Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Síða 7
MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1992. 27 DV íþróttir 11 ' ' 'Æm 1 1 í.á, H m ® ffln | TjK '*W' ÉgL .HB Fylkir og Valur kepptu til úrslita í flokki A-liða. Fylkir hafði betur í leiknum, 3-1, og sáust oft snilldartilþrif hjá strák- unum og er víst að I þessum friða hópi leynast framtiðarknattspyrnumenn. Myndin er af báðum liðunum ásamt þjálfurum sinum. Fylkir vann þrefaldan sigur á Shell-mótinu Andri Fannar í ham í úrslitaleiknum - skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri á Val í flokki A-liða Einn af hápunktum Shell-mótsins er úrshtaleikurinn í A-flokki. Að þessu sinni kom þaö í hlut Eylkis- manna að etja kappi við sigurveg- ama frá því í fyrra, Valsmenn. Fylkismenn sýndu það strax að þeir ætluðu sér sigur í leiknum og voru rétt búnir að skora á 1. mínútu leiksins. Stuttu seinna lék Andri Fannar Ottósson upp allan hægri kantinn og skaut fyrir markið en markmaður Vals sýndi snilldartakta þegar hann náði aö handsama knött- inn á síðasta augnabliki. Fylkismenn héldu áfram að sækja og uppskáru fyrsta markið þegar Andri Fannar skallaöi glæsilega að marki og lenti knötturinn rétt undir slánni og hafn- aði í netinu. Enn var Andri Fannar að verki þegar hann skaUaði fyrir Mark Vals- manna og fyrir fætur Áma Kristj- ánssonar sem skoraði örugglega. Fljótlega bættu Fylkismenn við 3. markinu þegar Þorvaldur Ámason skoraði. Þegar leið aö lokum leiksins kom- ust Valsmenn meira inn í leikinn án þess þó að skapa sér verulega hættu- leg tækifæri, en tókst þó á síðustu sekúndunum aö minnka muninn þegar Bjarni Eiríksson skoraði glæsilegt mark. Lokatölur leiksins urðu því 3-1 fyrir Fylkismenn sem þar með vom orðnir Shell-móts- meistarar í öllum flokkum A, B og C. „Það er númer eitt, tvö og þrjú gíf- uriega mikil vinna sem liggur að baki þessum árangri, ekki bara hjá mér heldur líka strákunum, foreld- rum og góðri stjóm hjá félaginu. Við voram með sterkt lið en ég vissi líka að önnur félög tefldu fram góðum liðum þannig að sigur í mótinu var aldrei ömggur, en þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Smári Björg- vinsson sem þjálfaði alla flokka Fylk- is á mótinu. Tvær hressar Víkingshnátur: Guðlaug og Jóhanna leika með strákunum Með C-liði Víkings leika tvær kná- ar stúlkur, þær Guðlaug Björk Ei- ríksdóttir og Jóhanna Guðmunds- dóttir. Þær em báðar 10 ára gamlar, Guðlaug er sóknarstúlka en Jóhanna leikur í vöm. Hvemig hefur ykkur gengiö stelp- ur? Báðar: „Bara vel, við erum búnar að vinna alla leikina nema einn, við ÍR, og viö keppum um 5. sætið á mótinu." Hvað emö þið búnar að gera skemmtilegt á SheUmótinu? Jó- hanna: „Við erum auðvitað búnar að spUa fótbolta og svo höfum við farið í sund. Ég á líka að taka þátt í boð- hlaupinu eftir griilveisluna." Guð- laug: „Við fórum líka í bátsferö inn í helli þar sem maður spilaði á lúð- ur, það var ofsalega flott." En hvemig stendur á því að þið æfið með strákum? Báðar: „Það er ekkert kvennalið híá Víkingum. Það em fjórar stelpur sem æfa með 6. flokki, en við vorum þær einu sem komu til Eyja.