Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 1
Siefán tekur vSdKH-stúlkum Stefán Amarson, markvörður FH í knattspyrnu, hefUr verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í handk.nattleik. Stefán þjálfaði og lék með Gróttu á síðasta keppnis- tímabilí en Jiðið féli þá í 2. deild. Þess má geta að Stefán er alinn upp hjá KR og því ekki ókunnug- ur í herbúöum vesturbæjarliös- ins. Hilmarráðinn þjátfarí Gróttu Hilmar Sigurgíslason, fyrrum leimaður Víkings, HK og ÍBV, hefúr veriö ráöinn þjálfari Gróttu og mun hann taka við liðinu af þeim Stefáni Amarsyni og Birni Péturssyni. Þá mun Hilmar einn- ig leika með Gróttumönnum í 2. deildinni næsta vetur. Þess má geta að Grótta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Friðleifur Frið- leifsson og Guðmundur Alberts- son hafa yfirgefíð liðið. Friðleifur hefur gengið til liðs við Víking en Guömundur skipt i HK og þá er hinn snjalli markvöröur Alex- ander Revine líklega á leið i Vík- ing. Reynoldsi Bandarikjanna Bandaríkjamaðurinn Butch Reynolds komst i ólympíulið Bandaríkjamta með því að ná 5. sæti í 400 m hlaupi. Sex í'yrstu menn í hlaupinu komust í boð- hlaupssveitina í 400 m hiaupi. Mjög ólíklegt er þó að Reynolds fái aö hlaupa í Barcelona, hann er í tveggja ára keppnisbanni vegna lyfianotkunar, en banniö rennurútll.ágúsL »BL Sandersoná sínafimmtu Tessa Sanderson, ólympíu- meistari i spjótkasti kvenna frá 1984, varð á laugardagirm fyrst Breta til þess aö tryggja sér keppnisrétt á sínúm fimmtu ólympiuleikum. -BL Feitargyltur áWimbledon Hollenski tennisleikarinn Ric- hard Krajicek er ekki vinsælasti karlmaðurinn meðal. tennisleik- ara af veikara kyninu á Wimhle- don-mótinu þessa dagana. Ástæð- an er sú að hann sagði í viðtali við hollenska útvarpsstöð á Fóstu- daginn að 80% af öllum kven- kynstennisleikurum i heiminum væru feitar gyltur semekki ættu skilið að fá verðlaunafé til jafns við karlana. Nú hefur Knfiicek reynt að draga í land en það hefur aðeins gert ilit verra. Á blaða- mannafundi sagöi hann hlæjandi að hann hefði farið með ýkjur í viðtalinu, aðeins 75% kvennanna væru feitar gyltur. Síöan sagöist hann aðeins vera að vekja at- hygh á því að kvenfólkið ætti ekki rétt á sörou vinningsupphæð ogkarlamir.meðal annarsvegna þess að þær lékju aðeins 3 lotur en karlamir S lotur. Martina Navratilova brást hin versta við ummælum Krajiceks og sagðist ætla aö berja tiann í spað. -BL Opna GR-mótið í golfi á GrafarholtsveUi: Björgvin og Sveinn sigruðu Björgvin Þorsteinsson til hægrí og Sveinn Snorrason með sigurlaunin sem afhent voru í mótslok í gærkvöldi. Krabbe keppir á OL Alþjóða fijálsíþróttasambandið komst að þeirri niðurstöðu í gær að þýsku hlaupadrottningunni Katrinu Krabtœ væri heimilt að keppa á ólympíuleikunum í Barcelona síðar í sumar. Krabbe hafði, ásamt stöllum sínum Silke Möller og Grit Breuer, gengist undir lyfiapróf í janúar sem síðan reyndist jákvætt. í kjölfarið dæmdi þýska frjálsíþróttasambandið þær í 4 ára keppnisbann. Síðan hnekkti laganefnd þýska sambandsins