Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Page 2
20 MÍÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. Ferðir Nauðsynlegt er að íúrða tjaldið vel Ef tjaldið á að endast vel og vera þér skjól verður þú að fara vel með það. Tjald er hlutur sem þú kaupir ekki oft á lífsleiðinni. Kauptu aðeins tjald af viðurkenndum framleiðanda sem tekur fulla ábyrgð á vörunni. Veldu heldur rúmgott tjald en of lít- ið. Hafðu í huga að gott tjald dugir oftast, en lélegt tjald bara stundum. Hugsaðu vel um tjaldið þitt, þú átt það skiiið! Þegar þú tjaldar skaltu reyna aö hafa tjaldstaðinn sléttan og fjarlægja oddhvassa hluti. Gættu að því að súiumar faiii vel saman. Geri þær þaö ekki geta þær skemmst. Áður en þú pakkar tjaldinu saman skaltu hreinsa eins vel innan úr því og þú getur. Ýmsar matarleifar og eldsneyti geta skemmt tjaldið. Þvoðu bletti úr tjaldinu. Það á að vera í lagi að þvo tjaldið úr volgu sápuvatni. Þurrkaðu það vel á eftír. Þurrkaðu óhreinindi af tjaldhæl- unum fyrir pökkun. Þurrkaður tjaldið, súlumar og hælana vandlega eftir notkun. Geymdu búnaðinn á þurrum stað. Ef þú þarft að elda inni hafðu þá í huga að tjaldið getur brunnið. Þó efn- ið sé eitthvað eldvarið getur hæglega kviknað í því. Eldaöu aldrei í innra tjaldinu. Hafðu loftræstingu eins góða og hægt er ef þú þarft að elda inni. Þegar þú pakkar tjaldinu saman er best að brjóta það saman þannig aö það passi vel í tjaldpokann. Þegar þú rúllar því upp skaltu hafa dyraop- ið órennt og byrja að rúlla aftan frá. Þannig verður minnst loft eftir í tjaldinu. Gætið þess að hælar og súlur skemmi ekki frá sér þegar tjaldinu er pakkað saman. Útfjólubláir geislar sólar geta skemmt tjalddúkinn með tímanum. Þess vegna er betra að tjalda í skugga ætii maöur að vera lengi í tjaldinu á sama stað. Það er ágætt að bera silíkon reglu- lega á súlumar. Það auðveldar sam- setningu og sundurtekt. Ýmis efni era fáanleg til að vatns- veija tjöld. Eitt af því er Texnik frá fyrirtækinu Nikwax. Það hefur reynst ágætlega á nælontjöld. Tiival- ið er að nota það á eldri tjöld fyrir lengri ferðir. Frá sama fyrirtæki er hægt að fá efni sem heitir TX10 fyr- ir bómullartjöld. Þá er hægt að fá þéttiefni á sauma sem ekki era yfir- límdir. Alla daga fram til 31. ágúst verð- Til Grindavíkur er haldið og þaöan ur daglega skoðunarferð um í Bláa lónið, til Sandgeröis og að Reykjanes. Farið er frá BSÍ kl. Garðskagavita. Frá Garði er haldið 10:15. Brottfor er frá umferðarmið- til Keflavíkur en brottför til stöö Keflavíkur kl. 11:15. Fyrst er Reykjavíkur er kl. 17:15. Nánari ekið til Keflavíkur til aö ná í leið- upplýsingar eru gefnar hjá Ferða- sögumann en þaöan faríð til Hafna málasamtökum Suöumesja. Sím- og ekið um Ósabotna sem nú eru inn er 92-15575. fiiðlýstir vegna fjölbreytts lífríkis. Sumarhús í Hrísey Eylandsf. heitirfyrirtækisemrek- að sjá og skoða fyrir þá sem unna ur sumarhúsaleigu í Hrísey. í húsum fallegri náttúru og fjölskrúðugu Eylands er svefnaðstaða fyrir fjóra í fuglalífi. Nánari upplýsingar í síma herbergjum og á svefnlofti eru dýnur 96-61745. fyrir fjóra til sex. í Hrísey er margt Húsdýragarður- inn í Laugardal Húsdýragaröurimi í Laugardal opinn frá kl. 13 til 17 alla virka er sívinsæll meðal yngstu borgar- daga nema miðvikudaga en þá er anna. Þar gefst Þebn tækifæri til lokað allan daginn. Um helgar er að sjá hesta, kýr, kindur, seli, svín opið frá kl. 10 til 18. Börn 0 ti) 6 ára og kanínur, svo aö eitthvað sé fá frítt inn, böra yngri en 12 ára nefnt. Af villtum landspendýrum greiða kr. 100 en fullorðnir greiöa má auk þess nefna refi, minka og kr, 200. hreindýr. Húsdýragarðurinn er Ofsyfja er hættuleg Vissir þú aö 1-3% allra ökumanna þjást af svokallaðri ofsyfju og að þeim-hættir til að sofna við stýrið. Þeir sem eiga við þennan sjúkdóm að stríða hijóta kröftuglega, spfa illa og hafa of háan blóðþrýsting. í rann- sókn, sem gerö hefur verið á við- brögðum þessa fólks annars vegar og þeirra sem ekki eiga við þetta aö stríða, kemur í ljós að viöbragðstími þeirra við hemlun er 1,89 en hjá öðr- um er hann 1,31. Þama er talsverður munur á. Það er víða afar fallegt í Borgarfirði. Hér eru viðskiptavinir hestaleigunnar á ferð. Jafnaskarð í Borgarflrði: Grannskólakennar- ar með hestaleigu dæmi séu tekin.