Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1992, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1992. 31 DV Framherjarnir í liði Barcelona, þeir Kristo Stoichkov, til hægri, og Jose Bakero fagna hér meistaratitli í spænsku 1. deildinni. Stoichkov var hetja Börsunga og skoraði bæði mörkin gegn Atletico Bilabao. Símamynd/Reuter Börsungar bestir - skutust fram úr Real Madrid og uröu meistarar á Spáni Barcelona varð um helgina Span- armeistari í knattspymu en þá var leikin síðasta umferðin í 1. deild. Barcelona sigraði Atletico Bilbao á heimavelli, 2-0, en á sama tíma tap- aði aðalkeppinauturinn, lið Real Madrid, fyrir Tenerife, 3-2, á úti- velli. Barcelona lauk mótinu með 55 stig, Real Madrid 54 og Atletico Madrid 53. Börsungar hreinlega æröust af fögnuði þegar þeir fréttu af úrslitum í leik Real Madrid og Tenerife og þeir 100 þúsund áhorfendur á Nou Camp í Barcelona köstuðu öllu laus- legu inn á völlinn þegar úrslitin voru ljós. Búlgarinn Kristo Stoikckov var hetja Börsunga. Hann skoraði bæði mörk liðsins, sitt í hvorum hálfleik. Búlgarinn hefur verið orðaður við franska liðið Paris SG en eftir leikinn sagði hann. „Þetta er besta hð í heimi og ég get ekki yfirgefið það,“. Barcelona byrjaði mótið illa og um miðjan janúarmánuð hafði Real Madrid átta stiga forskot á Börsunga. Víst er að Johan Cryuff, hollenski þjálfarinn hjá Börsungum, er kom- inn í dýrlingatölu í Barcelona eftir frábæran árangur á tímabilinu þar sem hðið varð Spánarmeistari og í síöasta mánuði Evrópumeistari eftir sigur á Sampdoria. Real Madrid náði tveggja marka forystu Það var mikh sorg ríkjandi hjá leik- mönnum og forráðamönnum Real Madrid eftir ósigurinn. Madrid, sem leitt hafði dehdina nær aht tímabihð, haföi leikinn í höndum sér og skor- aði 2 fyrstu mörkin, fyrst Hierro á 8. mínútu og Georghi Hagi bætti við öðru marki á 28. mínútu. Tenerife, sem lenti í 13. sæti, minnkaði muninn fyrir leikhlé og 1 síðari hálfleik gerði Kanaríeyjahðið stórhðinu frá Madrid lífið leitt. Rocha skoraði sjalfsmark a 76. minútu og minútu síðar kom sigurmarkið. í Real Madrid var einum leikmanni færra á þessum tíma en Vhlarroyo var rek- inn af velli á 68. fnínútu. Úrsht í lokaumferðinni urðu þannig: Sociedad-Espanol.............1-1 Zaragoza-Mahorca................1-2 Oviedo-Burgos...................3-1 Atl. Madrid-Albacete............4-1 Osasuna-Coruna..................0-1 Valencia-Logrones...............1-1 Tenerife-Real Madrid............3-2 Cadiz-Gijon.....................1-1 Valladolid-Sevhla.............1-0 Barcelona-Atl. Bilbao...........2-0 Barcelona......38 23 9 6 87-37 55 Real Madrid....38 23 8 7 78-32 54 AtleticoMadrid38 24 5 9 67-35 53 Valencia.......38 20 7 11 63-42 47 Sociedad.......38 16 12 10 44-38 44 -GH 1. delld kvenna í knattspymu: Valur og Breiðablik tróna á toppnum Þrír leikir fóru fram í 1. dehd kvenna um helgina og setti