Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1992. Iþróttir Hvenærkomum viðtil í huga stráka í 6. flokki í knatt- spymu eru Vestmannaeyjar og Shell-mót Týs eitt og þaö sama. Þetta sannaðist þegar einn bóp- urinnvará leið til Eyja raeð Heij- ólflL Einum þeirra fannst þeir hafa verið nokkuð lengi á leiöinni og spyr upp úr eins manns hij óði. „Hvenær komum viö til þessara Shell-eyja?“ Harður Á hverju kvöldi voru haldnir fundir með fararstjórum og gafst þeim þar tækifæri til að kvarta ef þeir höfðu ástæðu til. Ekki voru umkvörtunarefnin mörg því á einum fundinum sagöi einn far- arstjórinn að til þess að geta kvartaö yfir einhverju vildi hann minnast á það að klósettpappír- inn i herbúðum félags hans væri í harðara lagi. Strax morguninn eitir var bætt úrþví þegar nokkr- ar Týskonur færðu honum siiki- mjúkan pappír. Daðikom Daði Guðmundsson, besti leik- maður Sheli-mótsins í fyrra, kom til í Eyja gær í boði Týs. Afhenti hann verðlaun á lokahófinu ásamt fúlltrúa Skeljungs og Helga Sigurlássyni, formanni Týs. Björngal ekkikomið Björn Thoroddsen listflugmað- ur hefúr á hverju ári sýnt listir sínar á Shell-mótinu. Því miöur fyrir strákana komst hann ekki í ár vegna vinds í Vestmannaeyj- um. Vonandi verður hann tilbú- inn í slaginn á næsta ári. Safframmií Strax að loknu lokahófi Shell- mótsins hófúst flutningar á kepp- landið. FH-ingar fóru með fyrstu flugvél Flugleiöa tið Reykjavikur og bauð flugstjórinn, sem kynnti sig aem gamlan FH-ing, þá vel- komna umborð. Einn strákurinn datt í lukkupottinn því hann fékk aðsifjaframmi ibjáflugmönnun- um á leiðmni og var hinn montn- asti þegar lent var í Reykjavík. Á Shell-mótinu er gefið út dag- blað sem dreift er hvejjum morgni. í því er að finna nauö- synlegar upplýsingar fýrir móts- gesti og úrslit leikja gærdagsins. Hefur þetta framtak mælst vel fyrir og er blaðið auk þess mikil og góð heimild fyrir þá sem sótt hafa Shell-mótin. NýrHerjótfur vaktiiukku Eitt af fyrstu verkefnum nýs Heijólfs var að flytja stráka og stelpur á Shell-mót Týs. Þótti þeim mikið tll koma að ferðast milii lands og Eyja með svo glæsi- legum farkosti sem Herjólfur er. Ómar Ragnarsson, sjónvarps- fréttamaður með meiru, lét sig ekki vanta á Shell-mótið. Hann hefur í öll nfu skiptin mætt og teflt fram Stjörnuliði sínu og skemmt krökkunum á kvöldvök- unni. Oft hefúr hann fengiö landsfræga menn í liö með sér en núna var það valinn hópur af mótinu sem fyllti liöiö. Andri Fannar Ottósson: „Mótið er búið að vera frábært" - segir besti leikmaður mótsins Það kom fáum á óvart, nema kannski Andra Fannari Ottóssyni sjálfum, að hann var valinn besti maður Shellmótsins. Andri Fannar spilar með A-liði Fylkis sem varð sig- urvegari mótsins. Fylkisliðið spilar mjög skemmtilegan, en um leið agað- an fótbolta og er Andri Fannar þar fremstur meöal jafningja. Á síðasta Shell-móti var hann í B- liðinu og spilaði þá til úrslita á móti Stjömunni og varð að lúta í lægra haldi. Andri er ákveðinn í að ná langt í fótboltanum, en hvað þakkar hann þennan árangur. „Smára, þjálfaranum okkar. Hann er alveg frábær. Mótið er búið að vera frábært, en skemmtilegast var að vinna," sagði þessi Fylkisstrákur sem stefnir á landsliðið 1 framtíðinni. Landsliðið Andri Fannar Ottósson úr Fylki hampar hér bikarnum sem hann vann fyrir að vera kosinn besti leikmaður Shell-mótsins. Egill Sveinbjömsson: Stuðnings- maður Shell- mðtsins sigraði Pressuna - Viktor Amarsson gerði þrennu Hápunktur Shellmótsins, hinn ár- legi leikur landsliðs og pressuliðs Shellmótsins, fór fram eftir grill- veisluna á laugardagskvöldið að við- stöddum fjölmörgum áhorfendum. Leikurinn, sem var í ömggum hönd- um Hugins Helgasonar dómara, fór heldur rólega af stað. Pressan sótti heldur meira gegn