“ Margir sem koma í Jafnaskarð hafa aldrei komið á hestbak. Þórhild- ur sagði að þá væri oft gripið til þess ráös að hafa hestana í millitaumi. Þá heldur hestamaðurinn í sinn taum eins og vera ber en aukataum- ur sér um að halda hestinum á réttri leið. „Heimsókn til okkar hefur oftar en ekki leitt til þess að fólk hefur fengið sér hesta. Auðvitaö er það af hinu góða því hestamennska er gott tómstundagaman. En besta auglýs- ingin er að sjálfsögöu sú þegar fólk kemur hvað eftir annað til okkar. Það er líka fallegt á þessum slóðum og dagstund á hestbaki getur veriö ógleymanleg," sagði Þórfríður. Nánari upplýsingar er aö fá í sím- um 93-50028 Og 93-70033. íslendingar panta herbergi en láta svo ekki sjá sig Ferðamenn, sem dvelja í Borgar- firöi, hafa margir sótt Jafnaskarð heim og þar hafa óteljandi fengið sína eldskím í hestamennsku. Jafnaskarð er aðeins fimm kílómetra frá Bifröst og þaö eru þau Þórfríður Guðmunds- dóttir og Gísh Jónsson sem annast hestaleiguna á Jafnaskarði. Umrædd starfsemi er bundin við sumarmán- uðina en á vetuma kenna þau bæði viö grunnskólann á Hvanneyri. Stuttarog langar ferðir „Þetta er fyrst og fremst hestaleiga en við getum boðið þeim gistingu sem jafnframt eru með hesta á leigu hjá okkur," sagði Þórfríður. „Við fórum mest með 10 í einu eða 12 ef fólkið er vant hestum. Stystu ferðirnar eru klukkutími en við getum boöið fólki dagstúra upp í nokkurra daga ferðir ef það aðeins vill. Þá skipuleggjum við ferðimar í samráöi við fólkið hveiju sinni. Viðskiptavinimir em flestir Islendingar Viðskiptavinir okkar eru fyrst og fremst Islendingar og það er mikið um að sama fólkið komi aftur og aft- ur. Þetta er ekki síst fólk sem er í sumarbústöðum í Borgarfirði. Til dæmis gestir sem eru í Munaðar- nesi, Stóru-Skógum, samvinnubú- stöðunum og Svignaskarði, svo - segir Ragnheiður Kristjánsdóttir sem rekur gistiheimilið Sölku á Akureyri Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það er því miður' mjög vaxandi vandamál að íslendingar hringja í gistiheimilin til að panta herbergi en síðan láta þeir ekki sjá sig og afpanta ekki. Ég veit hreinlega ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu,“ segir Ragnheiður Kristjánsdóttir sem rek- ur gistiheimilið Sölku við Skipagötu á Akureyri. Ragnheiður segir að menn gefi upp nafn, heimilisfang og símanúmer þegar þeir panti herbergi. Hins vegar sé oft htiö að marka þessar upplýs- ingar þegar á reynir. Hún nefnir sem dæmi að á dögunum hafi gistiheim- ihseigandi á Akureyri hringt í síma- númer sem gefiö var þegar herbergi var pantað og reyndist það vera í fangelsinu í Síðumúla! „Þetta þýðir auðvitaö að við erum að neita öðrum um gistingu vegna þess að allt sé fuht en sitjum svo uppi með tóm herbergi þegar fólkið lætur ekki sjá sig sem átti pantað,“ segir Ragnheiður. Gistiheimilin á Akureyri eru 13 talsins og eru með frá þremur her- bergjum og upp í 15-20 herbergi þar sem ílest eru. Eigendur gistiheimil- anna hafa með sér gott samstarf að sögn Ragnheiðar. Þeir vísa til dæmis hver á annan ef þeir eru með fuhbók- að hjá sér og ekki pláss fyrir fleiri og þeir vara hver annan við óæski- legum gestum sem til dæmis ganga hla um eða stinga af án þess aö borga. Mjög svipað verð er á gistingunni á öhum þessum gistiheimhum og kost- ar hún frá 1500 krónum fyrir ein- staklinginn en 1100 krónur fyrir svefnpokapláss sem einnig er boðið upp á. „Þaö fer ipjög vaxandi að fólk not- færi sér þessa þjónustu," segir Ragn- heiöur. „Það fer mjög eftir veöri hvort íslendingar eða útlendingar eru í meirihluta þeirra sem gista hjá okkur. Ef slæmt veður er fyrir sunn- an er hér aht fuht af íslendingum en ef veðrið er gott þar sjáum við ekk- ert nema útlendinga." Ragnheiður Kristjánsdóttir rekur gistiheimilið Sölku á Akureyri. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.