Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Page 4
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNl 1992.
26
fþróttir
Háar einkunnir
afburðahrossa
-1 Kjalamesþinghá
Kynbótahross voru dæmd í Kjalar-
nesþinghá í síöustu viku. Yfirhtssýn-
ing og verölaunaafhending fóru fram
á dagskrá hvítasunnukappreiðanna.
Fulldæmdir voru 15 stóöhestar og 108
hryssur. Fjórir stóðhestanna fengu
yfir 8,00 og aðrir íjórir fengu á miUi
7,75 og 8,00. Átta hryssur fengu yfir
8,00 og 50 fengu á mUli 7,75 og 8,00.
Það er sæmileg útkoma þegar á
heUdina er litið en ljósi punkturinn
er háar einkunnir afburðahross-
anna. „Þó að breiddin sé alltaf
skemmtUeg þá er gleðilegt að sjá af-
gerandi toppa,“ sagði Kristinn Huga-
son hrossadómari.
Eftirtaldir fjórir stóðhestar fengu
yfir 8,00 í aðaleinkunn. SeguU frá
Stóra-Hofi fékk hæstu einkunn sex
vetra stóðhestanna, 8,18. Hann fékk
8,23 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfi-
leika og er í eigu Sigurbjörns Eiríks-
sonar. SeguU er undan Þætti frá
Kirkjubæ og Nótt frá Kröggólfsstöð-
um.
Sókrón frá Hóh fékk 8,03 fyrir
byggingu og 8,10 fyrir hæfileika og í
aðaleinkunn 8,06. Hann er í eigu Þor-
leifs K. Karlssonar og er undan
Dreyra frá Álfsnesi og Blesu frá
Möðrufelh.
Þytur frá Glæsibæ fékk 7,98 fyrir
byggingu, 8,14 fyrir hæfileika og 8,06
í aðaleinkunn. Hann er í eigu Hali-
dóru Baldvinsdóttur og er undan
Sval og Vöku frá Glæsibæ.
Brennir frá Kirkjubæ bar höfuð og
herðar yfir aöra fimm vetra fola.
Hann fékk 8,15 fyrir byggingu, 8,04
fyrir hæfileUca og er með 8,10 í aðal-
einkunn. Hann er í eigu Hinriks
Bragasonar og er undan Anga frá
Laugarvatni og Brönu frá Kirkjubæ.
Einungis einn fjögurra vetra stóð-
hestur var fulldæmdur. Hann fékk
7,42 í aðaleinkunn.
Átta hryssur fengu yfir 8,00 í aðal-
einkunn. Flestar voru þær lítt þekkt-
ar. Efst í sex vetra flokki stóð Snegla
frá Hala með 7,95 fyrir byggingu, 8,43
fyrir hæfileika og 8,19 í aðaleinkunn.
Eigandi Sneglu er Guðmundur Gísla-
son en hryssan er undan Þokka frá
Garði og Feiju-Jörp frá Sandhóls-
ferju.
Urð frá HvassafeUi fékk 7,95 fyrir
byggingu, 8,41 fyrir hæfUeika og 8,18
í aðaleinkunn. Engar upplýsingar
var að fá um þá hryssu. Dúkkulísa
frá DaUandi varð í þriðja sæti með
7,98 fyrir byggingu, 8,31 fyrir hæfi-
leika og 8,14 í aöaleinkunn. Dúkku-
lísa er í eigu Gunnars Dungal og er
undan Hrafni frá Holtsmúla og Lýsu
frá Efri-Rotum.
Freyja frá Apavatni og Hrafndís frá
Reykjavík fengu yfir 8,00 í aðalein-
kunn. Freyja fékk 8,15 fyrir byggingu
og 8,01 fyrir hæfileika og 8,08 í aðal-
einkunn en Hrafndís fékk 8,10 fyrir
byggingu, 8,03 fyrir hæfileika og 8,06
í aöaleinkunn. Freyja er í eigu Guð-
mundar Harðarsonar en Guðmund-
ur Ólafsson er eigandi Hrafndísar.
Freyja er undan Kjarval en Hrafndís
er undan Hrafni frá Holtsmúla og
Mánadísi frá Reykjavik.
KoUa frá Nýjabæ stóð efst fjögurra
vetra hryssna. Hún fékk 7,75 fyrir
byggingu og 7,67 fyrir hæfileika og
7,71 í aðaleinkunn.
Ein hryssa náði 1. verðlaunum fyrir
afkvæmi. Sú heitir Fjöður frá Hnjúki
og er í eigu Kára Arnórssonar. F)öð-
ur fékk 7,91 fyrir fjögur afkvæmi.