norðaustan golu og kom nokkrum skotum að, en Haukur Gottskálksson landsliðsmarkvörður sá við þeim öll- um. Kollegi hans í hinu markinu, Kristján V. Kristjánsson, þurfti líka einu sinni aö taka á honum stóra sín- um eftir gott skot Andra Gunnars- sonar. Seinni hálfleikur varð talsvert fjörugri. Landsliðið mætti tvíeflt til leiks og fljótlega lék Andri Fannar Ottósson upp kantinn, sendi boltan á Viktor Amarsson sem þrumaði honum í netið, 1-0 fyrir landshðið. Viktor fékk fljótlega annað færi en markvörður pressunnar, Yngvi Leifsson, varði gott skot hans stórkostlega. Viktor var aflur á ferðinni skömmu síöar, eftir góða sókn fékk hann bolt- ann úti á kanti, sendi hnitmiðaðan bolta á kollinn á Andra Fannari sem skallaöi hann örugglega í netið, 2-0. Eftir þetta sótti pressan heldur í sig veðrið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti skot rétt framhjá, og stuttu síðar skaut Gunnar aftur, Sveinn Jóhann Sveinsson landsliðsmarkvörður varði en boltinn barst út til Guðlaugs Amar Haukssonar sem skoraði, 2-1. Eftir þetta var allur vindur úr Pressumönnum, Viktor fylgdi vel á eftir fyrirgjöf og skoraði þriðja mark landshðsins og annað mark sitt, og það var Sigurður Logi Jóhannesson sem innsiglaði sigur landsliðsins með góðu skoti. Lokatölur því 4-1 fyrir landsliðið. Viktor stóð sig geysflega vel fyrir landsliðið, var síógnandi og mjög virkur. Félagi hans Sigurður Logi lék líka ágætlega. í pressuliðinu bar einna mest á Gunnari Heiðari en annars var liðið jafnt að getu. Það fór ekki á milli mála að bæði lið lögðu sig öll fram enda var leikurinn vel og drengilega leikinn og bauð upp á góð tilþrif og falleg mörk. Einn virkasti stuðningsmaður nokkurs liðs á mótinu var án efa Egfll Sveinbjömsson. Ávallt þegar hans lið (ÍR) háði keppni, þandi hann raddböndin sleitulaust. Hvatningarhróp, söngvar, ábend- ingar og hughreystingar streymdu í ómældu magni af vörum hans og ávallt var hvatningin jákvæð og upp- byggjandi, jafnt fyrir ÍR-inga sem andstæðinga. Egill er faðir Erlends, fyrirliða A-liðs ÍR, og þetta er í annað skiptið sem hann fylgir honum á Shell-mót. Þú kannt vel við þig á Shell-mótum Egili Sveinbjörnsson í kunnugiegri stellingu á Shell-mótinu. Egill kom einnig til Eyja f fyrra meö syni sínum. Egill. „Já, þetta er mjög gott mót í alla staði. Skipulag, mórall og tíma- setningar, allt er þetta til mikfllar fyrirmyndar. Það eina sem mér flnnst að gæti betur farið er að dóm- arar og þjálfarar mættu taka strang- ar á grófum brotum. Mér fmnst það góð regla að þjálfari kippi leikmanni út af um stundar- sakir hitni honum um of í hamsi.“ Þú styður strákana af miklum krafti? „Já, að sjálfsögðu, enda finnum við að stuðningurinn skiptir máli. Við ÍR-ingar reynum að vera jákvæðir og hvetjandi, við úthúðum ekki mót- heijum okkar, heldur styöjum við bakið á okkar strákum með hvatn- ingarhrópum.“ Þú lifir þig inn 1 mótið, ekki rétt? „ Jú, það er rétt, mér finnst ekki leið- inlegra að horfa á 6. flokk en meist- araflokk enda leggja strákamir sig alla fram og hafa gífurlegan sigur- vilja.“ Er röddin ekkert farin að gefa sig, eftir þetta langtímaálag? „Nei, alls ekki. Það er ákveðið leyndarmál á bak við röddina mína en hvert, það er verður ekki látið uppi hér, enda viljum við ekki að öll lið eignist svona góða stuðningsmenn. Nei, svona í alvöru þá held ég bara að náttúran hafi gefið mér góða rödd, sem þolir álagið sem þessu fylgir,“ sagði Egill Sveinbjömsson, stuðn- ingsmaður Shellmótsins 1992. Landsliö mótsins sem sigraði Pressuna í mjög góöum leik. Frá vinstri, besti markvörðurinn, Yngvi Leifsson, Völsungi, besti vamarmaö- ur, Kristján Páll Pálsson úr Fram, og markakóngurinn Brynjar Harðarson úr Fylki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.