Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1992, Qupperneq 8
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1992. Ferðir Afahús á Patreksílrði: Vinsæll áningar- staðurþeirra sem ferðast umVestfirði Afahús á Patreksfirði blasir við þegar ferðafólk ekur inn í Patreks- fiörð. Húsið, sem byggt var árið 1929, hefur ætíð gengið undir þessu vina- lega nafni. Asrún Atladóttir, kennari í Reykjavík, keypti húsið af afa sín- um, Kristjáni Ingvasyni, sem bjó í því allan sinn búskap, og rekur Asr- ún farfuglaheimili í því. í Afahúsi eru tvær íbúðir og þar er farfuglaheimili. Fjögur rúm eru í hvorri íbúð og þar eru að sjálfsögðu tvö eldhús með öllu tilheyrandi. Ásrún sagði að raunar mætti segja ■ að gistiaðstaðan væri opin allt árið en á veturna er önnur íbúðin leigð en hin stendur opin þeim sem koma til Patreksfjarðar. „Það hefur verið furðanlega mikið að gera og raunar miklu meira en ég bjóst við. Ferða- fólk, sem hingaö kemur, fer oft út á Rauðasand og allir fara út á Látra- bjarg. Með öðrum orðum, það er nóg að gera fyrir þá sem hingað koma. Nú, og þess má geta aö margir búa hér en fara svo í dagsferðir um ná- grennið. Á haustin kemur fólk í berjamó enda er mikið hér af aðal- bláberjum." Félagsmenn í Farfuglum greiöa kr. 1000 fyrir nóttina en utanfélagsmenn greiða kr. 1250. Börn á aldrinum 4 til 12 ára greiða kr. 625. Hægt er að fá rúmfót en fyrir þau greiðir fólk kr. 500. Nánari upplýsingar um Afahús er að fá í símum 94-1275 og 1280. Farkosturinn leggur upp á Höfðabrekkuheiði. Múlakvísl í baksýn. DV-myndir PP Fimm tíma hálendisferð! Páll Pétursson, Vík: Það gerist æ vinsælla aö fara í há- lendisferðir en yfirleitt byggjast þær á því að keyra eða ganga um óbyggð- ir íslands svo dögum skiptir. Þetta gera hundruö ef ekki þúsundir manna á hverju sumri og sagt er að þeir sem hafa einu sinni farið inn á hálendið fari þangað örugglega aftur. Fréttaritari DV í Vík átti þess kost fyrir stuttu að komast í fjallaferð með hópi fólks. Ferðin var farin í boði Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Vík eftir hádegi á miðvikudegi og komið heim í kvöldmatinn sama dag. Fyrsti áfangi á malbiki Haldið var frá Vík í Mýrdal og ekið sem leið lá austur að Höfðabrekku en þar var beygt út af þjóðvegi nr. 1 og haldið til fjalls. Á Höfðabrekku er ferðaþjónusta bænda en þar er boðið upp á gistingu og hestaleigu. Fararskjóti okkar var ekki af hesta- kyni, þó svo hestöflin væru mörg, en það var ný Econoline bifreið Björg- unarsveitarinnar Víkverja í Vík. í ;ingu og útibúi. rgi með eða án baðs. tanns herb. kr. 4.050 — 6.250 með morgunmat. Tveggja manna herb. kr. 5.200 — 8.400 með morgunmat. Svefnpokapláss í Þóristúni 1, kr. 1.500 Svefnpokapláss í húsi v. Kirkjuveg, kr. 1.100 Hús v. Kirkjuveg (prívat) pr. viku kr. 25.000 Veitingahúsið Betri stofan er opið alla daga. Þar er meðal annars boðið upp á sumarrétti SVG. Maturinn er rómaður og koníaksstofan þægileg. hóteí SELfOSS Eyravegi 2, 800 Selfoss. s. 98-2 25 00, fax 98-2 25 24 REGNBOGA HÓTKL ferðinni voru tveir meðlimir sveitar- innar og var annar þeirra bílstjóri í ferðinni. Fyrstu brekkurnar sýndu sig strax fyrir innan Kerlingardal en sá vegur er hluti af gamalli þjóðbraut sem var vegurinn þegar farið var austur yfir Mýrdalssand allt til árs- ins 1954 þegar brúna tók af yfir Múla- kvísl undir Selfjalli. Framundan var Farfuglaheimilið á Reynisbrekku og Búðarskarð en þegar þangað kom tóku við vallendisflákar. Fyrstu farartálmarnir Fljótlega fór vegurinn að versna og fyrsti farartálminn fyrir venju- lega bíla er svokallaður Konnaham- ar í Lambaskörðum en hann er ein- mana klettastapi og liggur vegurinn utan í hamrinum. Hann er nefndur eftir Hákoni Einarssyni frá Vík, ein- um verkstjóranna sem unnu við vegagerðina. Áfram hélt ferðin og margar kynjamyndir bar fyrir augu í klettum og skútum. Á einum stað er engu líkara en klósett hafi verið skihð eftir í auðninni en þegar betur er að gáð er þetta klettur sem er svona skemmtilega lagaður. Skammt frá Konnahamri er hellir sem heitir Stórhelhr. Göngum yfir brúna! IUagil heitir djúpt og hrikalegt gil sem þarf að fara yfir en sem betur fer er það brúað. En farþegarnir treystu brúnni ekki betur en svo að þeir kröfðust þess að fá að ganga yfir og láta bílstjórann vera tilraunadýr og aka yfir. Það gekk eins og