Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 5
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992.
35
Mörg glæsilegustu mótorhjól landsins eru til sýnis i Perlunni þessa dagana en sýningin var opnuö á uppstigning-
ardag og lýkur klukkan 20 annað kvöld, sunnudagskvöld, en þá munu „Flækjufætur", sem eru aðstandendur sýn-
ingarinnar, fara i hóp frá Periunni að Hard Rock í Kringlunni með stuttri viðkomu í Kópavogi.
Fjölbreytt stórsýning á mótorhjólum í Perlunni:
í slensk bifhjóla-
menning á enn
hærra plan
Meiri háttar mótorhjólasýning
stendur yflr þessa dagana í Perl-
unni. Sýnd eru 59 mótorhjól í eigu
einstaklinga, stofnana og fyrirtækja
en þar að auki sýna 10 imiflutnings-
og þjónustufyrirtæki fyrir mótorhjól
og mótorhjólatengdar vörur. 11. fyr-
irtækið er gosdrykkjaframleiðandi
og hefur ekki mótorhjólavörur nema
óbeint en tekur samt þátt í sýning-
unni. - Það eru Flækjufætur sem
standa fyrir sýningunni sem þeir
segjast í sýningarskrá vonast til að
lyfti bifhjólamenningu á íslandi á
enn hærra plan.
Merkileg hjól, gömul
ogný
Meðal þeirra gripa sem þama eru
til sýnis eru tvö Harley Davidson
hjól lögreglunnar í Reykjavík, HD
1200 Duoglide frá 1958 sem nú telst
til fornhjóla og nýjasta Harley David-
son hjóhð hennar, HD Electra Ghde
1990.
Af öðrum hjólum sem yðar einlæg-
um, algjörum sauð í mótorhjólafræð-
um, þykja forvitnileg má nefna
Honda 1500 Goldwing ’88 og Nimbus
750 ’51, svo og Husquarna Novolette
HVA 40 ’58.
í sambandi við sýninguna fer svo
fram margháttuð og áhugaverð dag-
skrá. TU að mynda var við opnunina
komið á staðinn með 7 ára gamalt
Suzuki GSX-R 750 í fmmpörtum.
Þetta hjól ætlar sérfræðingur í
súkkuviðgerðun} að gera upp meðan
sýningin stendur og hjóla burtu á því
nýuppgerðu í lokin. Sýndar verða
kvikmyndir og htskyggnur frá-mót-
orhjólaviðburðum og Haukur Hah-
dórsson hstmálari sýnir myndir
„sem tengjast mótorum og mótor-
hjólamenningu", eins og segir í sýn-
ingarskrá.
Ýmsar uppákomur í
dag
Á morgun, simnudag, er svo loka-
dagur sýningarinnar og þá verða
ýmsar uppákomur og lifandi tónhst
þar til sýningunni lýkur með hópreið
á mótorhjólum frá Perlunni um
Kópavog aö Hard-Rock í Kringlunni, meö afhendingu verðlauna og viður-
þar sem sýningunni lýkur formlega kenninga. S.H.H.
Þetta Suzuki-hjól ætlar hann Jóhann B. Júlíusson frá G.B. bifhjólaverkstæð-
inu í Garðabæ að gera upp á meðan á sýningunni stendur og aka þvi út
á sunnudagskvöldið í fullkomnu lagi. Jóhann hefur lokið prófi frá viðurkennd-
um „mótorhjólaskóla" i Bandaríkjunum.
Nokkur hjól frá Harley Davidson eru á sýningunni og þar á meðal eitt af
bifhjólum lögreglunnar i Reykjavík.
Bflar
Bílanaust - á 30 ára afmæli á árinu og er orðið aðili að Hábergi í Skeif-
unni.
Bílanaust gengur í Háberg
Tveir af stærstu varahlutasölum
íslands hafa nú tekið höndum sam-
an: Bílanaust hf. hefur gerst aðili
að Hábergi, Skeifunni 15. Þetta ger-
ist á 30 ára afmælis Bílanausts og
ef til vih má líta á þetta sem hluta
af þeim dagamun sem fyrirtækið
gerir sér í tilefni af afmæhnu.
í fréttatilkynningu, sem send var
út nú í vikunni, segir að markmið-
ið með þessum breytingum sé að
auka hagkvæmni í rekstri fyrir-
tækjanna og að viöskiptavinir geti
eftir sem áður gert bestu kaup í
varahlutum hjá þessum fyrirtækj-
um.
Aö undanfórnu hefur Bílanaust
hf. verið í mikilh uppbyggingu,
bæði tæknilega og viðskiptalega.
Ekki er óeðlilegt að gera því skóna
að bæði fyrirtækin hafi séð sér hag
i því að samnýta þá tæknilegu af-
kastagetu sem fyrir hendi er í Bíla-
nausti. Á sama hátt er Háberg
þekkt að verulegri sérþekkingu á
sviði bílarafmagns og kemur á
þann hátt færandi hendi inn í þetta
samstarf.
Ekki er ráðgert að breyting verði
á mannahaldi fyrirtækjanna að svo
stöddu.
S.H.H.
IfosS Iktta I ***** I Œ! m LsaJ
| J J
Háberg - kemur meö verulega sérþekkingu inn i Bilanaust ht.
NOTAÐIR
Citroen BX1400 1988 43.000 450.000 stgr.
Isuzu Trooper, stuttur, bensín 1988 57.000 1.190.000 stgr.
Daihatsu Charade TX 1988 43.000 450.000 slgr.
Buick Regal LTD 1985 60.000 m 790.000 stgr.
MMC Lancer GLX, beinsk. 1985 89.000 390.000 stgr.
Volvo 740 GLE, sjálfsk. 1988 123.000 1.090.000 stgr
Ch. Corsica LT, sjálfsk. 1991 15.000 1.200.000 stgr.
Lada Sport 1989 23.000 400.000 slgr.
Toyota Landcruiserturbo/dísil 1988 83.000 1.390.000 stgr.
Isuzu Trooper SE m/vökvast. 1991 12.000 2.400.000.
Isuzu Trooper DLX, stuttur, bensín 1990 19.000 1.650.000 stgr.
Volvo 440 GLT 1989 37.000 1.090.000.
LadaSamara 1500,5g. 1989 35.000 350.000 stgr.
Buick Skylark LTD, sjálfsk. 1988 33.000 1.300.000.
Toyota Corolla XL, sjálfsk., 5 d. 1988 33.000 750.000.
Ch. Monza SL/E, sjálfsk. 1988 50.000 650.000 stgr.
Toyota Hilux pickup, dísil 1988 ' 37.000 1.090.000 stgr.
Mazda 626 2000 GLX.sjálfsk. 1988 67.000 790.000 stgr.
Mazda 626 2000, sjálfsk. 1987 90.000 590.000 stgr.
Opel Kadett LS, 3ja d. 1987 94.000 390.000.
Volvo 240 GL, sjálfsk. 1987 75.000 790.000 stgr.
Isuzu Trooper DLX, bensín, 5 d. 1986 90.000 950.000 slgr.
Ford Escort, 3ja d. 1986 59.000 390.000 stgr.
Opið laugard. og sunnud. frá kl. 10-17
Beinar línur 634026 og 634050
íh/f
Höfðabakka 9, sími 634000