Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 6
24
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992.
Ferðir
Hótel Kiðagil:
Áningarstaður
Sprengisandsfara
Hótel Kiðagil er starfrækt í
Bamaskóla Bárðdæla sem er vest-
an Skjálfandafljóts, skammt norð-
an við brúna hjá Stóruvöllum, um
20 km frá hringveginum, Fosshóli
og Goðafossi.
Á Hótel Kiðagih eru 23 rúm í sex
herbergjum og svefnpokapláss
fyrir um 20 manns. Handlaug er
á öllum herbergjum og tvær
snyrtingar með steypiböðum.
Einnig er gufubað á staðnum. Að
sjálfsögðu er boðið upp á margvís-
legar veitingar að ógleymdum
matarpökkum. Á sunnudögum er
kaffihlaðborð.
Þegar komið er sunnan yfir
Sprengisand er komið niður hjá
bænum Mýri í Bárðardal en það-
an eru um 15 km að Hótel Kiða-
gili. Hótelið er því kjörinn áning-
arstaður hvort heldur sem verið
er að koma af Sprengisandi eða
leggja á hann.
Verð á þjónustu tekur mið af
verðlagi á Edduhótelum. Síminn
á Kiðagili er 96-43290.
Hótel Kiðagil er starfrækt í Barnaskóla Bárðdæla.
VELKOMINTIL
ESKIFJARÐAR
Á Eskifirði er eitthvað við allra hæfi.
9 HOLNA GOLFVÖLLUR
EMj Einn besti 9 holna golfvöliur lands-
J ins, staðsettur 1 km innan við bæ-
Ji inn.
SUNDLAUG
QOpin laugardaga kl. 10.00-12.00,
sunnudaga 15.00-19.00.
Mánudaga - föstudaga 7.00-8.30,
15.30-19.00, 20.00-22.00.
Miðvikudagar, Iokað á kvöldin.
TJALDSVÆÐI
riýtt tjaldstæði í skrúðgarði bæjar-
ins, fúllkomin hreinlætisaðstaða og
heitar sturtur.
SÖFN
Sjóminjasafn Austurlands, opið kl.
14.00-17.00.
Steinasafn: einkasafn Sörens og Sig-
urborgar.
LAXVEIÐI
HLaxveiði í Straumvatni.
Laxveiði í EskiQarðará ofan Stíflu.
Opið kl. 8.00-20.00.
HÓTEL ASKJA
Matur - gisting - vínveitingar.
Dæmi um verð: næturgisting með
morgunmat kostar frá 2.500 kr. á
mann.
Veiði er fyrir alla,
unga jafnt sem aldna
Veiðimaðurinn við Hafnarstræti er
líklega Mekka hins sanna veiði-
manns. En hinn sanni veiðimaður
er, samkvæmt skilgreiningu Paul
OKÞeeffe, eiganda verslunarinnar, sá
sem hefur gaman af veiðiskap. Ekki
skiptir máli hvort viðkomandi er
ungur eða gamall, sendill eða banka-
stjóri. „Það skiptir ekki heldur máli
hvort ætlunin er að veiða lax, silung,
þorsk. Tækin skipta ekki heldur öllu.
Það er áhuginn og hugarfarið sem
leikur aðalhlutverkið."
Búnaður veiðimanna hefur tekið
miklum breytingum á umliðnum
árum. Þó eru dæmi um sígildar vörur
sem ætíð verða í hávegum hafðar.
Þannig er t.d. með fluguhjól frá því
um aldamótin sem eru seld í Veiði-
manninum. Vissulega má færa rök
fyrir því að hjól frá árinu 1992 séu
fullkomnari en gamla hjóliö stendur
sannarlega fyrir sínu. Önglar eru
líka til í mörgum geröum og stærðum
en gamli, góði svarti tobyinn er alltaf
jafn vinsæll.
En er dýrt að hafa t.d. stangaveiöi
sem áhugamál? Ekki segir Paul og
bendir á að fyrir nokkrum áratugum
hafi góð flugustöng frá Hardy kostað
sem svarar tvennum mánaðarlaun-
um verkamanns. Nú er hægt að fá
prýðilega flugustöng fyrir aðeins
hluta af mánaðarlaunum - og þykja
þau þó ekki há um þessar mundir.
Þeir í Veiðimanninum hafa merkt
stóraukinn áhuga á silungsveiöi og
auk þess eru æ fleiri famir að huga
að sjóstangveiði.
Fatnaður veiðimannsins hefur
einnig tekið breytingum. Paul segir
að nú sé liðin sú tíð að menn noti
gömlu sparibuxumar og slitnar
peysur í veiðiskapinn. í Veiöimann-
inum em til jakkar, peysur og skór
fyrir veiöimanninn og má með sanni
segja að þar geti hver fundið eitthvað
við sitt hæfi. „En ein ánægjulegasta
breytingin í veiðiskapnum er sú stað-
reynd að æ fleiri konur stunda veið-
ar. Liðin er sú tíð að eiginmaðurinn
komi í verslunina og kaupi veiöivör-
ur handa henni - að henni fjar-
staddri. Nú koma konurnar og velja
sjálfar veiðistangimar sínar. Líka er
hðin sú tíð aö karlarnir komi og
kaupi sér nýja stöng - og ætli frúnni
þá gömlu!“
Veiðistangir hafa svo sannarlega
tekið breytingum frá því að þær
komu fyrst fram í dagsljósið. Upphaf-
lega vora þær úr tré en um aldamót-
Paul i Veiðimanninum.
in komu fram bambusstangir, síðar
stangir úr fiber og nú úr grafít. Frem-
ur lítil breyting hefur átt sér stað í
framleiðslu spóna á undanfórnum
árum. íslendingar hafa tekið sér-
stöku ástfóstri við svarta toby og
ekkert land í heiminum notar jafn
mikið af honum. „Sjóstangveiði hef-
ur aukist mikið en það munu líða
nokkur ár enn þar til við stöndum
jafnfætis öðram þjóðum. Ég spái því
að þessi tegund veiðiskapar eigi eftir
að ryðja sér mjög til rúms. Það er
t.d. mjög gaman að veiöa þorsk á
flugustöng. Þetta kemur, vertu viss,“
sagði Paul.
DV-mynd ask
Vellíðan í svefnpoka
* Kuldinnkemuraðallegafrájörð-
inni. Notaðu því einangranardýnu.
* Vertu þurr og í þurram fötum
þegar þú skríður i pokann. Sofðu
helst ekki í sömu fótum og þú hefur
gengiö í allan daginn.
* Reyndu að vera fáklæddur (fá-
klædd) í pokanum.
* Þvoðu þér fyrir svefninn ef því
verður við komið.
* Reyndu að fá hita í líkamann
áður en lagst er til svefns, t.d. með
smá hreyfmgu.
* Drekktu eitthvað heitt og farðu
ekki svangur/svöng að sofa.
* Ágætt er að sofa í góöum sokkum
og ekkert að því að sofa með húfu í
miklu frosti.
* Sé mjög kalt er ágætt að sofa með
fótin, sem maður ætlar í morguninn
eftir, ofan í pokanum.
* Þó ekki sé til þæginda þá er sjálf-
sagt í mjög köldu veðri að setja skóna
sína (innri skóna ef um tvöfalda skó
er að ræða) í botn svefnpokans yfir
nóttina. Setjið skóna fyrst í plastpoka
eða pokann undan svefnpokanum.