Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1992, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1992. Fréttir M 1 I liÆ '2-:. -'_______dv Stórmerkur fornlelfafundur jarðvísindamanna við Ingólfsbrunn í Aðalstræti: Telja sig hafa f undið veggbrot úr bæ Ingólfs „Á fimmtudaginn var fundum viö Guðmundur Olafsson fornleifa- fræðingur, þegar engar vélar voru að verki, veggstúf úr torfi, líklega úr streng (reiðingstorfi, innsk. blm.). Þessar veggleifar voru mjög ógreini- legar og það tók okkur tíma að átta okkur á hvað hér væri um að ræða en þær munu að öllum líkindum vera frá dögum Ingólfs Arnarsonar og Hallveigar Fróðadóttur." Þetta sagði Þorleifur Einarsson, prófessor í jarðfræði, við DV í gær. Veggstúfinn fundu þeir Guðmundur í Aðalstræti í Reykjavík, nánar til- tekið norðan við Ingólfsbrunn. Að undanförnu hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við gatnagerð í miðborginni, meðal annars við Túngötuna neðanverða, Aðalstræti sunnanvert og Kirkjustræti vestan- vert. Þorleifur og Guðmundur hafa gert það aö tillögu sinni við borgar- ráð Reykjavíkur að einungis verði aotuð handverkfæri við uppgröft á þessu svæði í framtíðinni þar sem vitað sé að þar séu fornar mannvist- arleifar sem eyðileggist verði stór- virkar vinnuvélar notaöar. „Þetta svæði, sem framkvæmdirn- ar fara fram á, er í raun undir fom- minjavemd,“ sagði Þorleifur. „Allt það sem í jöröinni er, ofan á möl, eru mannvistarleifar og allar minjar, sem em eldri en 100 ára, em friðað- ar. Þar af leiðandi hefði átt að fara fram fornminjakönnun á hinu rask- aða svæði áður en þessar umfangs- miklu framkvæmdir hófust. Það var ekki gert svo að mér sé kunnugt. Uppgröftur með vélskóflum í ákvæðisvinnu MestaUt það efni sem fjarlægt hefur verið af þessu svæði telst vera mann- vistarleifar, þótt lítið hafi fundist af munum, beinum eða kurh. Þá gjöld- um við þess að notaðar vom vélskófl- ur við gröftinn. Þetta mun vera í fyrsta skipti, svo kunnugt sé, líklega um alla veröld, að notaðar séu vél- skóflur við fornleifauppgröft og upp- gröfturinn stundaður í ákvæðis- vinnu enda eftirtekja af fomminjum í samræmi við það, þ.e.a.s. nær eng- in.“ Þorleifur sagði aö á ámnum 1972- 1976 hefðu fundist hundmð fomra muna á svæðinu enda hefði sá upp- gröftur veriö stundaður „á vísinda- legan hátt, af fagfólki". Leifunum mokað burt „En svo við snúum okkur aftur að veggbrotinu þá kom í ljós að upp að því lagðist á kafla gosöskulag, svo- kallað landnámslag, fallið úr eldgosi á Veiðivatna- og Torfajökulssvæði um 900 eða samkvæmt talningu íslaga í Grænlandsjökli 898. Þar af leiöandi er augljóst, ef athuganir okkar tveggja em réttar, að þetta mannvirki er eldra en 874 en yngra en 898. Það þýðir að þaö er að öllum líkindum frá dögum Ingólfs Amar- sonar og Hallveigar Fróðadóttur eins Þorleifur Einarsson jarðfræðingur bendir hér á efsta hluta veggjarbrotsins við Ingólfsbrunn. DV-mynd GVA og áður sagði. Þetta mun vera með elstu mannvirkjum sem fundist hafa á íslandi. Þess ber þó að geta að mjög svipaö- ar og álíka gamlar veggleifar fundust á homi Grjótagötu og Aðalstrætis í fomleifauppgrefti 1972.