í sögu. Nú var búið að viðra mannskapinn og áfram var ekið. Brátt tók aö halla undan fæti (hjóli) og var ekið niður snarbrattan sneiðing niður að Múla- kvísl þar sem hún kemur fram úr giljunum. Gangnamannahellir Það þurfti að fara yfir ána til þess að komast að fyrsta áfanga ferðar- innar sem var gangnamannahellir sem nefndur er Þakgilshellir, senni- lega af því að hann er í samnefndu gili. Hann hafði verið notaður af gangnamönnum hér um slóðir í nokkur hundruð ár, allt fram á þessa öld. Hellir þessi er vandfundinn fyrir ókunnuga vegna þess hve erfitt er að koma auga á hellismunnann en það veröur að skríða inn á fjórum fótum. Þegar inn er komið er hægt að standa uppréttur þar sem hæst er til lofts. Af stærð hellisins má ætla að þar hafi verið pláss fyrir 10 til 15 menn. Það vekur athygli að menn hafa rist ártöl og stafina sína á veggina. Þarna eru upphafsstafir í nöfnum gangnamanna og má greina ártöl eins og 1726 og 1848 svo dæmi Brúin á lllagili. Farþegar kusu að ganga yfir brúna enda 30 til 40 m í botn. séu nefnd. Einnig er þar að sjá hsti- lega útskorin mannanöfn og upp- hafsstafi sem eru svo skýrir að engu líkara er en þeir hafi veriö prentaðir á vegginn. Það er mjög sérstök upp- lifun að koma inn í Þakgilshelh og sjá handarverk manna sem höfðust þar við á nóttúnni á milli þess sem þeir smöluðu ógreiðfæra heiðina. Erþetta örugg- lega hægt? En þó heiðin hefði verið ógreiðfær átti vegurinn eftir að versna. Þar sem farið er upp á Höfðabrekkuheiði er brattur sneiðingur á gilbarmi og eru tvær beygjur á leiðinni. Þetta væri ekki mikið vandamál á htlum jeppa en á bíl jafn löngum og Econoline þarf að bakka tvisvar til þrisvar í hvorri beygju og fyrir neðan er snarbrött brekka niður í gilbotninn! En bfistjórinn okkar, Einar Hjörleif- ur Ólafsson, hafði stáltaugar og það var eins og hann væri að leggja á Laugaveginum. Við komumst upp og héldum áfram að „klifra" upp heið- arnar. Á einum staö er sérstaklega skemmtfieg leið en þar hggur vegur- inn (ein bfibreidd) á hrygg á mfih tveggja djúpra gilja (ég gekk yfir!) og má sjá botninn í þeim báðum á leið- inni yfir. Þetta eru ansi skemmtileg gil með skriðum og klettum alla leið niður, á að giska 100 til 150 m djúp. Það var ekki laust við að það færi hrohur um mannskapinn að sjá þessa hrikalegu náttúru. Fjöllin í seilingar- fjarlægö... í framhaldi af þessu tóku við fleiri brattar skriður, klettar og snið utan í giljum áður en við komumst loks upp á sjálfa heiðina. Eftir það var nokkuð auðvelt að komast síðasta áfangann inn að Mýrdalsjökh, þrátt fyrir nokkra snjóskafla sem þurfti að bijótast yfir. Þegar þangað kom var víðsýnt tfi allra átta. Fyrir neðan okkur á Mýrdalssandi blasti Hjör- leifshöfði við og virtist hann ósköp lágreistur og htfil að sjá úr þessari hæð. Skammt þar fyrir vestan er Háfell, en þar er endurvarpsstöð fyr- ir útvarp og sjónvarp fyrir Mýrdal- inn. í austur sést Hafursey og Sel- fjall og enn austar Álftaver og Skaft- ártunga. í góðu skyggni má einnig sjá Lómagnúp og Öræfajökul. Þegar horft er í suðvestur sést næst okkur MælifeU, sem er falleg strýta, og fjær sést Heiðarvatn í Heið- ardal. Sunnan þess er Amarstakks- heiöi með Höttu sem er hæsta fjall í byggð í Mýrdal, 512 m.y.s. í norðri er Mýrdalsjökull, tignarlegur í sinni köldu fegurð og hrikaleik. Frá hon- um í austur er skriðjökull sem nefnd- ur er Kötlujökull. Eldstöðin Katla er í jökhnum beint upp af svoköhuðum skerjum en þar var endastöð okkar í þessari ferö. Við vorum komin upp í 800 metra hæð og þrátt fyrir sólskin- ið var nokkuð kalt í návist jökulsins. Heimferðin gekk vel og var gaman að sjá umhverfið frá öðru sjónar- horni en fyrr. Það tók okur skemmri tíma að fara tfi baka en nokkrir vfidu vera vissir um aö komast heim í hefiu lagi og gengu þess vegna niður brött- ustu brekkumar á undan bfinum. COMBI CAMP TITANhf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Skemmtileg afþreying Það er alveg hægt að mæla með svona fjallaferð fyrir þá sem ekki hafa tök á aö vera marga daga á fjöh- um eða vilja kynnast hálendi íslands í hnotskum. Þaö er líka tilvalið að fara hringinn og gera eitthvað alveg nýtt í hálfan dag. Nánari upplýsingar em veittar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Vík í síma 98-71395.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.