veðrið svip sinn á aha leikina. Einstök veðurblíða var fyrir norðan er Þórsarar vígðu nýtt og glæshegt íþróttasvæði. Valsstúlkur komu ákveðnar th leiks og sigruðu, 4-0. Hjördís Símonardóttir skoraði tvö mörk, Helga Ósk Hannesdóttir Jkk 1. deild o kvenna UBK..........3- 3 0 0 21-1 9 Valur.........3 3 0 0 6-0 9 Akranes.......3 2 0 1 12-3 6 Stjaman......3 111 10-2 4 KR...........3 1 1 1 3-10 4 ÞrótturN......3 1 0 2 5-17 3 ÞórAk........'3 0 0 3 0-10 0 Höttur........3 0 0 3 1-15 0 Markahæstar: Olga Færseth, UBK, 9 mörk Ásta B. Gunnlaugsdóttir, 5 mörk Helena Ólafsdóttir, ÍA, 4 mörk Guðný Guðnad., Stjaman, 4 mörk Ragna L. Stefánsd., Stjarnan, 3 mörk Ragnheiöur Jónasdóttir, ÍA, 3 mörk eitt og Guðrún Sæmundsdóttir eitt og var það ekki af verri endanum. Stórglæshegt skot af 45 metra færi, í stöngina og inn. Ungu stúlkumar í hði Vals, Hjör- dís, Helga og Kristbjörg Ingadóttir, áttu ahar góðan leik. Þórshðið er á réttri leið og á ömgglega eftir að hala inn stig fyrir haustið, Ellen Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðar- dóttir voru bestar í liði Þórs. ÍA fékk Hött í heimsókn á æfinga- svæðið á Akranesi. Sterkur vindur var og áttu stúlkurnar fullt í fangi með að hemja boltann. Skagastúlk- ur sóttu látíaust að marki Hattar en frábær markvarsla Blædisar Guðjónsdóttur í marki Hattar kom í veg fyrir stórsigur ÍA. Ragnheiöur Jónasdóttir skoraði þrjú mörk og Helena Ólafsdóttir eitt. Karitas Jónsdóttir var best í hði ÍA en Blædís Guðjónsdóttir átti stórleik í hði Hattar. Stjaman lék gegn Hetti á laugar- dag í roki og rigningu. Hattarstúlk- ur vom greinhega þreyttar eftir erflðan ieik gegn ÍA daginn áður og máttu þola stórtap, 9-0. Guöný Guðnadóttir skoraöi Qögur mörk, Ragna Lóa Stefánsdóttir tvö og þær Auður Skúladóttir, Rósa Dögg Jónsdóttir og Anna Sigurðardóttir eitt hvor. Guðný Guðnadóttir, Anna Sig- urðardóttir og Auöur Skúladóttir áttu allar góðan leik fyrir Stjöm- una en hjá Hetti áttu þær Blædís Guðjónsdóttir og Ásdís Þorghsdótt- ir ágætan leik. KR áfram í bikarnum Fyrsti leikur bikarkeppni kvenna fór fram í gær. KR-ingar fengu Hött í heimsókn og unnu stórsigur, 9-0. Hrafnhhdur Gunniaugsdóttir skoraði fjögur mörk, Ama K. Hilm- arsdóttir, Heiða Erlingsdóttir, Ásta Sóley Haraldsdóttir og Hhdur Kristjánsdóttir eitt hver. Eitt markið var sjálfsmark Hattar- stúlkna. í kvöld verða sex leikir í bikar- keppninni, KA fær UBK í heim- sókn, Dalvík tekur á móti KS, Reynir leikur gegn ÍA, ÍBK gegn Þór A., Valur gegn Stjörnunni og Sindri fær Þrótt N. í heimsókn. Allir leikimir heíjast kl. 20. -ih íþróttir Grand Prix meistaramótiö í frjálsum: Ottey á mjög góðu skriði - vann 200 m hlaupið í Sevilla um helgina Merlene Ottey frá Jamaika náöi góðum tíma og sigraði í 200 metra hlaupi á Grand Prix meistaramótinu í fijálsum íþróttum sem fram fór í Seviha á Spáni um helgina. Ottey fékk tímann 22,19 sem er annar besti