Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. 25 IþróttLr rið 1986. DV-mynd Brynjar Gauti ruðu ■inga rgegnKR,2-0 fyrsta leikinn á íslandsmótinu gegn Þór á Akureyri," sagöi Pétur Ormslev, þjálf- ari og leikmaður Framliðsins, í samtali viö DV eftir leikinn. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Öm Antonsson, afhenti Kristni R. Jóns- syni, fyrirliða Fram, sigurlauninn eftir leikinn. Áhorfendur á leiknum voru um eitt þúsund. -JKS singa höfn á heimaamenn á 65. mínútu og úr henni skoraði Marco Tanasic. Á 85. mínútu innsiglaði Jakob Jóhannesson stórsig- ur heimamanna meö gullfallegu sjálfs- marki og lokatölur urðu 4-1. Leikið var á grasvellinum á Akranesi. Evrópukeppni kvenna í knattspymu: Þriggja mínútna svef n íslendingum dýrkeyptur - íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn því enska, 4-0, og sigurinn var of stór ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Englandi: Þriggja mínútna svefn kostaði ís- lenska liöið „þolanleg úrslit“ gegn Englendingum í Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspyrna í gær. England sigraði, 4-0, og fékk íslenska liðið fjögur mörk á sig á aðeins þriggja mínútna kaíla og það var meira en okkar stúlkur réðu við. íslenska liðið byrjaði ekki nógu vel, taugaveiklun í liðinu setti svip sinn á leik liðsins og bitnaði það aðallega á sóknarleiknum. Ensku stúlkumar nýttu sér þetta og náðu nokkmm góðum sóknum en tókst ekki að koma boltanum fram hjá besta manni islenska liðsins, Steindóru Steinsdóttur markverði. Um miðjan fyrri hálfleik sóttu ís- lensku stúlkurnar í sig veðrið og náði liðið þá góðum sóknum. Á 20. mínútu komst Arney Magnúsdóttir ein upp að vítateig en skot hennar fór fram hjá enska markinu. Eftir þunga sókn enska liðsins á 31. mín- útu komust íslensku stúlkurnar í sókn. Varnarmönnum enska liðs- ins tókst að brjóta hana á bak aftur en Ásta B. Gunnlaugsdóttir náöi aö stela boltanum af varnarmanni og kpmast með boltann að endal- ínu. í stað þess að gefa boltann fyr- ir markið skaut hún bogabolta yfir markvörðinn en heppnin var ekki með henni og boltinn datt niður á þverslána. Glæsileg tilraun. Þegar aðeins ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik komst Jan Murray ein upp kantinn, lék á Am- eyju Magnúsdóttur og sendi bolt- ann á Debbie Bomton sem skoraði af stuttu færi. Aöeins 40 sekúndum síðar náði Karen Walker að stela boltanum af Sigurlínu Jónsdóttur sem ekki var nógu vel á verði og skora annað mark Englendinga, mjög slysalegt mark. Þrátt fyrir mótlætið í lok fyrri hálfleiks komu íslensku stúlkurn- ar ákveðnar til leiks í þeim síðari. En þrátt fyrir góðar sóknartilraun- ir tókst þeim ekki að skora. Víta- spyrna var hins vegar dæmd- á ís- lenska liðið á 58. mínútu, er Gilljan Gultner var felld innan vítateigs. Úr vítinu skoraði Jan Murray, 3-0. Og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Debbie Bomton glæsilegt mark fyrir Englendinga og innsigl- aði sigur þeirra, 4-0. Leikur íslenska liösins var ekki slæmur, liðið lék í raun afbragðs- vel saman á köflum og stóð fyllilega upp í hárinu á enska liðinu. Steind- óra Steinsdóttir markvörður var best í íslenska liðinu og verður hún ekki sökuð um mörkin fjögur. Enska liðið er hins vegar meðal bestu landsliða Evrópu. Enski þjálfarinn telur hð sitt vera á með- al sex bestu hða í Evrópu. í hðinu eru mjög sterkir einstaklingar með mikla reynslu að baki. Sjö leik- manna íslenska liðsins voru hins vegar að leika sinn fyrsta landsleik og stóðu sig með mikilli prýði. En leikurinn er ekki búinn enn, hei- maleikurinn er eftir og á miðviku- dag leika íslensku stúlkurnar gegn liði Skota í Perth. Lið íslands: Steindóra Steinsdótt- ir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Auður Skúladóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, VandaSigurgeirsdóttir (Guðrún J. Kristjánsdóttir), Arney Magnúsdóttir (Bryndís Valsdóttir), Sigrún Óttarsdóttir, Jónína Víg- lundsdóttir, Ásta B. Gunnlaugs- dóttir. -ih „Sáttur við fyrstu 39 mmúturnar“ - sagði Steinn Helgason, landsliðsþjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn gegn Englandi Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Englandi: „Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu. Ég var sáttur við fyrstu 39 mínúturnar. En fyrstu 20 mínúturnar voru mjög erfiðar á meðan við vorum að komast inn í leikinn. 40. mínútan hreinlega drap okkur. Sú taktik sem við höfðum lagt upp gekk upp fyrstu 39 mínút- ur leiksins. En á 40. mínútu gerðum við afdrifarík mistök sem kostaöi okkur 2 mörk. Seinni hálfleikur var okkur erfiður. Áfalhð í lok fyrri hálfleiks varð þess valdandi að við náðum okkur aldrei á strik. En við vinnum Skotland 2-0,“ sagði Steinn Helgason landsliðsþjálfari eftir tap- leikinn gegn Englandi í gær. Vanda Sigurgeirsdóttir Þetta var of stór sigur, 2-0 hefði verið sanngjarnt. Enska liðið er mjög sterkt og hðið leikur hraða knattspyrnu," sagði Vanda Sigur- geirsdóttir, fyrirhði íslenska hðs- ins. „Einbeitingarleysi á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks kostaði okkur 2 mörk. íslenska kvennalandsliðið hefur ekki leikið alvöru landsleik síðan 1987, ekki verið með í Evr- ópukeppninni síðan 1983 og því háði reynsluleysi liöinu nokkuð. Allar gerðu þó sitt besta og við er- um ákveðnar í að læra af mistökum sem gerð voru í þessum leik og vinna skoska hðið í næsta leik.“ Enski landsliðsþjálfarinn Eftir þennan leik erum við sann- færð um að við erum með eitt af sex bestu liðunum í Evrópu í dag. Ég er ánægður með frammistöðu okkar, stelpurnar léku eins og fyrir þær var lagt,“ sagði þjálfari enska hðsins eftir leikinn gegn íslandi í ggær. „íslensku stelpurnar eru góðir íþróttamenn. Þær eru fljótari en okkar stelpur en það sem þær vant- ar fyrst og fremst er reynslan. En með réttri uppbyggingu er ég sann- færður um að þær munu komast 1 8 hða úrsht eftir 2^1 ár.“ Arney Magnúsdóttir „Það var alveg rosalega heitt. Það var alveg rosalega erfitt að leika í dag og ég er að sjálfsögðu svekkt yfir því hvað mörkin uröu mörg sem við fengum á okkur,“ sagði Arney Magnúsdóttir. „Sigur enska liðsins var alltof stór. Það var agalegt að fá þessi mörk á sig rétt fyrir hálfleik en við ætlum að bæta þetta upp í leiknum gegn Skotlandi á miðvikudaginn. Mér fannst eins og leikmenn enska liðsins væru hissa á því hvað við gátum.“ Frá leik íslendinga og Englendinga í Evrópukeppninni i gær. Ensku stúlkurnar voru sterkari og sigruðu, 4-0. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.