TvöfaH hjá Atla
-iskeiðihjáSörla
Mjög góðir timar náöust í kapp- Krummi, sem Sævar Þorvaröarson
reiðum hjá Sörla í Hafnarfirði um sat, á 20,64 sek. Daði Ingvarsson
síðustu helgi. Ath Guðmundsson var einnig sigursæU og sýndi þó
stýrði tveimur skeiðgömmum tU nokkra fjölhæfni. Hann sat Funa í
sigurs í 150 metra skeiði og 250 300 metra stökki og sigraði á 23,35
metra skeiöi og náði mjög góðum sek. Hann sat einnig Goða í 300
tímum. í 150 metra skeiði sat Atli metra brokki, sem sigraði á 44,59
Fáka á 14,66 sek., en i 250 metra sek.
skeiði sat hann Kol á 22,33 sek. -E.J.
í 250 metra stökki sigraði
Nökkvi frá hestamannafélaginu Létti á Akureyri kom suður yfir heiðar og hlaut höfðinglegar móttökur, efsta sæti
í B-flokki á stórmóti Fáks og var að auki valinn glæsilegasti hestur mótsins. Knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson.
DV-myndir E.J.
Stórmót Fáks í Víðidal:
Glæsilegir
gæðingar
- kallaðir til viða af landinu
Hestar frá hestamannafélaginu Fáki í Reykjavik röðuöu sér í þrjú efstu sætin í A-flokki gæðinga. Yst til hægri er
Gýmir sem sigraði. Eigandi hans, Jóhanna M. Björnsdóttir, stendur hjá. Knapi er Trausti Þ. Guðmundsson. Þá
kemur Þristur og Sigurbjörn Bárðarson og Höfði og Sigurður Mariníusson. Einnig sést f Fána og Kristin Guðnason.
Fáksmenn héldu stórmót í Vföi-
dalnum í síðustu viku og um helgina
vegna 70 ára afmælis félagsins. Mikið
var lagt í mótið og margir glæsilegir
gæðingar kallaðir til víða af landinu.
En þrátt fyrir aHa vinnu mótshald-
ara voru það veðurguðimir sem
stálu senunni. Rigning og rok gerðu
mikinn usla og lokadaginn var veör-
ið verst.
Þrátt fyrir veðrið var margt sem
gladdi áhugamenn um hesta-
mennsku. Má þar nefna árangur
kynbótahrossa svo og gæðinga sem
vöktu mikla athygh.
Hestamannafélögum um aht land
var boðið að senda sín bestu hross á
stórmót Fáks og þekktust mörg
þeirra boðið. Fáksmenn héldu innan-
félagsmót sitt í sama mund, létu
dóma ghda th verðlauna og fengu
tvöfalda sigurvegara í þremur grein-
um af fimm.
A-flokks gæðingar
sérlega glæsilegir
A-flokks gæðingamir voru sérlega
glæsUegir og fengu toppeinkunnir. í
A-flokki gæðinga sigraði Fákshestur-
inn Gýmir Jóhönnu M. Björnsdóttur,
sem Trausti Þór Guðmundsson
sýndi, og í kjölfarið komu tveir Fáks-
hestar: Þristur og Höíði.
í unglingaflokki sigraði Fáksknap-
inn Sigurður V. Matthíasson á Bessa
Magneu Jónsdóttur. Sigurður hlaut
einnig ásetuverðlaun í unghnga-
flokki. Þá sigraði Sigurbjöm Bárðar-
son í töltkeppninni á Oddi.
En utanfélagsmenn léttu ekki sitt
eftir hggja. Léttisknapinn Baldvin
Ari Guðlaugsson kom sá og sigraði í
B-flokki gæðinga á Nökkva Heimis
Guðlaugssonar. Nökkvi var einnig
valinn glæshegasti hestur mótsins
enda afburða höfðinglegur og fas-
mikiU hestur. Prati Agnars Ólafsson-
ar, sem Alfreð Jörgensen sýndi, kom
næstur og stóð efstur Fákshesta í
B-flokki gæðinga.
Guðmar Þór
vann barnaflokk
í barnaflokki sigraði Guðmar Þór
Pétursson frá hestamannafélaginu
Herði í Mosfehsbæ. LUja Jónsdóttir
stóð efst Fáksknapa á Sindra og hún
fékk einnig ásetuverðlaun í barna-
flokki. Þá er ógetið verðlaunastyttu
sem Maríanna Gunnarsdóttir hlaut,
farandbikars sem Ragnar Gregersen
gaf og hlýtur prúður knapi styttuna
hvert ár.
Sleipnir vann tvöfalt í stökkinu
Það er óvenjulegt aö stökkhestum
sé beitt í hvoru tveggja 350 metra
stökki og 800 metra stökki á sama
móti, en það gerði Sölvi Sigurösson
í Mosfellsbæ meö góðum árangri því
hann vann báðar greinar á Sleipni.
350 metrana fór Sleipnir á 28,42 sek.,
og 800 metrana á 63,92 sek. Snarfari,
sem Sigurbjöm Bárðarson á og
sýndi, sigraði í 150 metra skeiði á
14,63 sek., og Sigurbjöm sat einnig
sneggsta 250 metra skeiðgamminn
Leist,á23,lsek. -E.J.