keppnisbanninu og nú hefur Alþjóða fijálsíþróttasama- bandið komist að sömu niðurstöðu. Rökin eru þau að lyfiaprófið, sem var óvænt og fyrirvaralaust, hafi verið ólöglegt samkvæmt þýskum lögum. Sekt eða sýkna hlaupakvennanna var aldrei til umræðu hjá alþjóða- sambandinu. Islendingar sprungu íslenska körfuknattleikslandsliöið lauk þátttöku í forkeppni ólympíu- leikanna á fóstudagskvöld, án þess að vinna leik. íslenska hðið mætti því portúgalska í síðasta leiknum og haföi yfir í hálfleik en þreyta sagði til sín í lokin og íslenska hðið missti móðinn og tapaði, 78-83. Stig Islands: Teitur 32 (þar af 5 3ja stiga körfúr), Guðmundur 14, Magnús 14, Val- ur 10, Jón Kr. 4, Guðni 2, og Axel 2. Önnur úrslit Króatía og Þýskaland urðu í tveimur efstu sætimum í D-riðlinum, sem ís- land lék í og komast þjóðimar áfram í úrslit forkeppninnar, ásamt Tékkó- slóvakíu, Ítaiíu, Samveldinu, ísrael, Litíiáen og Slóveníu. í dag hefst keppni þessara þjóða um fiögur sæti á sjálfum ólympíuleikunum. -BL 79 stiga sigur Björgvin Þorsteinsson, GA, og Sveinn Snorrason, GR, sigruðu á opna GR-mótinu í golfi sem fram fór á Grafarholtsvelli um helgina, þeir lilutu 87 punkta. í öðru sæti urðu Bjarni Jónsson, GR, og Magnús Bjamason, GR, með 85 punkta. í þriðja sæti urðu Atli Örn Sævars- son, GR, og Haraldur Þórðarson, GR, með 84 punkta og í fiórða sæti, einnig með 84 punkta urðu þeir Hörður Sigurðsson, GR, og Ásgeir Karlsson, GR. Hannes Ríkarðsson, GR, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 11. braut og fékk fiallahjól í verðlaun fyrir viltið. Jónas Þorvaldsson, GR, var næstur holu á 2. braut 1,89 m. Guðjón Sveinsson, GK, var næstur holu á 6. braut, 79 sm. Á 16. braut var það Bjöm Bjömsson sem var næstur holu, 1,52 m, á 17. braut var Yzuru Ogino, GR, næstur holu, 44 sm og á 18. braut var það Gunnar Sigurðsson sem var næstur holunni 1,36 m. Þessir kappar fengu sérstök verðlaun. Keppendur á mótinu voru allsl56talsins. -BL Ólafur Sveinsson. DV-mynd GS Tennis: Ólafur sigraði Stærsta tennismótiö hérlendis til þessa var haldið á tennisvöllum Vík- ings um helgina en Fjölnir sá um framkæmd þess. 103 einstaklingar skráðu sig tU leiks í 20 flokkum. Á mótinu kom berlega í ljós miltiar framfarir en þessi íþrótt er í stööugri sókn hér á landi. Olafur Sveinsson, TFK, sigraði í einliðaleik karla en Hrafnhildur Hannesdóttir, Fjölni, sigraði í einliðaleik kvenna. I tvíliðaleik karla sigmðu þeir Óð- inn Ægisson og Ólafur Sveinsson úr TFK en í tvíliðaleik kvenna sigmðu þær Guðný Eiríksdóttir og Guðrún Stefánsdóttir úr Þrótti. Hrafnhildur Hannesdóttir sigraði alls í fiórum flokkum og Ólafur Sveinsson í tveimur. -JKS Bandaríska landshðið í körfubolta, hið svokallaða „draumalið", rúllaði yfir granna sína frá Kúbu, 136-57, í forkeppni Ameríkuliða fyrir Ólymp- íuleiluma í Barcelona í gærkvöld. Staðan í leikhléi var 67-27. Stigahæstir í bandaríska liöinu vom: Charles Barkley 22, Clyde Drexler 20, Larry Bird 17, Karl Mal- one 16, Chris Mullin 12 og David Robinson 12. Bandaríska liðið lék án