Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1992, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992. Fréttir Gjaldþrota maður dæmdur fyrir stórfelld skjalafalsbrot: 15 mánaða fangelsi og 4 milKónir í skaðabætur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu og heldur til á Spáni Tæplega fertugur Reykvíkingur, Eyvindur Ólafsson, hefur verið dæmdur í 15 mánaöa fangelsi og til greiðslu rúmlega 4 milljóna króna í skaðabætur til ýmissa fyrirtækja og stofnana vegna skjalafals og umboðssvika upp á rúmar 12 millj- ónir króna. Brotin tengdust að mestu leyti ýmsum bíla- og banka- viðskiptum, t.d vegna Bílasölu Suð- umesja. Hér er um að ræða starfsmann Sólarhúsa, félags sem selur sumar- hús til Spánar. í vetur þurfti Ey- vindur að komast í viðskiptaferðir til Spánar en var þá úrskurðaður í farbann frá desember fram í maí vegna rannsóknar og dómsmeö- ferðar sakamálsins sem þó tengdist ekki Sólarhúsum. RLR fékk spum- ir af þvi að Eyvindur hefði keypt flugmiða til Spánar - aðeins aðra leiðina. í maímánuöi kvað Hæsti- réttur upp úrskurð sem felldi far- bannið úr gildi. Þá var dómsyfir- heyrslum yfir manninum lokið í sakadómi en málflutningur veij- anda var eftir. Sakborningurinn gaf síðan verjanda sínum umboð til að taka við dóminum fyrir sína hönd. Eyvindur heldur nú til á Spáni og annast verkefni þar. Bú Eyvindar var tekið til gjald- þrotaskipta með úrskurði í júlí 1991. Engar eignir fundust í búinu og ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur sem námu samtals 10,6 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Sakbomingurinn viðurkenndi hin stórfelldu skjalafals- og auðg- unarbrot sín strax við yfirheyrslur hjá RLR. Fyrir dómi sagðist hann hafa á ofangreiddu tímabili verið undir miklum áhrifum áfengis og lyfja. Brot mannsins fólust fyrst og fremst í nafnafólsunum á rúma tvo tugi víxla og skuldabréfa á ámnum frá ágúst 1989 til maímánaðar 1991. Eyvindur notaði nöfn foreldra, annarra skyldmenna og fleira fólks í heimildarleysi sem útgefenda, framseljenda og ábekinga á víxla. Auk þess notaöi hann nöfn fólksins í heimildarleysi sem greiðenda og ábyrgðarmanna á skuldabréf og falsaði nöfn vitundarvotta á nokk- ur bréfanna. Skuldabréfin notaði Eyvindur aðallega í bílaviðskipt- um, til skuldbreytinga í banka, til að greiða eldri lán, til viðskipta við tryggingafélag og fleira. Auk þess falsaði maðurinn nöfn í heimildar- leysi á 1,1 milljónar króna trygg- ingavíxil vegna Visagreiðslukorts síns sem hann afhenti Sparisjóði Keflavíkur. Eyvindur var einnig dæmdur fyr- ir að hafa falsað tilkynningu um eigendaskipti að bifreið til skrán- ingar í Bifreiðaskoðun íslands. Þetta var gert í því skyni að láta þinglýsa 600 þúsund króna skulda- bréfi á bifreiðina til að greiða hluta af kaupverði annarrar bifreiðar sem tekin var í umboðssölu. Auk refsingar var sakbomingn- um gert að greiða Sjóvá-Almennum 400 þúsund krónur í skaðabætur, Samvinnusjóði íslands 1,4 milljón- ir, Landsbanka íslands 503 þúsund krónur og P. Samúelssyni hf. 1,6 milljónir króna, allar upphæöirnar að viðbættum dráttarvöxtum. Við ákvörðun fangelsisrefsingar var hliðsjón höfð af því að um var aö ræða síendurtekin brot og um verulegar fjárhæðif var aö tefla. Hins vegar var litið til þess að Ey- vindur játaði brot sín hreinskilnis- lega. -ÓTT Herra Olafur Skúlason biskup setti í gær Prestastefnu 1992.1 ræðu biskups kom meðal annars fram að ekki bæri að láta safnaðarfólk greiða beint fyrir ýmis þjónustuverk prestsins, svo sem giftingu og skírn. Sérþjónusta kirkjunn- ar, sem innt væri af hendi á sjúkrahúsum og stofnunum, yrði skilgreind þannig að þeir sem þörfnuöust hennar fengju hennar sem best notið. Ábyrgð kirkjunnar væri aö fylgja mannanna bömum eftir, ailt frá því að barnið vigðist inn f söfnuðinn með skírninni. DV-mynd JAK Þröstur Ólafsson: Sjálfstæðismenn vilja ekki sóknarstýringu - vilji krata að taka það kerfi upp í stað kvótans „Það er rétt að viö kynntum niður- stöður flokksþingsins og með þeirri ósk að við myndum ræða sérstaklega sóknarstýringarkerfi sem grundvöll, eins og andi mnræðnanna var mikill á flokksþingi Alþýðuflokksins. En fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögð- ust ekki sjá neina ástæðu til þess og töldu það fullreynt og að kerfið hefði verið í gildi um allmörg ár og það hefðu nánast allir verið sammála að leggja