tími í heiminum á þessu ári. Á sama móti náði Igor Astapkovich frá Samveldinu lengsta kasti ársins í sleggjukasti þegar hann kastaði 84,62 metra. Stefka Kostadinova frá Búlgaríu sigraði í hástökki kvenna. Hún vipp- aði sér yfir 2,03 metra sem er einum sentímetra frá besta stökki ársins en það átti heimsmeistarinn Heike Henkel frá Þýskalandi, stökk 2,04 metra á dögunum. í langstökki kvenna fagnaði Heike Dreschler sigri þegar hún stökk 7,39 metra sem er hennar besti árangur á þessu ári. Helstu úrsht á mótínu urðu þannig: 400 m hlaup karla 1. Norberto Tehez, Kúbu......45,93 2. Lazaro Martines, Kúbu.....46,47 3. Hector Herrea, Kúbu.......46,75 Sieggjukast karla 1. Igor Astapkovich, SSR.....84,62 2. Igor Nikihin, SSR.........83,44 3. Júrí Sedykh, SSR..........80,42 200 m hlaup karla 1. Luis Rodriguez, Spáni.....21,10 2. Miguel Gomez, Spáni.......21,14 3. Enrique Talavera, Spáni...21,16 100 m grindahlaup kvenna 1. Ludmha Narozhhenko, SSR....12,26 2. Tatyana Reshetnikova, SSR ....12,73 3. Lidia Yurkova, SSR.......12,86 Hástökk kvenna 1. Stefka Kostadinova, Búlgaríu...2,03 2. Inga Babakova, SSR........1,91 3. Svetíana Leseva, Búlgaríu..1,91 400 m hlaup kvenna 1. Charity Opara, Nígeríu...50,36 2. Sandie Richards, Jamaíku..50,90 3. Ana Quirot, Kúbu.........51,05 400 m grindahlaup karla 1. Kevin Young, Bandar......48,71 2. Derrick Adkins, Bandar....49,41 3. SvenNylander, Svíþj......49,82 Langstökk kvenna 1. Heike Drechsler, Þýskalandi ....7,39 2. Ludmha Ninova, Austurríki..7,00 3. Larisa Berezhnaya, SSR.....6,99 200 m hlaup kvenna 1. Merlene Ottey, Jamaíku....22,19 2. Galina Malchugina, SSR....22,34 3. Juliet Cuthbert, Jamaíku..22,59 5000 m hlaup karla 1. Dieter Baumann, Þýsk...13:09.03 2. Khahd Skah, Marokkó....13:09,10 3. Yobes Ondieki, Keníu...13:09,72 Hástökk karla 1. Javier Sotomayor, Kúbu....2,33 2. Hollis Conway, Band.......2,29 3. Arturo Ortiz, Spánni......2,29 -GH Merlene Ottey er á góðu skriöi um þessar mundir og hun sigraði i 200 m hlaupi á Grand Prix meistaramótinu i Sevilla um helgina þar sem hún hljóp á öðrum besta tíma sem náðst hefur á árinu. íslandsmótið - 2. deild kvenna: Haukamir unnu Nokkrir leikir hafa farið fram í 2. dehd kvenna. í A-riðli sigruðu Haukastúlkur Tý í Vestmannaeyj- um, 4-1, Hulda K. Hlöðversdóttir skoraði þijú mörk fyrir Hauka og Berglind Jónsdóttir eitt. Leik Reynis Sandgerði og Ægis var frestað. i B-riðh sigraöi KS Tindastól, 2-0, Thelma Birkisdóttir og Anna H. Gunnarsdóttir skoruðu mörkin. Dal- vík sigraði Leiftur, 4-0. I C-riðh sigraði KSH Leikni, 7-0. Jóna Petra Magnúsdóttir og Hahdóra Hafþórsdóttir skoruðu þijú mörk hvor og Lhlý Viðarsdóttir eitt. Sindri sigraði Val, 7-1. Jakobína Jónsdóttir skoraöi þijú mörk, Rósa Steinþórs tvö, Vhborg Stefánsdóttir og Vala Hjörleifsdóttir eitt mark hvor. Ein- herji sigraöi Austra, 3-2. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.