Patricks Ewing, sem meiddist á þum- alfingri á æfmgu fyrir leikinn og verður liann frá í 5 daga. Perez var stigahæstur hjá Kúbu með 13 stig. Kúbumenn höfðu á laugardag sigr- að Kanada naumlega, 79-78, í A-riðl- inum en B-riðh sigraði Brasilía lið Puerto Rico, 95-72. Oscar Schmidt var með 24 stig fyrir Brassa og Ortiz 26 stig fyrir Puerto Rico. Þá vann Venezuela 110-97 sigur á Urugugay. -BL Heimsmethafinn O’Brienúrleik Bandaríski heimsmeistarinn í tugþrauL Ðan O'Brien, náði ekki að tryggja sér sæti í ólympíuliði Bandaríkjanna á laugardaginn, á síðari degi tugþrautarkeppninn- ar á bandaríska úrtökumótinu. O’Brien felldi 4,80 m í ðllum þremur tilraunum sínum í stang- arstökki og það kostaði hann ÓL-sætið. Eftir fyrri dag tug- þrautarinnar haíói hann 4.698 stig sem er besti árangur í lögleg- um vindi á fyrri degi. Eftir 7 greinar var O’Brien með 6.467 stig og hafnaði í 11. sæti þegar upp var staðið. Dave Johnson sigraði með 8.649 stig. -BL Linford Christie ágóðumtíma Linford Christie, Evrópumeist- ari og silfurverðlaunahafi frá síð- ustu ólympíuleikum, hfióp 100 m á 10,09 sek. á breska úrtökumót- inu fyrir ÓL um helgina og hafði sigur. Colin Jackson náöi fiórða besta tíma ársins í 110 m grinda- hlaupi, 13,15 sek. Terry Jarrett varð annar á 13,23 sek. John Reg- is kom í veg fyrir tvöfaldan sigur Christies I spretthlaupunum, er hann sigraði í 200 m hlaupi á 20,27 sek. Christie hljóp 2/100 lakari tíma. -BL Steinorímur fyrsturímark Steingrímur Ingason og Guð- mundur Björn á Nissan sigruðu í Hreðavatnsskálarallinu sem háð var í Borgarfirði á iaugardag. Rúnar Jónsson og Jón Ragnars- son á Mazda urðu í 2. sæti og Páll Harðarson og Witek Bog- danslti á Ford Escort urðu í 3. sæti. í 4. sæti og jafnframt sigur- vegarar í flokki óbreyttra bíla urðu Baldur Jónsson og Guð- mundur Pálsson á Mazda. Baldur á ekki langt að sækía ökumanns- hæfileikana því að hann er sonur Jón Ragnarssonar. Hann tók á laugardaginn þátt i sinni annarri keppni. Steingrímur og Guð- mundur hafa forystu í keppninni um íslandsmeistaratitiiinn með 35 stig, Rúnar og Jón kotna næst- ir með 27 stig og Ásgeir Sigurðs- son og Bragi Guðmundsson eru í 3. sæti með 26 stig, en þeir náðu aðeins6.sætiálaugardag. -BL ÍRvann30gull ÍR-ingar fógnuðu oftast sigri á Reylgavíkurmeistaramótinu í frjálsum íþróttum, sem haldið var á Varmárveili í Mosfellsbæ um helgina. ÍR vann 30 gull á mótinu og hlaut 134 stig. Armenningar komu næstir raeð 77 stig og 11 gull, KR-ingar hlutu 63 stig og 13 gull, en Fjölnisraenn ráku lestina með28stigoglgull. -BL Evrópumeistaramót öldunga í fijálsum íþróttum stendur yfir í Kristiansand i Noregi þessa dag- ana. Um helgina vann Jóhann Jónsson úr Garði brons í spjót- kasti 70 ára og eldri er hann kast- aði 34,94 m. Hann varð einnig 1 6. sæti í langstökki. Guðmundur Hallgrímsson varð 7. í 100 m hlaupi 55-59 ára. Unnur Stefáns- dóttir náöi næstbestum tíma í 400 m hlaupi í flokki 40-44 ára hljóp á 61,66 sek. Hún keppir í úrshtum i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.