Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. 25 Ferðir Laust fyrir miðjan mánuðinn var talsverður snjór við veginn upp í Siglufjarð- arskarð. Ferð yfir skarðið verður öllum minnisstæð. DV-mynd Örn Siglufjarðarskarð: Fært öllum bílum Öm Þórarinssan, DV, Fljótuin; í byrjun þessa mánaðar var snjó rutt af veginum um Siglufjarðar- skarð og undanfarið hefur verið unn- ið við lagfæringar á veginum. Má hann nú teljast fær öllum bílum. í fyrra var talsverð umferð um skarð- ið enda Strákagöng lokuð vegna við- gerða síðari hluta sumarsins. Mörgum ferðamönnum þykir gam- an aö fara um skarðið, ekki síst á björtum sumardögum. Þá er víðsýnt uppi á fjallinu og mikil náttúrufeg- urð sem fáa lætur ósnortna. Siglu- fjarðarbær sér um viðhald og mokst- ur á veginum um skarðið og er það vilji bæjaryfirvalda að halda vegin- um akfærum svo ferðafólki gefist kostur á að fara þessa hrikalegu leið sem vart á sér líka hér á landi. Óhætt er að mæla með að ferðalangar bregði sér upp í skarð í sumar. Fólk þarf aðeins að gefa sér rúman tíma því vegurinn er seinfarinn. Vegurinn var lagður fyrir nokkrum áratugum og þótti á sínum tíma bylting í sam- göngumálum Siglfirðinga. Páll Pótuisson, DV, Vík í Mýidat Síðustu tólf mánuði hefur starfað hópur fólks á vegum Átaksverks- verkefnis Mýrdæhnga og unnið að merkingu gönguleiða og gerð göngulýsinga fyrir ferðafólk. Búið er að merkja Qórar mismunandi langar leiðir og fyrirhugað er að halda þessu starfi áfrani. Hrapiö og fjaran í nágrenni Víkur eru tvær göngu- leiðir sem henta vel fyrir fólk á öllum aldri og eru leiðarlýsingar með þeim báðum. Sú fyrri er hring- ur sem hefst vestast í þorpinu, næst Reynisfjalli og liggur þaðan suður með flallinu. Verið er að gera golfvöll sunnan Víkur og er ein flötin við upphaf gönguleiðarinnar. Gengiö er eftir stíg og er Hrapið, þ.e. hlíðin sunnan í Reynisfialli á hægri hönd. Mjög sjaldgæfir brekkusniglar eru í Hrapinu. Þeir eru frekar stórir og hafa skrautlega kuðunga á bakinu. Þessir sniglar finnast eingöngu í Hrapinu. Mikið af hvönn vex í íjaOinu og hún er fljót að fjölga sér og hefur verið notuð til matar. Fýll og lundi verpa í Hrapinu og eru þeir eim veiddir og etnir. Þegar komiö er að enda stígsins blasir Bandasteinn við og fyrir framan hann er önnur flöt. Þar fyrir ofan er stuðlaberg sem skagar fram og kallast Blánef. Þar verpir rita. Við Blánef var reist fyrsta verslunarhúsið í Vík árið 1998, svonefnd Blánefsbuð. Nú er gengið fjTÍr ofan Bandastein eftir mjóum slóða, meðfram golfvellin- um og niöur i fjöru. Seilasteinn er vestast í fjörunni en þar var fiskur seilaður og fluttur á land áöur fyrr. Vestasti hluti fiörunnar kaOast Bás eða Víkurbás, þaðan var blómlegt úti'æði á árunum upp úr 1880. Urð kallast. syösti hluti ReynisQalls sem gengur í sjó fram. Það er ógreið- fært og hefur oft hrunið úr fjallinu, síðast á þessu ári. Reynisdrangar blasa við en þeir eru háir kletta- drangar allt að 66 m. Þjóösagan segir aö drangarnir hafi orðiö til með þeim hætti að tvö tröll hafi ætlaö aö draga þar þrísiglt skip að landi en dagaö uppi og orðið aö steini. Drangarnir heita Skessudr- angur, Landdrangur og Langham- ar. Nú er hægt að ganga sömu