Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ Refskák ★★★ Ein af örfáum spennumyndum sem er spennandi allt til endaloka. Óvenjusnjallt handrit og stílhrein leikstjórn. -GE Steiktir grænir tómatar ★★★'/2 Stórgóð mynd sem fjallar um mannlegar tilfinningar, vináttu og áhrifamátt frá- sagna. Toppleikur í öllum hlutverkum. -ÍS Ævintýri á norðurslóðum ★★ Hugljúfar barnamyndir, misgóðar og mis- vel leiknar. íslenska myndin best en sú grænlenska einnig athyglisverð. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Fólkið undir stiganum ★★ Gálgahúmor ræður ríkjum í ágætri hryll- ingsmynd með ólíklegum tortímanda í aðalhlutverki. -GE Mitt eigið Idaho ★★★ Hjartnæm lýsing á einsemd og hamingju- leit. Efnið sorglegt en húmorinn hafður í fyrirrúmi. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Ógnareðli ★★★★ Siðlaus..., spennandi..., æsandi.... óbeisluð..., óklippt..., spennandi..., ógeðsleg..., óafsökuð..., glæsileg..., tælandi..., spennandi.. 'frábært... (nei, égfæekki prósentur). -GE Lostæti ★★ Vi Skemmtileg framtíðarsýn frá tveimur teiknimyndahöfundum. Myndin er meiri stilæfing en nokkuð annað. -GE Hr. og frú Bridge ★★!4 Góð dramatísk saga um aðskilið lif vel stæðra hjóna um miöja öldina. Leikurinn frábær hjá Newman og Woodward. -GE Freejack ★ 'A Þrátt fyrir flottar sviðsetningar og miklar tæknibrellur nær fjarstæðukenndur sögu- þráöur aldrei að ná athygli áhorfandans. -HK Kolstakkur ★★★'/2 Miklu er til kostað og úrvinnsla efnis er af bestu gerð. Leikarar eru ekki þekktir en standa sig með mikilli prýði. -ÍS Léttlynda Rósa ★★★ Mjög fagmannlega unnin mynd um alvar- legt tilfelli brókarsóttar og þau vandamál sem skapast i kringum það. Frábær leikur góðra leikara. -ís Homo Faber ★★ Byrjar hressilega en fjarar fljótlega út, gerist langdregin og tómleg. Góðir leikar- ar og fallegt landslag hjálpa mikið. -GE SAGA-BÍÓ Sími 78900 Mambó-kóngarnir ★★'/2 Glæsileg mambótónlist og mambódans er umgjörð utan um dramatíska bræður sem koma frá Kúbu til að leita gæfunnar í New York. Sterkur byrjunarkafli. Gefur aðeins eftir í lokin. -HK Grunaður um sekt ★★'/2 Dramatísk frásögn um kvikmyndaleik- stjóra sem lendir í klónum á óamerísku nefndinni á sjötta áratugnum. Vel gerð kvikmynd en kraftmeiri leikstjóri hefði komiö ágætlega skrifuðu handriti frá sér á áhrifameiri hátt. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími16500 Óður til hafsins ★★'/2 Vel gerð og efnismikil með stórleik hjá Nick Nolte. Síðasta kortérið klisjukennt og skemmir fyrir heildaráhrifum. Atriði úr fortíðinni geysivel tengd nútímanum. -HK Krókur ★★'/2 Spielberg hefur gleymt gömlu töfrafor- múlunni en það er nóg af góðum sprett- um til að gera allri fjölskyldunni til hæfis. -GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum með Börn náttúrunnar. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikilfeng- legt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræði. -HK 2. deíld: Þróttarar teika á Ólafsfirði Heil umferð verður í 2. deildirmi um hvftasunnu- helgina. Víðismenn og Bl frá ísafirði ríða á vaðíð og leika á laugardaginn í garðinum klukkan 14. Annan í hvítasunnu verða fjórir leikir og hefjast þeir allir klukkan 20. Stjarnan og Fylk- ir leika í Garðab, Grindavík og Selfossí Grindavík, Leiftur og Þróttur úr Reykjavík leika á Ólafsfirði og loks taka ÍR- ingar á móti Kefivíkingum á ÍR-vellinumí Mjóddinni.