“ Hefur þú náö að skora mörk á mótinu, Guðlaug? Guð- laug: „Nei, ekki á mótinu sjálfu en ég spilaði á móti stjömuiiði Ómars Ragnarssonar og þá skoraði ég eitt mark.“ Æfið þið eitthvað annað en fótbolta? Jóhanna: „Ekki Guha, en ég æfi Tae Kwondo sem er sjálfs- vamaríþrótt. Mér finnst það alveg jafn skemmtilegt og fótboltinn." Ætl- ið þið að koma aftur út í Eyjar? Báö- ar: „Já, kannski, ef við getum. Það verður samt ekki á Shehmót því viö verðum of gamlar á næsta ári.“ Fylkissigur í baráttuleik Fylkismenn bættu ööram Shell- mótstithnum í safnið er þeir unnu 1-0 sigur á ÍBK í sannköhuðum bar- áttuleik. Leikurinn fór aö mestu fram á miðju vaharins, en Fylkis- menn vom þó ívið sterkari aöilinn. Ólafur Ingi Skúlason, Fylkismaður, fékk dauðafæri strax á fyrstu mínútu leiksins, en skaut framhjá. Jónas Guðmannsson komst skömmu síðar einn í gegn, en Hahdór Henrý Ás- mundsson, markvörður ÍBK, varði glæsilega gott skot hans. Um miðjan hálfleikinn kom svo eina mark leiks- ins. „Jónas gaf boltann á mig og ég bara potaði honum í netið,“ sagði Þórir Bjöm Sigurðsson, markaskor- ari Fylitismanna. Það sem eftir lifði leiksins gerðist fátt markvert, ÍBK gekk iha að skapa sér færi, Fylkis- menn vörðust vel og beittu skyndi- sóknum sem stundum reyndust hættulegar. En fleiri urðu mörkin ekki og Fylkismenn stóðu því uppi sem sanngjamir sigurvegarar Sheh- mótsins í flokki B-hða. Fylkir í flokki B-llða sigraði ÍBK í úrslitaleik með einu marki gegn engu. Þrenna Brynjars - í úrslitaleik C-liða Lið Fylkis og IR léku til úrshta í flokki C-liða. Fylkismenn, sem hafa frábæra hði á að skipa, tóku fljótt öh völd á vellinum og áttu a.m.k. þrjú góð færi á fyrstu mímútunum. Það var svo á 9. mínútu hálfleiksins aö Bryryar Harðarson komst í gegn, skaut í markstöngina og Baldur Am- arsson fylgdi vel á eftir og skoraði fyrsta mark Fylkis. Fylkismenn sóttu áfram og á síðustu sekúndum hálfleiksins fylgdi Brynjar eftir skoti Baldurs og skoraöi, 2-0. í seinni hálf- leik urðu yfirburðir Fylkismanna algjörir, Benedikt Ólafsson átti fljót- lega góða sendingu á Þór Gunnars- son sem afgreiddi boltann í netið, 3-0. Brynjar fékk stungubolta inn fyrir vömina skömmu síðar og bætti við fjórða markinu. Benedikt potaði inn fimmta markinu og Brynjar kór- ónaði frammistöðu sína og þrennu með glæshegu marki skömmu fyrir leikslok. Freymar Þorbergsson náöi að laga stöðuna fyri'r ÍR, og lokatölur því 6-1. Maður leiksins, Brynjar Haröarson, sagði að þetta hefði verið erfiðasti leikur keppninnar þrátt fyr- ir mörkin þijú. „Ég var svohtiö stressaður fyrir leikinn því ég stefndi á markakóngstitihnn, en þetta tókst aht,“ sagði Brynjar, sem skoraöi hvorki fleiri né færri en 18 mörk á mótinu. Fylkir og IR léku til úrslíta I flokki C-liða og sigruðu Fylkisstrákar I leiknum, 6-1. Guðlaug og Jóhanna fyrir miðju ó myndlnni ásamt nokkrum félögum sinum f Víkingi. Skagamenn urðu sigurvegarar í flokki B-liða f innanhússmótinu. Skagamenn sigruðu Týrara frá Vestmannaeyjum í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn engu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.