“ - Gætu þessi tvö mannvirki verið sama húsið? „Já, þáð gæti verið. Á mUh þessara staða em 15-20 metrar og skálar frá landnámsöld, sem grafnir hafa verið upp, hafa verið 20 metrar á lengd og 5 metrar á breidd. - Hvemig geturðu tengt þetta? „Ég get það ekki þar sem við gatna- framkvæmdir undanfamar vikur er víðast búið að grafa aUan jarðveg í burtu, niður á möl. Því miður verður aldrei hægt að ganga úr skugga um það hvort veggjaleifamar beggja vegna götmmar megi tengja því að leifunum, hafi þær verið fyrir hendi, hefur verið mokað í burtu. - Hefðu fornleifafræðingar á vegum borgarinnar getað séð þetta? „Nei, því miður. Það eru ekki nema 4-5 í heiminum sem kunna og þekkja mannvirki af þessu tagi. Enginn þeirra var kallaður tíl. Því miður hefur verið unniö þama af mikiUi óforsjálni á svæði þar sem aUir eiga að vita að var búsvæði fyrsta landnámsmannsins af nor- rænu kyni. Gallinn er sá að það sem einu sinni hefur verið skemmt af þessu tagi verður aldrei lagfært á nýjanleik." -JSS SUJ vísaöi stuðningstillögu við Jóhönnu frá: Var hægt að túlka sem stuðning til formennsku - segir Sigurður Pétursson, formaður SUJ „TUlögunni um stuðning við Jó- hönnu og störf hennar í ríkisstjórn var vísað frá. Það kom fram í máli þeirra sem töluðu fyrir frávísun að þeir styddu efni tiUögunnar fullkom- lega en þeir vUdu ekki aö SUJ í heUd samþykktu svona tillögu á viðkvæm- um tímum. Það yrði ef til viU túlkaö þannig að verið væri að lýsa yfir stuðningi við Jóhönnu til formanns- kjörs." Þetta sagði Sigurður Pétursson, formaður Sambands ungra jafnaðar- manna, við DV aö afloknu aukaþingi SUJ um helgina. Umrædd tiUaga, sem borin var upp á fundinum en vísaö frá, er eftirfarandi: „Aukaþing SUJ lýsir yfir fullu trausti á störf Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra og fagnar þeim góða árangri sem hún hefur náð í ráðherratíð sinni. Þingið harm- ar ummæU ýmissa ráöherra Alþýðu- flokksins um störf og málflutning Jóhönnu. Þingið styður eindregið viðhorf Jóhönnu um ríkisstjómar- samstarfið og telur brýnt að stefna hennar nái fram að ganga tíl varnar velferðarkerfinu." Á þinginu var samþykkt stjóm- málaályktun, svo og ályktanir um utanríkismál, landbúnaðarmál og ályktun þar sem harðlega er mót- mælt eftirágreiösluákvæði laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. -JSS Fulltrúar nemenda í stjóm lánasjóðsins: Báru fram vantrauststillögu á formanninn - vom einungis að tega afgreiðsluna, segir Gunnar Birgisson „Eg er mjög sár og varð fyrir mikl- um vonbrigðtnn enda tel ég mig hafa unnið mjög vel með nemendunum og sýnt þeim tillitssemi, bæði í vetur og í þessum viðræðum um úthlutun- arreglurnar. Ég hef grun um að van- trauststillagan sé af pólitískum toga komin," sagði Gunnar Birgisson, formaður Lánasjóðs íslenskra náms- manna, í samtali viö DV. Á fundi stjómar í gær báru fulltrúar nem- enda í stjóm lánasjóðsins fram van- trauststillögu á Gunnar. Þeir bera því við að ekki hafi verið tekið tillit til óska þeirra um upplýsingar varð- andi námsárangur í Háskólanum. Nemendur vildu kanna hversu stór hluti námsmanna skilaði hundrað prósent námsárangri áöur en breyt- ingartillögur lánasjóösins væm af- greiddar. Þar með vildu þeir kanna hversu mikill spamaður fengist með breytingunum. Ósk fulltrúa nem- enda um frest á afgreiðslunni var hafnað og bám þeir þá fram van- traust á Gunnar Birgisson. „Við töldum aö öll þau gögn sem þurfti í þessum málum hafi veriö komin fram. Við höfðum mjög skamman tíma til að afgreiða þessar reglur þar sem dróst mjög á Álþingi að afgreiða lögin. Þaö er endalaust hægt að biðja um fleiri upplýsingar en einhvers staðar verður að draga mörkin og afgreiða hlutina. Sá tími var runninn upp. Þær upplýsingar, sem fulltrúar nemendu vom að biðja um, hefðu ekki haft nein úrshtaáhrif á þaö sem var verið að afgreiða," sagði Gunnar. - Vom