-JKS 3. deild Tindastóll sækir Ægi heim í Þorlákshöfn Einn leikur verður í 3. deild- inni á laugardag þegarTinda- stóll sækir Ægi heim í Þor- lákshöfn kfukkan 14. Annan í hvítasunnu ieika klukkan 20 KS og Magni á Siglufirði, Haukar og Grótta í Hafnar- firði, Skallagrímur og Þróttur N í Borgarnesi og Ðalvík og Völsungur leika á Dalvík. -JKS anna, Þórs og KA. Þórsarar hafa heldur betur byrjað mótið vel og eru efstir í deildinni, sigruðu Fram í fyrsta leiknum og síðan Breiðablik á útivelli. KA hefur sömuleiðis byijað mótiö vel þannig að Akureyringar geta ekki annað en veriö stoltir af Uðum sínum þessa dagana. Búast má við miklu fjölmenni á leikinn í kvöld. Síðasti leikur 3. umferðar verður á þriðjudagskvöldið þegar KR-ingar taka á móti Breiðabliki í Frostaskjóli klukkan 20. -JKS Fjórir leikir verða í 1. deild á ís- landsmótinu í knattspymu annan í hvltasunnu. Fyrsti leikur dagsins verður á Akranesi þegar Skagamenn taka á móti Fram og er þama á ferð- inni ipjög athyglisverður leikur. Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa ætíð verið spennandi og jafnir og má telja ömggt að sama verður upp á teningnum að þessu sinni. Skagamenn hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum í deildinni en Framarar hafa tapaö einum og unnið einn. Leikurinn hefst klukkan 14. Klukkan 16 leika FH og ÍBV í Hafn- arfirði. Eyjamenn fóm ekki vel af stað í mótinu, léku fyrstu tvo leikina á heimavelli og töpuðu báðum þeirra. FH-ingar hafa hins vegar hlotið fjög- ur stig úr tveimur leikjum og verða öragglega erfiðir heim að sækja í Krikann. Tveir leikir verða um kvöldið klukkan 20. íslandsmeistarar Vík- ings leika gegn Val í Stjömugróf. Lið- in standa jöfn að vígi eftir tvær um- ferðir og er leikurinn því afar mikil- vægur báðum hðum. Leikurinn, sem kannski flestir bíða eftir, er viðureign Akureyrarlið- Þórsarar frá Akureyri eru efstir í 1. deild að loknum tveimur umferðum. Stórleikur verður á Akureyri þegar Þór og KA eigast við annan í hvitasunnu. Myndin er frá leik Þórsara og Framara í 1, umferð en þar unnu norðanmenn mjög óvæntan sigur Hvítasunniiferðir Ferðafélagsins Það verður margt að gerast hjá Ferðafélagi íslands um helgina því farið verður í alls íjórar langar ferð- ir, sem standa frá fostudegi til sunnu- dags, auk tveggja dagsferða. Ferðimar em eftirfarandi: 1. SnæfelIsnes-SnæfellsjökuE. Farið verður með rútu á áfangastað en gist verður að Görðum í Staðarsveit. Gengið verður á jökuiinn og famar skoðunarferðir með ströndinni eins og tíminn leyfir. 2. Öræfajökull-Kristínartindar- Morsárjökuh. Leiðin, sem farin verð- ur, hggur frá Virkisá v/Svínafeh, upp Virkisjökul, utan í Fahjökh og áfram sem leið hggur á Hvannadalshnúk. 3. Skaftafeh-Öræfasveit. Tímanum verðm- varið til gönguferða um þjóð- garðinn, meðal annars í Bæjarstaða- skóg, Skaftafehsheiði og víðar. Gist á Hofi í svefnpokaplássi. 4. Þórsmörk-Langidalur. Famar verða gönguferðir, langar og stuttar. Gist í Skagfjörðsskála. Bannað verð- ur að tjalda í Þórsmörk um hvíta- sunnuhelgina vegna þess hve gróður á svæðinu er skammt á veg kominn. Brottfor í hvítasunnuferðimar verður kl. 20 í dag, fóstudag. Dagsferðir Dagsferðir á vegum Ferðafélagsins verða bæði 7. og 8. júní. Sunnudaginn 7. júní verður gönguferð frá Hvals- nesi um Stafnes að Básendum. Mánudaginn 8. júní verður gengið frá Höskuldarvöhum (afleggjari við Kúagerði) um Grænavatnseggjar að Vigdísarvöhum (í Móhálsadal). Brottför í báðar ferðimar er kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og komið verður við í Mörkinni 6. Bannað verður að tjalda í Þórsmörk um helgina vegna þess hve gróður þar er skammt á veg kominn. Ferðir Útivist: Úrval gönguferða Sunnudagur 7. júní: Kl. 10.30, þriðji áfangi fjallasyrp- unnar: Akrafjall (586 m). Skemmtileg og fróðleg ganga. Þátttakendur fá af- henta fjallabók sem í er stimplað með sérstökum stimpli til staðfestingar á þátt- töku í hverri ferð. Kl. 13, landnámsgangan: Upprifjun á 2. raðgöngu Úti- vistar. Annar í hvítasunnu, 8. júní: Kl. 10.30, Vigdísarhólmi- Húshólmi. Kl. 13, útivistardagur fjöl- skyldunnar: Kaldársel-Undir- hlíðar. Farið verður í létta gönguferð og leiki og að því loknu verða grillaðar pylsur og boðið upp á viðeigandi meðlæti. íslandsmótið í knattspyrnu: Áhugaverðar viðureignir í 3. umferð mótsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.