leiö til baka eða með sjónum og síðan eftir sandslóða sem Iiggur milli golfbrauta og iþróttavelhnum að Víkurþorpi. Leiðsögumaður í þessari göngu- ferö er Guðrún Árnadóttir. ." Fram á fjall" Önnur gönguleið í nágrenni Vík- ur er upp á ReynisfjaO og er þar hægt aö velja um tvær leiðir, þ.e. „fram á fjall“ eða „inn á fjair. Gönguleiðin fram á fjall er í raun vegslóðinn sem liggur upp á fjalhð en einnig er hægt að ganga með staurum vestan vegar. Þetta er 2,5 km og tekur gangan þrjár klukku- stundir. Rétt við fjarskiptastöðina á HraunhóO stendur gömul land- mælingarvarða. Þegar fram á fjaUsbrúnina er komið blasa Reyn- isdrangar viö og til austurs er Vík- in og Víkurhamar austar. Stakur á sandinum er Hjörleifshöfði. TO vesturs sést Dyrhólaey og nokkrar af eyjunum umhverfis hana, Dyr- hólaós, Reynishverfi, Geitíjall, Pét- ursey og margt fleira. Leiðin „inn fiaU“ eða til hægri þegar upp er komið eftir veginum er nokkuö lengri en sú fyrri eða sex tíl sjö km. Pjalhð hækkar til norð- urs og er fallegt útsýni til allra átta, t.d. vestur yfir Mýrdalinn, Vest- mannaeyjar og norður á Mýrdals- jökul. Gengið er niður af fiallinu í grasbrekku í Skeifnadal yfir þjóö- veginn og að Grafarhól, sem talhm er vera gatnaU gostappi. Þar er far- ið yfir ána á steinum og gengið niö- ur með ánni sunnan undir Veður- hálsi, áfram fram Grafargil og beygt upp á Lindarhóla fram á Hrygg og niður Delaskörð. Síöan er komið að Vík. Leiðsögumaður í þessum göngu- ferðum er Sigrún LUja Einarsdótt- ir. Hægt er að fá nánari upplýs- ingar um þessar ferðir sem og þá sem nefhd var í upphafi í Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Vik. Síminn er 98-71395. ÞJOÐHATIÐ I EYJUM 1992 OBREYTT VERÐ A ÞJOÐHATIÐ = 6.500 kr. og 6.000 kr. í forsölu. ÞJOÐBRAUT MILLI LANDS 0G EYJA Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1992 dagana 31. júlí til 2. ágúst. Pakkaferðir á Þjóðhátíð: Flug báðar leiðir, flugvallargjald og aðgöngumiði á Þjóðhátíð. Reykjavík - Vestmannaeyjar Höfn - Reykjavík - Vestmannaeyjar Akureyri - Reykjavík - Vestmannaeyjar Egilsstaðir - Reykjavik - Vestmannaeyjar Húsavík - Reykjavik - Vestmannaeyjar ísafjörður - Reykjavik - Vestmannaeyjar Patreksf jöröur - Reykjavik - Vestmannaeyjar Sauðárkrókur— Reykjavik - Vestmannaeyjar Þingeyri - Reykjavik - Vestmannaeyjar kr. 10.900,- kr. 17.990,- kr. 15.990,- kr. 18.990,- kr. 16.990,- kr. 15.990,- kr. 14.990,- kr. 14.990,- kr. 14.990,- Sálin hans Jóns míns - Todmobile - Geiri Sæm - Pclur Krístjánsson - Prestó - Brekkusniglar - Vinir Óla - Richard Scobie - Siggi Kristins - bjan*sig af Fisk- licllancii, brennan á Fjósakletti, stærsta ftugcldasýiimg landsins, brekkusöngur með Árna Johnsen, gcysiöflug öryggis- og sjiikragæsla. Gæslan verður í höndum Björgunarfélags Vestmannaeyja, fnjöl- skyldubuðir. FLUGLEIÐIR Pakkaferð á Þjóðhátíð 1992 með m/s Herjólfi verður á kr. 9.000,- Innifalið: Aðgangur á Þjóðhátíð, rúta Rvík - Þhöfn - Rvík (fram og til baka), Herjólfur fram og til baka. Þjóðhátíðinni verður þjófstartað fimmtudaginn 30. júií með HÚKK- ARABALLI i Samkomuhúsinu þar sem TODMOBILE og SÁUN HANS JÓNS MÍNS leika fyrir dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.