fulltrúar nemenda þá ein- ungis að tefja málið? „Já, ég tel það. Þeir verða að hugsa um sína umbjóðendur sem em stúd- entar en þessi frestur hefði komið verst niður á þeim meðan reglumar em ókláraðar. Það hefur ekki verið hægt að afgreiða umsóknir þeirra og það er óþolandi. Þetta hefur reyndar verið óþolandi ástand fyrir þá, okkur og starfsmenn sjóðsins. Þess vegna lagði ég ofurkapp á að Ijúka þessu sem fyrst. Við höfum haldiö fundi nánast daglega undanfarið og komið verulega á móts við þeirra óskir eins og aö meðlag er ekki talið til tekna, frítekjumark var hækkaö að ósk stúdenda en það þýðir að vegna ein- stæðra foreldra var það hækkað um 20% og annarra námsmanna um 15%. Síðan komum við mikið til móts við óskir þeirra varðandi bamafólk og sumarlánareglur vom rýmkaðar verulega. Einnig reglur varðandi veikindafrí þannig aö tekiö er tillit til veikinda í fjölskyldu og feður geta fengið aukið svigrúm vegna bameigna í fjölskyldu. Vegna allra þessara lagfæringa í betri átt koip þessi vantrauststillaga mér mjög á óvart,“ sagði Gunnar. -ELA 50 ára afmælismót BR í bridge: Öruggur sigtv Pólverja Pólveijamir Cezary Balicki og Adam Smudzinski unnu sannfær- andi sigur í tvímenningi 50 ára af- mælismóts BR með 1133 stig en Bretamir Andrew Robson og Tony Forrester höfnuðu 1 öðra sæti með 1105 stig. íslenskt par varð í þriðja sæti á mótinu, Hjördís Eyþóredótt- ir og Ásmundur Pálsson, en þau fengu 1054 stig. Tvíraenningur afmælismótsins var spilaður í Perlunni og mættu þar 70 pör til leiks. Þar sem erlendu gestimir höfðu fariö með sigur af hólmi í tveimur fyretu keppnum mótsins, bundu menn vonir við aö fslenskt par rayndi hreppa sigur- verðlaunin í tvímenningnum, sem var lokakeppni afmælishátíðarinn- ar. Þær vonir manna urðu að engu því tvö efstu pörin, Pólveijar og Bretar, skiptust á um að halda for- ystunni í siðari hluta mótsins og Ijóst aö annað þeirra myndi hljóta sigurverðlaunin. Lokastaða efstu para í tvfmenn- ingnum varð þannig: 1. Cezary Balicki-Adam Smudz- inski 1133 2. Tony Forrester-Andy Robson 1105 3. Hjördís Eyþórsdóttir-Asmundur Pálsson 1054 4. P.O. Sundelin-Bjöm Fallenius 1040 5. Jón Baldursson-Sigurður Sverr- isson 1034 6. Ólafur Lórusson-Hermann Lár- usson 1022 7. Kryztof Jassem-Dariusz Kow- alski 1006 8. Þröstur Ingimarsson-Þoröur Bjömsson 999 Það var alveg sama hve vel okkur gekk, Pólveijarnir virtust ætið Pólska sveitln, sem kom hingaö á 50 éra afmælishátíd BR, náði að slgra í lirmasveitakeppni og hreppti 1. og 7. sæti i tvimenningi hátíðarinnar. Frá vinstri eru Adam Smudzinski, Dariusz Kowaiski, Krysztof Jassem og Cezari Balícki, en Smudzinski og Balicki urðu í fyrsta sætl i tvimenningskeppn- Innl. DV-mynd S skora betur en við,“ sagði Andy Robson í viðtali við DV. „Þetta mót er það sterkt að maöur getur ekki verið annað en ánægður með að vera í öðm sæti, enda em Balicki og Smudzinski sennilega besta bridgepar heims í dag,“ sagði Rob- son. 50 ára afinælishátíð Bridgefélags Reykjavíkur var shtið meö verö- launaafhendingu i Ráöhúsi Reykja- vikur í gærkvöldi, en tvímenning- ur hátiðarinnar var spilaður í Perl- unni. í lokahófi mótsins færði formaður BR, Sævar Þorbjömsson, borgarsfjóra, Markúsi Emi Ant- onssyni, Bermúdaskálina til varð- veislu fram að næstu heimsmeist- arakeppni sem haldin verður í Chile árið 1993. Agnar Jörgensson sá um stjóm tvímenningskeppn- innar og Kristján Hauksson annað- ist útreikning á tölvu. -fs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.