það af þar sem það væri slæmt og lélegt," sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og annar formaður nefndar stjómar- flokkanna sem á að fjalla um fram- tíðarstjómun fiskveiða, en sjálfstæð- ismenn í nefndinni vflja ekki ræða sóknarkerfi. Á flokksþingi Alþýðu- flokksins kom fram mikill áhugi á slíku kerfi, sérstaklega hjá fulltrúum af landsbyggðinni. Þingið samþykkti ekki að fara þá leið þó áhugi fyrir því hafi komið skýrt fram. „Þeir sögðust ekki sjá neitt sem hefði komiö fram síðcu- sem breytti þeirri skoðun og þeir vom ekki reiðubúnir að ræða nýtt stjómkerfi á grundvelh sóknarstýringar. Flokksþingið samþykkti ekki aö taka sóknarstýringu en það var andi ákveðins hóps að gera það. Ég flutti þann anda inn á fundinn í nefndinni og að við ræddum saman á gmnd- velli þeirra hugmynda." - Er það þess vegna sem nefndin kemur ekki saman á næstu vikum? „Nei. Það að við hittmnst ekki í júlí er eingöngu vegna sumarfría og hefur ekkert með málefnin að gera. Viö ákváðum að láta fundi liggja niðri í júiímánuði," sagði Þröstur Ólafsson. -sme Jón Baldvin aftekur að EES-samningurinn feli í sér valdafr amsal: Þarf ekki sprenglærða lög- fræðinga til að skilja það „Það þarf enga sprenglærða lög- fræðinga til að skilja það að EES- samningurinn felur ekki í sér fram- sal á löggjafarvaldi, dómsvaldi eða framkvæmdarvaldi. Það er tiltölu- lega einfalt mál fyrir þá sem á annað borð kynna sér samninginn og ræða hann út til staðreynda," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. Jón Baldvin vísar alfarið á bug þeirri staöhæfingu Guðmundar Al- freðssonar þjóðháttarfræðings um að EES-samningurinn bijóti á flöl- mörgum sviðum í bága við stjómar- skrána. Þessi skoðun Guðmundar kom fram á borgarafundi Lögræð- ingafélagsins um síðustu helgi. „Mín niðurstaða er óbreytt. Samn- ingurinn' brýtur ekki í bága við stjómarskrána. Það komu engin rök fram í máli hans sem sanna eða styðja þá fullyrðingu að EES-samn- ingurinn brjóti í bága við stjómar- skrána.“ Búist er við að í byijun júlí muni nefnd sérfróðra lögfræðinga skila utanríkisráðherra álitsgerð um stööu EES-samningsins gagnvart stjómarskránni. Nefndina skipaöi Jón Baldvih til að fá hlutlægt og laga- legt mat á því hvort samningurinn fæh í sér valdaframsal. Að sögn Jóns Baldvins hefur ríkis- stjómin ekki tekið neina afstöðu til þess hvemig hún bregöist við áhti nefndarinnar komist hún að sömu niðurstöðu og Guðmundur Alfreðs- son. Á hinn bóginn muni áht lög- fræðinganna ekki binda hendur rík- isstjómarinnar, hver svo sem niður- staða þeirra veröi. Að sögn Jóns er þaö póhtískt leik- bragð stjómarandstöðunnar að gera EES-samninginn tortryggilegan í tengslum við stjómarskrána. Astæð- an sé einfaldlega sú að hún vilji ekki málefnalega umræðu um kosti samningsins. Því síður vilji hún horfast í augu viö þær afleiöingar sem það hefði ef samningurinn næðist ekki í gegn. Aöspurður kveðst Jón Baldvin vantrúaður á að þjóðaratkvæða- greiðsla um samninginn hefði komið í veg fyrir þá lagaþrætu sem mnræð- an hefur leiðst út í. Stjómarandstað- an hefði einfaldlega látíö atkvæða- greiðsluna snúast um túlkun á stjómarskránni. Þá segir hann enga hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á íslandi enda sé hér til staðar virkt fuhtrúalýðræði. „Ef við ákvæðum að grípa til þjóð- aratkvæöagreiðslu þá værum við að bijóta viðteknar hefðir á íslandi og skapa fordæmi fyrir því að milli- ríkjasamningar, sem Alþingi sam- þykkir í framtíðinni, skuh fara undir þjóðaratkvæði. Það væri stór ákvörðun sem þyrfti að taka póh- tíska afstöðu til alveg burtséð frá EES-samningnum. Hvort samning- urinn samræmist stjómarskránni kahar ekki á shka atkvæðagreiðslu." -kaa -íverðlaunasæti íslenska sveitin þarf að vinna Tékkóslóvakíu, 3-1, í síðustu umferð mótsins til þess að eiga möguleika á verðlaunasæti en endanlegt sæti ræðst einnig rajög af úrshtum í öðrum viöureignum. Islenska sveitin er nú í 7.-11. sæti meö 31 vinning. Rússar em þegar búnir að | tryggja sér sigur á mótinu, eru lúeð 37 vinninya. Armenar eru í öðrti sæti með 32,5, Úsbekistan í | þriöja með 32 en síðan koma Bandarikjamenn, Lettar og ísra elár með 31,5 vinning. Jóhann i teflir á fyrsta boröi í siðustu um- ferð gegn Ftacnik, Margeir við Stohl á öðra boröi, Jón L. við Mokry á því þriðja og Hannes við Hracek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.