn gerðu fimmtán mörk gegn tólf mörkum KR. Valsmenn urðu því íslandsmeistarar verðskuldað en KR-ingar í öðru sæti nokkuð óvænt þar sem þeir eru yngri en flest önnur hð en þar er greinilega unnið gott starf og Ólafur Björn Lárusson þjálf- ari er greinilega að vinna sína vinnu rétt. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 6, Valgarð Thoroddsen 3, Sveinn Sig- finnsson 2, Theodór Valsson 2, Óskar Óskarssson og Ólafur Stefánsson eitt mark hvor. Mörk KR: Hilmar Þórhndsson 5, PáO Beck 3, Ingvar Valsson 2, Magnús Agnar Magnússon 1 og Einar B. Ámason 1. Einnig bikarmeistarar! Valsmenn uröu einnig bikarmeistar- ar er þeir sigruðu ÍBV í úrslitaleik sem fram fór í byrjun apríl. Leikurinn var ekki mjög spenn- andi, slíkir voru yfirburöir Vals- manna og var staðan í hálfleik sú að Valsmenn höfðu gert átta mörk gegn tiu mörkum ÍBV. Seinni hálfleikur var iíkur hinum fyrri þó svo að Vals- menn reyndu bara aö halda fengnum hlut og sigruðu 16-10. Hræðilegt fyrirkomuiag! Það kom berlega fram á þessu ís- landsmóti í öðrum flokki aö þaö verður að breyta mótafyrirkomulag- inu. Það að leikmenn sem eru þetta gamhr skuh enn vera að spila í ein- hverri „tarnakeppni" er handboltan- um til vansa. -LHL-HR jj lúu,wA"" »1 Jii. / || | Kf : Hhiip ’ I Bikar- og íslandsmeistarar Vals i 2. flokki karla 1992. DV-mynd S Bikarkeppni 3. flokks karla: FH fagnaði sigri Úrslitaleikur í bikarkeppni 3. flokks karla í handknattleik fór fram í Kaplakrika og áttust þar við tvö sterkustu lið 3. flokks í vetur, FH og Valur, en þessi lið léku einnig til úrshta í íslandsmótinu þar sem FH hafði betur í spennandi leik. FH hafði frumkvæðið framan af og í hálfleik leiddi FH, 8-7. í seinni hálf- leik skiptust hðin á að skora og í leikslok var jafnt, 14-14, og þurfti því að framlengja leikinn. Jafnræði var áfram með liðunum og að lokinni fyrri framlengingu var enn jafnt, 18-18. í seinni framlengingunni hélt spennan og endaði hún einnig með jafntefli, 20-20, og þurfti því að grípa til bráðabana. Það var ekki fyrr en í þriðju sókn FH-inga að Björn Hólm- þórsson, sem hafði leikið mjög vel í þessu leik, skoraði hið þýðingar- mikla mark er tryggði FH bikar- meistaratitilinn í 3. flokki karla og var fógnuöur FH að vonum mikiU í leikslok. Mörk FH: Bjöm Hólmþórsson 8, Orri Þóröarson 5, Árni Þorvaldsson 2, Hrafnkell Kristjánsson 2, Jón H. Hjaltalín 2 og Guðmundur Atli Ás- geirsson 2. Mörk Vals: Ari Allanson 6, Andri Jóhannsson 3, Benedikt Ófeigsson 3, Valtýr Stefánsson Thors 2, Davíö Ól- afsson 2, Sigfús Sigurðsson 2 og Einar Jónsson 2. -HR/LHL íslands- og bikarmeistarar FH í 3. flokki karla 1992. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.